Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 39 Morgunblaðið/pþ BJARNEY, Nanna, Ásta, Hanna og Christina sjá um eidhúsið í Vatnaskógi. Slökun í Vatnaskógi HINN árlegi karlaflokkur dvelur í Vatnaskógi helgina 5.-8. sept- ember undir yfirskriftinni Slökun ’96. Þangað geta allir eldri en 17 ára Skógarmenn mætt. Viðfangsvettvangur helgarinnar verður Kirkja og karlar sem Hjalti Hugason kennari sér um. Heiidar- fjöldi dvalardrengja í sumarbúðun um í sumar var um 1160. Byrjað vai’ á grunni að svefnskála sem tekur við af öðrum eldri og lúnari. Hagnýtt nám í svæða- meðferð KENNSLA fyrir byijendur í svæða- meðferð á vegum Nuddskóla Nudd- stofu Reykjavíkur hefst í septem- ber. Boðið er upp á kennslu á Akur- eyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Að sögn Kristjáns Jóhannesson- ar, forstöðumanns skólans, er stundaskrá skólans miðuð við þarf- ir þeirra sem eru úti á vinnumark- aðinum, þannig að kennslan fer fram á kvöldin og um helgar. Nám í svæðameðferð spannar yfir 3 annir og er skipt í 6 áfanga með heimanám á milli áfanga, tveir 5 daga áfangar eru á hverri önn. Kennarar við skólann eru Katrín Jónsdóttir og Kristján Jóhannes- son. Umsókn um skólavist er í sím- um Nuddskólans. KRISTJÁN Jóhannesson, for- stöðumaður Nuddskóla Nudd- stofu Reykjavíkur. Safnaþing í Reykjavík HALDINN verður farskóli safna- manna í Reykjavík, safnaþing, dag- ana 4.-6. september. Farskólinn er haldinn á vegum félags íslenskra safnmanna og er Árbæjarsafn nú gestgjafi ásamt fleiri söfnum í Reykjavík. A þingið koma allflestir starfs- menn safna á íslandi og verður rætt m.a. um safnið í samtímanum á málþingi sem haldið verður á fimmtudagsmorgun. Þar verður rætt um þátt safna í ferðaþjónustu og tengsl safnanna við nýja fræðslu- miðstöð. Menningarstefna Reykja- víkurborgar verður einnig til um- ræðu og það að Reykjavík verður ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. Lifandi tónlist á Píanóbarnum PÍANÓLEIKARINN Kristján Guð- mundsson leikur á Píanóbarnum í Hafnarstræti í kvöld, miðvikudags- kvöld. Kristján mun þar leika þægilega tónlist. LEIÐRÉTT Ranghermi Ranghermt var í fyrirsögn í blaðinu í gær að Lionsmenn hefðu gefið sam- býlinu í Siglufirði bifreið. Hið rétta er, eins og fram kom í fréttinni sjálfri, að gefendur voru fjölmargir. Loks var mishermt að Guðrún Árnadóttir væri forstöðumaður þjónustumið- stöðvar aldraðra, hún er forstöðu- maður þjónustumiðstöðvar fatlaðra. Beðist er velvirðingar á þessu. Kosinn í sljórn alþjóðasam- bands hugvits- manna Á RÁÐSTEFNU alþjóðasambands hugvitsmanna, IFIA og Hugverka- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var í Kuala Lumpur í Malaysíu 18.-22. ágúst sl., var fulltrúi Lands- sambands hugvitsmanna, Sigurður G. Bjamason, kjörinn í stjóm alþjóða- sambandsins, fyrstur íslenskra hug- vitsmanna, segir í fréttatilkynningu. Sigurður flutti framsöguerindi á ráðstefnunni um aðstæður hugvits- manna í hinum ýmsu löndum og var það aðal umræðuefni ráðstefnunnar. Sigurður þurfti að leggja fram mikla undirbúningsvinnu sem Jón Erlends- son, yfirverkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskóla íslands, hafði einn- ig veg og vanda af. Iðnlánasjóður íslands og Hug- verkastofnun SÞ gerðu þessa ferð fjárhagslega mögulega. Stjórn Landssambands hugvitsmanna legg- ur áherslu á góða samvinnu við stjórnvöld og stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga, sem vilja láta sig varða virkjun hugvits og eflingu framfara í landinu. Gengið út á Valhúsahæð HAFNARGÖNGUHÓPURINN gengur fyrir gönguferð frá Hafnar- húsinu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Gengið verður í Ijósaskiptun- um út á Valhúsahæð og til baka í rökkrinu um Vesturbæinn. í upphafi ferðar verður farið í stutta óvænta heimsókn. Allir eru velkomnir. Hafa kennt dans í 50 ár í HAUST er í fimmtugasta sinn haldið dansnámskeið í nafni Her- manns Ragnars Stefánssonar. Skátaheimilið í Reykjavík var ramminn um fyrstu danskennslu Hermanns og Unnar konu hans. Þau voru nýkomin frá útlöndum liðlega tvítug þegar skátahópurinn þeirra hvatti þau til að kenna sér að dansa. Þau hafa kennt þúsundum Islendinga fótmennt og eru enn að. Nýtt húsnæði tekið í notkun Fyrir ári sameinuðust Dans- smiðjan og Dansskóli Hermanns Ragnars og fékk hinni nýi skóli nafnið Danssmiðja Hermanns Ragnars. Kennarar skólans halda upp á afmælið með því að taka í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði í Skipholti 25. Þar verður kennt í tveimur sölum alla daga vikunnar en auk þess verður regluleg kennsla í Frostaskjóli á þriðjudög- um og í Fjorgyn, Grafarvogi, á JÓHANN Örn Ólafsson kenn- ir kántrýdansa. fimmtudögum. Innritun á nám- skeið vetrarins er hafin. Námskeiðin í vetur verða fjöl- mörg. Jassleikskólinn er fyrir þriggja til fimm ára börn, barna- dansar eru kenndir öllum börnum frá fjögurra ára aldri. Samkvæm- isdansar eru kenndir öllum aldurs- hópum hvort sem fólk vill læra hagnýta dansa til að geta dansað á balli eða stunda dansinn sem íþrótt. í skólanum er kennt rokk og stepp en þessar greinar eiga sér langa hefð og sögu. Loks skal nefna kántrýdansa sem Jóhann Örn Ólafsson hóf að kenna fyrir rúmu ári. Aðalkennarar skólans, eru auk Jóhanns Arnar, Henný Hermanns- dóttir, Ingunn Magnúsdóttir, Jó- hann Gunnar Arnarsson og Unnur Berglind Guðmundsdóttir. Dans- smiðja Hermanns Ragnars tekur þátt í dansátaki sem Dansráð ís- lands og Samband íslenskra áhugamanna standa fyrir dagana 2.-8. september. Löggilt frönsku- próf hjá Alliance Francaise ALLIANCE Francaise í Reykjavík bættist sl. vetur í hóp 35 aðila í heiminum sem veita frönskunem- um kost á því að ljúka löggildum prófum sem nefnast DELF og DALF og eru viðurkennd af franska menntamálaráðuneytinu. Forseti prófnefndarinnar er Colette Fayard, formaður Alliance Francaise í Reykjavík. Umsjónar- menn prófa þar eru Sebastian Gravier, Sigrún Halldórsdóttir og Marc Portal, öll kennarar hjá All- iance Francaise í Reykjavík þar sem prófin eru jafnframt samin. Sá sem lýkur DELF hefur ágætt vald á frönsku máli en handhafi DALF öðlast rétt til að stunda nám í frönskum háskólum. Kostur þc.,sara prófa er sá að mögulegt er að taka þau í nokkr- um einingum þ.e. fyrir DELF I og II og 4 fyrir DALF. Hafi nem- andi lokið einni eða fleirum eining- um án þess að hafa lokið öllum 4 eða 6 sem nauðsynlegar eru getur hann tekið það sem á skortir hvar og hvenær sem er í þessum 36 löndum, segir í fréttatilkynningu. Sl. vor þreyttu 7 einstaklingar DELF og DALF próf hjá Alliance Francaise í Reykjavík og luku nær allir þeim einingum sem krafist var. Fjölmargar fyrirpurnir hafa nú þegar borist Alliance Francaise í Reykjavík. Því hefur verið ákveð- ið að veita fleirum kost á að taka próf nú í haust. Mikilvægt er að þeir sem áhuga hafa afli sér nauð- synlegra upplýsinga hið fyrsta og láti innrita sig. Unnt er að skrá sig í eina einingu eða fleiri. Fyrstu einingarnar eru ekki mjög erfiðar. Frekari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Alliance Francaise, Austurstræti 3 (gengið inn frá Ingólfstorgi) alla virka daga milli kl. 15 og 18. Hópþjálf- un gigt- veikra að hefjast HÓPÞJÁLFUN Gigtarfélags íslands hefst 9. september nk. Boðið er upp á tvær nýj- ungar. Þar má fyrst nefna kínverska leikfimi sem er ró- leg leikfimi með hreyfingum og teygjum fyrir allan líkam- ann. Hún er sérstaklega ætl- uð fólki með vandamál í liða- mótum, hálsi og baki. í öðru lagi er það alhliða líkams- þjálfun þar sem bæði er æft úti og inni. Þar er boðið upp á púls- og blóðþrýstingsmæl- ingar. Hópurinn er ætlaður þeim sem ekki eru mjög slæmir og þola meira álag. Áfram er boðið upp á vefjag- igtarhópa, létta leikfimi fyrir fólk með iktsýki, slitgigt og aðra gigtsjúkdóma, hryggikt- arhóp og vatnsleikfimi. Skráning og nánari upplýs- ingar eru á skrifstofu GÍ, Ármúla 5. Norræna eldfjailastöðin Mikil aðsókn vísinda- manna að sumarskóla NORRÆNA eldijallastöðin hélt dagana 23.-31. ágúst alþjóðlegan sumarskóla að Kirkjubæjar- klaustri. Sumarskólar stofnunar- innar gegna því hlutverki að fræða unga vísindamenn um stöðu þess sérsviðs, sem velst til umfjöllunar hverju sinni. Skólinn að Kirkjubæjarklaustri fjallaði um jarðskorpu úthafanna og ófíólíta, en ófíólít er forn úthafs- skorpa sem skarast á meginlands- brúninni við árekstur og sýnir gerð skorpunnar niður á mikið dýpi. Kennarar voru sérfræðingar á þessu sviði frá Frakklandi, Kýpur og Bandaríkjunum en nemendur voru ungir vísindamenn sem ýmist hafa lokið doktorsprófi eða eru í grennd við námslok. Nemendur komu frá Danmörku, Noregi, Sví- þjóð, Finnlandi, íslandi, Þýska- landi, Hollandi, Frakklandi, Spáni, Portúgal, Bretlandi og Austurríki auk tveggja gesta frá Kanada og Bandaríkjunum. Sumarskólar Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar fjalla um þau ferli í hegðun jarðar sem skipta sköpum til skilnings á hnattrænum um- hverfismálum. Efnisflutningur frá möttli jarðar í átt til yfirborðs myndar allt í senn, jarðskorpu, úthaf og andrúmsloft. Skilningur á slíku ofurferli setur skynsam- legri nýtingu náttúruauðlinda fræðilegar skorður. Hingað til hafa sumarskólar Norrænu eldfjallastöðvarinnar ver- ið kostaðir af Norrænu vísindaaka- demíunni (NorFa) en að þessu sinni var kostnaður greiddur sameigin- lega af NorFa og hliðstæðri stofn- un (TMR) innan Evrópubandalags- ins. Úr hópi 90 umsækjenda voru valdir 40, sem fá allan kostnað greiddan. Þar eð einungis norræn- ir og evrópskir umsækjendur eiga rétt til styrks, var ekki hægt að taka við umsækjendum frá öðrum heimshlutum. Af þessari ástæðu hefur Nor- ræna eldfjallastöðin verið beðin um að stofna til sumarskóla að ári sem verður væntanlega haldinn með styrk frá bandarískum vísinda- sjóði. Fjallað verður um jarð- skorpuhreyfíngar, eldvirkni og jarðhita á úthafshryggjum og tæknileg úrlausnarefni við lang- tímamælingar á miklu hafsdýpi. Sumarið 1998 er áætlað að efni sumarskólans verði loftslagsbreyt- ingar jarðar og niðurstöður rann- sókna á ískjörnum sem hafa náðst með borunum á Grænlandi og Suð- urskautslandi. Vonast er til að unnt verði að ná samvinnu milli Norðurlanda, Evrópubandalagsins og Bandaríkjanna til að fjármagna sumarskóla Norrænu eldljalla- stöðvarinnar í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.