Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 9 Fólk Doktor í efnafræði • ODDUR Ingólfsson varði 25. júní sl. doktorsritgerð sína við efna- fræðideild Frjálsa Háskólans í Berlín (FU-Berlin). Yfir- skrift ritgerðar- innar er: „Bildung negativer Ionen durch resonanten Elektronenein- fang. Einfluss der Umgebung auf Resonanzprofil und Rektivitát in freien Aggregaten." Ritgerð Odds byggir á niðurstöð- um rannsókna hans á samspili raf- einda og einangraðra sameinda, sem og sameindaþyrpinga. Rannsóknirn- ar beindust einkum að hexafluor- benzene og skyldum efnum. Saman- burður á þeim ferlum sem fylgja upptöku rafeinda þegar um einangr- aðar sameindir er að ræða og þegar sameindirnar liggja fyrir í þyrping- um, leiddu í ljós að þeir auknu mögu- leikar á orkudreifingu sem umhverfi sameindanna býður upp á er sá þátt- ur sem ræður úrslitum um fram- vindu ferlisins. Þar sem rafeindaflutningur og þau hvörf sem honum fylgja eru ríkj- andi hluti af Ijölmörgum ferlum, jafnt lífefnafræðilegum sem ólífræn- um, er aukinn skilningur á áhrifum þess ástandsforms (fljótandi, loft- kennt, fast) sem efnið er í á framrás hvarfsins mikilvægur. Rannsóknir á upptöku fijálsra rafeinda hafa hing- að til einkum beinst að einangruðum sameindum og er því sá samanburð- ur sem hér er gerður við sameinda- þyrpingar og þær niðurstöður sem benda til að orkudreifing innan þyrp- ingarinnar skipta sköpum um fram- vindu hvarfsins áhugavert framlag á þessum vettvangi. Verkefnið var stutt af „Sonder Forschungsbereich 337, Ladungs- und Energietransfer" (SFB 337) sem er hluti af Deutsche Forsch- ungsgeneinschaft. Leiðbeinandi var prof.dr.E. Illenberger en dómnefnd- ina skipuðu auk hans prof. dr. H. Baumgártel, prof.dr. 0. Haase, próf. dr. G. Marx, dr. H. Busse og Dipl. Chem. M. Berghof. Oddur er fæddur í Reykjavík 29. júní 1964, sonur Theodóru Thorlacíus hjúkrunarfræðings og Ingólfs G. Sigurðssonar yfirkerf- isfræðings. Hann er stúdent frá Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ 1984, hóf nám í efnafræði við Ftjálsa Háskólann í Berlín 1985 og lauk Diploma-prófi 1992. Glœsileg hnífapör (v9) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þarfæröu gjöfina - FRÉTTIR Dettifoss, Selfoss og Hafragilsfoss N IWl Þjóðgarður [•'•'•‘•1 Náttúruvætti 0 0.5 1.0 km Ytra- Norðmelsfjall Friðlýsing í Öxarfjarðarhreppi Náttúruvætti við Dettifoss UMHVERFISRÁÐHERRA hefur staðfest auglýsingu um friðlýsingu Dettifoss, Selfoss og Hafragilsfoss og nágrennis í Oxarfjarðarhreppi. Náttúruverndarráð ákvað að und- angengnum samningaviðræðum við landeigendur Hafursstaða og Bjarmalands, svo og sveitarstjórn Öxarfjarðarhrepps, að friðlýsa fossana þtjá og næsta nágrenni þeirra austan Jökulsár á Fjöllum og er svæðið náttúruvætti. Náttúruvættið liggur að þjóð- garðinum í Jökulsárgljúfrum þannig að með stofnun þess er Dettifoss að fullu innan marka friðlýstra svæða. í auglýsingunni segir að stefnt skuli að því að tryggja góða aðstöðu fyrir ferða- menn á svæðinu og koma upp við- eigandi mannvirkjum til þess. Unnið hefur verið að umbótum á göngustígum á svæðinu í sumar og í undirbúningi er að bæta að- komu og bílastæði. Sérstök um- sjónarnefnd mun sjá um náttúru- vættið og gefa álit um áætlana- gerð sem varða framkvæmdir inn- an þess. Háð leyfi Náttúruverndarráðs Um náttúruvættið gilda m.a. þær reglur að mannvirkjagerð, jarðrask og hreytingar á rennsli vatna er háð leyfi Náttúruverndar- ráðs að fenginni umsögn umsjón- arnefndar. Skylt er að ganga vel um náttúruvættið og bannað að raska jarðmyndunum og gróðri. Réttur landeigenda til hefðbund- inna nytja innan náttúruvættisins helst óskertur. Dýraveiðar innan marka náttúruvættisins eru óheimilar öðrum en landeigendum. Skipulagðar hestaferðir um svæð- ið eru háðar leyfi umsjónarnefnd- ar. Náttúruverndarráð sér um landvörslu á svæðinu í a.m.k. 8 vikur á ári. NÝKOMNAR VÖRUR Antik munir, Klapparstíg 40, sími 552 7977 Nýjar vörur frá Hensd & Mortensen dragtir, kápur, jakkar Kringlunni 8-12 ' TISKUVERSLUN sími: 553 3300 A P T 0 N Einfalt • auðvelt • handhægt Smíðakerfi sniSiS (yrir hvern og einn - Plug & Play bios - 32 bita PCI gagnabrautir - 133MKZ Intel örgjörvi - 8mb EDO innra minni - 14” lággeisla litaskjár - 1280mb harður dlskur - Cirrus Logic 1mb skjákort - 3.5" disklingadrif - Windows '95 lyklaborð - Dexxa3 hnappamús - Windows 95 uppsett Blðlhraða^ Mitsumijfgelsiattril) B(SoundblásteiyÍ 6) hjjóÚkörtj Microsoft Windows 95 UPPSETT 10 disklingar í pakka á aðeins Tilboð 2 Grand Prix 2 T2 Thrustmaster stýri og fótstig fyrir biialeikina 3900 kr Http://www.mmedia.is/bttolvur G«ANO/J, - Grensásvegur 3 - Sími: 5885900 - UTSOLULOK fimmtudag, föstudag og laugardag. m Hseðsta verð lcr* 1 «890 SKOVERSLUN KÓPAVOGS HAMRABORG 3 • S: 554 1754
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.