Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 35 MINNINGAR JONAS HALLGRÍMSSON + Jónas Hall- grímsson vél- virki fæddist í Reykjavík 26. des- ember 1908. Hann fluttist með fjöl- skyldu sinni til Pat- reksfjarðar árs- gamall og ólst þar upp. Hann andaðist í Oldrunardeild Landspítalans Há- túni lOa 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hallgrímur Guðmundsson, f. 1881, d. 1973, járnsmiður á Patreksfirði, og Halldóra Guð- brandsdóttir, f.1878, d.1937, húsmóðir. Systkini Jónasar voru Adolf, f.1907, d.1992, hann var kvænt- ur Helgu Guðmundsdóttur, d. 1994, Helgi, f. 1911, kvæntur Svövu Vigfúsdóttur, Guðmund- ur, f. 1914, d. 1969, kvæntur Onnu Kjartansdóttur, Magnús, f. 1917, d. 1939, Margrét, f. 1919, gift Óskari Guðmunds- syni, Rikharð, f. 1922, d. 1943, Kristbjörg, f. 1926, gift Josep Kane. Jónas kvæntist 27.5. 1944 Elínu Steinunni Árnadóttur, f. 31.12.1917, húsmóður. Hún er dóttir Árna Þorsteinssonar, f. 1889, d. 1974, bónda og síðar verslunarmanns í Reykjavík, og Hallfríðar Ólafsdóttur húsmóð- ur, f. 1887, d. 1968. Jónas og Elín eignuðust sex börn. Þau eru:l) Magnús, f. 20.1.1944, vélvirki i Reykjavík, kvæntur Sigurbjörgu Sigurðar- dóttur skrifstofumanni og eiga þau tvö börn, Magnús Loga og Önnu Eygló. 2) Arngrímur Jón- asson, f. 24.2. 1945, vélfræðing- ur við Sogsstöðvar, hann var kvæntur Onnu Maríu Óladótt- ur, þau slitu samvistir, börn Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugarnesapótek þeirra eru Stefán Jóhann, Árni Hrannar, Margrét og Jónas Haukur. Fyrir átti hann son- inn Tómas með Bettý Gísladóttur 3) Guðrún Björk hjúkrunarfræðing- ur, f. 26.2. 1947, barnsfaðir hennar er Atli Rafn Krist- insson, dóttir þeirra er Elín Birna Bjark- ar. 4) Haildór húsa- smiður, f. 28.3. 1948, hann var kvæntur Erlu Friðriksdóttur, þau slitu samvistir, börn þeirra eru Jónas, Hlynur og Berglind Huld. 5) Hallfríður banka- starfsmaður, f. 15. 5. 1952, gift Þórði Björnssyni, sölusljóra, sonur þeirra er Tómas Auðunn, fyrri maður hennar var Eiríkur Þorláksson, börn þeirra eru Elvar Daði og Steinunn, stjúp- sonur Hallfríðar er Björn Lúð- vík Þórðarson. 6) Árdís, hús- móðir f. 24.8. 1953, gift Hirti Sandholt, rafvirkja, börn þeirra eru Anna Lísa, gift Rune Aar- flot, dóttir þeirra er Anika Karen, Fríða Björk, Jón Steinar og Hjördís Lind. Að loknu hefðbundnu námi stundaði Jónas sjómennsku á Patreksfirði þar til hann flutt- ist til Reykjavíkur tuttugu og fjögurra ára. Hann hóf sama ár nám í vélvirkjun í Vélsmiðj- unni Héðni, en þar starfaði hann siðan í fimmtíu ár. Frá árinu 1945 var Jónas trúnaðar- maður á sínum vinnustað auk þess sem hann gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Félag járniðnaðarmanna. Útför Jónasar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. ágúst og hefst athöfnin kl. 13.30. Mig langar til að minnast tengda- föður míns, Jónasar Hallgrímsson- ar, nokkrum orðum. Jónas ólst upp á Patreksfirði frá því hann var á öðru ári og taldi sig því alltaf Pat- reksfirðing í húð og hár enda móð- ir hans ættuð þaðan. Á Patreksfirði lágu rætur Jónasar og þangað hugsaði hann oft. Jónas hóf nám í vélvirkjun og var alla tíð mikill verkalýðssinni og vann mikið fyrir stéttarfélag sitt jafnframt því að samstarfsmenn hans kölluðu hann til trúnaðarmannsstarfa fyrir sig. Jónas var fastur fyrir í málum sem hann tók að sér að vinna að fyrir samstarfsmenn sína. Hann var réttsýnn og ekkert þoldi hann verr en óréttlæti og ef honum fannst á einhvern hallað, tók hann gjarnan upp málsvörn fyrir viðkomandi. Spillingu og óheiðarleika vildi hann alls_ ekki sjá. Ég kynntist Jónasi fyrir hartnær tuttugu og fimm árum, þegar ég kynntist yngstu dóttur hans, Árdísi LAUGARNES APÓTEK Kirkjuteigi 21 ÁRBÆJAR APÓTEK Hraunbæ 102 b eru opin til kl. 22 konu minni. Fljótlega urðum við Jónas mestu mátar, og í gegnum tíðina höfum við átt margar góðar stundir saman. Stundir sem ég tel mig vera ríkari fyrir að hafa átt. Við áttum sameiginlegt áhugamál, þar sem var veiði. Jónas var mikill veiðimaður, og hafði mikinn áhuga á þeirri íþrótt. Hann leigði m.a. um allnokkurn tíma ásamt Helga bróð- ur sínum og fleirum Miðá í Dölum. Margar krassandi veiðisögur úr Miðá hef ég heyrt frá Jónasi í gegn- um tíðina. Hann hafði sérstakt lag á að segja frá, og ég naut þess oft að heyra hann segja mér sögur, ýmist af veiði eða sögur úr æsku hans á Patreksfirði. Sagnagleðin skein þá úr augum hans, og maður sá hve stutt var í glettnina. Vestur í Dölum átti Jónas sér helgireit í gömlu veiðihúsi, sem hann endurbyggði ásamt sonum sínum og tengdasonum og breytti í sumarbústað. Bústaðurinn var nefndur Fagra-Grund, eftir kotinu sem stóð þar áður, en það er í Harrastaðalandi í Miðdölum. Ófáar voru þær farnar ferðirnar í Dalina og enginn var kátari né spenntari en hann þegar leggja átti af stað vestur. Oftar en ekki var hann tilbú- inn löngu áður en fara átti og beið óþolinmóður eftir því að samferða- mennirnir yrðu loksins tilbúnir. Jónas var einnig mikill áhuga- maður um trjárækt, einkum seinni árin, og nýtur nú umhverfi Fögru- Grundar góðs af því. Hann var óþreytandi að sá fyrir nýjum tijám, planta ungplöntum og hlúa að gróðrinum. Seinni árin voru langar stöður í vélvirkjuninni farnar að segja til sín, og Jónas átti bágt með að standa lengi við garðyrkjuna. Þá var það ósjaldan að hann lá við trén sín og reytti illgresi frá þeim til að hleypa að þeim lífsnæring- unni. Þannig maður var Jónas. Hann lagði oft mikið á sig til að geta hjálpað öðrum. Öll höfum við notið góðs af þeim kærleik og hlýju, sem hefur alla tíð einkennt heimili þeirra Jónasar og Elínar í Skeiðarvogin- um. Ég þakka þér, Jónas minn, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég er þakklátur fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera þér sam- ferða hálfa ævi mína. Margt er það sem þú hefur kennt mér og gefið mér af örlæti þínu. Þó að þú sért farinn yfir í aðra vídd, veit ég að þú munt áfram vera hjá okkur í anda. Ég mun lengi búa að sam- verustundunum okkar vestur í Döl- um, þegar þú varst að segja mér sögurnar þínar við flöktandi ljósið frá kolaeldavélinni og olíulömpun- um. Ég minnist oft þess, sem þú sagðir við mig einu sinni: „Hjörtur, mundu að það er alveg sama á + Elskulegur sonur okkar og bróðir, MAGNÚS ÖRLYGUR LÁRUSSON, Kleppsvegi 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. ágúst kl. 15.00. Lárus Kjartansson, Ragnhildur Jónsdóttir, Jónína Osk Lárusdóttir, Matthildur Lárusdóttir. i Bróðir okkar, STEINDÓR FINNBOGASON Öldugötu 7 verður jarðsunginn þriðjudaginn 27. ágúst kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Unnur Finnbogadóttir, Guðbjörg Finnbogadóttir, Jón Finnbogason, Ólafur Finnbogason og aðrir aðstandendur. hvað maðurinn trúir, svo framar- lega sem það er trúin á hið góða.“ Ég held að þetta sé einmitt það sem þú lifðir eftir sjálfur. Hvíldu í friði, kæri vinur. Ég votta öllum aðstandendum samúð mína, og bið algóðan Guð að veita þeim líkn í sorg sinni. Hjörtur Sandholt. Hann afi okkar er farinn. Þótt hann hafi verið orðinn 87 ára gam- all þá var hann ennþá ungur í anda og því er söknuður okkur trúlega enn meiri. Það er erfitt að segja frá afa án þess að tala um ömmu sam- tímis. Við frændsystkinin eyddum öll miklum tima hjá afa og ömmu í Skeiðó og því fór uppeldi okkar að miklu leyti fram hjá þeim. Við hefðum aldrei eytt jafnmiklum tíma hjá þeim og við gerðum ef afi og amma hefðu ekki elskað okkur og notið þess að hafa okkur í kringum sig. Það sama má segja um okkur. Við höfum notið þess að vera hjá þeim og þau hafa haft mikil áhrif á það hver við erum í dag og amma mun halda áfram að hafa áhrif á okkur um ókomna tíð. Það má segja að það sé sam- heldni sem einkennir okkar hóp og samskipti okkar eru líkust þeim sem eru á milli náinna systkina sem kunna bæði að elska og deila. Þetta hefði aldrei orðið svona nema vegna þess að heimili afa og ömmu stóð okkur alltaf opið. Þaðan fór heldur enginn svangur því afi var ekki rólegur fyrr en við vorum búin að „fá okkur eitthvað að drekka“ eins og hann orðaði það. Hjá afa og ömmu hafa allir verið velkomnir og alltaf verið pláss fyrir einn í viðbót. Því fleiri sem voru í heimsókn því kátari var afi. Afi og amma hafa aldrei gert upp á milli okkar þannig að hverju okkar hefur fundist það vera uppáhald þeirra. Afi vildi að við þekktum uppruna okkar og því var hann duglegur við að rekja ættir okkur aftur í aldir og segja okkur sögur af forfeðrum okkar. Það var skemmtilegt að hlusta á afa því bæði sagði hann vel frá auk þess sem efnið fyllti hann slíkum eldmóði að við óhjá- kvæmilega smituðumst af áhuga hans. Afi fylgdist með okkur öllum, spurði alltaf hvað við værum að gera á þeim og þeim tíma auk þess sem hann þekkti marga vini okkar vel. Þetta sýnir best hversu mikinn áhuga afi hafði á unga fólkinu og framtíðinni. Hann var alltaf að hlúa að framtíðinni hvort sem það fólst í að koma upp laxi í Miðá, rækta skóg á Grundinni eða að móta okk- ur með beinum og óbeinum hætti. Elsku afi okkar, við viljum með þessu þakka þér fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman. Minningarnar um þig eru margar og sterkar og þær munum við varð- veita alla tíð og deila með okkar börnum og með þeim munt þú lifa. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn þig mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Höfundur ókunnur.) Kveðja, þín barnabörn. Kæri langafi. Lítil kveðja frá Aniku litlu sem með árunum fær að kynnast þér í gegnum minningar sem mamma geymir. Takk fyrir allt. Anika Karen, + Sonur okkar og bróðir, SKÚLI FRIÐRIKSSON, Byggðarholti 11, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 27. ágúst kl. 13.30. Friðrik Friðriksson, Dodda Runólfsdóttir, Friðrik Friðriksson yngri, Gísli Friðriksson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSGERÐUR ÞORLEIFSDÓTTIR, Ystaseli 19, áður Óðinsgötu 16b, er lést laugardaginn 17. ágúst verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudag- inn 27. ágúst kl. 13.30 Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Blindrafélagið. Ólöf Valdimarsdóttir, Valur Ásmundsson, Þorleifur Kr. Valdimarsson, Theodóra Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför, GUNNARS GUÐMUNDSSONAR Nökkvavogi 42. Guð blessi ykkur öll. Sólveig Kristjánsdóttir, Páll Gunnarsson, Esther Þorgrímsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Bjarma Didriksen, Sigurður D. Gunnarsson, Anna Gunnarsdóttir, Oddur Gunnarsson, Áslaug Jónsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.