Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Neydd
til að
taka við
j örðinni
Norður í Hjaltadal býr Svanhildur Steinsdótt-
* *
ir á Neðra-Asi, þar sem Asbimingar em upp
mnnir og byggð var fyrir kristni fyrsta kirkja
--^--------------------------
á Islandi. Svanhildur sjálf var annars konar
fmmheiji. Sem kennari fylgdi hún þróuninni
í skólamálum allt frá farkennslu til gmnn-
skóla á Hólum. Elín Pálmadóttir sótti hana
heim og fékk að heyra um reynslu bóndans
og kennarans á ömm breytingatímum.
ÞEGAR ekið er upp
Hjaltadalinn vekur
athygli minnisvarði
ofan vegar. Ef betur
er að gáð stendur þar: „Þor-
varður Spak-Böðvarsson lét
gera kirkju á bæ sínum í Ási.
En kirkja sú var ger sextán
vetrum áður kristni var í lög
tekin á íslandi - KRISTNI
SAGA.“ Frá minnisvarðanum
blasir við bærinn á Neðra-Ási,
eins og Ás heitir núna. Þar býr
Svanhildur Steinsdóttir, sem
hafði hönd í bagga þegar varð-
inn var reistur 1984, þúsund
árum eftir að kirkja var þarna
reist 16 árum áður en kristni
var hér lögtekin, svo sem lýst
er í Kristni sögu og í Þorvalds
þætti víðförla. Og er það því
fyrsta vígða kirkjan á landinu.
Það kemur því af sjálfu sér
að spyija Svanhildi fyrst um
tildrög þess að ráðist var í að
reisa þennan minnisvarða um
viðburði fomaldar, þegar hún
kemur út á tröppur og býður
ti! stofu, hressileg kona hátt á
áttræðisaldri og ekki grátt hár
á hennar höfði þrátt fyrir
barnakennslu langa ævi, sem
nútíminn segir að geti gert
hvern mann gráhærðan.
Amma hennar og afí, Svan-
hildur Björnsdóttir og Jón
Zophoníasson, fluttu frá
Bakka í Svarfaðardal að
Neðra-Ási 1904, er móðir
hennar Soffía var 16 ára göm-
ul. Á undan þeim höfðu búið
þar foreldrar séra Sigurbjörns
Á. Gíslasonar á Elliheimilinu
Grund, þau Gísli og Kristín.
Þess vegna gekkst Gísli sonur
hans Sigurbjörnsson fyrir því
að reisa minnisvarðann þegar
1000 ár voru liðin frá kirkjubygg-
ingunni og naut við það aðstoðar
Svanhildar, sem m.a. samdi textann.
Þeir feðgar áttu því rætur sínar
í Neðra-Ási og þaðan fluttu þeir
með sér nafnið á hús sitt Ás við
Sólvallagötu og Dvalarheimilið Ás í
Hveragerði. Segir Svanhildur að
séra Sigurbjörn hafi alltaf komið
þangað norður með bömin og systir
hennar þjónaði í húsinu hjá þeim í
Reykjavík. Sambandið milli fjöl-
skyldna þeirra og hennar hélst. Sjálf
MINNISVARÐINN um kirkju Þor-
varðar Spak-Böðvarssonar, sem
byggð var 16 árum fyrir kristni á
Islandi. Fjær sést bærinn á Neðra-Ási.
bjó Svanhildur þar í húsinu í tvo
vetur er hún var í Kennaraskól-
anum. Kom þangað veturinn eftir
bílslysið hörmulega 20. ágúst 1938,
þegar Guðrún Lárusdóttir alþingis-
maður og dætur hennar tvær, Guð-
rún Valgerður og Sigrún, drukkn-
uðu í Brúará, en maður hennar Sig-
urbjörn Á. Gíslason og bílstjórinn
björguðust úr ánni. Það hefur verið
dapurlegt fyrir unga stúlku norðan
úr landi að búa á siíku sorgarheimili.
„Það var ákaflega mikil sorg í
-
Morgunblaðið/Epá
SVANHILDUR Steinsdóttir, bóndi og kennari á Neðra-Ási í Hjaltadal,
húsinu. Ég fékk herbergið hennar
Sigrúnar sem dó. Bækurnar hennar
voru á skrifborðinu og allt í sömu
skorðum. Þegar slysið varð var
Guðrún komin að því að fæða. Ein-
ar maður hennar deildi svefnher-
bergi þeirra hjóna með tengdaföður
sínum. Þeir áttu oft óskaplega erf-
itt, heyrði ég. Lára, dóttir séra Sig-
urbjörns og Guðrúnar Lárusdóttur,
sem var skólastýra á Hallormstað,
kom með manni sínum Ásgeiri dýra-
lækni Einarssyni til að vera hjá föð-
ur sínum. En það fór vel um mig
hjá þeim. Ég mátti alltaf koma til
séra Sigurbjörns ef ég gat ekki leyst
verkefni fyrir skólann og hann
hjálpaði mér. Af því nutu góðs
bekkjarsystkini mín, sem vissu að
ég gat fengið hjálp við að reikna
heimadæmin okkar.“
Ætlaði aldrei að búa
Svanhildur ólst upp á Neðra-Ási
með tveimur bræðrum, yngst fjög-
urra systra. Þegar hún fæddist varð
ömmu hennar að orði „ein stelpan
enn!“ En hún átti samt eftir að verða
sú sem gamla konan setti allt sitt
traust á. Móðir hennar Soffía hafði
gifst Steini Stefánssyni og hófu þau
búskap þar á móti Jóni og Svanhildi
1911. 1913 fluttu þau að Stórholti
í Fljótum og bjuggu þar í tvö ár,
en móðir hennar undi ekki þar út
frá og þau komu til baka að Neðra-
Ási, þar sem þau bjuggu uns þau
hættu búskap 1942. Svanhildur seg-
ir að pabbi sinn hafí verið maður
framfara, sem girti og ræktaði, en
hann fékk ekki jörðina keypta. Hann
missti svo heilsuna og varð að hætta
búskap. Hann hafði verið við nám
á Möðruvöllum og Hólum og var
víðlesinn og góður stjórnandi. Hann
var bamakennari í mörg ár og vann
hug barnanna. Oft tók hann heim
til sín börn, sem aðrir áttu í erfiðleik-
um með og kom þeim til einhvers
þroska. Svanhildur líktist föður sin-
um í allri skapgerð og var mjög
kært með þeim. Frá honum hefur
hún sjálfsagt erft einlæga löngun
til að kenna og hæfileikana til að
ná til barna, þótt örlögin gripu
harkalega í taumana.
Svanhildur ætlaði aldrei að verða
bóndi, hugðist læra sálarfræði og
uppeldisfræði í Noregi þegar hún
hafði útskrifast úr Kennaraskólan-
um. Tvær skólasystur voru á förum
til náms í Noregi eftir að þær út-
skrifuðust 1940, en þá skall stríðið
á.
„Ég var svo bundin hér heima,“
útskýrir hún. „Ekkert systkina
minna vildi búa þar. Amma mín,
Svanhildur Björnsdóttir, átti jörðina.
Amma var dálítið ákveðin og vildi
ekki láta hana fara úr ættinni. Okk-
ar skipti vom meiri en annarra
vegna nafnsins. Hún vildi ekki yfir-
gefa jörðina sína, þar lágu hennar
rætur. Svo ég keypti jörðina af
ömmu til að þóknast henni. Sonur
hennar hafði búið með henni fram
til 1942 og átti fjórðung, en hann
var á fömm. Ég ætlaði aldrei að
búa, langt frá því. Pabbi og mamma
vom hér og hann var heilsulítill, svo
ég keypti alla jörðina 1942 til að
bjarga því í bráð. Það var enginn
vafí á að alltaf væri hægt að selja
Neðri-Ás. Engin hætta á öðm.
Amma dó svo skömmu síðar. Þá
ætlaði ég heldur betur að selja. Ég
var búin að fá kaupanda, búin að
semja um kaupin við bónda munn-
lega, en ekki skriflega. Gagnvart
ömmu fannst mér ég hafa einhveij-
um skyldum að gegna, en þeim
væri lokið þegar hún væri komin
yfir móðuna miklu. En hennar mat
var annað þegar þar að kom. Út
yfír gröf og dauða náði tryggð henn-
ar gagnvart jörð sinni. Þar skyldu
hennar afkomendur sitja hvað sem
sem tautaði. Og gamla konan tók
til sinna ráða“.
Var hún ekki dáin? „Jú, jú, en
hún réð út yfir líf og dauða," svarar
Svanhildur og ætlar að láta þar við
sitja. En'þetta er of merkilegt til
að liggja í þagnargildi. Þegar Svan-
hildur var næstum búin að selja kom
gamla konan látna á hverri nóttu
til nöfnu sinnar, sem nóttina langa
barðist í draumi við að koma henni
út úr bænum. En þótt hún færi í
hvert sinn heldur lengra, út á bæjar-
þröskuldinn, aðra nóttina út á varp-
ann, þriðju nóttina út á vagn í kistu,
varð henni ekki bifað lengra. Svan-
hildur varð ávallt að gefast upp.
Eftir þijár strangar draumanætur
gekk amman með sigur af hólmi.
Þegar svo var farið að reisa nýtt
hús í „Gerðinu", þar sem ljárhús
afa hennar og ömmu höfðu staðið,
þá kom sú gamla til hennar hress
í bragði og sagði: „Nú er ég flutt í
Gerðið.“
Svanhildur bjó því áfram. Hún
giftist 1948 Garðari Björnssyni frá
Viðvík, þarna skammt frá í Skaga-
firðinum. Og þau bjuggu á Neðra-
Ási í 30 ár, þar til Garðar dó 1978.
Þátttakandi í skólaþróuninni
En Svanhildur hafði ekki gefið
frá sér drauminn um að kenna.
Þegar hún komst ekki í framhalds-
námið vegna stríðsins hafði hún
komið heim og farið að kenna börn-
um í Hólahreppi og síðar líka Viðvík-
urhreppi. Þá var farkennsla í sveit-
inni, kennt heima á bæjunum á víxl.
Svanhildur kenndi í Saurbæ, Una-
stöðum, Neðra-Ási, í Efra-Ási,
Brekkukoti, Kálfsstöðum, Hrafnhól-
um, Hofi 1 og Viðvík
„Skipt var um stað hálfsmánað-
arlega. Bömin komu í hálfan mán-
uð. Síðan var þeim sett fyrir og þau
fóru heim. Þá fór ég á annan stað.
Þegar þau að hálfum mánuði liðnum
komu aftur, fór ég yfir það sem þau
höfðu lært heima. Þau lærðu ein-
kennilega mikið á þessu. Heima var
fylgst með því að þau lærðu það sem
lagt var fyrir þau. Það þótti skipta
máli, þó auðvitað væru undantekn-
ingar. Svo var ég á Hólum, kenndi
Hólabörnunum og börnum sem gátu
gengið þangað frá öðrum bæjum.