Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 II að ræða flogakippi byija þeir gjarn- an í útlimum t.d. handlegg og helst á morgnana. Þeir sem fá störuflog detta út sem kallað er, þeir stara fram fyrir sig og vita ekki af sér en missa ekki meðvitund. Sumir fá flog á næturnar án þess jafnvel að vita af því og einu merkin eru að fólk vaknar lurkum lamið og hefur jafn- vel vætt rúmið eða bitið í tunguna. Flogaveiki er í fæstum tilvikum arfgeng en þó er það til, einkum hvað varðar sérstaka flogaveiki í börnum, sem er góðkynja og eldist af þeim. Orsakir flogaveiki geta auk ýmissa sjúkdóma verið ijölmargar, svo sem afleiðingar heilablæðingar eða blóðtappa í heila, slysa eða höfuðáverka, æxlis í heila eða kom- ið af ofneyslu áfengis. Flogaveiki getur komið fram hjá fyrirburum og börnum sem lent hafa í erfiðleik- um í fæðingu. Hægt er með ýmsum aðferðum, einkum lyfjameðferð, að halda niðri flogaköstum. Rannsókn- in sem verið er að byija á miðar Er eitthvað til í þvíað floga- veikisé ekki sjúkdómur, í hefðbundnum skilningi, heldur fremur einkenni sem má rekja til margra sjúkdóma? „Ég held að það sé rétt að fólk hefur litið svona á flogaveiki. En ef ég á að segja eins og er, þá er ég ekki alveg sannfærður um að þetta viðhorf sé rétt. Fólk fær flog af ýmsum ástæðum. í rann- sóknum sem við höfum gert í Bandaríkjunum hefur komið í Ijós að meðal fólks undir 75 ára aldri hafa allt að einn af hveijum tiu fengið flog einhverntíma á ævinni. En meirihluti þess fólks sem hafði fengið flog fékk það á sama tima og það var haldið al- varlegum sjúkdómi, og börnum hættir til að fá flog þegar þau hafa háan hita. Þessi tílvik mynd- um við ekki skilgreina sem floga- veiki. Flogaveiki er ásigkomulag þar sem fólki hættir til að fá end- urtekin flog á Iöngu tímabili án einhverra augljósra orsaka, eins og til dæmis hás hita, þegar um börn er að ræða, eða höfuð- höggs. Ef maður dytti og ræki höfðið í og fengi flog, þá stafaði það af höfuðhögginu en ekki af því að maður væri flogaveikur. Svo kynni að fara að maður yrði flogaveikur eftir tíu ár, og þá yrði það líklega talið mega rekja til höfuðáverkans. Flog af völdum hás hita eða höfuðhöggs væru eðlileg viðbrögð, og spurningin væri hvort maður myndi halda áfram að fá flog án augljósra ytri orsaka. Þeir sem svo færi um myndu teljast flogaveikir. Flogaveiki sérstaklega algeng meðal barna, en rannsóknir sem ég hef gert, auk rannsókna í Sví- þjóð, og niðurstöður rannsókna sem við höfum nýverið gert hér á íslandi, benda til þess að tiðni flogaveiki meðal fólks eldra en sextugt er líklega jafn mikil ef ekki meiri en meðal barna yngri en fimm ára. Þetta virðist því sérstaklega hijá börn og gamal- menni. Batalíkur eru minnstar hjá ungum börnum sem eru van- gefin og flogaveik af þeim völd- um, og börnum sem eru fötluð vegna heilaskemmda.“ Orsakir í flestum tilfellum óþekktar Dr. Hauser segir að, að sam kvæmt hefðbundinni læknis- menntun teljist orsakir flogaveiki óþekktar í 75% tilfella. „Sem taugasjúkdómafræðingur get ég sagt þér n\jög nákvæmlega hvað getur valdið flogaveiki. Við vitum að fólk með höfuðáverka fær flogaveiki, fólk sem hefur fengið heilablóðfall fær flogaveiki, fólk með sýkingu í miðtaugakerfi, t.d. heilahimnubólgu og heilabólgu, lifí það sýkinguna af, getur orðið flogaveikt. Auk þess eru aðrar orsakir, til dæmis má nefna börn sem eru vangefin eða lömuð af völdum heilaskemmda, þótt þar sé reyndar um að ræða dálítið öðru vísi skilgreindan hóp. En þeir sem hafa flogaveiki af kunn- um orsökum eru einungis um 25% að því meðal annars að auðveldara verði að greina og meðhöndla floga- veiki. Flogaveikir þurfa að varast slysahættu Að sögn læknanna byggist grein- ing á flogaveiki nær alltaf á sjúkra- sögu eða lýsingu vitnis. Til nánari greiningar eru teknar sneiðmyndir af heilanum og sjúklingurinn er sendur í heilarit. í vafasömum til- vikum þarf stundum að rannsaka fólk með heilasíriti. Stöku sinnum geta einkenni verið svo augljós að sjúkdómssagan og heilaritið nægir til greiningar. Læknarnir lögðu allir áherslu á að þeir sem fá flog án fullnægjandi fyrirboða megi alls ekki aka bíl, alls ekki synda eða fara í baðkar án eftirlits og ættu yfirleitt að gæta þess að gera ekki neitt sem gæti valdið þeim slysa- hættu. „Margir halda að fólk geti skað- ast á heila vegna floganna, sann- leikurinn er sá að hættan á slysum er margföld á við hugsanlegan heilaskaða," sögðu læknarnir. Þeir lögðu ríka áherslu á það viðhorf sitt að sem allra flestum flogaveiki- sjúklingum verði gert kleift að lifa sem eðlilegustu lífi og geti eins og mögulegt er tekið virkan þátt í sam- félaginu. „Margt af því fólki sem er flogaveikt er bæði greint og hæfileikaríkt, sumt skipar æðstu stöður samfélagsins. Sú mynd sem almenningur hefur af flogaveiki er því oft á tíðum bæði röng og vill- andi,“ sagði dr. Gunnar Guðmunds- son. Óvenjulegft að Bandaríkin kosti slíka rannsókn erlendis Að sögn læknanna er sjaldgæft að Bandaríska heilbrigðisstofnunin eða The National Institute of He- alth kosti rannsóknir af þessu tagi utan Bandaríkjanna. Það er ekki gert nema ekki sé hægt að vinna verkið í Bandaríkjunum. Elías Ólafsson læknir kynntist W. Ailen Hauser þegar þeir störfuðu saman Byij að á byijuninni Dr. Allen Hauser er prófessor í taugasjúk- dómum og faraldursfræði við Columbia- háskóla í New York í Bandaríkjunum. Hann segir að hingað til hafi rannsóknir á floga- veiki aðallega beinst að tengslum við afger- andi orsakaþætti á borð við heilablóðfall eða höfuðáverka. „Það er því markmið rannsókn- arinnar nú að finna hugsanleg orsakatengsl við þætti sem hægt væri að koma í veg fyrir eða minnka líkur á,“ segir dr. Hauser. Krislján G. Arngrímsson ræddi við hann. allra flogaveikitil- fella. Jafnvel sneið- myndataka, heila- línurit og segulómun hafa ekki stækkað þann hóp.“ Þyrfti þá að breyta hinni hefðbundnu menntun? „Það er ég ekki viss um. Ég held að við þurfum að auka og bæta þá þekkingu sem við höfum. Það er hér sem faralds- fræðin skiptir máli og því viljum við reyna að skilgreina ná- kvæmlega þessi flogaveikitilvik og gera síðan saman- burðarrannsókn til þess að reyna að finna hugsanlega orsakaþætti. í mörg ár grunaði fólk til dæmis aldrei að tengsl væru milli sígar- ettureykinga og lungnakrabba- meins. En ef maður lítur á áhættutengslin þá auka reyking- ar yfirleitt hættuna á lungna- krabbameini þrefalt. Það eru aug- ljós tengsl milli flogaveiki og ýmissa annara þátta, eins og til dæmis heilablóðfalls eða höfuð- áverka. Þessi tengsl eru augljós og auðvelt að greina þau. En í mörgum tilvikum, eins og til dæmis þegar ræðir um tengslin milli reykinga og hjartaáfalls, eða óeðlilega hás blóðþrýstings og hjartasjúkdóma þá er aukning áhættunnar tvö- eða þreföld, og eina ástæðan fyrir því að við vit- um um þessa aukningu er sú að við höfum gert vandlegar farald- ursrannsóknir og hlutfallsgreint áhættuna." Dr. Hauser segist halda að þeir vísinda- menn sem fást við taugasjúkdóma séu um það bil 30 árum á eftir þeim sem stunda rannsóknir á hjarta- sjúkdómum og þeim sem sinna krabba- meinsrannsóknum. En hann kveðst ekki vita hvers vegna svo sé. „Það getur vel ver- ið að lengi hafi gætt sterkrar tilhneiging- ar, hvað varðar taugasjúkdóma, að það verði ekkert að gert. Maður fær heila- blóðfall og svo nær það ekki lengra, ef svo má segja. Þannig var því farið með viðhorf- ið til flogaveiki. Ef maður er flogaveikur þá verður því ekki breytt, maður verður flogaveikur um aldur og ævi. En nú vitum við, eftir að hafa gert faraldurs- rannsóknir, að flestir þeirra sem hafa greinst með flogaveiki eru hættir að fá flog og hættir að taka lyf tíu árum síðar. Þetta virð- ist því, í mörgum tilfellum, vera skammtimasjúkdómur. Áður fyrr voru allar rannsóknir á flogaveiki gerðar í háskólastofnunum og þangað bárust verstu tilfellin og í þeim öllum hélt fólkið áfram að vera veikt. En nú er vitað að að meðaltali 70% þeirra sem grein- ast með flogaveiki hætta að fá flog og flestir hætta að taka lyf. Flestir fá flog í tiltölulega stuttan tíma, tvö til þijú ár.“ Er það lyfjameðferð sem ræður úrslitum? Morgunblaðið/KGA BANDARÍSKI prófessorinn Dr. Allen Hauser í Bandaríkjunum. Hauser þekkti rannsókn dr. Gunnars Guðmunds- sonar á flogaveikum sem hann gerði hér á landi fyrir þrjátíu árum. Sú rannsókn er mjög þekkt og varpaði ljósi á ýmislegt í sambandi við flogaveiki, t.d. tengsl hennar við geðræn vandamál. Elías gerði aðra rannsókn á flogaveikum árið 1993. Þessar rannsóknir hafa fært erlendum aðilum heim sanninn um að heppilegt sé að gera slíkar rann- sóknir hér á landi. Sú rannsókn, sem nú er nýlega búið að koma af stað og styrkt hefur verið svo myndarlega af The National Instit- ute of Health, er ekki síst unnin hér á landi vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem hér ríkja. íslending- ar eru eyþjóð og hér á landi er gott heilbrigðiskerfi og nýtísku- legt. Allt þetta gerir aðstæður hér afar æskilegar til þess að fram- kvæma rannsókn sem þessa. Hins vegar er ekkert sem bendir til að flogaveiki sé algengari hér en t.d. i Bandaríkjunum. „Svo virðist ekki vera, því þetta sama kemur í ljós í rann- sóknum sem gerðar hafa verið í öllum heimhornum, t.d. Afríku og Suður-Ameríku þar sem sumt fólk hefur hreinlega ekki aðgang að heilsugæslu. Þetta virðist því frekar tengjast eðlilegri þróun sjúkdómsins. Þær upplýsingar sem við höfum benda til þess að í mörgum tilvika muni sjúklingar hætta að fá flog, hvort sem þeir fá lyfjameðferð eða ekki. En í tilfellum margra þeirra sem halda áfram að fá flog er hægt að hafa nokkra stjórn á flogun- um með lyfjagjöf." Hverjir eru kostir þess að gera þessa rannsókn hérálandi? „Við viljum gera þetta hér vegna þess að við teljum að við getum greint flest ef ekki öll ný tilfelli á landinu. Þetta skiptir máli vegna þátta sem ég hef minnst á, eins og til dæmis þegar fólk hættir að fá flog, vegna þess að þau tilfelli sem greinast á sjúkrahúsum eru yfirleitt al- varlegri tilfellin. Og ef spurning- in er sú hvers vegna tilfelli A er alvarlegra en tilfelli B þá þurfum við að vita um orsakir, ekki bara alvarlegra tilfella heldur einnig hinna vægari. Vegna stærðar landins, áhuga fólksins hérna og gæða heilbrigðisþjónustunnar verður þetta einstakur vettvang- ur í hinum vestræna heimi til þess að gera rannsókn sem þessa.“ Einstæðir möguleikar Styrkur til rannsóknanna kem- ur frá Heilbrigðisstofnun Banda- ríkjanna (National Institute of Health) og undirdeild í henni er sinnir rannsóknum á taugasjúk- dómum og heilablóðfalli (Nation- al Institute of Neurological Diseases and Stroke). Ovenjulegt er að þessar stofnanir leggi fé í rannsónir utan Bandaríkjanna, að sögn dr. Hausers. „Það virðist því sem þeir hafi verið sannfærð- ir um að þetta væri einstakt tæki- færi til þess að afla skýringa á þessum þáttum," segir hann. Þú nefndirað í 75% tilvika eru orsakir flogaveiki ekki þekktar. Dregurþað ekkikjarkinn úr manni? „Ekki nauðsynlega. Það þýðir að við byijum á byijuninni. Ég held að þær upplýsingar sem við munum safna hér verði notaðar til rannsókna á flogaveiki næstu tuttugu árin. Mér sýnist að hér séu virkilega einstæðir mögu- leikar á að afla upplýsinga sem komið geta að notum." Hvenær væntið þið þess að geta gertgrein fyrir niðurstöð- um? „Fyrstu niðurstöður um tíðni munu liggja fyrir eftir hálft ár. Og eftir tvö ár getum við von- andi farið að láta eitthvað frá okkur um áhættuþætti. En rann- sóknin mun taka um það bil þijú og hálft ár í viðbót og við munum safna upplýsingum mest allan þann tíma.“ Markmið rannsóknarinnar er að kanna fjölda nýrra tilfella og áhættuþætti floga og flogaveiki hér á landi. Gera má ráð fyrir 110 til 120 nýjum tilfellum af floga- veiki á ári hveiju. Milli 1.500 og 2.000 manns eru flogaveik á ís- landi í dag að því að talið er. Ósk- að hefur verið eftir upplýsingum um alla sjúklinga, sem leita læknis vegna fyrsta eða annars flogak- asts. Þessum upplýsingum verður safnað næstu árin. Alls tekur rann- sóknin fimm ár. Þegar hafa verið send út bréf til fólks og hringt til þess í framhaldi af því. Starfsemin hófst í desember í fyrra, en sex ár eru liðin síðan undirbúningur fyrir þessa rannsókn hófst. Næstu árin verður haldið áfram að safna upplýsingum, lokið verður við að vinna _ úr niðurstöðunum fimmta árið. Úrvinnsla upplýsinganna fer fram bæði hér á landi og í Banda- ríkjunum, í Columbia háskólanum í New York. Starfsmenn rannsóknarinnar eru Ingigerður Ólafsdóttir hjúkr- unarfræðingur sem jafnframt er verkefnastjóri og Oddný S. Gunn- arsdóttir hagfræðingur og hjúkr- unarfræðingur. Gert er ráð fyrir að þrír starfsmenn vinni að fram- kvæmd rannsóknarinnar hér á landi meðan verið er að safna upp- lýsingum. Fyllstu nafnleyndar gætt Læknarnir lögðu áherslu á að það væri skrifstofa Ríkisspítala sem héldi utan um það fjármagn, 60 til 70 milljónir íslenskra króna, sem veitt er til flogaveikirannsóknarinn- ar hér á landi, en hún er á vegum Taugalækningadeildar Barnaspit- ala Hringsins, Röntgendeildar Landspítalans, Læknadeildar Há- skóla Islands og Columbia háskóla New York borgar. Gerð verður ná- kvæm grein fyrir kostnaði við hvern og einn þátt þessarar rannsóknar, sem ekki er gerð í ágóðaskyni fyrir neinn heldur er strangvísindaleg. Aðeins er vitað um orsakir floga- veiki í þriðjungi tilvika. Rannsókn þessi miðar meðal annars að því að grafast fyrir um orsakir allra hinna tilvikanna sem enginn veit af hveiju stafa. Orsakaþættir floga- veiki eru fjölmargir, það kæmi sjúklingum verulega til góða ef tækist að afla víðtækari vitneskju um flogaveiki þannig að greina mætti orsakir hennar hjá mun fleiri sjúklingum en nú er. Fyllstu nafnleyndar verður gætt við úrvinnslu gagna og nafn sjúkl- ingsins kemur hvergi fram á tölvu- gögnum. Öll tilhögun rannsóknar- innar hefur verið yfirfarin og sam- þykkt af Tölvunefnd og landlækni. Þátttaka er algerlega frjáls, neitun kemur hvergi fram og viðkomandi getur hætt þátttöku hvenær sem er. Þátttakendum i rannsókninni er skipað í tvo hópa, annars vegar ein- staklinga sem hafa leitað læknis vegna flogakasta og hins vegar ein- staklinga sem valdir eru úr þjóð- skrá og mynda samanburðarhóp. Haft er samband við alla þátttak- endur, fyrst með bréfi og svo sím- leiðis, og þeir spurðir íjölda spurn- inga um heilsufar sitt. Ef um börn er að ræða er talað við forráðamenn þeirra. Gert er ráð fyrir að það taki frá 20 mínútum og allt upp í klukkustund að svara þessum spurningum. Á meðal algengustu tegunda flogaveiki hér á landi er t.d. góð- kynja flogaveiki í börnum, sem einnig hefur verið nefnd Roland- flogaveiki. Hún lætur venjulega á sér kræla í börnum á skólaaldri og eldist gjarnan af. Eitt af því sem á að skoða er hvernig þessi tegund af flogaveiki og raunar mun fleiri haga sér. Hægt er að líta á rann- sóknina eins og margstofna tré, byijað er að skoða sverasta stofninn og síðan reynt að fikra sig upp eft- ir trénu. Upplýsingarnar, sem verið er að byija að safna núna, geta orðið fróðleiksbrunnur fyrir fram tíðarrannsóknir. Mikilvægt er því að þeir sem rannsóknin nær til svari sem flestir og sem skilmerkilegast. Á þann hátt geta þeir unnið ómet- anlegt gagn þeim fjölda manna, kvenna og barna sem í dag eiga um sárt að binda vegna flogaveik- innar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.