Morgunblaðið - 25.08.1996, Side 43

Morgunblaðið - 25.08.1996, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 43 í DAG Árnað heilla ÁRA afmæli. í dag, sunnudaginn 25. ág- úst, er níræður Þórður Sig- urðsson, fyrrverandi skipstjóri, frá Súðavík. Eiginkona hans er Salóme Halldórsdóttir, en hún lést árið 1991. Þórður tekur á móti gestum í félagsheimili Kópavogs milli kl. 15 og 18 í dag, afmælisdaginn. skák llmsjón Margcir Pétnrsson HVÍTUR á leik. STAÐAN kom upp á Olympíumóti 16 ára og yngri í Svartfjallalandi sem lauk í vikunni. Artem Ni- kolin, B sveit Rússa, var með hvítt og átti leik gegn heimamanninum Petar Sturanovic. Ref5+! — gxf5? (Mun betri vörn var fólgin í 29. - Kg8!) 30. Rxf5+ — Kh8 31. Dh6 - Dd3+ 32. Kal og svartur gafst upp því hann er óveijandi mát. Karpov á Internetinu Á morgun mánudag mun Anatólí Karpov, FIDE heimsmeistari, tefla við “heiminn" á Internetinu frá Finnlandi. Allir Internet- notendur geta verið með. Hver velur þann leik sem honum finnst bestur og sá er valinn sem flestir kjósa. Það þarf rnikla tækni til að koma þessu í kring og áhugamenn um skák og/eða tölvur ættu að fara inn á heimasíðuna http://www.tele.fi/karp- ov/ fyrir kl. 11 í fyrramál- ið, en þá á þessi einstæði skákviðburður að hefjast. ÁRA afmæli. í dag, sunnudaginn 25. ág- úst, er sjötíu og fimm ára Ármann Olafur Sigurðs- son, Hringbraut 7, Hafn- arfirði. Hann verður stadd- ur í húsi Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar við Hlíðar- vatn, Selvogi, eftir kl. 15 með heitt á könnunni. Morgunblaðið biður alla hlutaðeigandi velvirðingar á því að þessi tilkynning skyldi hafa birst sl. fimmtu- dag. /?/AÁRA afmæli. A OV/morgun, mánudaginn 26. ágúst, er sextug Guð- rún Eiríksdóttir, Fögru- kinn 10, Hafnarfirði. Eig- inmaður hennar er Viðar Janusson, prentari. Þau taka á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn í Haukahúsinu v/Flatahraun milli kl. 18 og 21. 70 ÁRA afmæli. í dag, sunnudaginn 25. ág- úst, er sjötug Guðrún Guð- laug Sigurgeirsdóttir, Skarphéðinsgötu 4, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Jón Gunnar ívarsson. Þau hjónin eru að heiman. Ljósm. Bonni BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní í Bústaða- kirkju af sr. Sigurði Arnar- syni Dagný Arnþórsdóttir og Sveinn Stefánsson. Heimili þeirra er í Mosarima 11, Reykjavík. Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi ísiands og varð ágóðinn 1.860 krónur. Þau heita Oddur, Geirþrúður, Clem- es, Hugrún og Inga Auðbjörg. ORÐABÓKIN Ekki alls fyrir löngu heyrði ég talað um það í Ríkisútvarpinu, að eitthvert tónverk hefði átt upp á pallborðið hjá einhveijum. Ég hrökk aðeins við að heyra þetta, því að mér hefur skilizt, að orðasambandið með pallborðinu væri alltaf með neitun, þ.e. að eiga ekki upp á pallborðið hjá einhveijum. Merking þess er sú að „vera ekki í náðinni hjá e-m, vera ekki mikils metinn af e-m,“ eins og Halldór Halldórsson orðar þetta í orðtakasafni sínu. Ekki Pallborð verða fundin eldri dæmi um orðtakið en frá 19. öld í seðlasafni OH. Elzt er dæmi úr Fjölni og þá með neitun: Það hefur aldrei átt upp á pallborðið hjá okkur íslendingum. Þá er í safni OH afbrigði þessa: að lyfta e-m upp á pallborðið. Það hljóðar svo: „Þeirra höfunda, sem tízkan hefur lyft upp á pallborðið nú.“ Merking þess er auðsæ. HH bendir á, að pallborð, sem þekkt er í heimildum allt frá 14. öld, muni hafa verið sömu merkingar og háborð, og við þau borð hafi þótt virðulegra að sitja en við önnur borð í stofunni. Frá 18. öld er til orðtakið að eiga ekki upp á háborðið. HH hyggur orðtakið liðfellt og það hafi upprunalega verið þannig: að eiga ekki heimilt upp á pallborðið, þ.e. „hafa enga heimild til að fara upp að borðinu á pallinum (borði virðingarmanna).“ Því skal segja og skrifa: að eiga ekki upp á pallborðið hjá e-m. - J.A.J. STJÖRNUSPÁ cftir t’ranccs Drakc MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú vilt hafa allt íröð og reglu og lætur ekki bíða eftir þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú kemur vel fyrir þig orði, og viðræður við ráðamenn skila árangri í dag. Smá ágreiningur kemur upp milli vina í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Áhugi þinn á menningarmál- um er mikill, og þú gætir skráð þig til þátttöku í nám- skeiði. Láttu það þó ekki bitna á vinnunni. Tvíburar (21. maí- 20.júní) Það þýðir ekki að vera með neitt hálfkák í dag. Ljúktu skyldustörfunum, og láttu ekkert trufla þig. Svo slakar þú á með vinum. Krabbi (21. júní — 22. júH) Láttu það ekki á þig fá þótt vinur sé tregur til að leggja þér lið í dag, því þú ert vel fær um að leysa eigin mál hjálparlaust. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) <ef Vinir eiga erfitt með að skilja afstöðu þína í máli er varðar vinnuna. En þú ert á réttri leið og ættir að halda þínu striki. Meyja (23. ágúst - 22. september) Ástvinur kemur þér skemmtilega á óvart í dag, og þið eigið saman ánæsju- legar stundir. En í kvöld er fjölskyldan í fyrirrúmi. Vog (23. sept. - 22. október) Það er fátt sem freistar þín í félagslífinu í dag, og þú kýst frekar að eyða frídegin- um með íjölskyldunni. Hvíldu þig svo í kvöld. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú tekur lífinu með ró árdeg- is, en svo tekst þér að inn- heimta gamla skuld, sem þú taldir glataða. Njóttu kvölds- ins með ástvini. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þótt þú eigir auðvelt með að tjá skoðanir þínar, geta við- brögð vinar valdið þér von- brigðum. Þú verður því að bíða betri tíma. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Þér tekst að fá tíma útaf fyrir þig árdegis, en svo bíða skyldustörfin, sem eru tíma- frek. Reyndu að slaka á þeg- ar kvöldar. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þér berast óvæntar fréttir í dag, sem geta leitt til ferða- lags á næstunni. Hafðu ást- vin með í ráðum þegar þú tekur ákvörðun. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þér berst tilboð, sem lofar góðu fjárhagslega. Anaðu samt ekki að neinu, því þú hefur nægan tíma til að hugsa þig um. Stjörnuspina á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. lltsala 30-70% afsláttur Qullbrú snyrtivöruverslun, Nóatúni 17, sími 562 4217. MATREIÐSLUNÁMSKEIÐ i Indverskir grænmetisréttir Námskeið í 3 skipti: Þri. 3., sept, flm. 5 sept. þri. lO.sept, kl. 19.00-22.00. Lærið að elda ljúffenga og heilsusamlega indverska grænmetisrétti á einfaldan hátt. Þessi matur er bæði bragðgóður, heilsusamlegur [ og ódýr. Leiðbeinandi verður Shabana sem er i löngu þekkt fyrir snilldarlega matreiðslu. 1 Skráning hjá Shabönu í síma 552 1465. ) i i t AUGLIOS MUNUR Stífar pilsbuxur Stærðir: S-M-L-XL Litir: Hvítt/svart Verð: 2.890 kr. Óðinsgötu 2, sími 55 1 3577 Allar nánari upplýsingar og skráning í MAKE UP FOR EVER búðinni, SKólavörðustíg 2, sími 551 1080. 6 vikna til 3ja mán. námskeið í Ijósmynda- og tískuförðun. Hægt er að veija á milli morguntíma (9-13) og kvöldtíma (19-23). Kennd eru öll undirstöðuatriði förðunar, litasamsetninga og litgreiningu meö tilliti til förðunar. Aðeins fagfólk með mikla reynslu sér um kennslu: Anna Toher, förðun og litgreining. Erla Björk Stefánsdóttir, förðun og litgreining. Þorbjörg Jónsdóttir, föröunarmeistari frá Forum í París. Gestaleiðbeinendur eru hárgreiöslu- og snyrtifræðingar. Kennsla hefst 10. september. MAKEUPFOREVER ... Ipegar f örðUn sk-.. Förðunarskóli Islands "

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.