Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR UTAGAWA Kuniyoshi: “Við fyrstu sýn ógnvekj- andi, en er í raun og veru fagur maður". Tré- rista, gerð einhvern tímann á áninum 1847-1852. UTAGAWA Yoshitora: Trérrista, gerð 1862, ekki vitað um fæðingar- og dánardag lista- mannsins. Nemandi Kuniyoshi. Áhríf andartaksins MYNPLIST L i s t a s a fn Kópavogs JAPANSKAR TRÉRISTUR - UTAGAWA TÍMÁBILIÐ Opið alla daga frá kl. 13-18. Lokað mánudaga. Aðgangur 200 krónur. Sýningarskrá 1200 krónur. Vegg- spjald og eftir- prentanir 400 kr. Til 8. september. ÞAÐ telst ávallt mikilsháttar við- burður þegar settar eru upp sýning- ar á japönskum tréristum og mál- verkum fyrri alda hvar sem er í heiminum því þær hafa haft dijúg áhrif á framþróun myndiistar á seinni tímum. Og þrátt fyrir að þau hafi verið mest ér impressjónistarn- ir voru að koma fram hafa núlistir dagsins sitthvað til þeirra að sækja og þá helst fyrir einfaldleika og skýra myndhugsun. Þessir eðlis- þættir eru líka undirstaða frábærs handverks, listiðnaðar og hönnunar í landinu. Á líkum tíma og listamenn “manerismans“ leituðu viðfangs- efna til hins háleita í fjarlægð og trúarsögunnar voru Japanir upp- teknir af hveradagslífinu og sam- tímanum í myndlist sinni — hinni síkviku veröld og lifunum augna- bliksins allt um kring. Til frásagn- ar er að þessi ferska þrykklist, sem þeir nefndu Ukio-e, skyldi vera iðk- uð í ýmsum tilbrigðum um 265 ára skeið, eða frá 1603-1868 og hefði slíkt þótt bera vott um stöðnun í vestrinu. En hún var ferskari en allt ferskt sem myndlistarmenn Evrópu höfðu áður séð er þeir litu fyrst þetta mikilfenglega dæmi list- sköpunar úr lokaða landinu í austri. Þrykktæknin hafði borist frá Kína á sjöundu öld og þegar á tíundu öld þrykktu Kínveijar bækur en þó segir sagan að uppruni lit-tré- ristunnar sé á huldu, hafí líklega komið flótandi á fjöl langt aftur úr grárri forneskju. Það er erfitt fyrir nútímamann- inn að meðtaka að Japan, land tækniundranna, var harðlokað út- lendingum allt til ársins 1853 og hafði þá verið um 200 ára skeið. Það var ekki af ótta við að landið yrði fyrir árás að utan sem hafði fengið Shoguninn, æðsta drottnara Japans, til að loka landinu, heldur öllu frekar hræðsla við átök innan frá, og til að viðhalda stjórnmála- legu og félagslegu öryggi meðal þjóðarinnar. LIST OG HÖNNUN Listasafn Kópavogs BONSAITRÉ Kristín ísleifsdóttir, Páll Krisljáns- son. Opið alla daga frá 13-18. Lokað mánudaga. Til 8. september. Aðgangur 200 krónur. Sýningarskrá 100 krónur. ÁN NOKKURS vafa er það sér- stök listgrein að rækta bonsaitré svo vel fari og sýningar á þeim sem ég hef séð eriendis hafa ekki síður vak- ið viðbrögð hjá mér en mótaðir skúlptúrar. Bonsaitré eru einstök; og falleg dvergtré í potti sem eru ná- kvæm eftirlíking tijáa í náttúrunni, hvort heldur er birki, fura, greni, eða víðir. Að þjappa þannig efnisfyrirferð saman, er líkast því að taka beinan þátt í sköpunarverki náttúrunnar, sem má teljast inntakið í aliri mikilli skúlptúrlist. Stakir tijástofnar leiða oftar en ekki hugann að af manna höndum mótuðum skúlptúrum, sem verður greinilegast þegar þeir hafa misst lauf sitt á haustin og standa berir hiið við hlið. Ýmsum fínnst skógurinn þá fegurstur, sem má vera rétt formrænt séð, þótt flestir séu sammála um að grænn og laufgaður sé hann yndislegastur. Þetta er í þeim mæli séijapönsk listgrein, að maður hafði enga hug- mynd um að hún væri iðkuð hér á Og ekki var það af fúsum og fijálsum vilja, sem þeir opnuðu landið, heldur voru þeir beinlínis neyddir til þess, um leið og skyn- semin sagði þeim að það væri hið eina rétta í ljósi stöðunnar, ef ekki ætti að fara fyrir þeim eins og Kínveijum í ópíumstríðinu 1840-42. Með því héldu þeir sjálf- stæði sínu þótt þeir væru neyddir til að skrifa undir auðmýkjandi sáttmála við fulltrúa Bandaríkj- anna, sem opnuðu þeim leiðir til viðskipta og arðráns. Það var floti fjögurra herskipa, þar af tveggja gufuskipa, sem lagðist við ankeri utan við Edo, núverandi Tokyo, 8. júlí 1853, og slík tækniundur höfðu Japanir aldrei séð fyrr og gerðu sér strax ljósa grein fyrir yfirburðum gest- anna í hernaði. Arið eftir, í febr- landi, en í raun hefur Páll Kristjáns- son ræktað bonsaitré síðan 1975, og veitir jafnframt ráðgjöf og upplýs- ingar um bonsai. • Þá vaknaði áhugi Kristínar ísleifs- dóttur leirlistarkonu á bonsai á námsárum hennar í Japan, þótt stutt sé síðan hún fór að rækta þau sjálf. Þau Páll og Kristín hafa tekið sig saman um sýningu á þessari iðju sinni á neðri hæð listasafnsins og er hún með þeim óvenjulegustu og um leið markverðustu sem hafa ratað á stað- inn. Um leið er hún iistrænt séð ein af þeim svipmestu, því að sjálf inn- setningin er afar hrifmikil, og þá ekki síst fyrir brotinn malarfeming sem gengur út frá glugga og langt fram á gólf, setur ríkjandi svip á alla framkvæmdina, þótt svo hann standi einn sér. Þá má nefna að leirker Krist- ínar eru mörg hver fögur og listileg mótun, og gerir hún sér oftar en ekki far um að laga þau eftir sérkenn- um og grunnformum plantnanna, eins og hún sjálf orðar það, svo til samans myndi þau góða heild. Á stundum ræður tréð ferðinni á kostnað ieirkers- ins eða öfugt, en í stöku tilvikum keppa þau um athyglina. Þetta er afar menningarleg og mikiisverð framkvæmd og ber sér- staklega að hvetja fólk til að kynna sér þessa heillandi listgrein í tijá- rækt. Vissa mín er, að margur getur haft af iðkun hennar mikinn unað um leið og hún örvar og losar um sköpunarferlið. Lífskeðjan og maðurinn geta ekki úar 1854, komu Bandaríkjamenn aftur og nú voru skipin níu og sýndi flotaforinginn, sem var hinn sami og áður, þeim myndir af árás- artríðinu við mexíkana, sem þeir gersigruðu, og þá sáu Japanir sitt óvænna. Það er mikilvægt að líta til baka og gera sér grein fyrir að þessar myndir eru gerðar í landi friðar og hagsældar og að hér voru menn að eigin frumkvæði að þróa alda- gamlar hefðir, er höfðu lítið sem ekkert með ófrið að gera. Tæknin hefur fært Japönum þægindi og velmegnun, en eins og alltaf eru tvær hliðar á hveiju máli, og það er mikið til í þeirri kenningu að mannkynið standi á heljarþröm vegna vísindanna og þeirrar mengunar sem tæknin hef- ur í för með sér. verið án þessa súrefnisgjafa, sem að auki ræður veðri og vindum og líf- keðjunni á jörðinni. „Goðsögnin um iífstréð birtist í mörgum myndum í flestum trúarbrögðum. Hjá Grikkjum tóku guðir sér bólfestu í tijám. I kristinni trú er skilningstré góðs og iils, lífstréð sem stóð í aldingarðinum Menn njóta hlutanna um stund, svo úreldast þeir og þeim er hent, en halda margir hveijir áfram að eitra út frá sér. Þá er eðlilegt að menn leiti aftur í tímann er mannkynið lifði mikið til í sátt og samlyndi við náttúruna og hér er listin hinn sjónræni sagn- fræðingur og fréttamiðill, er opnar okkur svið sem verður stöðugt ókennilegra og furðulegra eftir því sem mynd þess skýrist, einnig og vel að merkja með hjálp ofurtækn- innar. Líkast fjarlægum fyrirburði og skyldi hið liðna þá vera nokkuð annað en draumur. í öllu falli er sjóndeildarhringurinn víðast hvar horfinn í mengunarský og landslag- ið allt annað og dapurlegra og þá verða menn auðveldlega gripnir sterkri fortíðarþrá. Þessi kristalstæri heimur sem Eden og í múhameðstrú er skylt tré, allsnægtatréð. Enn má nefna askinn Yggdrasil, í norrænni goðafræði seg- ir að deyi hann muni heimurinn líða undir iok.“ Hið síðasttalda hafa nútímavísindi staðfest... Bragi Ásgeirsson myndverk fortíðarinnar opinbera okkur og þá ekki síst japanska tré- ristan kennir okkur vonandi að til eru önnur og dýpri gildi en hag- vöxtur, einneigin að án náttúrunn- ar líður mannkynið undir lok. Það var margt að gerast í Evr- ópu er japanska tréristan kom fyrst þangað, Goethe hafði gefið út lita- fræði sína, sem hafði einkum sterk og sýnileg áhrif á Englendinginn Turner, og marga fleiri. Efnafræð- in opnaði mönnum greiðari aðgang að litum en áður hafði þekkst og mikil geijun átti sér stað í menning- arlífinu. Japanska tréristan breytti svo viðhorfinu til myndefna og skyn- hrif andartaksins og hvunndagur- inn varð í vaxandi mæli viðfangs- efni framsækinna myndlistar- manna. Klárleiki vinnubragðanna í framsetningu, myndbyggingu og kristalstærir litir höfðu ómæld áhrif. I myndunum á listasafni Kópa- vogs gefst mönnum einstakt tæki- færi til að sjá margt af því sem einkenndi japanska tréristu á blómaskeiði hennar en þó er þetta full stór skammtur af keimlíkum myndum fyrir hinn óþreyjufulla vesturálfubúa og hefði verið æski- legra að hafa fleiri þætti með t.d. stríðsmanna- og ástarlífsmyndir. En það er vel þess virði að sökkva sér niður í þessar svipmyndir andartaksins frá löngum horfnu tímaskeiði og hlýtur að gera hvetj- um opnum huga gott. Ástæða er til að vekja athygli á upprunalega markaðssetningu tré- ristnanna, sem að öllu jöfnu voru gefnar út í 400 eintökum, og jafn- framt að borgarastéttin var öðru fremur viðskiptavinurinn. Gengi salan illa þurfti listamaðurinn og vinnustofan ekki að gera sér vonir um frekari pantanir frá viðkomandi framleiðanda. Þetta segir okkur öðru fremur að myndþroski kaup- endanna, hefur verið drjúgur og skýrir um leið margt á seinni tímum er borgarastéttin er orðin að hug- taki einu. Vegleg og myndskreytt sýning- arskrá/bók á ensku er afar skilvirk og jafnframt vönduð hönnun. Úr- dráttur á íslensku fylgir henni með ítarlegum faglegum upplýsingum sem sérstaklega skai vísað til og rýnirinn kaus að forðast að endur- taka í skrifi sínu. Bragi Ásgeirsson Norðmenn tónelskastir NORÐMENN eru tónelskasta þjóð heims, ef marka má kaup þeirra á geisladiskum, að því er segir í The Economist. Þar kemur fram að á síðasta ári keyptu Norðmenn að jafnaði geisladiska, plötur og hljóðsnæld- ur fyrir sem svarar til 4.490 ísl. kr. Hefur salan aukist um 147% á síðustu fimm árum þar í landi. Svipaða sögu er að segja í Jap- an en þar hefur salan aukist um 148% á sama tíma. Kaupa Japanir diska og snældur fyrir 4.085 kr. á ári. Þrátt fyrir að tónlistariðnað- urinn sé hvergi öflugri en í Banda- ríkjunum, kaupa þarlendir tónlist aðeins fyrir sem svarar til 3.216 kr. og skýringin að hluta sögð lægra verð á geisladiskum. Einna minnst er keypt af tónlist í Suður- Evrópu, salan á Spáni hefur aðeins aukist um 7% á fimm árum og alls ekkert á Ítalíu. -----».♦ ♦----- Fundin ljóð SÍÐUSTU 66 mínútur úr Fundn- um ljóðum Páls Ólafssonr heitir ljóðadagskrá sem leikararnir Hjalti Rögnvaldsson og Halldóra Björnsdóttir flytja á Kaffi Austur- stræti, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 22. „Planta í potti“ BONSAITRÉ eru einstök; lítil og formsterk dvergsmá tré í potti og nákvæm eftirlíking trjáa í náttúrunni, hvort sem er birki, fura, greni eða víðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.