Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR þetta er skrifað eru tæpar flór- ar vikur síðan almenn heilsugæsluþjónusta lagðist að mestu niður hér á landi vegna upp- sagna um 90% allra heilsugæslulækna á landinu. Margir telja að hér sé um tilfallandi launabaráttu heilsu- gæslulækna að ræða, en full ástæða er fyrir almenning og yfirvöld að gera sér grein fyrir því að svo er alls ekki. I þessum átökum milli stjórnvalda og velunn- ara heilsugæslunnar er hún í veði, þar eð um er að ræða framtíð hennar hér á landi. Ástand þetta er því alvarlegra og dekkra en margan grunar. Að gefnu tilefni tel ég því ástæðu til að gera nokkra grein fyrir stöðu mála og hlutverki Háskólans í þessu samhengi. Þróun heilsugæslu Undanfarin ár hefur heilbrigðis- þjónustan í auknum mæli færst út Gail flísar -5- lít >\U TR V HAf J 1 * T Stórhöfða 17, vlð Gullinbrú, sími 567 4844 fyrir veggi sjúkrahúsa og mun sú þróun vænt- anlega halda áfram á næstu árum. Víða er- lendis, svo sem í Hol- landi, Bretlandi, Kanada, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku hefur þessi tilfærsla verið til heimilislækna. í þess- um löndum hefur þró- unin verið markviss og stýrt af fagfélögum og yfirvöldum heilbrigðis- mála enda telja þau heilsugæsluna vera hornstein heilbrigðis- kerfisins. í byijun sjöunda áratugsins varð mikil fjölgun sérfræðinga um allan heim en skortur á heimilislæknum. Þessi skortur var einna tilfinnanleg- astur og áþreifanlegastur í dreif- býli. Læknafélag íslands, stjóm- málamenn og háskólayfirvöld kom- ust þá að því að æskilegast væri að heilsugæslu utan sjúkrahúsa væri sinnt af heimilislæknum. Til þess að svo mætti verða var talið nauðsynlegt að hefja kennslu í heimilislækingum við Háskóla ís- lands jafnhliða öflugri uppbyggingu heilsugæslunnar. Því má með sanni segja að Háskólinn hafi frá upphafi verið viðriðinn þennan þátt heil- brigðisþjónustu. Arið 1973 samþykkti síðan Al- þingi ný lög um byggingu heilsu- gæslustöðva um land allt samhliða eflingu heilsugæslunnar. Bygg- ingaþættinum er nú að mestu lokið á landinu nema í Reykjavík. Lækn- ar og annað starfsfólk hafa sér- menntað sig í heilsugæslu og kennsla og rannsóknir innan veggja Háskólans aukist. Þegar embætti prófessors í heimilislækningum var stofnað árið 1991 var lögð á það áhersla að auk hefðbundinna starfa við kennslu, rannsóknir og stjórnun skyldi prófessorinn einnig sinna sjúklingum eins og aðrir prófessor- ar á spítölum og vera á þann hátt í forsvari við að þróa hinn klíniska hluta læknisfræðinnar. Mikilvægt er að hafa þetta atriði í huga nú þegar heilsugæslan er í veði. Nútíma öryggi Heilsugæslulæknar hafa á síð- asta áratug eflt gæði heilsugæsl- unnar og komið til móts við nútíma- kröfur um öryggi íbúanna. Þetta hefur verið gert enda þótt ekki hafi komið fram beinar óskir heil- brigðisyfirvalda þar um. Á vegum heimilislæknisfræði læknadeildar Háskóla íslands gerði Gísli Ólafsson læknir ásamt undirrituðum, könnun á ástandi og gæðum vakta- og bráðaþjónustu í heilsugæslunni í byijun árs 1996. Sjötíu af hundraði starfandi heilsugæslulækna á land- inu tóku þátt í þessari könnun. Þar kemur í ljós að þeir hafa að eigin frumkvæði (væntanlega byggt á Núverandi stríð milli heilsugæslulækna og ráðamanna þjóðarínnar, segir Jóhann Ag. Sig- urðsson er bæði faglegs og launalegs eðlis. þekkingu sinni og reynslu) komið á öflugu kerfi varðandi öryggi og við- bragðsflýti til þess að sinna sjúkl- ingum í neyð eins og sjá má á töfiu I. Til þess að halda uppi þessari þjónustu allan sólarhringinn alla daga, allt árið um kring þurfa heilsugæslulæknarnir að leggja á sig mikla vaktavinnu auk venju- legra dagvinnustarfa eins og sést hér. Það eru einkum læknar í dreif- býli sem þurfa að standa flestar vaktir um nætur og helgidaga. Skyldur heilsugæslulækna vegna vaktþjónustu að meðaltali í mánuði síðastliðna 12 mánuði: 93% standa vaktir reglulega einu sinni eða oftar í mánuði. 52% standa vaktir allt að 7 sinnum í mánuði. 28% standa vaktir allt að 15 sinnum í mánuði. 7% standa vaktir nær allan mán- uðinn. Læknisleysi í dreifbýli yfirvofandi Óskir fólks (þar með talinna heil- sugæslulækna) um að vinna venju- lega dagvinnu hafa aukist mikið á síðustu árum. Flestir vilja fá ein- hvern frítíma til þess að sinna hugð- arefnum sínum og stunda venjulegt fjölskyldulíf ellegar selja hann á viðunandi verði. Menn eru í flestum tilvikum komnir á þá skoðun að vaktskylda og gæði heilbrigðisþjón- ustu sé samfélagsleg ábyrgð fremur en á ábyrgð einstaklinga eingöngu. Hér á landi hafa hins vegar einstak- ir heilsugæslulæknar verið látnir axla alla ábyrgð á gæðum og ör- yggi á sínu vaktsvæði. Slíkt við- gengst ekki til lengdar. Síðustu árin hafa því verið blikur á lofti varðandi erfiðleika á mönnun ýmissa læknishéraða landsins, eink- um í dreifbýli eins og gerðist um 1970. Lokaorð Ég hef þungar áhyggjur af' heilsugæslunni í landinu. Þjónustan þar er nú í moium og auk þess var ofannefnt öryggiskerfi lagt niður í einu vetfangi 1. ágúst síðastliðinn. Afleiðingarnar eru ófyrirsjáanlegar en ljóst er að það mun taka langan tíma að fylla aftur í það skarð sem þegar hefur verið rofið í heilbrígðis- þjónustu landsmanna. Núverandi stríð milli heilsugæslulækna og ráðamanna þjóðarinnar er bæði faglegs og launalegs eðlis. Þar hef ég lítilla launalegra hagsmuna að gæta. Einn ráðamanna heilbrigðis- kerfisins gagnrýndi nýlega í Morg- unblaðinu að undirritaður væri að skipta sér að þessu máli og nota bréfsefni Háskólans í því skyni. Þetta sýnir hvað margir geta verið skammsýnir. Háskólinn er ekki og á ekki að vera einangruð stofnun úr öllum tengslum við það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Það er beinlínis skylda háskólakennara í heimilislækningum að tjá sig um faglega þætti þessa stríðs, þar eð það varðar þjóðarheill. Höfundur er prófessor í heimilislæknisfræði við Háskóla íslands. Tafla I. Hlutfall heilsugæslulækna sem stóðu vaktir samkvæmt ýtrustu kröfum um bundna vaktþjónustu Tilvik Hlutfall Læknir er útbúinn fjarskiptatækjum (talstöð og farsíma) 100% Hægt að ná talsambandi við lækni innan 1-5 mínútna 95% Læknir getur lagt af stað í bráðaútkall innan 1-5 mínútna eftir að beiðni berst 86% Læknir kominn á vettvang (innan 10 km fjarlægðar) vegna slyss eða aðkallandi vitjunar innan 10-15 mínútna 96% Heilsugæslan í veði - hlutverk Háskólans Jóhann Ág. Sigurðsson Fimleikar - byggja upp líkamarm og gefa fallegar hreyfingar og börn temja sér holla lifnaðarhætti. Vetrarstarfið er að fara í fullan gang og í vetur verður KR með stúlknaflokka frá 5 ára aldri ásamt trompfimleikum. Skráning og greiðsla æfingafjalda fer fram í KR-heimilinu fimmtudaginn 29. ágúst milli kl. 18 og 20. Upplýsingar í síma 897-5447, Sandra. Stjórn fimleikadeildar KR. Þessi auglýsing er styrkt af Frísport glK^Búöin Laugavegi 6. Mengun eða ekki mengun? UMHVERFISMAL á Siglufirði eru í miklum ólestri og reyndar má fullyrða um þann mála- flokk að hann sé í meiri ólestri hér á Siglufírði en víðast hvar annarstaðar. Mengun - Mengun Mengun á Siglufirði hefur til þessa verið í huga hins almenna íbúa Sigluíjarðar fyrst og fremst tengd síldar- og loðriubræðslu. í þessum greinarstúf er ætlunin fyrst og fremst að ijalla um þá tegund mengunar sém frá loðnubræðslu SR-mjöls kemur þótt ærið tilefni væri að fjalla um fráveitumál bæjarins almennt. Það verður að bíða síðari tíma. Hvers vegna núna? Mengun virðir engin landamæri er setning sem heyrist oft í ijölmiðl- um þegar rætt er um kjarnorkuslys, olíumengun o.s.frv. Sama gildir um þá mengun sem frá verksmiðju SR-mjöls á Siglufirði kemur. Hrokafull svör og yfírlýsing- ar forráðamanna verksmiðjanna undanfarið, þegar þessi mál hefur borið á góma í ijölmiðlum síðust vik- urnar, hafa misboðið möl-gum og er ég einn þeirra. Ég veit ekki til þess að SR-mjöl hf. hafí beðið mig leyfis um að fá að fylla hús mín slíkri ólykt að skárra er að vera utandyra en innan því þannig aðlagast maður lyktinni betur. Margir hafa þurft að sæta lagi við að hengja þvott til þerris og dæmi er um að fólk hafi verið spurt að því þegar það hefur brugðið sér bæjarleið hvaða lykt sé af því, því eins og áður sagði virðir mengunin engin landa- mæri og blessuð „peningalyktin" fylg- ir okkur hvert sem er og hvert sem við förum. Starfsemi SR-mjöls hefur að auki skaðað hagsmuni þeirra sem standa að rekstri ferða- þjónustu. Ferðafólkið í sumar hefur verið meira um ferðamenn á Siglufirði en oftast áður og þar sem mitt starf og lífsafkoma byggist að hluta til á því að veita ferðafólki þjón- ustu hefur það ekki far- ið framhjá mér að sí- fellt færri kjósa að tjalda hér eða gista og er aðalástæðan mikil mengun frá SR. Þá hef- ur verið mun meira um útlendinga hér sem ferðast á eigin vegum en áður og eru þeir meira en lítið hissa á því að slík mengun skili liðin hér. Ég hef lagt mig fram um að ræða við það fólk sem ég þjónusta hveiju sinni Það vill gleymast, segir Valbjörn Steingríms- son, að betri verksmiðja þýðir meiri peninga í kassann. og það verður að segjast eins og er að mengunin hefur verið aðalum- ræðuefni fólksins. Það sem Iifír í minningu þessa fólks þegar það kemur til síns heima og fer að segja ferðasöguna er ekki fallegi ljörðurinn Siglufjörður heldur eitthvað annað sem ekki dregur að ferðafólk á komandi árum. Því miður. Bæjaryfívöld Því er það dapurleg staðreynd að bæjaryfirvöld á Siglufírði reyna leynt og ljóst að fela þessa staðreynd sem mengunin frá SR-mjöli er svo ekki sé minnst á aðrar tegundir mengun- ar. Setningar bæjarstjórans okkar í flölmiðlum eins og „ástandið hér er í svipuðu horfi og annars staðar á landinu" eru einfaldlega ekki réttar því það eru ekki öll sveitarfélög með ónýtt fráveitukerfí, úrelta loðnuverk- smiðju að hluta og þar fyrir utan flölg- ar verksmiðjum með viðunandi meng- unarútbúnað annars staðar á landinu á hverju ári. Það er staðreynd að þrýst- ing frá bæjaryfirvöldum á Siglufirði hefur vantað í þessu máli. Því miður. Hvers vegna hefur ekkert gerst? Mín skoðun er sú, og byggi ég hana að mestu á reynslu minni sem fyrrverandi bæjarfulitrúi á Siglufirði og hafandi fylgst allvel með bæjar- málum til margra ára, að þar á bæ sé fyrst og fremst horft á peningana sem rekstur SR-mjöls skapar með starfsemi sinni og slíka aðila megi ekki styggja. Það vill gleymast að betri verksmiðja þýðir meiri peninga í kassann, bæði fyrir SR-mjöl, sjó- menn, útgerðarmenn, bæjarsjóð og aðra þá er hagsmuni hafa af starfs- rækslu loðnubræðslu SR-mjöls. (s.s. undirritaðan ofl.) Verksmiðja eins og verksmiðja SR-mjöls á og getur starfað í sátt við umhverfi sitt ef vilji eigenda er fyrir hendi. Að lokum Þegar þessar línur eru festar á blað (í lok ágúst) fékk ég þær upplýs- ingar frá forstöðumanni mengunar- deildar Hollustverndar ríkisins að búið væri.að tilkynna SR-mjöli um uppsögn starfsleyfis þeirra og þeim bæri að sækja um nýtt leyfi. Það er áfangi útaf fyrir sig en ég skora hér með á bæjaryfirvöld á Siglufirði að sjá svo um að starfsleyfi SR. mjöls verði ekki endurnýjað nema þannig að þeim verði gefinn lágmarksfrestur til að uppfylla nútímakröfur um mengunarvarnir. Höfundur er framkvæmdasljóri Bíókaffis, Bíógrillsins á Siglufirði og fyrrvcrandi starfsmaður SR. Valbjörn Steingrímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.