Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Glæstur leir og niarmari MYNPLIST Gallcrí Cmbra LEIRLIST OG HÖGG- MYNDIR Samsýning. Opið þriðjud. — laugard. kl. 13-18 ogsunnud. kl. 14—18 til 11. september; aðgangur ókeypis. Á ÁTTUNDA áratugnum ráku hjónin Gestur Þorgrímsson og Sig- rún Guðjónsdóttir saman vinnu- stofu á heimilí sínu í Laugarásnum í Reykjavík þar sem þau héldu einn- ig nokkrar sýningar. Guðný Magn- úsdóttir kom til starfa hjá þeim á árunum 1976-80 og með henni urðu vinnustofusýningarnar að fjöl- þættum samsýningum sem áttu örugglega sinn þátt í að þoka ís- lenskri leirlist fram á veg meðal almennings. Nú hafa þessir þremenningar tekið saman höndum á ný í sýningu í Gallerí Úmbru sem Guðný rekur. Hér er það ekki lengur leirinn einn sem ríkir, heldur leggur hvert þeirra fram sinn sjálfstæða skerf í heiid sýningarinnar; Guðný sýnir voldug- ar skálar úr steinleir, Gestur högg- myndir unnar úr norskum marm- ara, og Rúna handmálaðar stein- leirsflísar, en nær öll hafa þessi verk verið unnin á þessu ári. Gestur hefur undangengin ár lagt sífellt meiri áherslu á steininn sem hráefni í höggmyndum sínum og gjarna leitað eftir litríkum marmara þar sem æðar hans og litataumar hafa ekki síður átt þátt í að móta hið endanlega verk en þau form sem listamaðurinn hefur sjálfur gefið þeim. Hér sýnir hann þrjár höggmyndir af þessu tagi þar sem marmarinn nýtur sín á ólíka vegu. í höggmyndinni „Ris“ er út- koman fágað og rismikið verk þar sem bleikur liturinn á mikinn þátt í að skapa þá mýkt, sem verkið býr yfir, en í „Tengsl" er formið sjálft hið ráðandi afl; „Samruni" er síðan unnið mun grófar en hin verkin, og þannig koma kostir ólíkra vinnu- bragða vel fram í þessum þremur verkum. Rúna hefur hin síðari ár gert mikið að því að mála á japanskan pappír annars vegar og steinleirs- flísar hins vegar; þessi ólíku form hafa reynst ágætir miðlar fyrir þá draumkenndu myndsýn, sem hún hefur lengi fengist við. Hér líður landið áfram fyrir augum áhorfand- ans og í sumum verkanna koma dísir og smáfuglar fram líkt og til að minna á þá mildi sem viðfangs- efnið byggist á. Þessi verk nefnir Rúna „Kvöldljóð að hausti“, og má segja að litaspjaldið markist af því sumri, sem tekið er að hníga til roða haustsins. Hver mynd stendur sjálfstæð sem fullbúið myndverk, eins og t.d. nr. 15, en er þó um leið hluti þeirrar heildar sem lista- konan er að bregða upp fyrir áhorf- endur. Guðný hefur um langt skeið ver- ið í fremstu sveit leirlistarfólks hér á landi og verk hennar hér eru góð staðfesting þess að skapandi lista- menn takast ótrauðir á við nýjar vinnuaðferðir. Verk sín hér nefnir hún sameiginlega „Skálar á Sand- skeiði“. Hér er um að ræða gripi sem eru unnir með mismunandi lit- um leir sem er felldur saman með líflegum samsetningum í mynstri og skreytingu í hverju tilfelli fyrir sig, þar sem verkið er margbrennt til að ná fram æskilegri áferð og gljáa á hvern hluta fyrir sig. Það er iðandi líf í þessum veigamiklu skálum sem byggjast á mikilli reynslu listakonunnar á þessu sviði. Gallerí Úmbra býður ekki upp á mikið sýningarpláss en hér nýtist það vel til að sýna fram á sjálfstæð vinnubrögð þriggja verðugra lista- manna; hér er á ferðinni augna- konfekt sem listunnendum er bent á að njóta sem best. Eiríkur Þorláksson Morgunblaðið/Golli GUÐNÝ Magnúsdóttir: Skál á Sandskeiði. •LISTAVERK úr eigu Georg Brandes, eins forvígismanna raunsæisstefnunnar á Norður- löndum á siðustu öld, verða boðn- ir upp í Kaupmannahöfn á næst- unni. Munirnir eru úr eigu barna- barns Brandes og kennir það ýmissa grasa. Nokkrar port- rettmyndir af Brandes eru þar á meðal, nefna má myndir Kroy- ers og Michaels Ankers sem þeir máluðu þegar Brandes dvaldi með fjölskyldu sinni á Skagen á Jótlandi. Talið er að hæst verð fáist fyrir mál- verk Kroyers af Brandes, en það er metið á allt að 75.000 danskar kr., tæplega 800.000 íslenskar. Þá gefur málverkaeign Brandes mönnum nokkuð skýra mynd af því hvaða málarar voru í uppá- haldi hjá honum en margir þeirra gáfu honum verk. Þeirra á meðal var Þjóðverjinn Max Klinger og Holger Drachmann auk Kroyers og Ankers. •DANSKA tónskáldið Vagn Holmboe lést á sunnudag, 86 ára að aldri. Hann var í hópi merk- ustu nútímatón- skálda Dana og oft talinn arftaki Carls Nielsens. Framan af voru verk Holmboe með klassísku yf- irbragði en eftir 1950 hóf hann að beita nútíma- legri tækni við tónsmíðarnar. Hann var m.a. undir áhrifum frá ungverska tón- skáldinu Béla Bartok og rúm- enskri þjóðlagatónlist, sem hann kynnti sér á fjórða áratugnum. Holmboe var afkastamikið tón- skáld og eftir hann liggja um 350 tónsmíðar. Meðal verka hans eru tíu sinfóníur, ýmis önnur hljóm- sveitarverk, óperan „Lave og Jon“ sem samin var 1948, ballett- inn „Den galsindede tyrk“ frá 1944, kammertónlist, strengja- kvartettar og kórverk. •BRÉF sem danska ævintýra- skáldið H.C. Andersen skrifaði til nýgifts vinar, kom nýlega í leit- irnar i skjala- safni háskólans i Oðinsvéum, heimaborg And- ersen. Bréfið er skrifað í júní 1859 til vinar skáldsins sem var ritstjóri. „Kæri og ham- ingjusami kvænti maður! Ég hefði skrifað fyrr en svo taldi ég að nýgift hjón kysu fremur að fá að vera í friði en að vera trufluð af heimsókn uppáþrengjandi bréf- dúfu,“ eru upphafsorð bréfsins sem er fjögurra síðna langt. H.C. Andersen samdi yfir 150 ævintýri og skrifaði þúsundir bréfa á langri ævi, en hann varð sjötugur. Tónlistardagar Neðra-Saxlands Frumfhitt nýtt verk eftir Atla Heimi FJÓRIR íslenskir tónlistarmenn koma fram á tónlistardögum Neðra- Saxlands sem haldnir verða í tíunda skipti dagana 1. til 29. september. Að þessu sinni verður lögð höfuð- áhersla á tónlist frá Skandinavíu og Finnlandi. Tónleikarnir, sem íslendingarnir halda, nefnast Ferð til Islands, en á þeim munu leika Hrólfur Vagnsson, harmonikkuleikari, Sólveig Braga- dóttir, sópran, Una Sveinbjarnardótt- ir, fiðluleikari, og Þórarinn Stefáns- son, píanóleikari. Þau munu aðallega leika íslensk verk, meðal annars nýtt verk sem Atli Heimir Sveinsson samdi sérstaklega fyrir hópinn. Einn- ig verða flutt verk eftir Sigvalda Kaldalóns, Karl O. Runólfsson, Hafl- iða Hallgrímsson, Jón Leifs, Svein- björn Sveinbjörnsson og Jón Nordal. Á efnisskránni verða auk þess verk eftir Grieg og Mozart. Einsöngstónleik- ar Huldu Bjarkar HULDA Björk Garðarsdóttir sópran og Iwona Jagla píanóleikari halda einsöngstónleika í Norræna húsinu í Reykjavík, fimmtudags- kvöldið 5. sept- ember nk. kl. 20.30. Á efnisskránni eru íslensk söng- lög eftir Karl O. Runólfsson, er- lendir Ijóða- söngvar, þar á meðal Sígauna- ljóð op. 55 eftir Dvorák og ljóð eftir Schubert, Richard Strauss og Fauré. Ennfremur aríur úr óper- um, wm.a. vals Júlíu úr Rómeo og Júlíu eftir Gounod og aría Mimi úr La Bohéme eftir Puccini. Hulda Björk er fædd á Akureyri. Hún tók í vor burtfararpróf frá Söng- skólanum í Reykjavík undir hand- leiðslu Þuríðar Pálsdóttur söngkenn- ara og Iwonu Jagla píanóleikara. Tónieikarnir eru lokaáfangi prófsins. Hulda Björk fór með hlutverk Maríu Magdalenu í uppfærslu Frey- vangsleikhússins á Jesus Christ Su- perstar, og hlutverk Mistress í Evítu í Sjallanum á Akureyri. Hún hefur og sungið í Kór íslensku óperunnar og komið fram á vegum Söngskólans við ýmis tækifæri. Hún hefur þegar staðist inntöku- próf í Listaháskólann í Berlín og hefur þar nám nú í september. I framhaldi af prófi Huldu sl. vor var henni boðið að sækja um styrk til framhaldsnáms á vegum The Assoc- iated Board of the Royal Schools of Music frá hausti 1997. Iwona Jagla píanóleikari er af pólskum ættum. Hún hefur verið búsett hér á landi sl. sex ár og kenn- ir við Söngskólann í Reykjavík. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Hulda Björk Garðarsdóttir Astarsögur úr saumaklúbbi KVIKMYNDIR Háskólabíó HUNANGSFLUGURNAR „HOW TO MAKE AN AMERICAN QUILT" ★ ★ Leikstjóri: Jocelyn Moorhouse. Handrit: Jane Anderson eftir sam- nefndri sögu Whitney Otto. Kvik- myndataka: Janusz Kaminski. Aðal- hlutverk: Winona Rider, Dermot Mulroney, Ellen Burstyn, Anne Ban- croft, Alfre Woodard, Samantha Matis, Kate Nelligan, Jean Simmons og Rip Tom. Paramount 1996. SVOKALLAÐAR kvennamyndir hafa mjög orðið áberandi í Hollywood hin síðari ár og vakið athygli og umræður. Þær eru ansi misjafnar að gæðum en eiga það sameiginlegt að fjalla um konur og vera gerðar af konum. Hunangsflugurnar eða „How to Make An American Quilt“ er á ýmsan hátt dæmigerð fyrir þess- ar myndir. Margar þekktar leikkonur koma fram í henni og hún fjallar um stóran hóp vinkvenna og skyldmenna og hún gerir hvað hún getur til að flokkast sem væmin klútamynd. í miðpunkti er saumaklúbbur sem hist hefur árum saman við bútasaum og saumað örlög sín í falleg teppi og uppbygging myndarinnar er í stíl bútasaumsins, margar sögur eru sagðar sem tengjast innbyrðis. Þetta eru lífsreynslusögur úr fortíðinni sem fjalla allar um ástina í sínum ólíkustu myndum, um ónýt hjóna- bönd, framhjáhald, skilnaði, vináttu og samhygð kvennanna í gegnum langt tímabil og þetta eru dæmisög- ur fyrir eitt af barnabörnunum, sem komið er í heimsókn og. veit ekki hvernig á að haga framtíð sinni. Margt er vel gert í myndinni en frásagnarhátturinn hefur bæði kosti og galla. Þegar segja þarf margar sögur í einu verður að fara fljótt yfir atburðarásina. Þannig verður yfirferðin mikil en lítill tími gefst til að kafa ofan í hlutina. Sögurnar renna hjá ein af annarri en hvergi er hægt að staldra við og skoða og hugleiða. Bútarnir eru of smáir og þótt leikstjóranum, Jocelyn Moore- house, takist að ýmsu leyti að sauma úr þeim heildstæða mynd með sam- líkinguna við bútasauminn í huga nær hún ekki að snerta mann sem skyldi. Besta sagan og sú sannasta íjallar um ungu dýfingakonuna er einangraðist sem eiginkona eftir stutt en rómantískt ástarævintýri og varð með árunum skapstirða gribban í Ijölskyldunni af því henni fannst hún hafa misst af lífinu. Maður hefði viljað fá að vita meira um hana. Aðrar sögur hafa ekki eins mikið erindi. Myndin er full af ágætum húmor og leikkonurnar standa flestar fyrir sínu og mjúk birtan í myndatöku Janusz Kaminskis hæfir söguefninu. Kannski slappasta sagan sé sú sem gerist í núinu og er um barnabarnið, vandræðalega leikið af Winonu Ryd- er. Hún á að vera 26 ára að ljúka háskólanámi en Ryder leikur hana eins og hún sé 14 ára stelpa. Það er eins og hún hafi aldrei séð karl- mann fyrr þegar ungur maður sýnir henni áhuga. Skemmtilegust er Ellen Burstyn og ekki í fyrsta skipti. Hér er á ferðinni brokkgeng mynd, fín á pörtum en svo missir hún damp- inn. Köflótt heitir það líklega á máli bútasaumsins. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.