Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 21 Rússamir fiska í soðið SKIPVERJAR á rússnesku flutn- ingaskipi sem var að lesta loðnu- mjöl í Neskaupstað fyrir skömmu röðuðu sér upp á bryggjukant í höfninni og stund- uðu þorskveiðar af miklum áhuga. Aflinn var þokkalegur af um 1 '/2 kg fiskum. Kannski hafa Rússarnir þarna fundið leið til að ná til baka fiski í staðinn fyrir það sem við veiðum í Smug- unni og þeir þykjast eiga. Alla vega þótti ekki ástæða til að amast við þessum veiðum þeirra, þótt þær væru utan kvóta. íslenska sjávarút- vegssýningin ’96 Nærri 700 fyrirtæki taka þátt ÍSLENSKA sjávarútvegsýningin verður haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 18.-21. september nk. Sýningin er haldin á þriggja ára fresti og er þessi sú fimmta í röð- inni. Sýningunni hefur vaxið fiskur um hrygg með hverri sýningu og hefur aldrei verið jafn viðamikil og nú. Tæplega 700 fyrirtæki taka þátt í sýningunni frá 28 löndum. Nýbyggð viðbót Laugardalshallarinnar verður nýtt undir sýningarsvæði en einnig verða reistir tveir stórir sýningar- skálar, auk útisýningarsvæðis. Ellen Ingvadóttir, fréttfulltrúi sýningar- innar, segir þessa miklu þátttöku vera staðfestingu á þvi að sýningin hafi öðlast sess sem ein af betri sjáv- arútvegssýningum í heiminum. Hótel þegar fullbókuð Á sýningunni verður allt sem teng- ist sjávarútvegi, allt frá veiðum til þjónustu. Ellen segir að erlendir aðil- ar í sjávarútvegi hafí sýnt sérstkan áhuga á að kynna sér útflutning Is- lendinga á hugviti, þekkingu og tækni, enda hafi íslendingar lengi staðið framarlega á sviði tæknibún- aðar og nýtingu skipa og veiðarfæra. Hún segir að búast megi við miklum fjölda gesta erlendis frá, hótel og gistiheimili séu þegar mörg hver full- bókuð. -----»■ ■■■»-■■<- Dræmt á loðnunni LOÐNUVEIÐIN hefur verið slitrótt lengst af þessum mánuði. Skipin hafa ýmist verið lengi að fylla sig, allt upp í viku, eða verið að koma í land með slatta. Frá því á laugardag og til miðvikudags var til dæmis aðeins landað rúmlega 4.800 tonnum af íslenzkum skipum og 1.100 tonn- um ef erlendum. Heildarafli íslenzkra loðnuskia á sumarvetríðinni er orðinn um 342.000 tonn, sem þrátt fyrir dræma veiði að undanförnu er gífurlegur afli á þessum árstíma. Erlend skip hafa landað hér um 50.000 tonn og því hafa íslenzku loðnuverksmiðjurn- ar tekið á móti um 390.000 tonnum á vertíðinni. SR-Mjöl hefur tekið á nóti lang- mestu af loðnu, enda með fjórar verk- smiðjur í rekstri. SR-Mjöl í Siglufirði er með tæplega 60.000 tonn, á Seyð- isfirði hefur fyrirtækið tekið á móti 37.000 tonnum, 33.000 tonnum á Raufarhöfn og 16.000 á Reyðarfirði. Af öðrum verksmiðjum hefur Hraðfrystihús Eskifjarðar tekið á móti mestu, eða um 35.000 tonnum, Krossanes á Akureyri er með 30.000, Síldarvinnslan í Neskaupstað með 25.000 og Vinnslustöðin í Vest- mannaeyjum með 23.000 tonn. ÚR VERIIMU ■ Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Rússar anka fiskaflann RÚSSAR veiddu alls 2,5 milljónir tonna af fiski á fyrri helmingi þessa árs. Það er um 46.000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Framleiðsla á fiski til manneldis jókst um 6.000 tonn var nú 1,4 milljónir tonna. Framleiðsla á fiskimjöli dróst hins vegar saman og var nú aðeins 109.200 tonn, sem 14.000 tonnum minni en í fyrra. Stefnt er að því að floti Rússa skili um 4,8 milljónum tonna á land í ár, en í fyrra varð heildaraflinn 4,2 milljónir tonna. Áður fyrr veiddu Sovétríkin um 10 milljónir tonna árlega og voru þá mesta fiskveiðiþjóð heims. Heimild: WorldFish Report. Hfattapléntw pimkturiiuv T-ið < að fá miki^.úfval af nýjum og spennandi pottaplöntum. Þar á fneð|kijöfeiárgar .gerðir af suðrænum brönugrösum ^néfmst orkídeur. íbafa iönguili verið talin blóm ásta, frjósemi og ís.JÞæpbefa afar sérstök blóm og ræktun þeirra er lýyÍOTangsefni. Wddara en margur hyggur að rækta orkídeur í og næstu daga á milli kl. 14 og 18 mun Hafsteinn rapÁyrkjuffæðingur leiðbeina um ræktun og\ rænna brönugrasa í heimahúsum auk margra skemmtilegra pottaplantna sem setjæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.