Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1918 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TÆKIFÆRII SJÁVARÚTVEGI ENGINN VAFI leikur á því, að unnt er að stórauka verð- mæti íslenzkra sjávarafurða með fullvinnslu, þ.e. með útflutningi afurða í neytendapakkningum. Þar eru hin miklu tækifæri sjávarútvegsins og fiskiðnaðarins og þau eru nú að- eins nýtt að hluta. Mestur hluti sjávaraflans er ennþá fluttur út sem hráefni eða hálfunnið hráefni. Grímur Valdimarsson, forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðn- aðarins, sagði m.a. í viðtali í Úr Verinu, sérblaði Morgunblaðs- ins um sjávarútveg í gær, að fyrirtækið Islenzkt-franskt þre- faldi hráefnisverð með fullvinnslu. Hægt sé að margfalda verð- mæti síldar og loðnu með fullvinnslu og frystingu. Ummæli Gríms eru viðbrögð við skoðun Rögnvalds Hannessonar, prófess- ors við Verzlunarháskólann í Bergen, þess efnis, að sjávarútveg- urinn geti ekki staðið undir vaxandi kröfum um aukna velferð, því til hans verði ekki unnt að sækja að ráði aukna hagsæld vegna fullnýtingar fiskistofna. Aðrar atvinnugreinar verði að koma þar tii. Ábendingar Gríms Valdimarssonar um fullvinnslu eiga fullan rétt á sér, svo og að mikið sé af ónýttu sjávarfangi við Islands- strendur. Þar hefur verið bent á margs konar skelfisk, svo sem kúfskel og krækling, sem er í miklu magni við landið. Ýmsir telja, að þang og annar sjávargróður muni í framtíðinni verða nýttur hér við land, enda eftirsótt matvara víða, en þó einkan- lega í Asíulöndum. Þá er ótalið, að íslendingar nýta svo til ekkert ýmsar fisktegundir, sem hátt verð fæst fyrir á erlendum mörkuðum. Nýlegt dæmi eru veiðar á makríl í grennd við land- ið, en hann finnst í miklu magni, svo og kolmunna og háf- fiska. Nýlokið er tilraunaveiðum Japana á túnfiski innan ís- lenzkrar lögsögu suður af landinu. Þær veiðar eru taldar lofa góðu og ótrúlega hátt verð fæst fyrir túnfisk. Loks má nefna framtíðarmöguleika á fiskeldi í fjörðum landsins jafnt sem í eldisstöðvum á landi. Af þessu má ráða, að miklir möguleikar eru enn á sviði sjáv- arútvegsins til að standa undir kröfum landsmanna um bætt lífskjör. Hins vegar er óviturlegt að treysta á hann fyrst og fremst, því sveiflur í afla og afurðaverði munu halda áfram. Því er nauðsyn sem fyrr að skjóta fleiri stoðum undir efnahags- lífið. LAUSIR ENDAR í ALÞJÓÐAVÆÐINGU ISERBLAÐI Morgunblaðsins um sjávarútveg, Úr verinu, er í gær fjallað um alþjóðavæðingu sjávarútvegs á Norðurlönd- um. Sókn íslenzks sjávarútvegs út fyrir 200 mílurnar hefur skilað miklu, eins og rakið er í greininni. íslendingar hafa náð góðum árangri í sölu sjávarafurða á alþjóðlegum markaði, auk þess sem íslenzk sölufyrirtæki selja afurðir frá fyrirtækjum víða um heim. Með sölu búnaðar og þekkingar til veiða og vinnslu til allra heimsálfa hafa íslendingar styrkt sókn sina inn í sjávarútveg annarra landa. íslendingar hafa keypt sig inn í sjávarútvegsfyrirtæki i Þýzkalandi, Namibíu, Chile, Rússlandi, Mexíkó og víðar, reka fiskréttaverksmiðjur í Evrópu og Amer- íku og sækja nú á úthafsmið í auknum mæli. Þessi útrás íslenzks sjávarútvegs vekur hins vegar upp spurn- ingar, annars vegar um það hvernig íslendingar hyggist mæta þeirri „innrás“, sem kann að fylgja alþjóðavæðingu sjávarút- vegsins á heimsvísu, og hins vegar hvernig hægt sé að forðast að alþjóðavæðingin valdi árekstrum við önnur ríki eða komi niður á fiskveiðiauðlindinni. Líkt og bent var á í umræðum á norrænu sjávarútvegsráð- stefnunni í Bergen, sem sagt er frá í Úr verinu, eru víða uppi fiskveiðideilur, sem leiða af sér að veiði úr sumum fiskstofnum, ekki sízt á úthafinu, er meiri en skynsamlegt er. Jafnframt skortir víða vísindalegan grunn til að byggja á ábyrga ráðgjöf um hæfilegan afla. Það á jafnframt ekki sízt við um úthafsveið- arnar. Hvort tveggja snýr að íslenzkum sjávarútvegi. Til lengd- ar gengur ekki að standa í deilum við nágrannaríkin um veiði- rétt, að veiða í trássi við alþjóðlega samninga eða án vísinda- legs grunns, sem byggja má á. íslendingar hljóta að leitast við að ná samkomulagi um úthafsveiðar sínar. Slíkt tryggir betur hagsmuni þjóðarinnar til lengri tíma, þótt það kunni að kosta að menn dragi úr úthafsveiðum á einhveijum svæðum til skemmri tíma litið. Islendingar geta heldur ekki búizt við því að geta til lengdar fjárfest í sjávarútvegi annarra ríkja, eins og gert hefur verið með góðum árangri, án þess að upp komi kröfur um að erlend- ir aðilar geti fjárfest í íslenzkum sjávarútvegi. Slíkum fjárfest- ingum kann að fylgja ný þekking og hugmyndir, sem væru íslenzkum sjávarútvegi til góðs. Rýmri reglur um erlendar fjár- festingar í sjávarútveginum eru sömuleiðis ein forsenda þess að við rekum okkur ekki á veggi í alþjóðlegri útrás íslenzks sjávarútvegs. ALÞJÓÐLEGI HAFRÉTTARDÓMURIIMN SETTURÁ LA Á að verða skilvirl hagkvæmur dóm Dómarar í Alþjóðlega hafréttai --------------:-----:---------- Aðsetur Hafréttardómstólsins verður í Hamborg i Þýskalandi Island Guómundur Eiriksson R L A Bretland Þýskaland fíudigerWoiiwi DandAndenon , Króatía Budislav Vukas Italia TullioTreves Blllgaria Alexander Yanl Túnis Libanon Mohamed Marsit Joseph Akl Senegai Tafsir Maiick Ndiaye Belize EdwardLaing Grena(Ja L Dolliver Nelson Ghana Thomas Mensah Chai Brásilia Vicente Marotta Rangel Kamerún PauiEngo • Tanzanía Joseph Warioba Argentína Hogo Caminos lllf llifflllílll Alþjóðlegi hafréttardóm- urinn tekur til starfa í byrjun október. Olafur Þ. Stephensen ræddi við íslenzka dómarann, Guð- mund Eiríksson, sem segir að nýi dómstóllinn eigi að verða skilvirkur og hagkvæmur. ALÞJÓÐLEGI hafréttar- dómurinn, sem kjörinn var fyrr í mánuðinum, tekur til starfa í október næst- komandi. Á meðal 21 dómara er Guðmundur Eiríksson, sem verið hefur þjóðréttarfræðingur utanríkis- ráðuneytisins um árabil, en hann var kjörinn í eitt af fjórum dómarasætum sem komu í hlut Vesturlanda. Dóm- urinn hefur það hlutverk að skera úr um deilur vegna túlkunar eða framkvæmdar á hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Þótt Hafréttardómurinn sé fyrst nú að hefja starfsemi, eftir að haf- réttarsamningurinn gekk formlega í gildi í árslok 1994, hefur samþykkt um starfsemi hans legið fyrir allt frá því samningurinn var undirritaður í desember 1982. Samkvæmt samþykktinni er að- setur dómsins í Hamborg í Þýzka- landi. Hann er skipaður 21 óháðum dómara, „kosnum úr hópi manna sem eru í miklu áliti sakir réttsýni og heiðarleika og viðurkenndir sér- fræðingar á sviði hafréttar.“ Sanngjörn dreifing milli hnattsvæða tryggð Þá er skylt að tryggja að í dómn- um í heild sitji fulltrúar frá helztu réttarkerfum heimsins, svo og að hnattsvæðisdreifing sé sanngjörn. í samræmi við þetta fóru fyrr á þessu ári fram langar og strangar viðræð- ur milli aðildarríkja hafréttarsamn- ingsins um skiptingu dómarasæt- anna. Þeim viðræðum stýrði Fijimað- urinn Satya Nandan, sem var m.a. forseti úthafsveiðiráðstefnu Samein- uðu þjóðanna. Niðurstaðan varð sú að dómarasætum var skipt þannig að Asía og Afríka fá fimm sæti hvor, Rómanska Ameríka og Karabíahafs- ríkin fjóra, Vesturlönd fjóra og Aust- ur-Evrópurfkin þrjá. í atkvæðagreiðslu aðildarríkja hafréttarsamningsins, sem fram fór í New York í byijun mánaðarins, þurfti alls átta umferðir til þess að kjósa í dóminn, vegna þess að í sam- þykktinni er það gert að skilyrði að sérhver dómari hafi atkvæði tveggja þriðjuhluta aðildarríkjanna að baki sér. íslenzki dómarinn, Guðmundur Eiríksson, náði kjöri í fimmtu umferð og hlaut 74 atkvæði. Síðasti dómarinn, sem var kjörinn í áttundu umferð, var David Anderson frá Bret- landi. Hann var reyndar tilnefndur af hálfu Frakk- lands, þar sem Bretland hefur ekki fullgilt hafrétt- arsamninginn og gat því ekki til- nefnt dómara. „Frábær hópur“ með mikla reynslu Nandan, sem stýrði atkvæða- greiðslunni, sagði að henni afstað- inni að í vali dómaranna hefði falizt sjaldgæft „sögulegt tækifæri11, þar sem samfélagi þjóðanna hefði gefizt kostur á að velja saman heilan al- þjóðlegan dómstól. Slíkt tækifæri hefði ekki boðizt frá því að Alþjóða- dómstóllinn í Haag var fyrst kosinn. Nandan bætti því við að fjöldi um- ferða, sem þurfti við kosninguna, sýndi að frambjóðendurnir 33 hefðu verið einkar hæfir. „Valið var erf- itt,“ sagði Nandan og mat það svo að „frábær hópur“ hefði verið valinn. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar hafa a.m.k. fimmtán af dómurunum starfað að hafréttarmálum á vett- vangi Sameinuðu þjóð- anna, til dæmis á haf- réttarráðstefnunum, um langt skeið, allt að þremur áratugum. Einnig hafi nýliðar, sem hafi aflað sér þekkingar á hafrétti síðar, náð kjöri í dóminn. „Eins og Nandan orðaði það, held ég að þetta verði mjög sterkur dómur, þótt ég vilji ekki tala um sjálfan mig í því sambandi,“ segir Guðmundur. Aðspurður hvort ein- hver ein skoðun eða túlkun á hafrétti, til dæmis í þágu hagsmuna strandríkja eða úthafs- veiðiríkja, virðist ríkjandi í dómara- hópnum, segist Guðmundur ekki líta svo á. „Þetta er mjög blandaður hópur. Dómararnir starfa sem óháð- ir einstaklingar, en hafa auðvitað orðið fyrir áhrifum af þeim réttar- kerfum, sem þeir hafa starfað við, Þau áhrif eru hins vegar kannski frekar réttarheimspekileg en hags- munaleg. Nálgun manna er mismun- andi og út úr því kemur vonandi það, sem telja má sanngjarnt á heimsvísu.“ Byijað á skipulagsatriðum Guðmundur segist telja það setja mark sitt á Hafréttardóm- inn að ríkin, sem að honum standa, hafi þegar sýnt áhuga á hafréttarmálum með því að gerast aðilar að .hafréttarsamningnum. Ríki séu hins vegar sjálfkrafa aðilar að Alþjóðadómstólnum vegna aðildar sinnar að SÞ. „í þessu felst inn- byggður stuðningur við dóminn,“ segir hann. Aðildarríkin samþykkja þó ekki lögsögu Hafréttardómsins sjálfkrafa með aðild sinni að hafréttarsamn- ingnum. „Almennt hafa ríki verið hikandi við að viðurkenna lögsögu Alþjóðadómstólsins og þessa dóm- stóls, að minnsta kosti fyrst um sinn. Ríkin hafa viljað bíða og sjá, til dæmis hvernig dómurinn yrði skip- aður. Ég vona að þar hafi öllum vafa verið eytt. Einnig hlýtur það að taka tíma fyrir menn að átta sig á því hvemig dómurinn starfar." Hafréttardómurinn mun helja störf í Hamborg 1. október næst- komandi, en formleg innsetningarat- höfn, þar sem dómararn- ir sveija embættiseið, verður haldin hinn 18. október, að viðstöddum Boutros-Boutros Ghali, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Guðmundur segir að i samþykkt Hafréttar- dómsins sé aðeins kvéðið á um það í grófum drátt- um hvernig starfsemi hans skuli háttað. „Við verðum því að byija á skipulagsatriðum og gera má ráð fyrir að það verði um þriggja mán- aða verk að koma hlut- um í það horf, að hægt sé að byija að taka við málum,“ segir hann. Meðal annars er eftir að ganga frá samningi við gistiríki dómstólsins, Þýzkaland. Dómstóllinn verður i bráðabirgða- húsnæði í Hamborg fram til ársloka 1999, en þá er gert ráð fyrir að byggingu dómhúss verði lokið. Tímabundnari mál fyrst, síðan þau viðameiri Hlutverk Hafréttardómsins er að fjalla um hvers konar deilur, sem kunna að rísa um túlkun eða fram- kvæmd hafréttarsamnings Samein- uðu þjóðanna. Guðmundur segir að þær deilur, sem þegar hafi verið vís- að til Alþjóðadómstólsins í Haag, hafi yfirleitt snúizt um skiptingu hafsvæða og landgrunns. --------- „Þetta hafa verið meiri- Innb háttar mál, sem kosta mik- stuð inn undirbúning og eru dýr . • í rekstri. Það er ekki víst _____ að nýi dómurinn fái slík mál fyrst um sinn. Ef þau hafa ekki nú þegar verið send til Alþjóðadóm- stólsins er ekki víst að menn rjúki til og sendi þau til nýs dóms, sem ekki hefur verið reyndur. Menn verða að vita á hveiju þeir geta átt von og eiga á vísan að róa í Alþjóðadóm- stólnum. Hins vegar get ég ímyndað mér, og held að það væri jákvætt, að við fáum til okkar tímabundnari Sjaldgæft sögulegt tækifærl Guðmundur Eiríksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.