Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Framkvæmdir við
Sjúkrahúsið á
Blönduósi
Ekki boð-
legt sjúkl-
ingum
INGIBJÖRG Pálmadóttir, heil-
brigðisráðherra, segir að ekki sé
hægt að bjóða sjúklingum upp á
þá aðstöðu sem fyrir hendi sé í
elsta hluta Sjúkrahússins á
Blönduósi og því hafi verið ákveð-
ið að innrétta efstu hæð viðbygg-
ingarinnar. Ráðherra benti á að
ekki væri um nýjan rekstur að
ræða heldur væri verið að flytja
úr ónýtu húsnæði i nýtt.
„Við erum ekki að auka rekst-
ur,“ sagði Ingibjörg. „Við erum
að flytja sjúklinga úr ófullnægj-
andi húsnæði í nýtt, sem hefur
verið tilbúið undir tréverk síðan
árið 1986. í upphafi var byggt
heldur stórt og djarflega. Þarna
áttu að vera miklar skurð- og
rannsóknarstofur en þau áform
heyra sögunni til. Langlegusjúkl-
ingar, sem þama em, búa við þær
þrengstu og erfíðustu aðstæður,
sem ég hef séð á sjúkrahúsi og
hef ég þó farið víða. Nýja hús-
næðið er til staðar og það var
spurning um að ljúka við að inn-
rétta það og flytja sjúklingana í
mannsæmandi húsnæði."
Gert er ráð fyrir fjárveitingu til
framkvæmdanna á fjárlögum
næsta árs og að greitt verði fyrir
verkið á næstu tveimur árum.
Morgunblaðið/Golli
Umferðarátak í byijun skólaárs
LÖGREGLA um allt land mun standa fyrir
samræmdum aðgerðum og eftirliti dagana 30.
ágúst til 6. september í tilefni af skólabyrjun.
Ómar Smári Armannsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn, segir að áhersla verði lögð á ör-
yggi skólabarna og umferð í námunda við
grunnskóla nú þegar þeir taka til starfa að
nýju.
Omar Smári segir að athyglin muni beinast
jafnt að umferð gangandi og akandi vegfar-
enda, merkingum í námunda við skóla og leik-
skóla, leiðum barna til skóla og hraðamæling-
um á götum nærri skólum.
Sérstök ástæða þykir til að vekja athygli
barna á að fara gætilega, nota merktar gang-
brautir, fylgja fyrirmælum gangbrautavarða
og líta vel í kringum um sig áður en farið er
yfir götu. Þá megi ekki gleyma að bera alltaf
endurskinsmerki.
Foreldrar eru hvattir til að fylgja byrjendum
fyrstu dagana í skólann, hjálpa þeim að velja
öruggustu leiðina til skóla og heim aftur og
fræða þau loks um þær hættur sem leynast á
leið til skóla.
Ómar Smári brýnir fyrir ökumönnum að aka
varlega í nágrenni skóla eða þar sem vænta
má skólabarna auk þess sem þeim beri að taka
sérstakt tillit til starfa gangbrautavarða. Öku-
menn eru sérstaklega hvattir til að hreinsa vel
snjó og hrím af rúðum bifreiða sinna.
Landlæknisembættið kannar afleiðingar uppsagna heilsugæslulækna
Alvarlegt heilsutjón kann að
hafa hlotist af í 3 tilvikum
LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ
hefur til rannsóknar þrjú tilvik
þar sem alvarlegt heilsutjón kann
að hafa orðið vegna uppsagna
heilsugæslu-
lækna. Matthí-
as Halldórsson
aðstoðarland-
læknir segir að
embættið hafi
enn ekki fengið
beina staðfest-
ingu á því að
alvarlegt tjón
hafi hlotist af
en um er að
ræða eitt tilvik á höfuðborgar-
svæðinu, annað á Suðurlandi og
hið þriðja á Vestfjörðum.
MORGUNBLAÐINU í dag
fylgir fjögurra síðna aug-
lýsingablað frá Nóatúni.
Þekkir ekki nein alvarleg dæmi
um ranga lyfjaafgreiðslu
Matthías segir að tvö önnur
tilvik, bæði á landsbyggðinni,
hafi komið upp þar sem tveir ein-
staklingar biðu með yfirvofandi
kransæðastíflu. í þessum tilvikum
þróuðust einkenni ekki í sjúk-
dómsástand en Matthías segir
þessi dæmi til vitnis um það
hversu alvarlegt ástand hafi
myndast. Hann kveðst ekki
þekkja nein alvarleg dæmi um
ranga lyfjaafgreiðslu.
„Við höfum stöðugt varað við'
því síðustu vikurnar að það gætu
komið upp tilvik þar sem menn
týndu lífi eða biðu varanlegt tjón
á heilsu sinni,“ segir Matthías.
Hætta á að fólk telji hættuleg
einkenni meinlaus
Aðstoðarlandlæknir telur veru-
lega hættu á að fólk bíði heima
með einkenni sem það heldur að
séu meinlaus en eru í raun alls
ekki eins meinlaus og fólk heldur.
„Við erum mjög kvíðandi að þess-
um tilvikum geti farið fjþlgandi
ef deilan dregst á langinn. í fyrstu
var álag ekki mikið og fólk dró
að fara til læknis í nokkra daga.
Astandið var þá ekki ósvipað og
þegar læknar fara í sumarfrí en
þá minnkar jafnan aðsókn. Þessi
tími er aftur á móti löngu liðinn.
Nú er sá tími runninn upp að
ástandið er verulega hættulegt
fyrir líf og heilsu fólks og þá sér-
staklega úti á landi,“ segir hann.
Matthías telur marga búa við
falskt öryggi á landsbyggðinni þar
sem neyðarvaktir lækna sinni ein-
göngu bráðatilvikum. „Eins góðar
og neyðarvaktir eru til síns brúks
leysa þær ekki nema hluta vand-
ans,“ segir hann. „Eftir sem áður
kemst fólk ekki til lækna með al-
menn vandamál.“
Grunaðir
um þjófnað
TVEIR menn af víetnömskum
uppruna eru grunaðir um þjófn-
að úr verslun Hagkaups í
Kringlunni í fyrradag. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins náðist ekki í mennina
út af þessu máli en þeir hafa
verið færðir til yfirheyrslu hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins út
af öðru óskyldu máli.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu er hér um að ræða tvo
af mönnunum fjórum af ví-
etnömskum uppruna, sem hafa
Morgunblaðið/Tómas Jónsson
MAÐURINN færður í handjárnum í lögreglubíl
fyrir utan Kringluna í gær.
ítrekað hótað samlöndum sínum í gær var svo einn til viðbótar
misþyrmingum greiði þeir ekki úr þessum hópi handtekinn við
verndargjald. þjófnað í Kringlunni.
Norrænt
þing fatl-
aðraí
Reykjavík
í DAG hefst á Hótel Sögu í
Reykjavík fjórtánda þing
Bandalags fatlaðra á
Norðurlöndum og stendur
það fram á laugardag.
Dagskrá þingsins er tví-
skipt. í dag er hún að mestu
helguð umræðunni um Evr-
ópumál. Má þar til dæmis
nefna umræður um hvaða
þýðingu HELIOS-áætlunin
hefur haft fyrir þróun félags-
mála í aðildarlöndum ESB,
hvert hlutverk ráðgjafar-
nefndar samtaka fatlaðra í
Evrópu á að vera og stefnu
ESB í málefnum fatlaðra
árið 2000.
Föstudagurinn er helgað-
ur norrænni umræðu auk
almennra þingstarfa. Meðal
annars verður rætt um hið
nýja hlutverk Norðurlanda-
ráðs, með áherslu á það hvað
orðið hafi af félagsmálum
þess. Einnig verður rætt um
norrænu nefndina um mál-
efni fatlaðra og hvernig hún
geti best unnið með samtök-
um fatlaðra.
Bandalagið 50 ára
Þinginu lýkur á laugardag
með útsýnisferð og kvöld-
verði í boði félagsmálaráð-
herra.
• Þingið er haldið með styrk
frá Evrópusambandinu, sam-
vinnuhópi um málefni fatl-
aðra og norrænu nefndinni
um málefni fatlaðra.
Fimmtíu ár eru nú liðin frá
stofnun Bandalags fatlaðra
á Norðurlöndum og verður
jafnframt haldið upp á þau
tímamót á þinginu. Þátttak-
endur eru 85, en alls eru um
116 þúsund félagar í banda-
laginu, að sögn formannsins,
Valdimars Péturssonar.
Aðalfundur
Landssambands
kúabænda
Vilja reyna
innfluttar
kýr hér
Á AÐALFUNDI Landssam-
bands kúabænda, sem hald-
inn var á Hallormsstað
25.-26. ágúst, var í ályktun
hvatt til þess að áfram yrði
unnið að því að skapa mögu-
leika á að reyna kýr af inn-
fluttu kyni við íslenskar að-
stæður tækist að fjármagna
slíkan innflutning á viðunandi
hátt.
I ályktuninni er sérstak-
lega bent á að samanburðar-
tilraun með íslenskar og fær-
eyskar kýr (NRF kýr) hafi
leitt í ljós að til ýmissa er-
lendra kúakynja megi sækja
talsverða erfðabundna yfir-
burði yfir íslensku kýrnar í
vissum mikilvægum eigin-
leikum.
Kúabændur telja nauðsyn-
legt að gera fullnægjandi
samanburðartilraun á kynj-
unum í einangrunarstöðinni í
Hrísey. Fundurinn tekur fram
að með slíkum innflutningi
sé ekki verið að ákveða að
skipta um kúakyn í landinu.