Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Danskt smur- brauð á Café Karólínu Einn grunnskóli rekinn í Skútustaðahreppi næsta vetur Möguleikar á skiptingii hreppsins skoðaðir í TILEFNI danskra daga á Akur- eyri, sem nú standa yfir, verður „smörrebrödsjomfruen" Jakob Jakobsson á Café Karóiínu í dag, fímmtudag, og á morgun, föstu- dag, frá morgni til kvölds. Þar mun hann bjóða upp á nokkra ekta danska smurbrauðsrétti af matseðli veitingahúss hans, Jómfrúin. Jakob Jakobsson lærði hjá hinni frægu Idu Davidsen í Kaupmanna- höfn afkomenda Oskars Davidsen sem nefndur er faðir smurbrauðs- ins. Fjölskylda hans rekur enn þá hið fræga veitingahús í Kaup- mannahöfn sem opnað var 1888. Þar sem á Jómfrúnni við Lækjar- götu í Reykjavík er fylgt elstu og ströngustu hefðum í matreiðslu. ÍBÚAR við sunnan- og vestanvert Mývatn ætla að efna til fundar fyrir lok september þar sem tekn- ar verða ákvarðanir um aðgerðir í málefnum íbúanna, jafnframt því sem þá á að liggja fyrir uppgjör vegna rekstrar einkaskóla í Skútu- staðaskóla veturinn 1995-’96. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps ætlar að reka einn gi-unnskóla í sveitinni næsta vetur, í Reykjahlíð, og hefst hann í næstu viku. íbúar sunnan og vestan Mývatns hafa verið ósáttir við að senda börn sín í skólann og benda á óhóflega langan akstur. Þeir hafa nú sent umboðsmanni barna erindi þar sem óskað er álits á ýmsu er varðar aksturinn og áhrif hans á börnin. Atthagafj ötrar Eyþór Pétursson í Baldursheimi sagði ljóst að einkaskóli yrði ekki rekinn að Skútustöðum næsta vet- ur. Sveitarfélagið hefði nú alfarið tekið við rekstri grunnskólans og menn vissu af reynslunni að ekki þýddi að leita til þess varðandi stuðning við rekstur slíks skóla. Til greina hefði komið að senda börnin í skóla í annað sveitarfélag, en í ljós komið að í kjölfar þess að sveitarfélögin hafa tekið við grunnskólanum gætu þau krafið foreldra sem ekki eiga lögheimili í sveitarfélaginu um töluverða greiðslu. „Það er búið að binda fólk í átthagafjötra," sagði Eyþór. Á fundinum, sem fyrirhugað er að halda í septemberlok, verður m.a. rætt um hugsanlega skipt- ingu Skútustaðahrepps. „Við eig- um engan möguleika annan ef við ætlum að halda þessari baráttu áfram,“ sagði Eyþór. Hugur íbúa til skiptingar sveitarfélagsins verður á næstu vikum kannaður og liggur væntanlega ljós fyrir áður en fundurinn verður haldinn. Ef af yrði myndu um 170 íbúar verða í sveitarfélaginu og tekjurn- ar um 18,3 milljónir. Maður undir valtara UNGUR maður sem var að vinna við malbikun á bílastæði við Kringlumýri á Akureyri varð und- ir valtara í gærdag. Verktakar voru að vinna við malbikun bílastæðisins, maðurinn var að vinna á þjöppur þegar honum skrikaði fótur og datt. Ökumaður valtarans varð þess ekki var og bakkaði yfir hægri fót hans. Malbikið líklega gefið eftir Samkvæmt upplýsingum varð- stjóra lögreglunnar á Akureyri má heita mesta mildi að maðurinn slasast ekki alvarlega í þessu óhappi. Nýtt malbikið hefði lík- lega gefið eftir og átt sinn þátt í að ekki fór verr. Unnið að undirbúningi landsmóts 1998 á Melgerðismelum Metnaður að bjóða sem besta aðstöðu STARFSDAGAR voru á Melgerð- ismelum í Eyjafjarðarsveit, keppnissvæði hestamannafélag- anna Funa þar í sveit og Léttis á Akureyri um helgina. Landsmót verður haldið á Melgerðismelum í júlí árið 1998 en áður en sá tími rennur upp þarf að huga að ýmsu. Félagsmenn, sem hefðu að mati forsvarsmanna félaganna mátt vera fleiri, gróðursettu 2.400 plöntur á Melgerðismelum, unnið var við þökulagningu og snyrt- ingu svæðisins. Góður stuðningur I allt sumar hefur verið unnið á svæðinu, m.a. hefur fjöldi ungl- inga á vegum Akureyrarbæjar verið þar að störfum. Þeir sáu um gerð nýrrar áhorfendabrekku sem nú er tilbúin og leystu ýmis önnur verkefni sem til féllu. „Við erum afskaplega þakklát Akureyrarbæ sem hefur látið fé af hendi auk þessa óbeina stuðnings," sagði Stefán Erlingsson, formaður framkvæmdanefdar, og Sigfús Morgunblaðið/Margrét Þóra HELGA Björg, 4 ára, lét ekki sitt eftir liggja á starfs- dögunum. Fjær er Arna Hrafnsdóttir. BJARNI Þorsteinsson, starfsmaður Melgerðismela, Sigfús Helgason, formaður Léttis, og nokkrar duglegar stúlkur við þökulagninguna. Helgason, formaður Léttis, sem þökulagði í gríð og erg í blíðviðr- inu á sunnudaginn var. „Við get- um seint þakkað þennan stuðn- ing„ án hans hefði þetta verkefni varla verið framkvæmanlegt," sagði Sigfús. Akureyrarbær lagði fram 6 milljónir króna til verkefn- isins og Eyjafjarðarsveit 4 milljón- ir króna, en áætlað er að heildar- kostnaður við framkvæmdir á Melgerðismelum nemi um 20 milljónum króna. Gerðir hafa verið tveir keppnis- vellir á aðalsvæðinu, 300 metra og 250 metra hringvellir auk þess sem 450 metra löng bein kapp- reiðabraut er þar einnig og plan þar sem verða sýningar og hlýðni- keppni. Á melunum ofan við aðal- keppnissvæðið er einn keppni- svöllur fyrir hendi og aðstaða til kynbótasýninga og þá sagði Stef- án að hugmyndin væri að gera einn völl enn uppi á melnum, eins konar æfingavöll eða upphitun- arvöll. Upphitunarmót „Ætlunin er að bæta verulega úr vatns- og salernismálum á svæðinu og eru fyrirhugaðar tölu- verðar framkvæmdir í þeim efhum næsta sumar. Við stefnum að því að hafa alla keppnisaðstöðu til- búna næsta sumar og ætlum þá að prófa svæðið, halda stórt mót, nokkurs konar upphitunarmót fyrir landsmótið,“ sagði Stefán, en hann sagði mikinn metnað lagðan í að geta boðið upp á sem besta aðstöðu. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Sval- barðseyrarkirkju næstkom- andi sunnudag, 1. september, kl. 14. Ræðuefni: Hvenær hef ég tíma fyrir Guð? Rarik, Norðurlandi eystra Unnið að lagningu jarð- strengja á ísingarsvæðum í LOK síðasta árs var ákveðið að veija 118 milljónum króna til streng- væðingarátaks á ísingarsvæðum í rafdreifikerfi Rarik. Byggt var á gögnum um ísingu á liðnum árum sem safnað hefur verið saman í gagnabanka. Á Norðurlandi eystra verður varið um 41 milljón króna til lagningar um 27 km af jarðstrengj- um á erfiðustu ísingarsvæðunum. Lagning strengjanna er nú langt komin en reiknað er með að því verki ljúki í september. Um er að ræða 12 meginverk með 29 strenglögnum. Truflanir minnki I Eyjafirði eru 4 verk og má þar nefna álmur sem hafa verið miklir truflanavaldar, s.s. álma að Hlöðum og Gásum og endurvarpa í Glæsibæj- arhreppi, álmur að Samkomugerði, Torfum, Melgerði, Nesi og Skálds- stöðum í Eyjafjarðarsveit og álmur að Dálksstöðum og Geldingsá á Sval- barðsströnd. Þá er hluti aðallínu frá Þrastarhóli að Hofteigi lagður í jörð. I S-Þingeyjarsýslu eru til viðbótar 6 verk. Má þar nefna álmur að Veisu, Veisuseli og Grímsgerði í Fnjóskadal og álmur við Hafralækjarskóla og flugvöll. Þá er lagður strengur frá Staðarhóli að Grímshúsum og milli Bergstaða og Mýlaugsstaða. Einnig verður lagður strengur við Breiðu- mýri í Reykjadal og loftlínuheim- taugar að Stóru-Laugum og Lauga- völlum lagðar í jörð. Tryggi Þór Haraldsson, umdæm- isstjóri Rarik á Norðurlandi eystra, segir að með lagningu strengja í stað lína á þessum útsettu stöðum fyrir ísingu, sé vonast til að truflanir af völdum ísingarveðra minnki og að dragi úr tjónum af þeirra völdum. Flutningsgeta til Svalbarðseyrar aukin Flutningsgeta raforkukerfisins til Svalbarðseyrar hefur verið takmörk- uð og ekki verið hægt að anna allri eftirspurn eftir raforku. Svalbarðs- eyri hefur verið tengd með h'nu sem liggur frá Rangárvöllum yfir á Sval- barðsströnd og áfram út í Höfða- hverfi og yfir í Fnjóskadal. Á síðasta ári var hafin lagning strengs til Sval- barðseyrar til að annaþörfinni. Lagð- ur var strengur frá aðveitustöð á Rangárvölium suður að Kjarnaskógi og austur yfir Eyjaljarðará. I haust verður haldið áfram og lagður strengur að Höfn á Svalbarðs- strönd. Við þetta mun flutningsgeta raforkukerfisins á Svaibarðsströnd og í Fnjóskadal aukast verulega. Áætlaður kostnaður í ár er um 14 milljónir króna en heildarkostnaður við verkið er um 28 milljónir króna. Frá því í byijun júlí hefur verið unnið að lagningu háspennustrengja í jörð á leiðinni milli Kópaskers og Brúarlands í Þistilfirði. Háspennu- strengirnir eru þrír 33 kW einleiðar- ar og er heildarlengd hvers þeirra um 54 km. Nú hafa verið lagðir strengir á um 30 km kafla á þessari leið en gert er ráð fyrir að verkinu Ijúki um mánaðamótin septemb- FYRIRTÆKIÐ Austfirskir verktakar hefur unnið að lagningu háspennustrengja milli Kópaskers og Brúarlands í Þistilfirði. er/október. Strengimir eru að mestu plægðir niður en einnig grafnir á köflum. Tjónið í október um 173 milljónir króna Jafnframt strenglagningunni verður unnið að breytingum í að- veitustöðinni við Kópasker og settur upp nýr spennir þar. Línan til Þórs- hafnar hefur verið erfið í rekstri undanfarin ár og hún fór mjög illa í ísingarveðri í október sl. Mjög tíðar truflanir hafa verið á línunni og end- urbætur verið nær árvissar. Því var ákveðið að flýta lagningu strengs í stað línu, sem var á áætlun á árunum 1998 og 1999, enda ljóst að kosta hefði umtalsverðu ijármagni til ella að gera línuna rekstrarhæfa næstu tvö árin. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 130 milljónir króna. Tryggvi Þór segir að ekki sé full- lokið við endanlegan frágang við- gerða eftir ísingartjón sem urðu í október sl. á Norðurlandi eystra. Tjónið sem þá varð á kerfum Rarik er metið á 173 milljónir króna, þar af um 123 milljónir króna á Norður- landi eystra og er þá ekki tekið tillit til keyrslu dísilstöðva. „Að hluta til koma verkefni við strenglögn frá Kópaskeri til Brúarlands í Þistilfirði og átaksverkefni vegna ísingartjóna í stað endanlegrar viðgerðar á línu- kerfinu. Enn er þó eftir fullnaðarfrá- gangur á línukerfinu en áætlað er að honum ljúki í haust.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.