Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vetrardvöl í Karíbahafi Heimsklúbbur Ingólfs býður nú upp á nýj- ung í ferðum til Karíbahafs, sem er lang- dvöl fyrir eldri borgara á sérkjörum á eyj- unni Dóminikana. Ingólfur Guðbrandsson forstjóri segir í samtali við Morgunblaðið að enginn vafí leiki á að dvöl í hlýju loftslagi o g fögru umhverfí hafí bætandi áhrif á líf og heilsu fólks. STRÖNDIN á Punta Cana, þar sem farþegar Heimsklúbbsins munu gista í góðu yfirlæti. KARÍBAHAF er meðal eftirsótt- ustu svæða í heiminum hjá ferða- mönnum og vinsældir aukast stöð- ugt með bættum aðbúnaði og auk- inni þjónustu. Oneitanlega koma siglingar á glæsilegum skemmti- ferðaskipum fyrst upp í hugann í þessu sambandi, en dvöl á eyjum Karíbahafs nýtur einnig sívaxandi vinsælda, einkum að vetrarlagi meðal fólks sem býr í kcldum lönd- um. íslendingar eru orðnir þátt- takendur í þessum lífsmáta síðan Heimsklúbbur Ingólfs hóf ferðir til eyjunnar Dóminikana, sem þyk- ir ein fegursta eyja heims og verð- lag þar afar hagstætt. Að sögn Ingólfs Guðbrandssonar forstjóra njóta ferðir til eyjunnar nú sívax- andi vinsælda og kemur þar margt til: „Margar eyjar Karíbahafs eru fallegar en mér finnst Dóminik- ana bera af hvað snertir fjöl- breytni og óendanlega fegurð nattúrunnar," sagði Ingólfur. „íbúarnir eru blandaðir að upp- runa, en flestir múlattar með kaffibrúnt hörund og geislandi bros. Fóikið er kaþólskrar trúar og flestir talandi á ensku. Viðmót þessa fólks er með því ljúfasta sem ferðamaður fyrirfinnur í heiminum. Og það er óáleitið og heiðarlegt þannig að öryggi far- þega er meira en víðast annars staðar. Þar við bætist að verðlag- ið í Dóminikana er ennþá með því lægsta sem þekkist og aðeins um helmingur þess sem ríkir á nær- liggjandi eyjum, eins og Puerto Rico, að ekki sé talað um Jómfrú- reyjar, þar sem gisting kostar að jafnaði þrefalt meira. Loftslagið á Dóminikana er afar ákjósanlegt, hiti aðjafnaði ábilinu 24 til 30 gráður. Tiltölulega lítill munur er á vetrar- og sumarhita og regr, kemur aðallega í skúrum, sem hreinsa loftið og næra gróður- inn, sem er afa'r litríkur og fjöl- breyttur svo að margir gestir hafa á orði að líkist helst jarðneskri paradís. Landgæði eru mikil því að nærri allt sem vex á jörðinni er hægt að rækta, nema það vaxi sjálfsáið, eins og kókóspálmarnir, sem teygja sig alveg niður í flæð- armál á fögrum ströndum lands- ins. Nærri allar tegundir ávaxta eru á boðstólum, að ógleymdu kaffi, sykri, tei, kakói og tóbaki og hrísgijón eru ræktuð í stórum stíl. Landið er því sjálfu sér nægt um framleiðslu matar. Helst er að kjöt sé innflutt, en fiskmeti er nóg úr hafinu í kring. Sykurreyr er ein aðalútflutningsafurðin, svo og rommið," sagði Ingólfur. Vetrardvöl eldri borgara „Að mínu mati er skammdegið, myrkrið og hinn langi, oft veðra- sami, íslenski vetur það erfiðasta við búsetu á íslandi, einkum fyrir eldra fólk,“ sagði Ingólfur enn- fremur. „Enginn vafi leikur á, að dvöl í hlýju loftslagi og fögru umhverfi hefur bætandi áhrif á líf og heilsu fólks almennt og fyr- ir eldri borgara er sú tilbreyting, að eyða hluta vetrarins í slíku umhverfi eins og á stöndum Dóm- inikana, eins og fundinn fjársjóð- ur. í síðustu heimsókn minni til Dóminikana náði ég hagstæðum samningum fyrir langdvöl fólks við bestu skilyrði við eina feg- urstu baðströnd heims, Punta Cana á Dóminikana. Þetta er við Bavaro-ströndina, þar sem sjálf- sáinn pálmagróðurinn vex alveg niður á strönd. Þarna hafa verið byggð hótel, flest rekin af Spán- veijum, sem eru orðlagðir hótel- menn. Fyrir valinu varð fimm stjörnu hótel á afar fögru svæði við ströndina með gistingu í mörgum meðalstórum bygging- um, þar sem eru nokkrar sund- laugar, veitingastaðir, verslanir, leikhús og setustofur fyrir gest- ina. Þarna er einnig íþrótta- og endurhæfingaraðstaða. Fyrirhugaðar eru tvær hópferð- ir, önnur fyrir, hin eftir áramót, í fýigd fararstjóra og hjúkrunar- fræðings, sem verður til eftirlits með heilsu fólks og vellíðan. Dvöl- in með öllu þessu inniföldu kostar aðeins um 3.000 krónur á dag, miðað við tvíbýli. Hér er um nýjan valkost að ræða í vetrarferðum íslendinga, þar sem gestirnir njóta betri aðstöðu en áður hefur þekkst og veðurfar er með því besta sem þekkist í heiminum, hitinn þægi- legur, að jafnaði nálægt 25 gráð- um að vetrarlagi, og alltaf þægileg hafgola við ströndina. Samanborið við Kanaríeyjar er þessi staður um 10 breiddargráðum sunnar og hiti því nægur allan sólarhringinn og því engin þörf að taka dúnsæng- urnar með sér, eins og farþegar mínir spurðu um og sögðust hafa gert að venju á Kanaríeyjum." Ingólfur sagði að þótt þessar ferðir til Punta Cana væru einkum skipulagðar með þarfir eldri borg- ara í huga hentaði staðurinn fólki á öllum aldri. „Til viðbótar þessum gististað hefur Heimsklúbburinn einnig gert samning við nýjasta fimm stjörnu glæsihótelið á svæð- inu, Rii. Palace, sem uppfyllir ströngustu kröfur. Áfram munu gestir Heimsklúbbsins geta valið um hin vel þekktu og vinsælu hótel Renaissance á Capella ströndinni og Puerto Plata Village á Playa Dorada, þar sem allt er innifalið, fullt fæði, allir drykkir og skemmtanir." Góð ferðalög sannur gleðigjafi Ingólfur sagði að með ágætum flugsamgöngum Flugleiða til Bandaríkjanna væri Karíbahafið ekki langt undan. Gist yrði eina nótt í New York á útleið og ferð- inni haldið áfram næsta dag á áfangastað í Dóminikana, Puerto Plata eða höfuðborgina Santo Domingo. Hann kvaðst ennfrem- ur vera sannfærður um að ferð til Dóminikana, í heilbrigt loftslag og fagurt umhverfi, yrði öllum til aukinnar gleði og heilsubótar. „Góð ferðalög hafa gildi fyrir alla. Það nær langt út fyrir skemmtanagildið, sem margir einblína á, og fyrir eldra fólk eru ferðalög eitt besta ráðið til að halda heilsu og forðast ótímabæra hrörnun. Velferðarmál eru ofar- lega á baugi í þjóðfélagsumræð- unni og fjalla mest um starfsemi sjúkrastofnana og stórfelldan nið- urskurð á fjárveitingum til þeirra. Eina raunhæfa leiðin til sparnað- ar í velferðarkerfinu er fyrir- byggjandi aðgerðir sem afstýra ótímabærri hrörnun og sjúkdóm- um. Af fréttum má ráða að notkun geðlyfja sé orðin ein aðallausnin til að ráða bót á þunglyndi og neysla þeirra kosti jafnvel millj- arða króna árlega. Góð ferðalög eru sannur gleðigjafi og miklu æskilegri lausn á ýmiss konar vanda fólks en lyfjanotkun og gæti sparað þjóðfélaginu stórfé í vistun á sjúkrahúsum. Við að kom- ast í nýtt, fagurt umhverfi og búa við góð skilyrði eflir fólk til líkama og sálar og gefur lífinu nýtt inni- hald,“ sagði Ingólfur Guðbrands- son. ÞRJAR FLIKUR I EINNI ^FRÁBÆRT AÁERÐ Útsölustaðir: Útilíf, Reykjvík; Ellingsen, Reykjavík; Sportkringlan, Kringlunni; Herra Hafnarfjörður, Hafnarfirði; Sportbúð Kópavogs, Kópavogi; Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki; Kaupfélag V-Hún., Hvammstanga: Austfirsku Alpamir, Egilsstöðum; Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík; Lækurinn, Neskaupstað; Sportver, Akureyri; Sportbúð Óskars, Keflavík; Skóbúð Selfoss, Selfossi; Ozone, Akranesi; Axel Ó., Vestmannaeyjum; Í-Sport, ísafirði; Heimahornið, Stykkishólmi; K.A.S.K., Höfn. Vlra birílið er rcs>n- % j: og \ indheldur jakki pípS með latisu l'óðri - 'ríjL jakki sem laka má úr o» nola slakan. Saman frábær -'i; kuldaflík. Hella í kraga. Slrekking í mitti. Tvöfaldur rennilás. Tcygjustroff með riflás. Vasi innan á. Slrekking neðst. Gorctcx iindunarcT'ni mcð vall- fóðraðri stunginni úlpu innan í. Rcgn- ng vindjakki mcð mjúkri flíspeysu innan í. Fullorðinsstærðir. S - XXI. Ilarnastærðir. 1.14 - 164. < j Á ]aufar<íagiiiii ]ýR-aV -álsólvihlii. JSk' <3oH úrvsi] a.f úlsöl-uvó'r-um meí a-lll jO% •a.fsl&lli. habitat Laugavegi 13 Sími 562 5870 þar icm hönnun o; haykvímni haldast hönd I hönil -kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.