Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 21 eftir kl. 9 á kvöldin, en við drógum okkur í hlé undir moskítónetin. Cape McLear Þó svo að notalegt hafi verið að gista Monkey Bay var þar frek- ar fátt um að vera. Af þeim sökum var skroppið til Cape McLear, 20 km norðar á ströndinni, einn fagr- an morgun. Við leigðum okkur bát með skipstjóra og kokk og fórum út í eyju sem er í um 3 mílna íjar- lægð fra ströndinni. Þar vörðum við deginum við að spóka okkur á ströndinni og synda í volgu vatninu innan um þúsundir af skrautfisk- um sem voru svo gæfír að þeir átu úr lófunum á okkur. Má líkja því að synda í Malawivatni við að vera í risavöxnu fiskabúri. Kokkurinn brasaði handa okkur hádegisverð á ströndinni, hrísgrjón og eldsteikt- an fisk sem reyndist hreinasta sælgæti. Seinnipart dags fórum við út á vatnið þar sem innfæddir voru að veiða á eintijáningum sínum og keyptum við af þeim nokkra fiska til að gefa fiskiömum sem halda til í eyjunni. Það var tilkomu- mikil sjón að sjá þá steypa sér gargandi eftir fiskunum sem við fleygðum upp í loftið. Við komum til lands rétt fyrir sólsetur eftir frábæran dag, en kostnaðurinn fyrir þetta ævintýri var 20 dalir eða um 1.300 kr., ekki mikið það. Árni „stórútgerðarmaður" Helgason Þegar við komum frá Cape McLear beið okkar Árni Helga og falaðist hann eftir aðstoð við að koma á land báthrói sem hann sagðist nýverið hafa keypt í félagi við malawiskan náunga. Hann var mættur með Pajerojeppa og kerru, en af stærð hennar að dæma fannst okkur að það yrði líklega létt verk og löðurmannlegt að kippa upp þeirri skel sem fara ætti á kerruna. Þegar við komum á staðinn var komið rökkur og nokkrir bátar vögguðu letilega á legunni. Við óðum út í sefið og báðum þess í hljóði að krókódólarnir hefðu fengið nægju sína í dag, en þegar Ámi fór að brasa í landfestunum á stærsta_ bátnum varð okkur ekki um sel. Útundan mér gat ég séð að eigandi Pajerosins var fölur sem nár. Hann bakkaði samt kerrunni út í og við náðum að festa ferlíkið á hana. Síðan var Pajeroinn látinn taka á af öllu afli en ekkert gerð- ist nema hvað einhveijir millimetr- ar fóru af kúplingsdisknum og grunsamlegt hljóð heyrðist úr framdrifinu. Sviti var farinn að perla á enni Pajeroeigandans en Árni hughreysti hann og sagði að á íslandi væru menn ekkert að velta svona smámunum fýrir sér, ef eitthvað þyrfti að gera þá væri það gert. Við settum spilið af Suburbanin- um í leikinn og eftir heljarátök gerðust undur og stórmerki, skrímslið mjakaðist uppúr vatninu. Þegar dallurinn komst á þurrt minnti hann helst á Örkina hans Nóa þegar hún strandaði eftir syndaflóðið. Við áttum hálfpartinn von á að sjá gíraffa stinga höfðinu út um stýrishúsþakið og dúfu hringsóla um með ólífuviðargrein í gogginum. 2/:i hlutar af bátnum stóðu aftur af kerrunni og jafnvel bjartsýnismaðurinn Árni varð að játa sig sigraðan. Ákvað hann að líklega væri best að láta taka Örk- ina í slipp í Monkey Bay. Tveir tímar fóru í að möndla dallinum í vatnið aftur og skreiddumst við í bústaðinn nær dauða en lífi af þreytu, seint um kvöldið. Monkey Bay - Nkhata Bay Morguninn eftir útgerðarævin- týrið var haldið af stað norður með Malawivatni. Við vorum í samfloti með Árna að bænum Salina en þar skildu leiðir. Við kvöddum Árna og héldum í átt að Tansaníu. Á leiðinni vorum við stöðvuð af töfra- manni einum allskuggalegum, en Á MARKAÐI í Lilongve með Ásgerði Kjartansdóttur. hann hafði í frammi allskyns furðulega tilburði, dansaði og þuldi yfir bílnum töfraþulur svo að við mættum komast heilu og höldnu á leiðarenda. Við greiddum honum einhveijar krónur fyrir og héldum áfram uppfull af nýju sjálfsöryggi eftir þessar fyrirbænir. Leiðin að Nkhata Bay var eftir- minnileg vegna þess að hún liggur meðfram vatninu, farið er yfir marga bratta fjallvegi þar sem útsýni er yfír vatnið og strendur þess. Á markaðinum í Nkhata spurðumst við fyrir um tjaldstæði og var okkur bent á stað sem ber hið rómantíska nafn „Heart Mot- el“. Örmjótt einstigi lá að staðnum og komumst við að því að þetta tjaldstæði var ætlað rútu- og puttalingum. Eigandinn var hins- vegar hinn alúðlegasti og bauð okkur að leggja bílnum í garðinum sínum. Eitthvað ruddum við niður af gróðri áður en Suburbaninn var kominn á sinn stað og tjaldið sett upp. Við keyptum fínan kvöldverð hjá „eldhúsi“ staðarins en eldhúsið samanstóð af hlóðum í einhveijum óhijálegum skúr. Maturinn var hinsvegar frábær og hræódýr. Á staðnum var mikið af heims- homaflökkurunum sem voru að koma frá Kenya á leið til Suður- Afríku eða öfugt. Við bárum sam- an bækur okkar og vöruðu þeir okkur við því að vegurinn frá Nkhata að landamærunum væri hrein hörmung. Morguninn eftir keyptum við bananapönnukökur í morgunmat hjá hinum frábæra kokki staðarins. Þegar við bökkuð- um Suburbaninum af stæðinu drápum við það sem eftir var af skrautgróðrinum á staðnum, samt fór ekki brosið af hinum vingjarn- lega hótelhaldara þegar hann kvaddi okkur með virktum. Við gáfum „Heart Motel“ 10 í einkunn. Þetta er að vísu ekki stað- ur fyrir þá sem vanir eru Hilton eða Holiday Inn, en fyrir þá sem vilja drekka í sig umhverfí og stemmningu landsins er ekki hægt að hugsa sér betri stað. PILTARNIR sem fluttu okkur út í eyju og elduðu fyrir okkur fiskinn. Nkhata Bay til Tansaníu Á LEIÐINNI til baka eftir góðan dag. VEGURINN að Heart Motel var ekki beinlínis ætlaður stórum bílum. MALAWISKI töframaðurinn að hrista sig og fær smáborgun fyrir frá Árna. Við komumst fljótt að því að lýsingarnar sem við höfdum fengið á veginum til Tansaníu voru síður en svo orðum auknar. Einhvern- tímann fýrir ævalöngu hafði þetta verið malbikaður vegur en viðhaldi hafði greinilega ekki verið sinnt í þijá áratugi. Vegirnir í Zambíu voru sannkallaðar hraðbrautir í samanburði við þessi ósköp. Við lúsuðumst áfram, keyrðum meira utan vegar en á veginum sjálfum. Á leiðinni mættum við 20 bíla lest af splunkunýjum Pajerojeppum, merktum Rauða krossinum, senni- lega þróunaraðstoð á leið til Lil- ongwe eða Mosambique. Ökumenn þessara bíla voru nú ekkert að víla það fyrir sér þótt vegurinn væri slæmur heldur geystust þeir fram- hjá á ógnarhraða og má segja að við höfum séð undir hvern einasta bíl er þeir fóru hjá í loftköstum. Við hugsuðum með okkur að lít- ið verðmæti yrði í þessari þróun- araðstoð þegar hún kæmist á leiðarenda. Rétt áður en við kom- um að landamærunum lallaði risa- vaxin eðla yfir veginn. Þar hefur sennilega verið á ferð svokölluð „monitor“-eðla, en þær geta orðið allt að tveir metrar á lengd. Reynsla okkar af landamæra- vörðunum Malawi-megin var sú sama og af löndum þeirra, þeir voru ekkert nema vingjarnlegheit- in og vorum við komin í gegn á nokkrum mínútum. Við litum til baka í síðasta sinn á þetta frábæra land og í huganum þökkuðum við þegnum þess gestrisnina. Einnig biðjum við fyrir kveðjur til Ásgerð- ar og Árna með von um að áður en um langt líður geti Árni staðið keikur í stjórnpalli arkarinnar og raulað „Stolt siglir fleyið mitt“. GPS-inn sagði 9 gráður suður og 33 austur. Framundan er Tans- anía.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.