Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KAPPAKSTUR Stjaman í gallabuxunum Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Ungur og upprennandi KANADAMAÐURIIMN Jaques Villeneuve kann best við sig í gallabuxum og bol, en í vinnunni er hann klæddur eldtefjandi keppnisgalla og öryggishjálmi. Fjölskyldu- . skemmtun í Laugardal ÞAÐ má með sanni segja að það verði fjölskylduskemmt- un í Laugardalnum ídag í kringum úrslitaleik IA og ÍBV í bikarkeppni karla í knattspymu. Leikurinn sjálf- ur hefst klukkan 14 en Fjöl- skyldu- og húsdýragarðurinn er opinn frá klukkan 10 og þeir sem hafa keypt sér miða á leikinn geta framvísað hon- um og fengið frítt í garðana. Það sama gildir eftir leik, þá dugar að sýna miða sem menn fá á Laugardalsvellin- um, en það eru Búnaðar- bankinn og Esso sem bjóða stuðningsmönnum liðanna í garðana og vilja með þessu, ásamt félögunum tveimur, leggja áherslu á að knatt- spyrna sé fjölskylduíþrótt. Fyrir leikinn getur fólk látið mála sig í litum síns liðs í kaffihúsinu i garðinum. Það verður eflaust ekki minna um að vera á hinum hefðbundnu fundarstöðum stuðningsmanna félaganna, Glaumbar og í Ölveri. Eyja- menn verða með mini Þjóð- hátíð á Glaumbar og í Tryggvagötunni og í Ölveri munu gulir og glaðir Skaga- menn hita upp. KANADAMAÐURINN Jaques Villeneuve er eini ökumaðurinn sem getur ógnað Bretanum Damon Hill íkapphlaupinu um heimsmeistaratitil Formula 1. í dag sunnudag keppa þeir í belgíska kappakstrinum en að- eins þrjú mót eru eftir í heims- meistaramótinu. Eg hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af öllum hasarnum og athyglinni sem fylgir því að keppa í Formula 1. Það er ótrúlega mikill mun- Gunnlaugur ur ^ þessu 0g j jn(jy Rognvatdsson , , , • . skrifar kappakstnnum í Bandaríkjunum, þó ég hafi orðið meistari þar í fyrra,“ sagði Jaques í samtali við Morgun- blaðið fyrir eitt af mótum ársins. Hann vann sinn fyrsta sigur á heimavelli heimsmeistarans, á Nur- burgring í Þýskalandi á meðan Schumacher varð annar. Villeneuve ekur fyrir Williams og tryggði liðinu meistaratitil bílahönnuða ásamt fé- laga sínum, Hill sem hefur forystu í heimsmeistaramótinu. Nú hyggst Villeneuve róa að því öllum árum að ná titli ökumanna, Hill verða engin grið gefín. Keppnin í Belgíu er örugglega erfiðari fyrir þær sakir að faðir Villeneuve lést í keppni í Belgíu árið 1982, en hann var Formula 1 ökumaður. Villeneuve var þá aðeins 11 ára gamall. Engu að síður lá leið hans í kappakstur með tíman- um og hann keppti lengi vel í Japan við góðan orðstý. Síðan tók við kappakstur í Bandaríkjunum þar sem hann vann strax einstök mót og varð loks meistari í Indy kapp- akstri sem svipar til Formula 1. „Það er líkamlega erfiðara að aka í Indy kappakstri, en Formula 1 bíll er mun fljótari og sneggri í öll- um hreyfingum. Þá eru bremsurnar mun öflugri, í raun ótrúlegar. Lík- aminn hefur varla við hraðaminnk- uninni ef þú klossbremsar. Indy bílarnir ná oft meiri endahraða, enda brautirnar hannaðar öðruvísi. Formuia 1 bíll fer mest á 335 km hraða í keppni sem er samt feyki- nóg og oft er erfitt að sjá út á slík- um hraða, allt titrar í umhverfinu og maður verður að gæta þess að horfa bara á brautina," sagði Ville- neuve. Hann er kallaður unglingurinn í Formula 1, þó hann sé 24 ára gam- all. Ástæðan er sú að hann lætur ekki ijölmðlafár hafa áhrif á sig, klæðist yfirleitt gallafatnaði, hvort sem hann er heima hjá sér eða í veislu. Að ferðast um á línuskautum er hans líf og yndi utan vinnutíma. Villeneuve er með ágætis laun; um 6 milljónir dollara fyrir utan auglýs- ingatekjur og er með samning við Williams upp á vasann fyrir næsta ár, ólíkt Hill. „Okkur Hill kemur vel saman sem er mikill kostur í keppnisliði. Ég vil samt leggja hann að velli, enda væri ég annars ekki alvöru kappakstursökumaður. Ég þarf hinsvegar meiri tíma til að venjast einstökum brautum heims- meistaramótsins. Þekking á þeim gefur mér sekúndubrot sem geta skipt sköpum þegar að keppni kem- ur. Hvort ég næ titli núna eða á næsta ári er ekki allt sem skiptir máli í lífinu, en óneitanlega þægi- legt þegar kemur að samningum um laun,“ sagði Villeneuve sposkur. GOLF X Islenskir kylfingar hugsa sértil hreyfings þegar hausta fertil að lengja hið stutta golftímabil Ferðir og verð við allra hæfi lengja timabilið, meðal annars þessi í Algarve í Portúgal. Kylfingar hafa í stöðugt ríkara mæli haldið til útlanda, bæði á vorin og haustin, tii að lengja þann stutta tíma sem hægt er með góðu móti að leika golf hér á landi. Ferðaskrifstofurnar Samvinnuferð- ir-Landsýn og Úrval Útsýn hafa báðar sinnt kylfingum af miklum krafti undanfarin ár og bjóða í haust og vetur uppá nokkrar ferðir þar sem aðaláherslan er á golf. Hér á eftir verða þær ferðir sem þegar er ákveðið að fara tíundaðar og innifaiið í uppgefnu verði er flug, gisting með morgunverði, akstur til og frá flugvelli erlendis og farar- stjórn. Rétt er að geta þess að tak- markaður fjöldi kyflinga kemst í hvetja ferð, lágmarksfjöldi er 20 manns og hámark 40. Golf og verslun í Halifax Úrval Útsýn býður uppá fimm dgaa ferð til Halifax í Kanada. Lagt verður af stað fimmtudgainn 19. september og komið heim aftur jí»ðjudaginn 24. september. í Hali- fax eru bæði margir og góðir golf- vellir og mjög hagstætt er að versla þar auk þess sem mikið er af góðum veitingastöðum og næturlífið er spennandi. Ferðin kostar 63.900 á mann og í því verði eru fjórir hring- ir á golfvellinum og akstur til og frá honum. Fararstjóri verður Peter Salmon. Spánn og Portúgal Peter Salmon verður einnig far- arstjóri í vikuferð til Islantilla á Spáni, en í þá ferð verður farið miðvikudaginn 2. október og komið heim næsta miðvikudag, 9. októ- ber. í Islantilla, sem er skammt austan við Faro í Portúgal, er nýleg- ur 27 holu golfvöllur og gist verður á nýstískulegu og rúmgóðu hóteli. Miðað við að búa í tvíbýli kostar ferðin 64.400 og geta menn þá leik- jð eins mikið golf og þá Iystir á hveijum degi. Sömu daga verða aðrir kylfingar í golfi á Aibufeira við Algarve í Portúgal og er þessi ferð sniðin fyrir þá sem eru styttra komnir í íþróttinni. Þar verður Sigurður Sig- urðsson golfkennari fararstjóri og kostar ferðin 64.900 og eru sex hringir innifaldir í því verði svo og bílaleigubíll í B-flokki. Þegar Peter Salmon sendir hóp- ana heim miðvikudaginn 9. október kemur annar hópur út með sömu vél og mun dvelja 7 nætur í Albu- feira og fjórar á Islantilla. Þessi hópur kemur heim sunnudaginn 20. október og kostar ferðin 84.900 og er þá miðað við níu hringi og bíla- leigubíl í B-flokki í 11 daga. R. Myers í Flórída Það verður nóg að gera hjá Peter því hann kemur heim, skiptir um fatnað í töskunum og heldur síðan til Ft. Myers í Flórída föstudaginn 25. október og stendur sú ferð til mánudagsins 11. nóvember. Ekki þarf að fjölyrða um alla aðstöðu í Flórdída, frábærir vellir og gisting eins og hún gerist best. Verðið er 104.900 miðað við fjóra í tveggja svefnherbergja íbúð, sjö hringi á golfvelli og bílaleigubíll í 14 daga. Samkvæmt upplýsingum hjá Úr- vali-Útsýn er verið að leggja drög að mjög spennandi golfferð í janúar og hugmyndin er að fara til Mar- okkó og leika á einum fjórum mis- munandi stöðum þar. La Manga og Mallorca Fyrsta golfferðin hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn í haust verður til La Manga á Spáni, farið út mánu- daginn 23. september og komið heim mánudaginn 7. október. Þrír skemmtilegir golfvellir eru á tiltölu- lega litlu svæði, skammt frá gisti- staðnum. Verðið er 49.710 miðað við fjóra í tveggja svefnherbergja íbúð. Vallargjöld eru rúmlega 3.000 krónur. Fararstjóri verður Kjartan L. Pálsson. Farið verður í stutta golfferð til Mallorca laugardaginn 28. september og dvalið á suðaust- urhorni eyjunnar. Komið verður heim fimmtudaginn 3. október og því hægt að leika eina fimm hringi. Ferðin kostar í kringum 20.000 krónur og er þegar uppselt í hana. Það er einnig uppselt í fyrri ferð Samvinnuferða-Landsýnar til Flórída, 13. október til 4. nóvem- ber, en laus sæti eru í síðari ferðina sem hefst þriðjudaginn 10. nóvem- ber og stendur til föstudagsins 25. nóvember. Fyrstu fimm dagana verður dvalið við Orlando en síðustu tíu dagana við Mexíkóflóann. Úr- valið af frábærum völlum á þessum svæðum er mikið og kostar ferðin 62.180 krónur miðað við fjóra í tveggja svefnherbergja íbúð. Vall- argjald er dálítið mismunandi en algengt að það sé um 1.700 krón- ur. Fararstjóri í þessum ferðum er Kjartan L. Pálsson. Tæland í janúar Föstudaginn lO.janúarferKjart- an með hóp manna til Tælands, en þangað var í fyrsta sinn farið á vegum ferðaskrifstofunnar í fyrra- vetur og gafst það vel. Ferðin er heldur lengri í ár, komið heim föstu- daginn 31. janúar og verður dvalið á nýju og glæsilegu hóteli, Montien hótelinu sem er við Pattayaströnd- ina. Helgarnar verða notaðar til að skoða sig um en virka daga verður leikið golf, en vellirnir er glæsilegir og klúbbhúsin ekki síðri. Vallar- gjöldin eru á bilinu 800 til 1.500 krónur. Taka settið og forgjafar- skírteinið með Þetta eru þær ferðir sem ferða- skrifstofurnar tvær hafa skipulagt sérstaklega fyrir kylfinga. Auðvitað eru flestar ferðirnar þannig að menn geta farið með án þess að leika golf því gististaðir eru oftast nærri einhverjum borgum eða þorp- um þannig að engum ætti að leið- ast. Margir kylfingar skella sér einnig á eigin vegum og svo eru margir sem fara til útlanda starfs síns vegna og enn aðrir fara í versl- unarferðir til ýmissa borga. Golf- vellir eru yfirleitt ekki langt undan og því tilvalið að taka settið með. Menn verða helst að muna eftir að taka með sér forgjafarskírteini sitt því sums staðar fá menn ekki að leika nema sýna það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.