Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Framkvæmdastjóri Alþjóðasamtaka barna- o g unglingaleikhúsa á Islandi Böm eiga að hafa að- gang að vandaðri list BÖRN og unglingar eiga að hafa aðgang að vandaðri list frá hendi frómra listamanna og þess vegna er brýnt að leggja rækt við samtök á borð við Alþjóðasamtök barna- og unglingaleikhúsa, ASSITEJ, að því er fram kemur í máli fram- kvæmdastjóra samtakanna, Dan- ans Michaels Ramlose, sem stadd- ur var hér á landi á dögunum til skrafs og ráðagerða með norrænu barnaleikhúsfólki. ASSITEJ var komið á fót árið 1965 og tilheyrir undirdeild Menn- ingarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Aðildar- ríkin eru orðin 63 talsins en í lögum samtakanna segir að einungis megi vera eitt ASSITEJ-leikhús í hveiju landi. Mark- mið ASSITEJ er að efla barna- og ungl- ingaleikhús og stuðla að samvinnu fólks sem við það starfar. Að sögn Ramlose hefur starf ASSITEJ skilað góðum árangri, einkum hin síðari ár, þótt erfitt sé að al- hæfa um barnaleik- hús í heiminum. „Ef við tökum Norður- löndin sem dæmi þá hafa umtalsverðar breytingar átt sér stað í barnaleikhúsi á síðastl- iðnum þijátíu árum. Nútímabarna- leikhús á Norðurlöndum er sprott- ið úr hugmyndafræði ungs fólks á sjöunda áratugnum og byggist á því að færa leikhúsið til barn- anna — meiri áhersla er lögð á sýningar í skólum en stórum leik- húsum, sem verka í mörgum til- fellum fráhrindandi á böm.“ Fjölbreytt efnisval Við þetta bætir framkvæmda- stjórinn að skilningur á mikilvægi fjölbreytts efnisvals í barnaleik- húsi hafi aukist. í eina tíð hafi hefðin ráðið ríkjum og þótt sígild ævintýraleikrit séu góðra gjalda verð sé víðsýni dyggð. „Viðhorf til efnisvals hefur gjörbreyst í seinni tíð og ég leyfi mér að full- yrða að ASSITEJ eigi þar dijúgan hlut að máli.“ Ramlose segir að samstarf Norðurlandanna á vettvangi ASS- ITEJ sé náið. Forsvarsmenn leik- húsanna hittist tvisvar til þrisvar á ári til að bera saman bækur sín- ar, auk þess sem þeir gangist reglulega fyrir leiklistarhátíðum og málþingum. Næsta hátíð verður í Danmörku á næsta ári en næsta málþing hefst í Svíþjóð í þessari viku. Arið 1998 verður málþing norrænu ASSITEJ-leikhúsanna haldið í Reykjavík. Ramlose hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ASSITEJ und- anfarin sex ár en hyggst láta stað- ar numið á heimsþingi samtak- anna í Rússlandi í október. „í sam- tökum á borð við ASSITEJ er nauðsynlegt að skipta um forystu með reglulegu millibili. Vonandi verðum við Norðurlandabúar þó áfram áhrifamiklir í samtökunum en við stefnum að því að fá tvo menn kjörna í framkvæmdastjórn á þinginu, eða jafnmarga og við eigum í núverandi stjórn.“ Opnari samtök Ramlose dregur sig sáttur i hlé — mörgu hafí verið snúið til betri vegar í framkvæmdastjóratíð hans. „Það sem stendur uppúr er að okkur hefur, á þessum sex árum, tekist að gera ASSITEJ að mun opnari samtökum en þau voru. Upplýsingaflæði hefur auk- ist og við höfum með markvissum hætti reynt að leiða barnaleikhús- fólk saman. Samstarf og heim- sóknir eru venjulega vísir á nýjar hugmyndir sem skila heiminum tvímælalaust betra barnaleikhúsi," segir hann og bætir við að áður fyrr hafí starf ASSITEJ svo til eingöngu verið bundið við Evrópu. „Á undanförnum árum höfum við hins vegar kostað kapps um að virkja fleiri lönd, einkum þróunar- löndin, með góðum árangri. Þá er okkur í mun að ná til ríkja Austur-Evrópu en list á víða undir högg að sækja þar um slóðir eftir að kommúnism- inn leið undir lok.“ En þótt ASSITEJ hafi komið miklu til leiðar segir Ramlose samtökin enn eiga mikið verk fyrir hönd- um. „Það er enn fjöldi ríkja utan samtak- anna og til þeirra vilj- um við vitaskuld ná. Þá er barnaleikhúsið hvarvetna í skugga leikhúss fyrir fullorðna, sem fólk setur ósjálfrátt skör ofar. Endurspeglast þetta í fjárveitingum — mun minna kem- ur í hlut leikhúsa sem sérhæfa sig í sýningum fyrir börn og unglinga. Skýtur þetta að mínu mati skökku við því stór hluti mannkyns er börn.“ Ramlose segir að langtíma- markmið ASSITEJ sé að beita áhrifum sínum til að auka skilning stjórnvalda í heimalöndum aðildar- leikhúsanna á mikilvægi barna- leikhússins. „Auðvitað er óraun- hæft að ætla sér að hafa áhrif á stjórnvöld í öllum aðildarlöndum ASSITEJ, þótt það væri okkur ekki á móti skapi, en það sakar ekki að reyna — öðruvísi næst ekki árangur.“ Morgunblaðið/Golli DANINN Michael Ramlese, framkvæmdastjóri AI- þjóðasamtaka barna- og unglingaleikhúsa, ASSITEJ, segir að umtalsverðar breytingar hafi átt sér stað í barnaleikhúsi á síðastliðnum þrjátíu árum. Landið o g minningabrot MYNPLIST Stöölakot MÁLVERK Hrefna Lárusdóttir. Opið kl. 14-18 alla dagatil 8. september; aðgangur ókeypis. „RÖMM er sú taug . . .“ segir máltækið og sannast aftur og aft- ur í listinni sem íslendingar búsett- ir erlendis eru að fást við. Hrefna Lárusdóttir hefur búið í Lúxem- borg og Belgíu í meira en aldar- fjórðung en þrátt fyrir það eru myndefnin sem sækja á hana fyrst og fremst frá íslandi; þetta sést bæði í þeim verkum hennar sem helgast landinu sem og þar sem fólk kemur inn í fletina. Hrefna hélt sýningu á vatnslita- myndum sínum á sama stað fyrir réttum tveimur árum, en þar var hún einkum að fást við landið sjálft. Að þessu sinni sýnir hún myndir unnar með akrýllitum og enn er það landið sem á hug henn- ar þó að manneskjan komi inn í margar myndanna sem veigamik- ill þáttur. Eins og á síðustu sýningu henn- ar ber mest á smáum myndum og að þessu sinni er almennt gott samræmi milli stærðar flatarins og þess efnis sem þar er tekið til meðferðar. Eins og í raun hæfir öllu listafólki byijar Hrefna hér á að játa vanmátt sinn gagnvart viðfangsefninu þar sem náttúran er annars vegar („Öll byijun er erfið“, nr. 1). En ólíkt því sem er raunin um marga þá sem sjá land- ið í móðu minninganna eða birtu stuttra heimsókna hefur Hrefna hér fest á léreft ýmislegt sem oft- ar er litið fram hjá — dimmbláan sorta sjávarins, gráma sandanna og kuldalegan himininn, eins og t.d. sést í „Dálítill kaldi“ (nr. 7). Meðal smæstu verkanna getur einnig að líta nokkur minningabrot þar sem æskan kemur fram í ein- földum og skýrum ímyndum, sem flestir ættu að geta þekkt sig í, eins og t.d. í myndum nr. 3, 4 og 15. Það er saklaus gleði í þessum verkum sem skilar sér vel til áhorf- andans. Meginhluti þeirra rúmlega þrjá- tíu verka sem Hrefna sýnir hér eru litlir fletir sem þó eru vel mótaðir og byggðir upp. í nokkr- um stærri verkum hefur einnig haldist gott samræmi og þar kem- ur landið fram í nokkuð öðru ljósi. Lómagnúpur logar í aftanskininu (nr. 14) í allri sinni hæð og fjalls- hlíðin há og ógnandi yfír björtum kirkjustaðnum (nr. 13) er góð áminning um að þrátt fyrir allt er þjóðin háð umhverfi sínu um afkomu sína, andlega jafnt sem líkamlega; það kann að vera langt í hjálpina, ef náttúran snýst gegn manninum. Hér er á ferðinni einlæg sýning, sem fer vel í hinu vinalega rými sem Stöðlakot býður upp á. Eiríkur Þorláksson SUNGIÐ á torginu í Trier. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Alltaf verið að syngja við ölltækifæri Selfossi.Morgunblaðið. KÓR Fjölbrauta- skóla Suður- lands fór í söng- ferð til Þýska- lands á liðnu sumri og fékk góðar viðtökur hvar sem hann kom fram. Vetr- arstarf kórsins er að byija, en á síðasta ári störf- uðu um 60 nem- endur í kórnum undir stjórn Jóns Inga Sigur- mundssonar. Húsfyllir á öllum tónleikum í söng- ferðalaginu til Þýskalands söng kórinn á nokkrum skipulögðum tónleikum, í Prum, Eislingen, Heidenheim, Kieferfelden og í Munchen. Auk þess var sungið við ótal tækifæri, á torgum og víðar. „Það var alltaf verið að syngja, við öll tækifæri sem gáfust,“ sagði Jón Ingi Sigurmundsson sljórnandi kórsins. Ekki var selt inn á tónleikana en viðhöfð samskot á eftir og rann féð til öldrunarmála og barnaheimila á staðnum. Sem laun fyrir sönginn fékk kórinn fría gistingu á hveijum stað. Tónleikarnir voru vel sóttir og móttökur góðar. f Kiefersfelden söng kórinn til dæmis fyrir troðfullri stórri kirkju. „Við urðum vör við mikinn áhuga á kórnum og tónleikunum og greinilegt að fólk kunni vel að meta það sem við vorum með,“ sagði Jón Ingi, stjórnandi kórsins. Stórkostleg ferð fyrir unglingana „Það er stórkostlegt fyrir krakkana að fara í svona ferð og þetta lyftir starfinu. Þau sjá tilgang í því sem verið er að gera og svo er þetta heilmikil viðurkenning á okkar starfi, bæði viðtök- urnar og svo frá öllum þeim sem studdu okkur til fararinnar, einstaklingum fyrirtækjum og sveitarfélögum. Við höfum fengið mörg boð um að koma og syngja, frá ýmsum aðilum ytra sem fylgdust með tónleikunum og Iásu um þá í staðar- og héraðsblöðum en þau gerðu þessu mjög góð skil. Svo er það auðvitað stórkostlegt fyrir kórinn að hafa öfluga sveit manna til að leggja starfinu lið en Ásmundur Sverrir Pálsson, Þór Vigfússon og Ingi S. Ingason störfuðu með okkur að undirbúningi fararinnar og voru með í för. Þór sá til dæmis um að kynna Iögin og kórinn á tónleikunum sem var ómissandi þáttur og gerði góða lukku,“ sagði Jón Ingi. Mikið menningarstarf ungs fólks Jón Ingi segir mikinn áhuga fyrir kórnum og ekki hægt að hleypa öllum að sem vilja vera með. Gott félagsstarf er í kringum kórinn sem þjappar hópnum saman og gefur góða samkennd sem Jón Ingi segir að sé mikilvægur þáttur. „Þetta er mikið menningarstarf sem unglingarnir leggja af mörkum og það er þess virði að gefa því gaum og það er mjög gaman að finna ánægjuna hjá krökkunum yfir góðum árangri í lok hverrar æfingar eða tónleika," sagði Jón Ingi Sigurmundsson, sljórnandi Kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. JÓN Ingi Sigurmundsson, kórstjóri, með úrklippur og myndamöppu eftir tón- leikana í Þýskalandi en það er liður í undirbúningnum fyrir vetrarstarfið. Gallerí Kvennalistans SAMTÖK um kvennalista hafa nú flutt í nýtt húsnæði að Austurstræti 16, þriðja hæð (gengið inn frá Póst- hússtræti). Sett hefur verið á lag- girnar gallerí í húsnæði samtakanna þar sem listakonum gefst tækifæri til að setja upp sýningar, en skrif- stofan er opin virka daga kl. 14-18. Sú sem fyrst sýnir í nýja húsnæðinu er Ragnheiður Ragnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.