Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Stemkudys Frá Hákoni H. Kristjónssyni: FORNA þjóðbrautin frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og áfram suður með sjó lá sjóhending frá vaðinu á Læknum þar sem hann breiddi úr sér á sandfjörunni þar sem nú er Kalkofnsvegur/Geirsgata svo sem enn sér glögg merki um skáhallt utan í Amarhólnum uppeftir Skóla- vörðuholtinu og áfram niður af því sunnanverðu niður á malarás þann sem tengdi Skólavörðuholtið Öskju- hlíðinni. Þegar gengið var inneftir ásnum var Norðurmýrin á vinstri hönd en Vatnsmýrin á hina hægri. Eftir malarási þessum var járn- brautin lögð úr Öskjuhlíðinni niður að höfn við hafnargerðina. Kennileiti nokkur eru á þessari þjóðleið fyrir utan hinar ellefu- hundruð ára gömlu traðir í Amar- hólnum og ömefnið Traðarkot rétt fyrir ofan. Fyrir það fyrsta vom vegamót þessarar leiðar og leiðar- innar innað Laugarnesi og Elliðaám. Ef miðað er við að traðirnar hafi legið nokkurn veginn beint uppúr fjörunni upp á holtið þá hafa þau verið þar sem nú heitir Vegamóta- stígur. Þaðan liggur Laugavegurinn lárétt í austur. Þama við veginn nokkru ofanvið byggðina var Hegn- ingarhúsið reist úr tilhöggnu grjóti. Annað mannvirki á þjóðbraut þess- ari var hlaðin varða efst á holtinu sem sjálfsagt hefur staðið þar í alda- raðir og seinast var hlaðin upp af skólapiltum og eftir það kölluð Skólavarða og holtið Skólavörðu- holt. Hið þriðja kennileiti var Kenna- raskólinn, sem reistur var 1908 neðst og syðst í Skólavörðuholtinu ijarri allri byggð. Götur tvær sýna nokkuð stefnu þjóðbrautarinnar en þær em Skólavörðustígurinn og Mímisvegurinn. Nú eigum við í nokkrum erfiðleikum með að hugsa okkur Skólavörðuholtið stórgrýtt og klettótt eins og það hefur verið. Svo illt var það yfirferðar að um alda- mótin hlupust nokkrir erlendir sjó- menn af skipi í höfninni og leynd- ust nokkra daga í holtinu. Þarna var gijótnám í áratugi ekki þurfti svo lítið gijót í alla hlöðnu kjallar- ana undir gömlu timburhúsunum og svo í kantsteina og rennusteina vegna gatnagerðar. Auðvitað var gijót víðar tekið t.d. úr Batteríinu og Öskjuhlíðinni vegna hafnargerð- arinnar. Nóg var af gijótinu í henni Reykjavík. í þjóðbraut Steinkudys hefur verið í þjóð- braut svo nærri vegi að menn sem áttu leið hjá gætu kastað steini í dysina. Vel getur verið að nákvæm staðsetning sé finnanleg í skjölum borgarinnar frá því er dysin var rofin og þarf þá ekki að deil aum hvar hún var. Faðir minn fluttist utan af landi til Reykjavíkur og bjó 1912 við Grettisgötuna nálægt Frakkastíg. Hann byggði hús neðarlega við Njálsgötu ásamt Sigurði bróður sín- um og þar er ég fæddur 1928. Skólavörðuholtið var því leiksvæði mitt fyrst framanaf. Eftir að Raf- veitan tók til starfa 1921 vann hann þar við að lesa af mælum. Hann kom því inn á „hvert heimili í þæn- um“ og þekkti marga. Ég man vel hvar hann sagði mér að Steinkudys hefði verið. Nú er réttra að segja, hvar hann sagði mér að honum hefði verið sagt, hvar dysin hefði verið. Mér þykir sennilegt að hann hafi haft sína vitneskju frá ýmsum kunn- ingja sinna þar sem dysin var tiltölu- lega nærri heimili hans og sagan áhugaverð. Dysin var í miðjum bog- anum sem nú er verið að gera fyrir framan Hnitbjörg til breikkunar á Njarðargötu og Eiríksgötu. Þarna var lágur klettarani þegar ég var krakki. Mörg ár eru síðan klettar þessir voru jafnaðir við jörðu og græn eyðimörk lögð yfir svæðið. Við uppgröftinn nú um daginn komu rætur kletta þessara í ljós ef svo má segja. Þarna er nú verið að gera hina þörfustu vegabót og bæta umhverfi Leifsstyttunnar, en gaman væri ef í leiðinni væri minnst þessar- ar fornu þjóðleiðar suður með sjó þannig að hennar sæist einhvern- staðar merki ekki bar í bókum held- ur einnig á staðnum sjálfum t.d. með minnisvarða eða listaverki, t.d. stílfærðri vörðu og þá væri ekki úr vegi að lofa minningunni um Steinku, sem dysjuð var utangarðs og sem fyrir löngu hefur fengið fyrirgefningu synda sinna bæði Guðs og manna, að fljóta með. HÁKON H. KRISTJÓNSSON, Goðheimum 10, Reykjavík. Bréfkom til Arna Johnsen IaJMAT if a BALL 15 MIT OVER MY HEAP? And U)MAT IF I CHA5E IT,AND FALL 0FF TME EP6E OF TMEWORLDANDYOU NEVER 5EEMEA6AIN? TME WORLDISNTFLAT.. THEW0RLD15 R0UND LIKETMI5 BALL WMICH Y0U WOULDN’T KNOW BECAU5E YOU'VE NEVER CAU6MT ONE! 1% A SENSITIN/E PER50N SH0ULD NEVER PLAY RI6MT FIELD.. Hvað ef bolti er sleginn yfir höfuðið á mér? Og hvað ef ég hleyp á eftir honum og dett út af jarðarbrúninni og þú sérð mig aldrei framar? Jörðin er ekki flöt, jörðin er hnöttótt eins og þessi bolti, en það veist þú ekki vegna þess að þú hefur aldrei gripið neinn slíkan! Tilfinningarík manneskja ætti aldrei að leika á hægri vallar- helmingi. Frá Gunnari Markússyni: EINS og fleiri ágætismenn, sem slitu barnsskóm sínum í Vest- mannaeyjum hefi ég mikið dálæti á öllu fískmeti og góð fískisúpa eitthvað það besta, sem ég fæ. Betri helmingur minn hefir hins- vegar í áratugi verið að reyna að telja mér trú um að matur úr jurta- ríkinu væri allra mata hollastur. Nú sá ég í Morgunblaðinu í gær að þú fórst með góða gesti út í Álsey og gafst þeim: „fiskisúpu með allri sjávarflórunni og ýmsu fleiru“ (leturbreyting mín). Mikið þætti mér vænt um ef þú vildir gefa konu minni uppskriftina að þessari sjálfsagt mjög góðu físki- súpu, það yrði ef til vill til þess að ég borðaði jurtir með betri list en þetta grænfóður, sem verið er að troða í mann. - Það hvarflar nefnilega ekki að mér að þú rugl- ir saman flóru og fánu. GUNNAR MARKÚSSON, Egilsbraut 9, Þorlákshöfn. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að iútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.