Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Búið að finna lík 117 þeirra sem fórust í flugslysinu á Svalbarða Samvinna Rússa og Norð- manna gengiir nú betur Reuter RÚSSAR taka nú þátt í leit í flaki Túpolevo-þotunnar sem fórst á Svalbarða. Fundist hafa 117 lík en 141 fórst með véiinni. SAMVINNA Rússa og Norðmanna við rannsókn flugslyssins á Sval- barða gengur betur nú en í upphafi að mati Rússa. Aðstoðarsýslumaður- inn á Svalbarða, Rune B. Hansen, segir hins vegar að þegar fulltrúar yfirvalda ræði saman sé allt í sóman- um, en þegar komi að aðgerðum sé annað uppi á teningunum, að því er segir í Aftenposten. Þá ríkir reiði á meðal margra Rússa, bæði á Sval- barða og í Rússlandi vegna þess hversu hægt gengur að bera kennsl á líkin og í Noregi hefur komið fram gagnrýni á stjórnvöld á Svalbarða vegna þess hvernig staðið hefur ver- ið á málum. Rússar taka rrú þátt í að leita í flaki Túpolev-þotunnar sem fórst á Óperufjalli sl. fimmtudag. 141 mað- ur var um borð í vélinni og fórust allir. Gagnrýnisraddir hafa komið fram í Noregi þar sem sumir telja að illa hafi verið komið fram við Rússa; rússneskir björgunarmenn hafi verið handteknir og ekki leyft að taka þátt í björgunarstarfinu framan af. Hafa þingmenn sósíalíska vinstri- flokksins og Kristilega þjóðarflokks- ins krafíst þess að gerð verði ítarleg skýrsla um björgunarstarfið á Sval- barða, svo að svara megi fyrirspurn- um Rússa um málið. Sagði Erik Solheim, formaður sósíalíska vinstri- flokksins, að framkoma stjórnvalda benti til þess að þau væru enn föst í hugsanahætti kalda stríðsins og að þau hefðu komið sér í óheppilega stöðu gagnvart Rússum. Hins vegar virðast þingmenn sammála um að nauðsynlegt hafi verið fyrir Norð- menn að sýna fram á hverjir fari með lögsögu á Svalbarða. „Alþjóðlegt hneyksli" Hörð gagnrýni hefur komið fram í fjölmiðlum í Rússlandi á gang mála, og í dagblaðinu Moskovskí Komsomolets er ýjað að því að ótil- greind mistök flugvallarstarfsmanna í Longyearbyen hafi verið orsök slyssins. Spurt er hvað Norðmenn hafi að fela, því þeir „hegði sér ein- kennilega“. Þá sagði NTV-sjón- varpsstöðin að björgunarstarfið væri „alþjóðlegt hneyksli“. Norskir emb- ættismenn í Rússlandi segja þarlend yfirvöld hins vegar sýna fullan skiln- ing á því hvernig á málum hafi ver- ið haldið af hálfu Norðmanna. í gær höfðu fundist 117 lík og voru þau flutt til Tromso. Erfitt hefur þó reynst að gefa upp ná- kvæmar tölur um líkfundi, þar sem öll líkin eru illa farin. I frétt í Dag- bladet segir að ekki hafi verið borin kennsl á eitt einasta þeirra sökum þessa, og þurfi að koma til tann- læknaskýrslur, fíngraför og DNA- próf. „Viljinn er fyrir hendi en þeir [Rússar og Úkraínumenn] skilja ekki alltaf hverju við þurfum á að halda og hvers vegna... Við glímum við tungumálavanda og mikiar fjar- lægðir, í kílómetrum talið, menningu og venjum," segir Ivar Follestad, lögregluvarðstj óri. Niðurstaða liggur fyrir úr fyrstu DNA-sýnunum sem tekin voru úr líkum þeirra sem fórust. Verða þau borin saman við blóðsýni úr ættingj- um hinna látnu. Skál vekur hneykslan Það hefur einnig vakið athygli og hneykslan margra í Noregi að Ann- Kristin Olsen, sýslumaður á Sval- barða, skuli hafa skálað við rúss- neskan aðstoðarráðherra, s_em kom á slysstað vegna málsins. Á mánu- dag var ár liðið frá því að Olsen tók við sýslumannsembætti á Svalbarða og ráðherrann dró upp kampavíns- flösku er hann frétti þetta. Þótti mörgum löndum Olsen þetta í hæsta máta óviðeigandi, en hún sagðist hafa talið það dónaskap að neita að skála við ráðherrann, auk þess sem hún hefði skálað við nokkra aðstand- endur þeirra sem létust, að þeirra ósk. Hillur rekkar Bjóðum allskonar lagep og hillukerti fypip stæppj sem minni lagepa. Aðeins vönduð vara úr spænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leitið ráða við skipuiagningu og byggingu lagerrýma. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI564 4711 • FAX 564 4725 Stafræn myndavél MINOLTA, helsti myndavéla- framleiðandi í Japan, hefur framleitt fyrstu stafrænu myndavélina með lausri linsu. Heitir vélin Demage V og verð- ur kynnt í þessari viku. Er aðdráttarlinsan, sem stækkar 2,7 sinnum, aðeins tengd sjálfri vélinni með kapli. A baki vélar- innar er kristalsskjár, sem sýn- ir fyrirmyndina í lit. Ekki hef- ur enn verið ákveðið hvað myndavélin á að kosta. Reuter Króatar með þjóðem- ishreinsanir í Mostar Mostar, Belgrad. Reuter. HÓPAR vopnaðra Króata hafa að undanförnu hrakið múslima og aðra minnihlutahópa úr íbúðum sínum í vesturhluta Mostar, sem er á valdi Bosníu-Króata. í gær var tilkynnt að tvær fjölskyldur til viðbótar hefðu hrakist á brott og sögðu full- trúar Evrópusambandsins (ESB), sem farið hafa með stjórn borgar- innar, að málið væri sem „kjafts- högg“. Sir Martin Garrod, sem fer fyrir uppbyggingarnefnd ESB í Mostar, skoraði fyrir helgi á glæpahópa Króata, sem ráða lögum og lofum í vesturhluta borgarinnar, að hætta þegar I stað ofsóknum á hendur múslimum. Greip Garrod til þess óvenjulega ráðs að nafngreina nokkra þeirra manna sem talið er fullvíst að staðið hefðu að ofsóknun- um. Þetta virðist engin áhrif hafa Fáir greiða at- kvæði utankjör- staða í þingkosn- ingunum í Bosníu haft, því grímuklæddir menn hröktu tvær fjölskyldur, að öllum líkindum múslima, frá heimilum sínum á mánudag. Léleg þátttaka í kosningum utan kjörstaða Talsmenn Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sem hefur eftirlit með framkvæmd þingkosninganna í Bosníu, lýstu í gær vonbrigðum sínum með lélega þáttöku I atkvæðagreiðslu utan kjörstaða, sem staðið hefur undan- farna viku. Utankjörstaðaat- kvæðagreiðslu lauk í gær og höfðu um 42% þeirra, sem höfðu iátið setja nafn sitt á kjörskrá fyrir ut- ankjörfundaratkvæði, kosið. Tekið verður við atkvæðum, sem berast í pósti, í nokkra daga til viðbótar en sjálfar kosningarnar fara fram 14. september nk. Talsmenn ÖSE gátu sér þess til að sú ákvörðun að fresta sveitar- stjórnarkosninum hefði haft ein- hver áhrif á kjörsókn. Þá hefur misbrestur orðið á framkvæmd kosninganna, margir kjósendur hafa kvartað yfir því að þeir hafi ekki fengið kjörgögn send í pósti. Segir ÖSE að þau hafi borist flest- um að endingu og kennir flutning- um og póstþjónustu um þau tilvik þar sem kjörgögn hafa ekki skilað sér. Hallalaus ijarlog í Finnlandi FINNSKA stjórnin lagði fram fjárlögin í gær og eru þau hallalaus í fyrsta sinn frá árinu 1990. í tilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu sagði, að með þessu væri verið að ryðja brautina fyrir þátttöku Finna í Evrópska myntbandalaginu, EMU, og væri stefnt að því, að öll skilyrði hefðu verið upp- fyllt á næsta ári. Paavo Lipp- onen forsætisráðherra sagði, að fjárlögin endurspegluðu aukið sjálfstraust þjóðarinnar en með þeim er gert ráð fyrir, að tekjuskattar lækki um 80 milljarða ísl. kr. Er vonast til, að það auki einkaneyslu í land- inu og vegi aðeins upp á móti niðurskurði hins opinbera. Gert er ráð fyrir, að ríkisskuld- irnar fari að lækka á næsta ári en þá verða þær 71,9% af þjóðarframleiðslu en voru að- eins 10% 1990. Holbrooke í Eystrasaltið RICHARD Holbrooke, sérleg- ur samningamaður Banda- ríkjastjórnar, verður Eystra- saltsráðinu til ráðgjafar á fundi þess í Stokkhólmi í dag en þar verður rætt um óskir Eystrasaltsríkjanna, Eist- lands, Lettlands og Litháens, um aðild að samtökum vest- rænna ríkja. Þrjú lík í frystikistu ÞRJÚ lík fundust í frystikistu á veitingahúsi í Brussel í Belg- íu í gær að sögn fréttastofunn- ar Belga. Eru tvö þeirra af konum en erfiðara var að skera úr um það þriðja því að þar var aðeins um að ræða lík- amshluta. Ummerki voru um mikil átök á veitingastaðnum, sem er I miðju hverfi erlendra sendimanna í borginni og sér- hæfir sig í líbanskri matar- gerðarlist. Er lögreglan sögð leita eiganda staðarins en til hans sást síðast um miðjan síðasta mánuð. Tsjernóbyl lokað ÚKRAÍNA og Evrópski endur- reisnarbankinn eru við það að ná samkomulagi um lokun Tsjernóbyl-kjarnorkuversins, að sögn talsmanna bankans. Verður samkomulagið undir- ritað fljótlega svo að undirbún- ingur að lokun versins geti haldið áfram. Schymanját- ar drykkju- vanda EINN litríkasti stjórnmálamað- ur Svíþjóðar, Gudrun Schyman, formaður Vinstriflokksins, við- urkenndi í gær að hún ætti við áfengisvanda að stríða. Kvaðst Schyman, sem er 47 ára, frem- ur vilja segja sjálf frá vanda sínum en að fjölmiðlar gerðu það. Vinir hennar segja hana nú munu fara í meðferð en hún hyggst ekki láta af flokksfor- mennsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.