Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Á hægri vængnum teygði hann sig langt til hægri, þegar hann myndaði stjórn með Fini og Þjóðarbandalagi hans. Á Ítalíu er viðloðandi djúpstæð hræðsla við fasista og hvort sem það er með réttu eða röngu varð sam- vinnan ljótur blettur á Berlusconi og hefur lamað hann. Hægri öfl, sprott- in úr fasismanum eru lýðræðisleg, en ekki frjálslynd, sérstaklega ekki í efnahagsmálum. Þessi öfl leysti Berlusconi úr læðingi með því að koma þeim í stjórn. Hann frelsaði Fini úr einangrun hans og á því mikið inni hjá Fini. Á hægri vængnum búa tvær flöl- skyldur. Önnur er hlynnt Evrópu- samstarfinu, hin er tortryggin í garð þess. Fini er í síðarnefnda hópnum. Hann hefur gert mikið til að breyta flokknum, en það dugir ekki að breyta einungis nafni flokksins og lögum, þegar hugarfarið er áfram 'hið sama. Það er kannski erfitt að skilja þannig saman settan hægri væng, en ég held að ástandið sé ekki ýkja ólíkt því sem er í Frakk- landi. Munurinn er bara sá að þar er einn óumdeildur leiðtogi, því Jacques Chirac er kjörinn forseti. I því feist pólitískur styrkur hans og flokkurinn getur ekki annað en hlýtt honum. Á þessu þyrfti Ítalía að halda.“ Maastricht-sáttmálinn afhjúpaði vanda Itala Þú nefndir áðan að gamla flokkakerfið hefði leyst upp, en hvað kollvarpaði því? Af hvetju riðu allar þessar um- byltingar yfir Ítalíu? „Hin hefðbundna kenning er sú að með endalokum kalda stríðsins og hrunsins í Austur- Evrópu hafi Kristilegi demó- krataflokkurinn misst rétt sinn til að stjórna. Rétt sem hann hafi haft í krafti þess að hann hindraði uppgang kommúnismans. Ég hef hins vegar ekki verið sannfærður um réttmæti þessarar kenn- ingar. Kristilegir demókratar voru alis ekki alltaf klárlega í andstöðu við kommúnista og síðan á áttunda áratugnum störfuðu þeir víða með þeim í bæjarstjórnum. Um árabil hefur því ekki verið hægt að segja að kristilegir demó- kratar hafi verið útverðir gegn kommúnistum. Ég held hins vegar að gamla kerfið hafi hrunið því það var of dýrt. Stóru flokkarnir höfðu komið sér saman um að taka sér greiðslur fyrir ýmis viðvik og þetta dýra kerfi íþyngdi þjóð- arbúskapnum. Fjárlagahalli og skuldasöfnun er ekki ítölsk uppfinning. Jafnvel þegar skuldirnar námu 100 prósentum af þjóðarframleiðslu, eða 105, 110 og 115 prósentum, fengum við hag- stæðasta lánsmat hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum á borð við Moody’s. Italir stóðu við skuldbindingar sínar og það dugði. En Maastricht-sátt- málinn breytti þessu og í raun má segja að með honum dæmdum við okkur sjálf til dauða. Myntsamband- ið er ekki lausleg hugmynd til að framkvæma á næstu tuttugu árum, heldur er hún eins og lestaráætlun, þar sem hver lest heldur af stað á ákveðnum tíma og tíminn er naum- ur. Með sáttmálanum varð vandi ít- ala iýðum ljós. Þetta eitt hefði þó ekki dugað til, heldur kom fleira til. Dómsrannsókn- irnar, kenndar við „hreinar hendur", voru eins og sprengihleðsla í her- bergi fullu af púðri. Þær hófust í Mílanó 1992 og þá má spyrja af hveiju þær höfðu ekki hafist fyrr, því ekki voru aðstæðurnar nýjar. Einnig hér var um röð tilviljana að ræða. Dómararnir höfðu smátt og smátt fengið aukið sjálfstæði. Al- menningsálitið snerist á sveif með þeim og þetta tvennt gerði að kerfið fór á hreyfingu og þegar það var einu sinni komið á skrið fór það fljót- lega á fleygiferð." Léttirinn yfir að spillingin yrði afhjúpuð og gleðin yfir því hefur smám saman vikið fyrir áhyggjum yfir hvernig binda eigi enda á rann- sóknirnar og ýmsar fálmkenndar til- raunir hafa verið gerðar af hálfu stjórnmálamanna til að stemma stigu Sumir vilja breytingar, aðrir óbreytt ástand Romano efast um að^nýir tímar séu runnir upp á Ítalíu þótt vissulega hafi orðið um- skipti í hinni pólitísku valda- stétt, þar sem hluti hennar hafi horfið vegna spilling- arrannsóknanna, en einnig vegna breyttra kosningalaga. „Breytingarnar eru vissulega miklar, en þó ekki einhlítar í átt til nýrra tíma. Ekki verður um nýtt lýðveldi að ræða fyrr en með nýrri stjórnar- skrá. Ítalíu hefur alltaf verið stjórnað af samsteypustjómum og kosninga- bandalögum, sem hafa verið veik í sessi og aðeins sett saman til að vinna kosningar. Nei, ég verð því að svara því neitandi að nýtt lýð- veldi sé runnið upp.“ En heldurðu að það renni upp? „Það er öldungis ekki víst. Innan hinnar pólitísku vaidastéttar ríkir enginn sérstakur vilji til breytinga. I öllum flokkum og valdastofnunum eru íhaldsmenn og þá á ég ekki við íhaldsmenn í hefðbundnum skilningi, heldur þá sem engu vilja breyta. Og einn af mörgum íhaldsmönnum er forsetinn. En sem betur fer eru einn- ig þeir, sem vilja breytingar og þar er Massimo D’Alema, formaður nýja Jafnaðarmannaflokksins, fremstur i flokki, þótt það hljómi þversagnar- kennt. Honum hefur skilist að breyt- ingar henta bæði þjóðinni og flokki hans. Ef á kemst tvípólakerfi í stjóm- málunum, hægri- og vinstrivængur, er ljóst að hann er leiðtoginn á vinstrivængnum vegna sterkrar stöðu flokks hans. Silvio Berlusconi leiðtoga Áfram Ítalíu hefur einnig skilist að breyt- inga sé þörf, en hann er bundinn í báða skó af einkahagsmunum, fjölm- iðlaveldi sínu, sem er kjarni ítalskra fjölmiðla og fjölmiðlar eru eins og kunnugt er hjarta nútímaþjóðfélags. Veldi hans er þar í lykilhlutverki og Berlusconi þvi bæði stjórnmálamað- ur og forstjóri. Þetta er auðvitað IT ALIA? Sergio Romano er virtur ítalskur blaðamaður og fyrrum sendiherra lands síns í Moskvu og hjá Atlantshafsbandalaginu. Sigrún Davíðs- dóttir heimsótti hann nýlega og fræddist um ítalskar aðstæður og skoðun Romanos á Atlantshafsbandalaginu, sem er frábrugðin því sem helst heyrist norðan Alpafjalla. andstætt öllum lögmálum og fyrir þetta er hann harðlega gagnrýndur. Meðan hann heldur áfram að blanda saman stjórnmálum og einkarekstri verður engin breyting á hans stöðu. Gianfranco Fini leiðtogi nýfasista- flokksins Þjóðarbandalagsins vill breyta kerfinu en flokkur hans hefur á sér óheflað yfirbragð og lætur illa að stjóm. Þeir sem eru á móti öllum breytingum eru Oscar Luigi Scalfaro forseti og ýmsir hópar mennta- manna. Olífuhreyfingin er klofin í þessum efnum. Kommúnistaflokkur- inn gamli og Græningjar eru andvíg- ir breytingum. Kosningarnar skýrðu ekki línurnar, ekki síst togstreitu innan flokkanna og því óljóst hvort annað lýðveldi líti dagsins ljós.“ Beinkjörinn pólitískur leiðtogi væri til bóta Nú fór nýja stjórnin af stað með áköfum yfírlýsingum um að hún hygðist sitja út kjörtímabilið, sem er fimm ár. Hefurðu trú á að það muni ganga eftir? „Stefna Prodis forsætisráðherra hefur hingað til fyrst og fremst beinst gegn Berlusconi og Fini, án þess að rætt hafí verið í botn hvað í raun eigi að gera. Nú hefur hann gert sér grein fyrir að til að verða með í hinni nýju Evrópu er þörf á mjög aðhaldssamri hagstjórn og í þeim efnum er Ólífuhreyfíngin, sem stendur að baki stjórninni ekki mjög samstæð. Prodi er sannfærður um að Ítalía eigi samleið með Evrópu og hefur áhyggjur af að komist Ital- ía ekki með í myntsambandið þá geti allt gerst, jafnvel að þeir nái SERGIO Romano því markmiði aldrei. Það bíður því Prodi hið erfiða verkefni að sameina ólík öfl. í glímu hans við skilyrði Maastricht-sáttmálans er ljóst að einhveijir verða að borga brúsann. Gagnstætt því sem stjórnmálamenn halda fram er tómt mál að tala um að allir axli jafnar byrðar. Það er ekki hægt að ganga of nærri þeim, sem skapa auðinn, því það er það sama og stemma á að ósi. Ég vona bara að flokkar, andstæðir Evróp- usamrunanum eins og Endurreisti kommúnistaflokkurinn undir stjórn Fausto Bertinottis, sem veita stjórn- inni stuðning, þótt þeir sitji ekki í henni, hafí hvorki framtak né kjark til að fella stjórnina. Bertinotti getur sætt sig við ýmislegt, en það er ljóst að hann getur ekki tekið öllu. Stjórnin mun vafalaust eiga við örðugleika að etja út allt þetta ár. Það er ekkert nema skrúðmælgi að tala um að stjórnin muni sitja í fímm ár. Ef hún endist þetta árið má það kallast gott, hvað þá ef hún bætir einu ári við. Við skulum ekki gleyma að gamla kerfið er enn við lýði, þar sem venjan var að stjórnir voru myndaðar til að koma fjárlögum í gegnum þingið og að því loknu varð ástandið óstöðugt, stjómin var felld og síðan enn mynduð ný stjóm til að koma næstu fjárlögum í gegn. Stjórnirnar byggðu tilverurétt sinn á þessu mynstri og ég er hræddur um að nýtt kerfi hafí enn ekki séð dags- ins ljós.“ Þú talar um að annað lýðveldi og nýtt kerfi sé enn ekki orðið að veru- leika. Hvað þarf til að þínu mati? „Sá sem heldur um stjórnartau- Morgunblaðið/Sigrún mana, hvort sem væri forseti eða forsætisráðherra, þyrfti að vera kos- inn beinu kjöri, þannig að það feng- ist einn leiðtogi með ótvírætt umboð og pólitískan styrk. Þetta er deilu- mál og sitt sýnist hveijum, en þó þetta sé mikilvægasta breytingin, er hún ekki sú eina. Eins og er starfar þingið í tveimur jafnréttháum þing- deildum og það er dragbítur á þing- starfið, sem er alltof tímafrekt. Svo má ekki gleyma að uppi eru háværar óskir um aukna sjálfstjórn landshlut- anna og mikilvægt að koma til móts við þær.“ Fasistabletturinn á hægri vængnum ítalska hægrivængnum hefur gengið erfiðlega að fá á sig sannfær- andi yfírbragð og vera viðurkenndur af öðrum evrópskum hægriflokkum. Sumir ganga svo langt að segja að enginn alvöru hægriflokkur sé til á Italíu. Hvernig stendur á þessu? „Það eru kannski sögulegar skýr- ingar á þessu, en því má heldur ekki gleyma að stórir hægriflokkar eins og sá þýski, breski eða franski eru klofnir á margvíslegan hátt. Það má heldur ekki gleyma að Berlusconi hefur látið verulega að sér kveða, þó hann sé ekki óumdeildur eins og áður er lýst. Þegar Kristilegi demó- krataflokkurinn og Sósíalistaflokk- urinn hrundu vegna mútumálanna skildi Berlusconi að stórir hópar kjós- enda yrðu pólitískir munaðarleys- ingjar og því stofnaði hann nýtt afl, Áfram Italíu. Berlusconi er áhrifamikill miðlari, sem kemur boðskap sínum til skila. Hvert stefnir UTAN Austur-Evrópu hefur ekkert Evrópuland tekið eins miklar kollsteypur undanfarin ár og Ítalía. Dómsrannsóknir kenndar við „hrein- ar hendur“ er hófust 1992 leiddu í ljós að í kringum stjórnmálaflokk- ana, sérstaklega Kristilega demó- krataflokkinn og Sósíalistaflokkinn, burðarása stjórnmálanna, þreifst þaulskipulögð spillingarstarfsemi. Hún átti í upphafi að ijármagna flokksstarfsemina, en varð á end- anum hluti af hinu pólitíska kerfí. Þótt ítalir væru sér meðvitaðir um að eitt og annað viðgengist, höfðu aðeins örfáir yfírsýn eða hugmynda- flug til að gera sér í hugarlund, að spillingin var kerfi við hlið hins opin- bera. Uppljóstranirnar leiddu til að gamla flokksveldið riðlaðist, tveir áðurnefndir flokkar splundruðust og síðan hafa ítölsk stjórnmál borið þess merki að þjóðmálaöflin eru í leit að flokkum, svo vitnað sé í heiti eins af þekktustu leikritum ítala: Sjö persónur í leit að höfundi eftir Piran- dello. í þeirri bjartsýni og létti, sem greip ítali eftir að tekið var að grafast fyrir um spillinguna, var talað um að með hvarfí gömlu flokkanna myndi nýtt lýðveldi leysa af hólmi hið fýrra, er stofnað var eftir stríð og einkenndist af stóru flokkunum tveimur. Nú heyrast þessar raddir æ sjaldn- ar og enn er óljóst hvaða stefnu Ítalía tekur. Ný stjórn mið- og hægriflokkanna undir forsæti Romano Prodis á enn eftir að sanna hvort hún nær að sitja lengur en meðalvaldatíma fyrri stjórna, tíu mánuði. Einn af þeim sem fylgjast með framvindu ítalskra stjórn- mála er Sergio Romano. Hann er sagnfræðingur, fyrrum sendiherra hjá NÁTO og í Moskvu, en skrifar nú bækur og greinar af kappi. Eru at- hugasemdir hans grannt lesnar og mikils metnar. Hann skrifar reglulega í La Stampa, eitt af helstu blöðum Ítala, auk þess sem umheimurinn heyrir af skoðunum hans í pistlum í breska blaðinu Financial Times.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.