Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 MORGUNBLiAÐIÐ LISTIR Að yfirvinna þungleikann Ljósmynd- ir Lárasar LARUS S. Aðalsteinsson opnar Ijósmyndasýningn í gallerí Mynd- ás, Laugarásvegi 1, laugardag- inn 31. ágúst kl. 14. Myndefnið sem er sótt víða af landinu er landslag, borgar- stemmning, eyðibýli og margt fleira. Myndirnar eru allar svart/hvítar og eru afrakstur síð- ustu tveggja ára. Lárus er þrítugur prentari og hefur ljósmyndun verið hans áhugamál frá 1984, þetta er hans fyrsta sýning. Sýningin er opin alla virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16. Sýningunni lýkur 20. sept- ember. EIN mynda Lárusar. TÓNLIST Listasafni Sigurjóns Ólafssonar SELLÓTÓNLEIKAR Nina Flyer og Anna Guðný Guð- mundsdóttir fluttu verk eftir Mart- inú, Joan Tower, Barber og Lukas Foss. Þriðjudagurinn 27. ágúst, 1996 TÓNLEIKARNIR hófust á Til- brigði um stef frá Slóvakíu, eftir Bohuslav Martinú, skemmtilegu verki sem var þó á köflum nokkuð stirðlegt. Það vantaði að samspilið væri nægilega leikandi þó verkið í heild væri ágætlega flutt. Næsta verk nefndist Mjög hægt og er eftir Joan Tower (1938). Þetta er minningaverk um Messiaen enda á köflum vitnað í tónmál hans. Verkið er skemmtilega unnið og nokkuð stemningsríkt sem flytjend- ur mótuðu mjög fallega. Aðalverk tónleikanna var sónata op. 6 eftir Samuel Barber, samin 1932 (22 ára). Fyrsti kaflinn er mjög vel saminn en síðan má merkja óþol hins unga tónsmiðs er flýtir sér að ljúka verkinu og voru mið- þátturinn, falleg tónsmíð, og ioka- þátturinn, stuttir og minna unnir en sá fyrsti. Nina Flyer lék verkið af innlifun og sérstaklega vel A- stef miðþáttarins. Tónleikunum lauk með Capriccio, glansverki eftir Lukas Foss. Hann er fæddur í Berl- ín 1922 og tók upp bandarískt ríkis- fang 1942. Capriccio er samið 1948 og má í því heyra tiplað á ýmsum dægurstefjum og þó verkið sé ekki sérlega innihaldsríkt er það skemmtilega samið og var mjög vel flutt af Ninu Flyer og Ónnu Guðnýju. Það hefur líklega ekki gefist nægur tími til æfinga því í hryn- sterkum þáttum sumra verkanna var samleikurinn ekki nægilega leikandi og á köflum nokkuð höggv- inn sem bæði Anna Guðný og Nina Flyer hefðu náð að slípa betur með meiri æfingu og yfirvinna þungleik- ann í hrynrænni framvindu verk- anna. Jón Ásgeirsson „Um skaðsemi áfengisins“ eftir Anton Tsékov NÚ í sumar hefur verið rekið kaffileikhús hvert fimmtudags- kvöld á hinum nýja veitingastað Café Ris á Hólniavík. Fjögur verkefni hafa verið þar á fjölun- um í sumar. „Sigurður Atlason, forsp- rakki kaffileikhússins, hefur nú skipulagt leikför um Vestfirði með einleikinn skoplega „Um skaðsemi áfengisins" eftir Tsékov, en hann hefur för í dag, fimmtudag, og sýnir þá í Hótel Bjarkarlundi í Reykhóla- sveit og fer síðan sem Ieið ligg- ur í Hópið á Tálknafirði, Bíldud- al, Hótel Eddu, Núpi, Dýrafirði og endar förina í Finnabæ á Bolungarvík nk. mánnudags- kvöld. Leikurinn, sem tekur 30 mín. í flutningi, fjallar um roskinn mann sem býr við mikið konu- ríki, en spúsa hans hefur ein- mitt skipað honum að halda þennan fyrirlestur um skaðsemi áfengisins. Hann gerir sitt besta en kemur sér aldrei almennilega að efninu sökum annarra mál- efna sem hann telur að öllu þarfara sé að koma á fram- færi,“ segir í kynningu. Veitingahúsin verða flest með einhver kaffileikhústilboð. í annarlegri birtu Light nights Síðustu sýningar SÍÐUSTU þijár sýningar verða í kvöld, fimmtudagskvöld, föstudags- kvöld og laugardagskvöld. Sýning- arnar hefjast kl. 21 í Tjarnarbíói (hjá Ráðhúsi Reykjavíkur). „Efnisskrá er mjög fjölbreytileg, má þar nefna leikþætti sem byggðir eru á íslenskum þjóðsögum svo sem Móðir mín í kví, kví, Djáknin á Myrká, Sæmundur fróði og Ragna- rök úr Völuspá. Á milli atriða eru sýndar skyggn- ur með Audio Visual tækni sem til- heyra viðkomandi atriðum. Tónlist og leikhijóð hafa verið samin af inn- lendum og erlendum tónskáldum. Sýningin er að stórum hluta flutt á ensku. LISTAMAÐURINN Alan Parkin- son hreiðrar um sig inni í verki sínu, „Luminarium 111“ sem er til sýnis á þaki Queen Elizabeth Hall í London. Verkið er gríðar- stórt og ganga áhorfendur inn í það til að njóta annarlegrar birt- unnar í því. Átján holu punktamót, Stableford 7/8 forgjöf. Hæsta gefin forgjöf er 18. Glæsileg verðlaun í boði fyrir þijú efstu sætin. Aukaverðlaun íyrir að vera næst holu í upphafshöggi á 2. og 11. braut og í öðru höggi á 18. braut. Ræst verður út frá kl. 9.00. Skráning er í Golfverslun Sigurðar Péturssonar í síma 587 2215. Athugið! Framvísa skal félags- og forgjafarskírteini þegar mætt er til keppni. GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR Allir þátttakendur fá ESS0 húfu, Armor All bón og Polér Tork rúllu. 1. verðlaun: kr. 25.000 Úttekt á bensíni og þjónustu á þjónustustöð ESSO á Geirsgötu. 2. verðlaun: kr. 21.000 Gasgrill með hellu. 3. verðlaun: kr. 16.000 Kamasa verkfærasett. Þrenn aukaverðlaun: kr. 9.000 Norelco rakvélar. fssoj Olíufélagiðhf í Grafarholti sunnudaginn 1. september Opna ESS0 golfmótið Amold í tiltektinni KVIKMYNDIR Bíóborgin, Bíóhöll- in, S a £ a bí ó . Bíóiö Vcstmanncyjum, Ísafjaröarbíó ERASER ★ ★ ★ Leikstjóri Charles Russell. Handrits- höfundur Tony Puryear, Walon Gre- en. Kvikmyndatökustjóri Adam Gre- enberg. Tónlist Alan Silvestri. Aðal- leikendur Amold Schwarzenegger, James Caan, Vanessa Williams, Jam- es Cobum, Robert Pastorelli, Joe Viterelli. Bandarisk. Wamer Bros 1996. HASARMYNDAAÐDÁENDUR geta tekið gleði sína á ný; Arnold er aftur kominn í fyrra form, stór- karlalegur mjög, fámáll og fylginn sér og lætur hendur standa fram úr ermum við að uppræta sora Jarðar. Eraser er jafnframt ekkert annað en viðhafnarútgáfa B- myndanna sem gerðu austurríska kraftajötuninn að einni vinsælustu stjörnu veraldar, Raw Deal, Commando, Predator.... Að þessu sinni leikur Schwarzenegger John Kruger, alríkislögreglumann sem sér um öryggi vitna er þarfn- ast verndar. Á því þarf Lee Cullen (Vanessa Williams) svo sannar- lega að halda eftir að hún flettir ofan af landráðamönnunum, vinnuveitendum sínum, vopna- framleiðendum sem komnir eru á fremsta hlunn með að selja rúss- nesku mafíunni nýtt, öflugt leyni- vopn. Þá kemur Kruger til skjal- anna. Söguþráðurinn er ekki ýkja merkilegur, glompóttur og reynd- ar allur hinn fáránlegasti ef ein- hver leiðist út á þær villigötur að velta honum fyrir sér. Eraser telst til þeirra mynda þar sem lögreglan lætur ekki á sér kræla þó heilu borgarhverfin séu sprengd upp í heiðið hátt (en bregður fyrir í blá- lokin), menn séu drepnir í torfum á meðan engin vopn bíta á hetj- unni (fyrir utan sígild upphand- leggs- og innlærisvöðvasár). En allt eru þetta aukaatriði, Eraser er góð hasarmynd og fín skemmt- un þar sem Russell keyrir sögu- þráðinn áfram á fullri ferð, krydd- aðan flottum brellum, fyndnum tilsvörum og góðum aukaleikur- um. Caan er fínn sem roskinn töff- ari, vondi karl myndarinnar, Van- essa Williams sýnir meira en glæsilegt útlit, Pastorelli og eink- um Viterelli (sem sagði hina gull- vægu setningu í Bullets Over Broadway „Hver er þessi andsk. Hamlet?“). Góðu gæjarnir vinna glæstan sigur, úrhrökin fá makleg málagjöld og aðdáendur Arnolds halda ánægðir til síns heima. Og reyna að eyða úr minningunni Twins, Kindergarten Cop, Juni- or.... Sæbjörn Valdimarsson Innritun í drengjakórinn EINI drengjakórinn í landinu, Drengjakór Laugarneskirkju er nú að hefja sjöunda starfsárið. Á síðasta vetri voru kórfélagar 34 á aldrinum 8-15 ára. Stjómandi kórsins verður eins og sl. tvo vet- ur Friðrik S. Kristinsson. Kórinn hefur æfingar miðvikudaginn 4. september kl. 17.15. Innritun og prófun nýrra kórfélaga fer fram sunnudaginn 1. september í Laug- arneskirkju milli kl. 18 og 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.