Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ►MIÐSTJÓRN Sjálf- stæðisflokksins hefur samþykkt að landsfundur flokksins verði haldinn 10.-13. október nk. í Laug- ardalshöll. Hann verður að auki á fleiri stöðum í borginni og 24 nefndir munu starfa á fundinum og þinga víðs vegar í borg- inni. Tvö höfuðþemu verða til umfjöllunar á iandsfundinum, sam- keppnisstaða íslands og staða kynjanna í þjóðfé- laginu. ►KR-INGAR slógu út Mozyr frá Hvíta-Rússlandi og eru komnir í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu. Liðið lagði Mozyr, 1:0, á Laugardals- velli en fyrri leiknum lauk með 2:2 jafntefli. KR mæt- ir sænska liðinu AIK 12. september nk. á Laugar- dalsvelli. ►BÚIÐ er að afgreiða eða veita lánsloforð vegna húsbréfalána fyrir tæpa 8,9 milijarða kr. hjá hús- bréfadeild Húsnæðisstofn- unar frá áramótum. Lítil ásókn hefur verið í lán til 15 eða 40 ára en mest í 25 ára lán. ►KOSTNAÐUR vegna nýrra virkjana til þess að anna orkuþörf vegna hugsanlegrar stækkunar járnblendiverksmiðjunnar og reksturs álvers Col- umbia Ventures á Grund- artanga er gróflega áætl- aður 20 mil(jarðar króna. Náist samningar við Járn- blendifélagið og Columbia Ventures þarf að ráðst í Nesjavallavirkjun I og II, stækkun Kröfluvirkjunar, Hágöngumiðlun, Sultar- tanga og Bjarnaflag. Hætt komnir í Kvíslavatni TVEIR menn voru hætt komnir á Kvíslavatni við Hofsjökul þegar báti þeirra hvolfdi. Mennirnir voru lengi í köldu vatninu en félagi þeirra í landi gerði viðvart. Mönnunum var bjargað í þyrlu Landhelgisgæslunnar og báru þeir merki ofkælingar. Þyrlan lenti á sandeyri við vatnið og dró annan manninn meðvitundarlausan upp í þyrluna. Hann hafði verið yfír klukku- tíma í vatninu. Sj úkrahúslæknar íhuga uppsagnir HÓPUR heilsugæslulækna, sem starfa í hlutastöðu á átta sjúkrahúsum á landsbyggðinni, íhuga að segja upp sjúkrahússtöðum sínum ef ekkert ger- ist I samningamálum milli ríkisins og Læknafélags íslands á næstunni. Læknarnir starfa við sjúkrahúsin á Blönduósi, Egilsstöðum, Húsavík, Hvammstanga, Patreksfirði, Sauðár- króki, Seyðisfirði og Siglufirði. í yfir- lýsingu læknanna segir að alvarlegt ástand hafi skapast í heilbrigðismálum í kjölfar uppsagna heilsugæslulækna. Yfirvöld heilbrigðismála hafi lítið að- hafst til þess að leysa deiluna og virð- ast álíta það viðunandi meðan læknar tengdir sjúkrahúsunum séu á staðn- um. Tap Flugleiða 844 milljónir FLUGLEIÐIR töpuðu 844 milljónum króna fyrstu sex mánuði þessa árs og er það talsvert lakari afkoma en á sama tímabili á síðasta ári. Velta fé- lagsins jókst um 14% miðað við sama tímabil í fyrra. Gert er ráð fyrir að hagnaður verði af starfsemi félagsins í ár. Rekstrarkostnaður Flugleiða hækkaði meira en tekjur, m.a. vegna áframhaldandi lækkunar fargjalda á alþjóðamarkaði. Vopnahlé í Tsjetsjníu í ÞRIÐJU ferð Alexanders Lebeds, yfirmanns rússneska öryggisráðsins og sérstaks sendimanns Borísar Jeltsíns forseta í Tsjetsjníu, á fund leiðtoga tsjetsjenskra aðskil- aðarsinna sl. miðviku- dag, var samið um vopnahlé I stríði að- skilnaðarsinna við rússneska herinn, en það var ekki virt fyrst um sinn. Rússar hót- uðu nýjum árásum á Grosný, sem að mestu er á valdi uppreisnar- manna. Lebed undirritaði nýjan vopna- hléssamning á fimmtudag og lofaði að hindra eyðingu Grosný. Vopnahléð tók gildi á hádegi á föstudag að þarlendum tíma. Æðstu herstjómendur beggja aðila voru bjartsýnir á að friðurinn yrði nú varanlegur. Hersveitir Rússa hófu á laugardag að draga sig til baka frá Grosný og S-Tsjetsjníu. Rannsókn barna- morða heldur áfram TUGÞÚSUNDIR Belga sóttu á fimmtudag minningarathöfn í Liége um tvær átta ára stúlkur, sem sultu í hel í haldi barnanauðgara, sl. vetur og fundust grafnar í garði við eitt af hús- um Marcs Dutroux, rafvirkja sem handtekinn var á föstudag fyrir viku. Hann er talinn vera höfuðpaur bamakl- ámhrings sem ber ábyrgð á allt að 15 barnshvörfum í Belgíu á undanförnum missemm. Mikil reiði er ríkjandi í Belg- íu vegna mistaka sem belgtska lögregl- an hefur orðið uppvís að við rannsókn bamshvarfanna. Lögreglan heldur nú áfram leit að ófundnum fómarlömbum barnaníðinganna og beitir við hana allri tiltækri tækni og beztu fáanlegrar að- stoðar, m.a. frá brezkum sérfræðing- um. Sex manns hafa nú verið handtek- in vegna málsins í Belgíu og á laugar- dag var 74 ára gamall maður tekinn höndum í Amsterdam, gmnaður um að tengjast málinu. ►F.w. DE KLERK, fyrr- verandi forseti Suður-Afr- íku, mætti fyrir „Sann- leiksnefndinni" svokölluðu í vikunni, en henni er ætlað að kanna sögu og orsakir aðskilnaðarstefnunnar og sætta kynþættina í landinu. í ávarpi sínu sagðist de Klerk harma hve margir hefðu þjáðst vegna aðskiln- aðarstefnunnar, apartheid, í valdatíð Þjóðarflokksins, sem hann veitir enn for- ystu. ► BILL Clinton Banda- ríkjaforseti undirritaði í vikunni þrjú mikilvæg ný lagafrumvörp auk þess sem hann tilkynnti að hann myndi samþykkja breyt- ingar á reglugerð um varn- ir við tóbaksneyziu ung- menna. Á þriðjudag undir- ritaði hann lög um hækkun lágmarkstekna, á miðviku- dag um endurbætur á heilsugæzlunni og á fimmtudag um endurbæt- ur á velferðarkerfi Banda- ríkjanna. Samkvæmt skoð- anakönnunum hefur Clin- ton enn forskot á keppi- naut sinn í komandi for- setakosningum, repúblik- anann Bob Dole. ► SPREN GINGIN sem grandaði Boeing 747-100 þotu bandaríska flugfé- lagsins Trans World Airli- nes aðfaranótt 17. júlí sl. með 230 farþega innan- borðs, varð á þeim stað í miðju vélarinnar þar sem eldsneytistankur er. Sam- kvæmt heimildum The New York Times, hafa fundizt efnaleifar sprengi- efnis á braki úr vélinni. FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli ÞESSIR krakkar spreyttu sig á qii a i i 1 gengust fyrir í Laugardal í gær. ýmsum þrautum á skátalífsdegin- Í^KclXclilISÖcLönjlT Kannski eru þetta upprennandi um, sem skátafélögin í Reykjavík ® skátar. Misræmi í upplýsingum P&S um innhringibúnað Sí mamálastj óri segir um mistök að ræða ÓLAFUR Tómasson, póst- og síma- málastjóri, segir að vegna mistaka hafi verið gefið í skyn af hálfu Pósts og síma fyrr í mánuðinum, er fyrir- tækið hóf sölu á alnetstengingum, að búið væri að koma upp innhringi- búnaði fyrir alnetsþjónustu um allt land. Fram kom í gær hjá blaðafull- trúa P&S að uppsetning búnaðarins hefði dregizt. Innhringibúnaðurinn gerir alnets- notendum á öllum gjaldsvæðum Pósts og síma kleift að tengjast einu númeri í Reykjavík og greiða þannig aðeins staðarsímtalsgjald fyrir þann tíma, sem alnetstengingin er notuð. Amþór Jónsson hjá Miðheimum sagði í Morgunblaðinu í gær að P&S hefði sagt ósatt um málið og í stað þess að hafa mótald á hveiju gjald- svæði, væri notaður símtalsflutning- ur til Reykjavíkur og greiddi Póstur og sími fyrir hann. Gengið frá búnaði á öll gjaldsvæði S frétt Morgunblaðsins 8. ágúst síðastliðinn var haft eftir Karli Bend- er, yfirverkfræðingi hjá gagnaflutn- ingadeild P&S, að tengingar fyrir- tækisins fyrir innhringiþjónustu um landið allt væru tuttugu talsins og þannig þyrftu þeir, sem kaupa al- netstengingu af fyrirtækinu, aðeins að greiða lágmarkstaxta fyrir tal- símaskref. „Við göngum frá inn- hringibúnaði á öll gjaldskrársvæði þannig að kostnaður er sá sami alls staðar,“ sagði Karl. Enginn annar endurseljandi er með slíkan búnað utan höfuðborgarsvæðisins og sagði Karl þá þjónustu nauðsynlega til þess að notendur á hveiju svæði gætu hringt í eitt landsnúmer. í frétt Morgunblaðsins 9. ágúst sagði síðan: „Um er að ræða búnað sem á ensku nefnist „router" og kallaður er hnútur að sögn Karls Bender, yfirverkfræðings á gagna- flutningsdeild P&S. Notendur sem kaupa fast alnetssamband tengjast næsta hnúti og síðan eru leigulínur milli hnúta til þess að tengja þá saman. Þeir sem kjósa upphringi- samband eru tengdir inn á hnútana gegnum almenna símkerfið og þaðan við háhraðanetið. Búið er auk þess að koma fyrir viðbótarbúnaði á hnút- um á átta stöðum á landinu, sem gerir notendum með lágmarksbúnað kleift að fá tengingu gegnum venju- legt mótald. Viðbótarbúnaðurinn er í raun mótald sem svarar mótöldum notendanna gegnum almenna sím- kerfið eða samnetið, segir Karl enn- fremur. „Tilgangurinn með því að setja upp búnað á þessum stöðum var að losa okkar viðskiptavini við að borga langlínuskref," segir Karl.“ Bráðabirgðalausn vegna sumarfría I Morgunblaðinu í gær, laugar- dag, kemur hins vegar fram hjá blaðafulltrúa Pósts og síma að ekki sé búið að koma búnaðinum upp alls staðar og þess í stað notaður símtalsflutningur til Reykjavíkur: „Hrefna segir það hafa dregizt að koma búnaðinum upp vegna sum- arfría og því hafi samkeppnissviðið afráðið að leysa málið svona til bráðabirgða, svo unnt væri að bjóða allri landsbyggðinni upp á þjón- ustuna frá upphafi.“ Aðspurður um þetta misræmi í upplýsingum frá fyrirtækinu, segir Ólafur Tómasson, póst- og síma- málastjóri: „Ég held að þetta hafi verið hrein mistök. Menn héldu að búið væri að setja þetta upp. Þeir hafa kannski verið einum of fljótir að auglýsa þetta þannig, en tækin eru komin og spurning um daga hvenær þau verða sett upp.“ Forstöðumaður samkeppnissviðs Pósts og síma Viðbrögð alnetsfyr- irtækja einsdæmi HARALDUR Sigurðsson, forstöðu- maður samkeppnissviðs Pósts og síma, segir að ákvörðun keppinauta P&S á sviði sölu alnetstenginga, um að loka fyrir aðgang þeirra, sem kaupa tengingu af P&S, að vefsíð- um annarra íslenzkra vefmiðlara, sé einsdæmi. Til greina komi að taka málið upp við alþjóðlegan stjórnunaraðila alnetsins. Haraldur segir að sér þyki afar leitt að önnur alnetsfyrirtæki í landinu hafi brugðizt með þessum hætti við sölu Pósts og síma á al- netsþjónustu. „Það hefur mátt skilja þessar yfirlýsingar sem svo að viðskiptavinir okkar verði lokað- ir frá allri alnetsþjónustu, en sem betur fer eru milljónir annarra að- ila á netinu, sem þeir geta náð sambandi við,“ segir hann. Forstöðumaðurinn segir að Sam- keppnisstofnun hafi alnetsþjónustu P&S nú til skoðunar og erfitt sé að ræða um málið efnislega meðan á því stendur. „Ég á von á að hægt sé að kanna málið hjá þeim alþjóðlega aðila, sem úthlutar net- föngum og hefur vissa yfirstjórn með alnetinu," segir Haraldur. „Ég vona þó að til slíks þurfí ekki að koma, því að allir hljóta að sjá að það séu sameiginlegir hagsmunir að við getum starfað fram og til baka yfír netið.“ „Þessi viðbrögð eru einsdæmi og þekkjast hvergi annars staðar," segir Haraldur. „Símastjórnimar á Norðurlöndum, gömlu einkaleyfis- fyrirtækin sem nú eru orðin hlut- afélög, eins og við verðum senn, reka gífurlega víðtæka alnetsþjón- ustu. Okkar alnetsþjónusta er því ekkert íslenzkt einsdæmi. Það er engum til góðs að beita aðferðum eins og þessi fyrirtæki gera. Við hyggjumst ekki leika neinn sam- svarandi mótleik, enda eru þetta viðskiptavinir okkar, þ.e. einkaleyf- ishlutans. Þeir leigja línur og þjón- ustu. Það er hins vegar anzi hart að sitja undir því að samkeppni sé alltaf af hinu góða, nema bara ef Póstur og sími tekur þátt í henni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.