Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 43 í DAG Árnað heilla ÁRA afmæli. í dag, sunnudaginn 25. ág- úst, er níræður Þórður Sig- urðsson, fyrrverandi skipstjóri, frá Súðavík. Eiginkona hans er Salóme Halldórsdóttir, en hún lést árið 1991. Þórður tekur á móti gestum í félagsheimili Kópavogs milli kl. 15 og 18 í dag, afmælisdaginn. skák llmsjón Margcir Pétnrsson HVÍTUR á leik. STAÐAN kom upp á Olympíumóti 16 ára og yngri í Svartfjallalandi sem lauk í vikunni. Artem Ni- kolin, B sveit Rússa, var með hvítt og átti leik gegn heimamanninum Petar Sturanovic. Ref5+! — gxf5? (Mun betri vörn var fólgin í 29. - Kg8!) 30. Rxf5+ — Kh8 31. Dh6 - Dd3+ 32. Kal og svartur gafst upp því hann er óveijandi mát. Karpov á Internetinu Á morgun mánudag mun Anatólí Karpov, FIDE heimsmeistari, tefla við “heiminn" á Internetinu frá Finnlandi. Allir Internet- notendur geta verið með. Hver velur þann leik sem honum finnst bestur og sá er valinn sem flestir kjósa. Það þarf rnikla tækni til að koma þessu í kring og áhugamenn um skák og/eða tölvur ættu að fara inn á heimasíðuna http://www.tele.fi/karp- ov/ fyrir kl. 11 í fyrramál- ið, en þá á þessi einstæði skákviðburður að hefjast. ÁRA afmæli. í dag, sunnudaginn 25. ág- úst, er sjötíu og fimm ára Ármann Olafur Sigurðs- son, Hringbraut 7, Hafn- arfirði. Hann verður stadd- ur í húsi Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar við Hlíðar- vatn, Selvogi, eftir kl. 15 með heitt á könnunni. Morgunblaðið biður alla hlutaðeigandi velvirðingar á því að þessi tilkynning skyldi hafa birst sl. fimmtu- dag. /?/AÁRA afmæli. A OV/morgun, mánudaginn 26. ágúst, er sextug Guð- rún Eiríksdóttir, Fögru- kinn 10, Hafnarfirði. Eig- inmaður hennar er Viðar Janusson, prentari. Þau taka á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn í Haukahúsinu v/Flatahraun milli kl. 18 og 21. 70 ÁRA afmæli. í dag, sunnudaginn 25. ág- úst, er sjötug Guðrún Guð- laug Sigurgeirsdóttir, Skarphéðinsgötu 4, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Jón Gunnar ívarsson. Þau hjónin eru að heiman. Ljósm. Bonni BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní í Bústaða- kirkju af sr. Sigurði Arnar- syni Dagný Arnþórsdóttir og Sveinn Stefánsson. Heimili þeirra er í Mosarima 11, Reykjavík. Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi ísiands og varð ágóðinn 1.860 krónur. Þau heita Oddur, Geirþrúður, Clem- es, Hugrún og Inga Auðbjörg. ORÐABÓKIN Ekki alls fyrir löngu heyrði ég talað um það í Ríkisútvarpinu, að eitthvert tónverk hefði átt upp á pallborðið hjá einhveijum. Ég hrökk aðeins við að heyra þetta, því að mér hefur skilizt, að orðasambandið með pallborðinu væri alltaf með neitun, þ.e. að eiga ekki upp á pallborðið hjá einhveijum. Merking þess er sú að „vera ekki í náðinni hjá e-m, vera ekki mikils metinn af e-m,“ eins og Halldór Halldórsson orðar þetta í orðtakasafni sínu. Ekki Pallborð verða fundin eldri dæmi um orðtakið en frá 19. öld í seðlasafni OH. Elzt er dæmi úr Fjölni og þá með neitun: Það hefur aldrei átt upp á pallborðið hjá okkur íslendingum. Þá er í safni OH afbrigði þessa: að lyfta e-m upp á pallborðið. Það hljóðar svo: „Þeirra höfunda, sem tízkan hefur lyft upp á pallborðið nú.“ Merking þess er auðsæ. HH bendir á, að pallborð, sem þekkt er í heimildum allt frá 14. öld, muni hafa verið sömu merkingar og háborð, og við þau borð hafi þótt virðulegra að sitja en við önnur borð í stofunni. Frá 18. öld er til orðtakið að eiga ekki upp á háborðið. HH hyggur orðtakið liðfellt og það hafi upprunalega verið þannig: að eiga ekki heimilt upp á pallborðið, þ.e. „hafa enga heimild til að fara upp að borðinu á pallinum (borði virðingarmanna).“ Því skal segja og skrifa: að eiga ekki upp á pallborðið hjá e-m. - J.A.J. STJÖRNUSPÁ cftir t’ranccs Drakc MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú vilt hafa allt íröð og reglu og lætur ekki bíða eftir þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú kemur vel fyrir þig orði, og viðræður við ráðamenn skila árangri í dag. Smá ágreiningur kemur upp milli vina í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Áhugi þinn á menningarmál- um er mikill, og þú gætir skráð þig til þátttöku í nám- skeiði. Láttu það þó ekki bitna á vinnunni. Tvíburar (21. maí- 20.júní) Það þýðir ekki að vera með neitt hálfkák í dag. Ljúktu skyldustörfunum, og láttu ekkert trufla þig. Svo slakar þú á með vinum. Krabbi (21. júní — 22. júH) Láttu það ekki á þig fá þótt vinur sé tregur til að leggja þér lið í dag, því þú ert vel fær um að leysa eigin mál hjálparlaust. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) <ef Vinir eiga erfitt með að skilja afstöðu þína í máli er varðar vinnuna. En þú ert á réttri leið og ættir að halda þínu striki. Meyja (23. ágúst - 22. september) Ástvinur kemur þér skemmtilega á óvart í dag, og þið eigið saman ánæsju- legar stundir. En í kvöld er fjölskyldan í fyrirrúmi. Vog (23. sept. - 22. október) Það er fátt sem freistar þín í félagslífinu í dag, og þú kýst frekar að eyða frídegin- um með íjölskyldunni. Hvíldu þig svo í kvöld. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú tekur lífinu með ró árdeg- is, en svo tekst þér að inn- heimta gamla skuld, sem þú taldir glataða. Njóttu kvölds- ins með ástvini. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þótt þú eigir auðvelt með að tjá skoðanir þínar, geta við- brögð vinar valdið þér von- brigðum. Þú verður því að bíða betri tíma. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Þér tekst að fá tíma útaf fyrir þig árdegis, en svo bíða skyldustörfin, sem eru tíma- frek. Reyndu að slaka á þeg- ar kvöldar. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þér berast óvæntar fréttir í dag, sem geta leitt til ferða- lags á næstunni. Hafðu ást- vin með í ráðum þegar þú tekur ákvörðun. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þér berst tilboð, sem lofar góðu fjárhagslega. Anaðu samt ekki að neinu, því þú hefur nægan tíma til að hugsa þig um. Stjörnuspina á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. lltsala 30-70% afsláttur Qullbrú snyrtivöruverslun, Nóatúni 17, sími 562 4217. MATREIÐSLUNÁMSKEIÐ i Indverskir grænmetisréttir Námskeið í 3 skipti: Þri. 3., sept, flm. 5 sept. þri. lO.sept, kl. 19.00-22.00. Lærið að elda ljúffenga og heilsusamlega indverska grænmetisrétti á einfaldan hátt. Þessi matur er bæði bragðgóður, heilsusamlegur [ og ódýr. Leiðbeinandi verður Shabana sem er i löngu þekkt fyrir snilldarlega matreiðslu. 1 Skráning hjá Shabönu í síma 552 1465. ) i i t AUGLIOS MUNUR Stífar pilsbuxur Stærðir: S-M-L-XL Litir: Hvítt/svart Verð: 2.890 kr. Óðinsgötu 2, sími 55 1 3577 Allar nánari upplýsingar og skráning í MAKE UP FOR EVER búðinni, SKólavörðustíg 2, sími 551 1080. 6 vikna til 3ja mán. námskeið í Ijósmynda- og tískuförðun. Hægt er að veija á milli morguntíma (9-13) og kvöldtíma (19-23). Kennd eru öll undirstöðuatriði förðunar, litasamsetninga og litgreiningu meö tilliti til förðunar. Aðeins fagfólk með mikla reynslu sér um kennslu: Anna Toher, förðun og litgreining. Erla Björk Stefánsdóttir, förðun og litgreining. Þorbjörg Jónsdóttir, föröunarmeistari frá Forum í París. Gestaleiðbeinendur eru hárgreiöslu- og snyrtifræðingar. Kennsla hefst 10. september. MAKEUPFOREVER ... Ipegar f örðUn sk-.. Förðunarskóli Islands "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.