Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
+
AÐSENDAR GREINAR
Ríkíð hækkar vörugjald
vEINS OG fram hef-
ur komið í fjölmiðlum
er búið að kæra vöru-
gjaldsálagningu ríkis-
ins til eftirlitsstofn-
unar EFTA, (ESA).
Talið er að vörugjöld
séu brot á EES-samn-
ingnum sem íslending-
ar eru aðilar að og séu
í raun dulbúnir tollar.
Þrátt fyrir þessa kæru
sem enn er óafgreidd,
var vörugjald á snyrti-
_vþrur hækkað þann 1.
júlí sl. úr 13,75% í
15%. Við berum okkur
gjaman saman við ná-
grannalönd okkar
Sólveig
Magnúsdóttir
hvað laun og vöruverð varðar. Sam-
anburður á launum er okkur mjög
óhagstæður og er ísland láglauna-
land í þeim samanburði. Islensk
verslun kemur hins vegar vel út úr
samanburði á vömverði og er oft á
tíðum með betra verð en erlend
verslun þrátt fyrir að ríkið leggi
mikla skatta á vömna hér umfram
það sem erlend verslun býr við.
Tökum sem dæmi snyrtivörur. í
nágrannalöndum okkar bera þær
eingöngu virðisaukaskatt, sem í
fléstum tilfellum er lægri en hér.
Hér er virðisaukaskatturinn 24,5%
og áður en hann er lagður á er
ríkið búið að leggja 15% vörugjald
á vöruna. Samtals gerir þetta rúm-
lega 43% skatt sem ríkið leggur á
snyrtivömr hérlendis. Af þessu sést
hinn mikli aðstöðumunur verslana
hér og erlendis, vegna hinna miklu
skatta sem ríkið leggur á vömr hér
á landi. Þrátt fyrir þetta tekst okk-
ur að halda vöruverði hér sambæri-
legu og jafnvel lægra en í ná-
'gíannalöndum okkar. Erlendar
verslanir hafa því
verulegt svigrúm um-
fram íslenskar verslan-
ir fyrir hærri álagn-
ingu og geta þar af
leiðandi greitt miklu
hærri laun en íslenskar
verslanir.
Ef álögur á íslenska
verslun myndu minnka
og farið yrði eftir
samningum sem við
höfum gerst aðilar að,
þ.e. EES, þá myndi
neytandinn njóta góðs
af því í enn lægra vöru-
verði. Það myndi þýða
meiri verslun, meiri
veltu o g kæmi að öllum
líkindum í sama stað niður fyrir
ríkissjóð þar sem ljóst er að aukinn
kaupmáttur skilar sér í aukinni
neyslu.
Ríkið sjálft, sem snyrtivöruversl-
anir greiða fyrrgreindar 43% álög-
ur til, rekur stærstu snyrtivöru-
verslun á íslandi, þ.e. fríhöfnina í
Keflavík þar sem hátt í 50% af
allri verslun á snyrtivömm hér á
landi fer fram. Þessi ríkisverslun
ber hvorki 15% vörugjald né 24,5%
virðisaukaskatt sem verslanir á
hinum fijálsa markaði verða að
greiða til ríkisins. Þetta er að sjálf-
sögðu ekki samkeppni á jafnréttis-
grundvelli og hart að þurfa að una
því, að sjálft ríkisvaldið skuli standa
fyrir slíkum ójöfnuði.
Þrátt fyrir hagstætt verð hér á
landi flyst verslun enn töluvert út
úr landinu, sem þýðir vemlegan
tekjumissi fyrir ríkissjóð og eykur
það einnig atvinnuleysið hér á
landi.
Það er mikilvægt að versluninni
hér á landi séu sköpuð eðlileg skil-
yrði svo hún sé á hveijum tíma
samkeppnisfær við önnur lönd hvað
vömverð og gæði snertir. Hún þarf
einnig að vera fær um að greiða
sambærileg laun og í samkeppnis-
löndunum. Það hlýtur að vera hag-
ur allra. Það er því grundvallar-
krafa að ríkið afnemi vörugjöld og
láti hina almennu verslun búa
skattalega séð við hliðstæð kjör og
hina ríkisreknu verslun, sem rekin
er í samkeppni við einkaverslun í
landinu.
Ég skora á ráðamenn þjóðarinn-
ar að hugsa sinn gang varðandi
Það er því grundvallar-
krafa, segir Sólveig
Magnúsdóttir, að ríkið
afnemi vörugjöld og láti
hina almennu verslun
búa skattalega séð við
hliðstæð kjör og hina
ríkisreknu verslun.
verslunina í landinu. Þessi atvinnu-
grein er jafnnauðsynleg og mikil-
væg og hver önnur í þjóðfélaginu
og ekki endalaust hægt að auka
álögur á hana. Hvernig væri að
snúa sér frekar að svartri atvinnu-
starfsemi og skera upp herör gegn
henni, þar fengjust líklega dijúgar
tekjur inn í hinn sameiginlega
kassa okkar!
Höfundur rekur
snyrti vöru verslun í miðbæ
Reykjavíkur.
KARFA „TVEIRÁ TVO
TÆKJASALUR „CYBEX'
Leiðbeinendur í
Eróbikk / Leikfimi
Anna Haralds.
Ásta Sig.
Lilja
Kristján Sævars.
Óskar Jóns.
Flaggað út
í MORGUNBLAÐINU fyrir
nokkra birtist blaðagrein eftir Sig-
urgeir Sigurðsson skiparekstrar-
fræðing og forstöðumann skipa-
rekstrardeildar hjá bresku skipa-
rekstrarfélagi í Lund-
únum. Það er ánægju-
legt að sjá greinar eftir
ungt fólk sem hugleiðir
ástand verslunarflot-
ans, bæði hér á íslandi
og í alþjóðlegu sam-
hengi. Greinin er um
margt orð í tíma töluð
og ég get tekið undir
með Sigurgeiri að ís-
lensk stjórnvöld hafa
sýnt málefnum versl-
unarflotans furðulega
lítinn áhuga á undan-
förnum ámm.
Ég er sammála Sig-
urgeiri í öllum aðalatr-
iðum hvað varðar lýs-
ingu hans á ástandi
mála í dag. Það má e.t.v. bæta við
að yfir 250.000 farmenn í Vestur-
Evrópu hafa misst vinnu sína á
undanförnum 10-20 árum, á sama
tíma hafa störf þeirra horfið í hend-
ur láglaunafólks úr þriðja heimin-
um.
Hins vegar er ég algerlega ósam-
mála Sigurgeiri um þær tillögur
sem hann færir fram til lausnar
vandanum, en ég tel að þær tillögur
hans muni hafa í för með sér al-
gert atvinnuleysi fyrir íslenska far-
mannastétt, færa Island yfir í þann
hóp þjóða sem verst eru séðar í
heiminum fyrir félagslegar undir-
boðanir, svo sem Kýpur. Þá gæti
skapast veruleg hætta á að sigl-
ingaöryggi íslands yrði stefnt í al-
geran voða. Landið mundi í reynd
missa alfarið skipaflutninga yfir í
hendur manna frá láglaunasvæðum
í heiminum. Mér er til efs að halda
að Rússar eða Pólveijar eð_a Kín-
veijar mundu vilja sigla til íslands
með varning fyrir um 200 USD á
mánuði ef styijaldarástand ríkti á
Norður-Atlantshafi.
Árið 1987 opnuðu Norðmenn
skipaskrá sína með tilkomu Norges
Internasjonale Skibsregister (NIS).
Á 7 árum hafa nær allir norskir
hásetar í NlS-flotanum misst vinnu
sína og aðeins um 1700 yfirmenn
em eftir - en um 30.000 manns
starfa á skipum í NIS. Nú hafa
norsk stjórnvöld tekið til hendinni
og hugleiða ríkisstyrki til NlS-flot-
ans gegn því að Norðmenn verði
ráðnir um borð. NIS var á sínum
tíma stofnað til að komast hjá ríkis-
styrkjum.
Svipuð umræða fer fram í Dan-
mörku, m.a. hefur Dansk Metal
Sofart gert sérstakan samning við
danska útgerðarmenn um menntun
farmanna. Ég held þess vegna að
lausnir vandans séu annars staðar
en þar sem Sigurgeir telur, en að
mínu mati eru þær eftirfarandi:
1. Efla verður menntun sjó-
manna, auka hæfni þeirra með
margvíslegum hætti um borð, end-
urgreiða útgerð ýmsa kostnaðarliði
vegna mannaráðninga og rekstrar
skipanna, lækka skráningar- og
stimpilgjöld eða jafnvel afnema þau
með öllu.
2. Gott er að taka stefnumótun
Svía í skipaútgerð frá 1995, en nú
flytja sænsk farskip aftur heim.
3. Setja ber sérstakt stimpilgjald
á afskráningu skipa úr skipaskrá
íslands. (Það á ekki að vera ókeyp-
is að afskrá skip á Is-
landi og kosta fleiri
milljónir að skrá skipið
á ísland, eins og nú er.)
4. Vert er að taka
til viðmiðunar drög
Evrópusambandsins
„Towards New Marit-
ime Strategi" sem
flutningamálafulltrúi
ESB, Neil Kinnock
hefur lagt fram. Þar
gengur ESB þvert á
fyrri andstöðu sína við
ríkisstyrki og bendir á
að ríkisstyrkir til út-
gerðarstarfsemi verði
Borgþór S. að koma til ef skipaút-
Kærnested gerð á að eiga mögu-
leika í framtíðinni með
viðunandi hætti.
Evrópusambandið er sem sé frek-
ar á sænsku línunni, jafnvel Norð-
menn hafa nú gert sér grein fyrir
að á þeirri braut sem NIS gaf upp-
hafið að verður ekki lengur haldið
áfram.
Það getur ekki verið nein lausn
að byija á að taka allan samnings-
Það er skammgóður
vermir, segir Borgþór
S. Kjærnested, að
halda yfirmönnum eftir
og senda hásetana
út í atvinnuieysið
rétt af samtökum sjómanna um
borð í viðskiptaflotanum eins og
gert var með NIS og DIS og fleygja
þannig áhöfnum skipanna í land -
en byija svo eftir hálfan áratug að
veita ríkisstyrki til þessara útgerð-
arfélaga til að fá farmenn landsins
aftur um borð.
Það er einnig skammgóður verm-
ir að halda yfirmönnum eftir og
senda hásetana út í atvinnuleysið.
Menntakerfi sjómannastéttarinnar
er þannig upp byggt að menn byrja
sem hásetar áður en þeir fara áfram
upp í brú. .
Með þeirri tæknivæðingu og þró-
un skipaflotans sem nú fer fram
verða laun hásetanna ekki sú þúfa
sem öllu veltir um koll.
En ég fagna því að þessi umræða
virðist vera að byija og vil endur-
taka þakkir mínar til Sigurgeirs
fyrir innleggið.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Norræna flutningamannasam-
bandsins.
í glugga
SÓLBEKKIR Þola
fyrirliggjandi vatn
SENDUM í PÓSTKRÖFU
Þ. ÞORGRÍMSSON &CO
I Ármúla 29 • Reykjavík • Slmi 553 8640
iStórhöfða 17
v. Gullinbrú
S:577 5555 & 577 5566
Opið 10-23 virka daga og 10 - 17 um helgar
ÆTTFRÆÐINAMSKEIÐ
Hin sívinsælu ættfræðinámskeið fyrir grunn- og framhalds-
hópa hefjast 2.-5. september hjá Ættfræðiþjónustunni,
Austurstræti 10A, og standa í 5-7 vikur (15-21 klst.).
Lærið að rekja ættir ykkar og taka þær saman í skipulegt kerfi.
Þjálfun í ættarrannsóknum við bestu aðstæður.
Sérstakt afsláttartilboð vegna 10 ára afmælis fyrirtækisins.
Kynning verður á námskeiðunum í Kolaportinu nk. laugardag,
á ættfræðibókamarkaðnum (D-gangi). Ættfræðiþjónustan er
með á annað hundað ættfræði- og æviskrárrita til sölu, kaupir
slík rit og tekur í skiptum. Uppl. í síma 552 7100.
Ættfræðiþjónustan, Austurstræti 10A, s. 552 7100. "wsT
4-