Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 35 einnig kominn með viðamikla inn- flutningsverslun. Síðustu 10 árin hefur Birgir Ellert, sonur þeirra, unnið við verslunina og axlað þar sívaxandi ábyrgð. Ég sagði að Biggi hefði alltaf lagt áherslu á lágt vöruverð. Ég held reyndar að hann hafi haft einstak- lega sanngjarnt viðhorf til sinna við- skiptavina og ekki síður til starfs- fólksins, sem starfaði að verslunar- rekstri þeirra hjóna, enda heiðarleg- ur og hreinskiptinn í hvívetna. Biggi eignaðist hlut í Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði fyrir hátt í 30 árum. Þar reisti hann sumarbú- stað og þar naut hann dvalarinnar frá skarkala heimsins. Hann átti trillu alla tíð, naut þess að fara á skak eða draga nokkra silunga í fjör- unni. Þangað var gaman að koma og njóta með honum lífsins. Hann var alltaf jafn góður heim að sækja, hvort heldur það var í Dalalandinu í Fossvoginum eða norður á Reykj- um. Skopskyni hans var viðbrugðið, skapið alltaf létt og viðmótið leiftr- andi. Að vísu svolítið kaldhæðinn með köflum og því var öllum ekki alltaf ljóst hvort Biggi var að tala í gríni eða alvöru. Þeir sem þekktu hann vissu þó betur. Það eru engar ýkjur að hann var hrókur alls fagn- aðar hvar sem hann var í samkvæm- um. Átti þá gjarnan til að gefa sig að þeim sem héldu sig til hlés, gaf þeim tækifæri til að gleðjast með. Biggi öðlaðist mikla þekkingu inn- an viðskiptalífsins og hafði mjög næma tiifinningu fyrir hvar mörkin lágu milli þess mögulega og ómögu- lega. Margir gerðu sér grein fyrir þessu, bæði innan fjölskyldunnar og utan og leituðu ráðlegginga hjá hon- um. Hann reyndist mörgum ráðholl- ur. Það eru því margir sem missa mikils við fráfall Bigga, þótt sárast- ur sé missirinn fyrir Siggu, Rut móður hans og börnin. Hans verður hvarvetna sárt saknað. Fyrir hönd okkar hjónanna, barna okkar, Soffíu móður minnar og systkina votta ég Sigríði systur minni, börnum hennar og barna- börnum, Rut móður Birgis og öðrum nákomnum, okkar dýpstu samúð og flytjum Birgi hjartans þakklæti fyrir öll árin sem við áttum saman. Minning Birgis mun lengi lifa. Gísli G. Auðunsson. Þegar sest er niður til að minnast Birgis, er það fyrsta sem í hugann kemur greiðvikni hans og umburðar- lyndi, en það voru eiginleikar sem vinir og ættingjar gátu ávallt treyst. Er við komum heim úr fríi í byij- un júní voru fyrstu fréttirnar sem við fengum að Birgir væri kominn með alvarlegan sjúkdóm og ætti að leggjast inn á sjúkrahús í aðgerð. Engan óraði fyrir því þá hvað enda- lokin voru skammt undan. Við fórum í heimsókn í Dalalandið rétt áður en hann var lagður inn. Sú kvöld- stund verður okkur lengi minnisstæð og ekki lét Birgir á sér finna að við alvarlegan sjúkdóm væri að glíma. Eins og alltaf voru samræðurnar um heima og geima, en mest þó um ferðina sem við vorum nýkomin úr og vorum við þess fullviss að þau Sigga ættu eftir að fara um þær slóðir líka. Það er mjög stórt skarð höggvið í fjölskyldu okkar við frá- fall Birgis. Alls staðar þar sem hann var staddur var hann hrókur alls fagnaðar og líflegar umræður og kímni hans nutu sín vel. Við eigum eftir að sakna þess mikið að eiga ekki fleiri samverustundir með hon- um í Dalalandinu, sumarbústaðnum og alls staðar þar sem stórfjölskyld- an kemur saman. Elsku Sigga mín, við vitum að þetta hefur verið þér og börnum þínum mjög erfíður tími, en vonandi færð þú huggun og styrk í öllum þeim góðu minningum frá þeim tíma sem þið áttuð saman. Kristín og Hafsteinn. Frændi minn og vinur, Birgir Hall- dórsson, er látinn. Hann varð tæpra 59 ára og fullur af starfsorku og lífsþrótti þegar sá sjúkdómur var greindur, sem síðan dró hann til dauða á aðeins þremur mánuðum. Það er hörmulegt þegar maður á góðum aldri er þannig skyndilega hriflnn burt frá ástvinum sínum. Við Birgir vorum systkinasynir. Faðir hans, Halldór Þorsteinsson, var bróðir móður minnar. Þau systkini höfðu bæði flust með mökum sínum á Akranes og bjuggu þar lengst af sínum búskap. Mikill samgangur var milli fjölskyldna okkar og þess vegna man ég eftir Birgi frá ungum aldri. Við urðum hins vegar engir sérstakir félagar á þessum árum, enda var hann tveimur árum yngri en ég, sem á þeim aldri er ekki svo lítið. Það orð fór af frænda mínum að hann væri fyrirferðarmikill eins og kailað var og uppátækjasamur. Hann var með öðrum orðum óvenju tápmik- ill ungur sveinn, sem með árunum þroskaðist í þann ósérhlífna og hug- myndaríka dugnaðarfork sem hann aila tíð var. Fjaran og höfnin var eðlilegt leik- svæði stráka á Akranesi á þessum tíma. Sumir létu ekki þar við sitja og vöndu komur sína í beitninga- skúrana, vinguðust við sjómennina, fengu að hjálpa til og komu sér jafn- vel upp „stubb“. Birgir var einn þeirra og hefur það vafalaust átt sinn þátt í að hann 'fann sér fyrst starfsvett- vang tengdan sjónum, hjá Hafrann- sóknastofnun. I starfí sínu þar við hagnýtar rannsóknir öðlaðist hann mikla þekkingu á lífríki sjávar. Æ síðan, og löngu eftir að hann hafði snúið sér að verslun, hafði hann mik- inn áhuga á sjávarútvegsmálum og ákveðnar hugmyndir um hvemig skynsamlega mætti nýta auðævi sjávarins. Eftir uppvaxtarárin á Akranesi skildust leiðir okkar Birgis í nokkur ár. Undantekning var veturinn sem við vorum samtímis á Laugarvatni, en sá vetur færði honum mestu gæfu í lífinu er hann kynntist Sigríði Auð- unsdóttur, sem síðan varð eiginkona hans. Á ný lágu leiðir okkar Birgis sam- an er við byijuðum búskap okkar, hvor í sinni blokkinni í Fellsmúlanum í Reykjavík. Fljótlega rifjuðum við upp gamlan kunningsskap og varð smám saman úr traust vinátta - enda var nú aldursmunurinn horfinn. Það var létt að vingast við Birgi. Sinn þátt í því átti að hann var sér- lega hjálpfús, sem á frumbýlisárum mínum kom sér vel, en meiru mun þó hafa ráðið hversu gott var að vera í návist hans. Hann var glaðvær, skarpur og laus við alla væmni, kunni vel að segja frá og sjá fleti á málum sem ekki blöstu við öllum. í nokkur ár voru fjölskyldur okkar saman með hesta í hesthúsi. Á þeim tíma vorum við mikið saman við umhirðu hestanna og í útreiðartúrum, en á síðustu árum höfum við Birgir einkum hist í fjölskylduboðum eins og gengur. Þar fyrir utan var komið upp í vana að ég liti til þeirra hjóna í kvöldkaffi öðru hvoru. Þá var rætt um gamla, góða daga og um daginn og veginn. Stundum um stjómmál, en Birgir hafði mikinn áhuga á þjóð- málum, þótt hann sinnti þeim ekki opinberlega, nema þegar hann gekk í raðir Bandalags jafnaðarmanna, en fyrir þann flokk vann hann ötullega og gegndi trúnaðarstörfum. Fastur liður var að hann fræddi mig um sjávarútvegsmál og marga vitleysuna sem þar viðgengst. Oft reyndi hann líka að færa til betri vegar gamal- dags hugmyndir mínar um nútíma verslunarhætti. Þessir fundir verða nú ekki fleiri, en minningin um þær og góðan frænda minn lifir. Eiginkonu Birgis, börnum og barnabörnum, bróður hans og ald- urhniginni móður votta ég innilega samúð mína. Ormar Þór Guðmundsson. Fyrstu kynni mín af Birgi Hall- dórssyni urðu haustið 1955 þegar hann spurðist fyrir um starf sem þá var laust við Hafrannsóknastofn- unina, sem þá nefndist Fiskideild atvinnudeildar Háskólans. Þetta starf var við sjórannsóknir sem ég veitti þá forstöðu. Ég man hvað mér leist strax vel á þennan unga mann sem þó var aðeins tæplega 18 ára. Hann var hressilegur, hispurslaus og bauð af sér góðan þokka. Ég ákvað þegar í stað að ráða hann og þeirrar ákvörð- unar hef ég aldrei iðrast. Birgir reyndist framúrskarandi starfsmað- ur, laghentur, röskur en þó vandvirk- ur, áreiðanlegur og traustur, og var hann mjög fljótur að setja sig inn í ný verkefni. Birgir var ágætlega gef- inn, skýr í hugsun og vel ritfær. Við Birgir unnum saman meira eða minna í nærfellt tvo áratugi og bar aldrei skugga á samskipti okkar. Við áttum margar ánægjustundir saman og urðum góðir vinir. Sú vinátta hélst meðan hann lifði enda þótt við hitt- umst sjaldnar er hann fór til annarra starfa. Birgir var rausnarlegur maður og afar gott að leita til hans. Ég á honum mikið að þakka fyrir margs konar persónulega greiðasemi. Þá sá hann um ýmis atriði fýrir okkur konu mína þegar við vorum erlendis. Birgir var skapgóður og dagfars- prúður maður. Hann var skemmtileg- ur, hafði mjög gott skopskyn, var glettinn og gat verið stríðinn, jafnvel eilítið kaldhæðinn, en þó aldrei á særandi hátt. Hann var seinþreyttur til reiði en lét þó engan vaða yfír sig. Hann var heiðarlegur og hafði mikla réttlætiskennd. Það kom því ekki á óvart að hann var um skeið trúnaðarmaður starfsfólks á Ha- frannsóknastofnun. Það má með sanni segja að Birgir hafí verið gæfumaður í lífi og starfi. Hann var vinsæll og gat sér alls stað- ar gott orð þegar hann vann hjá öðrum, bæði meðal yfirmanna og samstarfsmanna, og í eigin atvinnu- rekstri hygg ég að honum hafí farn- ast mjög vel. Hann eignaðist góða konu, mannvænleg börn og gott heimili. Þótt hann væri lítið gefinn fyrir að hrósa sjálfum sér eða sínum fór samt ekki milli mála að hann var stoltur af börnum sínum og hafði gilda ástæðu til þess. Hann var góð- ur heimilisfaðir. Hjónaband þeirra Birgis og Sigríðar var farsælt og ástríkt. Þau voru mjög samrýnd og hefur dóttir þeirra tjáð mér að hún minnist þess ekki að þau hafi nokkru sinni verið ósátt og aldrei kveðst hún hafa heyrt þau deila. Það segir sína sögu að þegar hún gekk í hjónaband fyrir hálfu öðru ári valdi hún sem giftingardag brúðkaupsdag foreldra sinna. Af myndarskap kom Birgir sér upp fallegu sumarhúsi á yndislegum stað að Reykjum í Skagafírði gegnt Drangey. Þar heimsóttum við kona mín þau hjón og tvo syni þeirra falleg- an sumardag fyrir nokkrum árum og gistum þar í góðu yfirlæti. Birgir sagði mér að þar þætti þeim gott að slaka á og hvíla sig eftir erilsöm störf. Ávallt síðan þegar ég fer um Skaga- fjörð og lít Drangey, verður mér hugsað til Birgis vinar míns. Seinast hitti ég hann á sl. vori í Kringlunni. Hann var hress að vanda og bauð mér í kaffi og kökur. Ekki grunaði mig þá að það yrði okkar seinasti fundur. Ég mun ávallt minnast Birgis með þakklæti og söknuði. Ég sendi Sig- ríði, konu hans, bömum þeirra, Soff- íu Auði, Halldóri, Birgi og Ægi, og aldaðri móður hans, heiðurskonunni Rut, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Unnsteinn Stefánsson. Þegar konan mín kom og spurði, Konni, vissirðu að hann Birgir í „Bús og Gjaf“, er dáinn, þá trúði ég henni varla. Ég hafði ekki hugmynd um að þú hefðir verið veikur, kæri vin- ur. Þú varst lítið fyrir það að bera vandamál þín á torg. Og þó ég viti fyrir víst að dauðinn er ekki endir neins heldur upphaf, ef eitthvað er, þá breytir hann þó því að við sem eftir erum héma fáum ekki að njóta samvistanna við þig á næstunni og ég sakna þess. Eg sakna þess að geta ekki lengur labbað inn í búðina til þín, séð brosið og leitað þeirra góðu ráða sem þú varst svo birgur af og óspar á að veita. Ég veit ekki hvort þú vissir hversu mikla virðingu ég bar fyrir þér, kæri Birgir, þú varst mér fyrirmynd um margt. En hitt veit ég að hver sá sem búinn er jafn miklum mannkostum og þig prýddu á von á veglegum móttökum hinum megin. Farðu í friði, kæri vinur, og þakka þér fyrir allt sem við höfum brallað þessi tuttugu ár síðan við kynnt- umst. Sigríði, bömunum og öðrum aðstandendum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Konráð Eyjólfsson. + Móðir okkar, MARGRÉT THORS HALLGRÍMSSON, lést í Landspítalanum 2. september. Þóra Hallgrímsson, Elfna Hallgrímsson. t ALBERT STEFÁNSSON, Brimnesi, Fáskrúðsfirði, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað þann 28. ágúst sl. Útför hans fer fram frá Kolfreyjustaðarkirkju fimmtudaginn 5. september kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Albert Eiriksson. + Móðir okkar, tengdamóðir, föðursystir og amma, JÓNA F. AXFJÖRÐ, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 6. september nk. kl. 13.30. Soffía Árnadóttir, Friðjón Árnason, Axel B. Árnason, Arnhildur R. Árnadóttir, Zophamas Árnason, Jón Ómar Árnason, og barnabörn. Gérard Chinotti, Ásrún Lára Jóhannsdóttir, Hanna Snorradóttir, Sveinn Benediktsson, Árni Valur Árnason, Rannveig F. Axfjörð + Faðir okkar og stjúpi, GUÐMUNDUR BJÖRGVIN JÓNSSON, Þórufelli 10, Reykjavík, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, 2. september. Sigríður J. Guðmundsdóttir, Kristin J. Guðmundsdóttir, Kristinn K. Guðmundsson, Magnús P. Guðmundsson, Gunnar E. Guðmundsson, Sverrir Kr. Bjarnason. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÓTTARHELGASON, Möðrufelli 11, lést í Landspítalanum mánudaginn 2. september. Fyrir okkar hönd og annarra vanda- manna, Ásdis Stefánsdóttir, Unnur Helga Óttarsdóttir, Valný Öttarsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA NIELSEN, andaðist á sjúkrahúsinu í Hornslet, Danmörku, 29. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram. Karl Jóhannsson og fjölskylda, Helga Nielsdóttir og fjölskylda. + Okkar ástkæra SIGRÍÐUR INGIBJÖRG FINNBOGADÓTTIR, Móaflöt 23, Garðabæ, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 6. september kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta MND félagið (sími 562-2004) njóta þess. Stefán Vilhelmsson, Elín G. Stefánsdóttir, Júlfus K. Björnsson, Vilborg J. Stefánsdóttir, Reynir Ó. Guðjónsson, Bjarni K. Stefánsson, Sigurjóna Ástvaldsdóttir, Sölvi Stefánsson, Inga Arnadóttir, Svana H. Stefánsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.