Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 33 SIGURHANS HALLDÓRSSON Fimleikar + Sigurhans Halldórsson var fæddur i Reykjavík 5. apríl 1920. Hann lést á Landsspítal- anum 22. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 30. júlí. Blómin lifna, blika og seiða birtu vors í krónu teiga. En falla um haust að foldu niður í faðmi jarðar ríkir friður. Eins mun lika lúið hold, leggjast hinsta sinn í mold. (Hrefna Jónsdóttir) Siggi frændi, eins og ég kallaði hann alltaf, var hluti af tilverunni svo lengi sem ég man eftir mér. Því miður gat ég ekki verið við- staddur útför hans, föðurbróður míns og vinar, þar sem ég var staddur norður í landi. Margir voru þeir sunnudagarnir, sem hann og Elín kona hans komu heim til okkar, hittu fjölskylduna og fengu kaffisopa. En eftir að Elín lést 1982, kom hann oftar, enda var tíminn kannski lengur að líða hjá honum en áður. Jólaboðin voru eftirminnileg. Þá kom Siggi frændi ásamt foreldrum mínum á heimili okkar Helgu og voru þær stundir okkur ógleymanlegar. Þá var oft kátt í koti, því báðir voru bræðurnir spaugsamir. Siggi frændi var myndarlegur maður, með sitt fallega hvíta skegg og glettni í augum. Hann gat verið stríðinn, traustur var hann og tryggur. Hann var fróður og vel lesinn og oft spjölluðum við timun- um saman um allt milli heimins og jarðar, einkum þó sjómennsku fyrr og nú. Hann var náinn systkinum sín- um. Það gladdi hann mjög þegar systir hans, Sigríður, sem býr í Kanada, kom og heimsótti hann. Var hún hjá honum hans síðustu daga, ásamt bróður sínum Hall- dóri, sem eru ein eftir af systkina- hópnum á Nönnugötu 5. Látin eru Hannes, Þorbjörg og Jón Óskar. Siggi frændi var mikill fjöl- skyldumaður og mér er kunnugt um að börn hans Ragnhildur og Einar og barnabörnin voru honum afar hjartfólgin, og hann bar vel- ferð þeirra mjög fyrir brjósti. Mig langar til fyrir hönd fjöl- skyldu minnar, móður og systkina, að þakka að leiðarlokum fyrir sam- veruna sem aldrei féli skuggi á. Ástvinum hans öllum sendum við Helga inniiegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Sigurhans Halldórssonar. Halldór Jónsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vei frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASClI-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnsiu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega lfnuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Innritun er hafin FJpplýsingar í síma 557 4925 eða 557 4923 virka daga milli kl. 10.00 og 20.00 ® Áhaldafimleikar ^ Trompfim leikar Þolfimi l’jálfarar nieð íágnieiintun Barnaflokkar: Morguntímar, dagtímar og kvöldtímar Fimleikar - föáur íÞrótt Vetrarstarf Gerplu hefst 3. september n.k. 4. - 8. september Hin áriega sko&unarferá um borgina gla&væru vi& Signu. Gist verður á Home Plazza Saint Antoine sem er fyrsta flokks hótel. í næsta nágrenni við hótelið er Opéra Bastille og Place de la Nation. 29m90t kr. m.v. 2. i herbergi. ^m jÞ 10 mánaða raðgreiðsiur! Innifalið: Flug, gisting með morgunverði, flugvallaskattar, skoðunarferð, flutningur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. E.s. Ekki gleyma öllu hinu: Signubökkum, Eiffelturninum, listamönnum gölunnar, kaffihúsunum og heillandi mannlífinu, ásamt næturlífinu og rómantíkinni. Bokanir á söluskrifstofu Flugleiða Laugavegi 7, símar 5050 534x Guðrún Dagmar og 5050 491, Harpa. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi Fararstjóm: Laufey Helgadóttir. Nánari upplýsingar: FARKLÚBBUR VISA UPPLÝSINGA- OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖD Álfabakka 16, 109 Reykjavík Sími: 525 2025, fax: 525 2022 V/SA r i París við tmé VISA Einstakt tœkifœri fyrir handhafa Far-og Guilkorta VISA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.