Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ EIGNARHALD á Hveravöllum á Auðkúluheiði hefir verið til umræðu um nokkurn tíma, m.a. vegna þess að eigendurnir, Torfalækjar- og Svínavatnshreppar, hafa látið gera skipulag af svæðinu. Til eru þeir sem vefengja eignarrétt þeirra á þessu landsvæði og vitna þar bæði til Grágásar og Jónsbókar. Hér á eftir mun ég aðeins ræða þetta nánar, en bendi þeim á, sem hafa ekki mikinn áhuga, að í lokin dreg ég niðurstöðurnar saman, svo menn geti myndað sér skoðun á málinu. Ákvæði Grágásar gilda ekki lengur, en minna má á það sem hún segir um sameign á heiðum.: „Þar er menn eiga afrétt saman tveir eða fleiri, þeir skulu —“ (fært til nútíma - máls. Grágás, útg. Vilhjálms Fins- en, K.höfn 1852, „kafli“ 201 bls. 113). Við getum verið nokkurn veg- inn viss um, að þegar sagt er í forn- um lögum að einhver eigi eitthvað þá á hann það raunverulega, en hefir bara ekki notkunarrétt á því. Um Jónsbók er það að segja, að nokkur ákvæði hennar gilda enn m.a. 52. kafli landsleigubálkar: „Ef menn vitu eigi hvárt eru almenning- ar eða afréttir." Og þessi ákvæði eru talin gilda enn: „Svá skulu al- • menningar vera sem at fornu hafa verit, bæði hit efra og hit ytra.“ Og Jónsbók leggur sönnunarbyrð- ina á þann sem telur sig eiga rétt í almenning. (Jónsbók, útg. Ólafs Halldórssonar 1904, ljósrituð útg. í Odense 1970, bls. 185). Almenningur er utan eignarlanda og er því eign þjóðarinnar eða ríkis- ins. Til er dómur Hæstaréttar frá árinu 1981 um eignarrétt á botni Mývatns utan netlaga. í dóminum er ekki lýst yfir eignarrétti ríkisins á almenningum í þessu tilfelli botni Mývatns, en sagt er: „Hins vegar verður að telja, að handhafar ríkis- valds, sem til þess eru bærir, geti í skjóli valdheimilda sinna ráðið ■ **- nieðferð og nýtingu botns Mývatns og botnsverðmæta utan netlaga —“ Og það er mergur- inn málsins, að réttbær stjórnvöld geti selt og afhent hluta úr „al- menningi“ lands- manna, auðvitað með heimild í lögum. Auðkúluheiði var og er enginn almenningur heldur var eign kirkju- jarðarinnar Auðkúlu og presturinn þar tók af- réttartoll af öllu fé, sem á heiðina var rekið. í upphafi vafalaust í samræmi við ákvæði Grágásar og svo Jóns- bókar og svo núna síð- ustu þijá áratugina hefir það verið gert í samræmi við lög um afréttar- málefni. Ríkisvaldið taldi heiðina eign heimajarðarinnar Auðkúlu, og í samræmi við breytta þjóðfélags- hætti, þá seldi Jón Magnússon, ráð- herra, Svínavatns-, Torfalækjar- og Blönduóshreppum heiðina með af- sali dags. 5. júlí 1918, byggðu á heimild í lögum um sölu kirkju- jarða, nr. 50 frá 16. nóv. 1907. Hrepparnir tryggðu svo rétt sinn á venjulegan hátt með því að láta þinglýsa skjalinu. I þessum tilvitnuðu lögum um sölu kirkjujarða, er ekki talað um að undanskilja fossa heldur aðeins „náma“, en námi er fornt orð sam- kvæmt orðabók (/Menningarsj. önnur útg. 1985) sem þýðir sama og orðið náma eða m.ö.o. ráðherra tók undan réttindi til að vinna hugs- anleg verðmæti úr jarðefnum þar með sennilega talin möl til nýtingar t.d. í steypu. En fossaréttindi eru undanskilin við sölu heiðarinnar og fossaréttindi eru það, sem nú heitir virkjunarréttur. Lög frá 22. nóv. 1907 heita: Lög um takmörkun á eignar- og umráðarétti á fossum á íslandi, um eignarnám í fossum o.fl. Og 2. gr. þeirra laga hefst á orðunum: „Leyfi til að eignast fossa eða notkunarrétt á fossum —“ o.s.frv. Ekki er talað um virkj- unarrétt. Það fer því ekkert á milli mála að með orðunum í afsali fyrir heiðinni, „þá eru undanskildir (svo)— fossar, semþar kunna að vera“, er átt við virkjunarréttinn. Á fýrstu áratugum aldarinnar var mikið um lagasetningar um málefni, sem ekki höfðu verið rædd mikið og oft þurfti að búa til ný orð yfir hugtök, sem ekki höfðu verið nefnd á ís- lensku fyrr og menn vildu ekki að erlendu orðin yrðu föst í málinu. Vatnalögin nr. 15 frá 20. júní 1923 Auðkúluheiði, segir Jón ísberg, hefur verið talin óumdeild eign kirkju- jarðarinnar Auðkúlu með ákveðnum glögg- um landamerkjum. eru ágætt dæmi um þetta. Þau eru grundvallarlög og vel til þeirra vandað enda held ég að þau hafi reynst vel. Fyrsti kafli þeirra laga heitir „Orðskýringar". Fyrsta grein laganna hljóðar svo: „í lögum þess- um merkja:“ og svo kemur upptaln- ing á merkingu orðanna fyrst og fremst í lögunum sjálfum t.d. er lágflæði: „Venjulegt lægsta vatns- yfirborð.“ Og landareign: „Land lögbýlis og lóð og lönd innan tak- marka kaupstaða og löggiltra versl- unarstaða." Með þessu móti þarf ekki að vera að margtaka það upp í síðari greinum við hvað sé átt. Flest þessara orða hafa orðið föst í málinu, en a.m.k. ekki eitt þeirra eða vatnsvirkjari, sem skýrt er: „Sá maður, sem kemur fyrir neyslu- vatnsæðum," hefir ekki orðið það. Orðabókin frá 1985 getur ekki um það, heldur vatnsvirki: „Það er sá sem fæst við vatnsvirkjun.“ Landamerkjalög voru sett árið 1882. Samkvæmt þeim átti að reyna að koma reglu á landamerki jarða í landinu. Presturinn á Auð- kúlu, sr. Stefán M. Jónsson semur árið 1886, 4. sept., skjal um tak- mörk Auðkúluheiðar. Þar eru landa- merki augljós: að austan Blanda og Hofsjökull, að sunnan Jökulfall- ið, Hvítá og Hvítárvatn og vestan norður með Langjökli og norður á Öldur. Þar tekur við Dalskvíslaland. Og að norðan eru heimalönd. Þetta skjal er svo ekki þinglesið fyrr en 17. maí 1890 um leið og landa- merkjaskrá fyrir Auðkúlu er þing- lesin. Nú var Auðkúla prestssetur og því athyglisvert að sóknarprest- urinn skuli hafa látið þinglýsa landamerkjum jarðarinnar, því prestar a.m.k. hér í Húnavatnssýslu gerðu lítið af því. T.d. eru ekki til landamerkjabréf frá þessum tíma fyrir prestsetrunum sem þá voru á Bergstöðum í Svartárdal eða Hösk- uldsstöðum á Skagaströnd. Staðar- haldarar hafa ef til vill talið sig yfir það hafna að fara að landslög- um eða, sem er sennilegra, ekki getað fengið eigendur aðliggjandi jarða til að staðfesta eða sam- þykkja þau landamerki, sem þeir töldu vera. Sr. Stefán hefir því tal- ið Auðkúluheiði óumdeilda eign prestsetursins og sú skoðun hans er staðfest af ráðherranum, þegar hann selur heiðina, sem hann hafði fulla heimild til samkvæmt lögum og skoðun Hæstaréttar í Mývatns- málinu. Notkun lands á íslandi hefir að mestu verið beit fyrir búpening og er enn. Það er enginn grundvallar- munur á að beita heimalönd eða afrétt. Afréttin var notuð að sumr- inu til þess að létta á heimahögun- um og slægjunum. Þá voru ekki girðingar til að vernda tún og engi fyrir ágangi búfjár. En það voru settar reglur um hvenær mætti reka á heiðina eða öllu heldur skyldi rek- ið á fjall. Ef til vill til þess að vernda gróður og gæti einnig hafa verið til þess að hafa vit fyrir þeim, sem stundum freistuðust til að sleppa fullsnemma, en vitað er að allra veðra von er allt fram í maí. í minni embættistíð varð ég einu sinni að vekja athygli hreppsnefndar á, að bóndi, sem tæpur var með hey, hefði rekið stóðið fram á heiði um miðjan apríl. Að vísu í einmuna tíð, en stórhríðar gera ekki boð á undan sér og fárviðri geta skollið á í apríl eins og í október. En slíkt notkunar- leysi hluta ársins gat og getur ekki varðað eignamissi fasteigna, nema annað og meira komi til. Ef til vill vita menn ekki, að jörð eða eigandi jarðar gat átt ítök í annarri jörð, t.d. beitarítak eða slægnaítak. Menn notfærðu sér ekki alltaf þessi ítök, en þau féllu ekki niður fyrir það. Þessi réttindi jarðareigenda í öðrum jörðum, sem ekki voru nýtt svo árum eða áratug- um skipti voru orðin til vandræða. Þess vegna voru sett lög nr. 113 1952 um lausn ítaka af jörðum. Þá var eignarétturinn virtur það mikið, að Alþingi taldi nauðsynlegt að setja lög um lausn þessara kvaða á jörðunum. En ef menn nú vilja halda því fram, að þrátt fyrir allt þetta sé ekki hægt að viðurkenna ótvíræðan eignarrétt á Auðkúluheiði, þá er rétt að upplýsa, að búið hefur verið á Hveravöllum síðan árið 1964 og íbúarnir þar eru heimilisfastir í Svínavatnshreppi og greiða þar gjöld sín og eru þar á kjörskrá. Og þá verður að viðurkenna að heiðin sé „notuð“ til annars en bara beitar. Nokkru eftir 1930 byggir Ferða- félag íslands skála á Hveravöllum. Fasteignamat ríkisins telur hann reistan 1933. Talið er að um þenn- an skála hafi verið gerður munnleg- ur samningur við eigendur heiðar- innar um að félagið mætti byggja þarna gegn því að nota mætti skál- ann sem athvarf gangna- og leitar- manna á heiðinni. Mér vitanlega hafa ekki fundist gögn um þetta, en svona hefir þetta verið og það í góðu samkomulagi. Ferðafélag Islands eða forráðamenn þess töldu sig þurfa leyfi eigenda heiðarinnar, upprekstrarfélags hreppanna, og greiddu fyrir með afnotum af hús- inu. I stuttu máli sagt, þá hefur Auð- kúluheiði verið talin óumdeild eign kirkjujarðarinnar Auðkúlu með ákveðnum glöggum landamerkjum. Hún var seld af þar til bæru stjórn- valdi Svínavatns-, Torfalækjar-, og Blönduóshreppum, með afsali 5. júlí 1918 og eignarrétturinn aldrei verið vefengdur né heldur stjórn- sýsluyfirráð Svínavatnshrepps, sem m.a. kemur fram í gögnum fast- eignamatsins og heimilisfesti íbúa veðurstofuhússins á Hveravöllum, sem greiða og hafa greitt gjöld sín til Svínavatnshrepps og verið þar á kjörskrá frá því um miðjan sjöunda áratug þessarar aldar. Svona ein- falt er þetta mál. Höfundur erfv. sýslumaður. HVERA HVERAVELLI? Jón ísberg Siemens heimilistsekin eru rómuð fyrir stílhreina hönnun og góða endingu. Það er staðreynd. Smith & Norland býður mikið úrval heimilistækja frá Siemens. Fagleg ráðgjöf og góð þjónusta. Það er staðreynd. Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála • Snæfellsbær: Blómsturvellir • Grundarfjörður: Guðni Hallgrimsson • Stykkishólmur: Skipavík • Búðardalur: Ásubúð • ísafjörður: Póllinn • Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókur: Rafsjá • Siglufjörður: Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavik: Öryggi • Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. • Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson • Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson • Höfn í Hornafirði: Króm og hvítt • Vík í Mýrdal: Klakkur • Vestmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Hella: Gilsá • Selfoss: Árvirkinn • Grindavík: Rafborg • Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.