Morgunblaðið - 06.10.1996, Side 43

Morgunblaðið - 06.10.1996, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 43 BRÉF TIL BLAÐSINS Gleymdu vegirnir á Vestfjörðum Jafnvel fölsku tenn- urnar eru í hættu! Frá Hallgrími Sveinssyni: GÍSLI Eiríksson, fyrirliði Vestfírð- inga í vegamálum, lýsir ástandi vega í umdæmi sínu sem óvenju slæmu þessa dagana, í viðtali í Mbl. ný- lega. Gísli segir þar meðal annars að vegirnir þurfí að fá að þorna áður en hægt verði að hefla og vega- kerfið sé veikt. Þetta er alveg rétt hjá Gísla. Vegakerfið er svo veikt á vissum hluta Vestfjarða, að stundum liggur við að neyðarástand skapist. Orsök- in er meðal annars sú, að það vant- ar ofaníburð, öðru nafni slitlag, á fjölda vega hér um slóðir. Þeir bein- línis æpa á ofaníburð. Og þegar hann er ekki fyrir hendi, þýðir lítið að hefla, hvort heldur rigning er eða sólskin. Miklar framfarir hafa átt sér stað á liðnum árum í vegagerð á Vest- fjörðum. Og Vestfjarðagöngin eru eins og hvert annað ævintýri. Vítt og breitt eru komnir varanlegir slit- lagspartar, þar sem menn aka eins og greifar. Og sumsstaðar eru meira að segja ágætir kaflar af malarveg- um. En síðan taka oft við gjörsam- lega ófærir troðningar, þar sem ekki eru bara holur, heldur gígar einnig og þessir óvegir eru stundum sem nýrunnið hraun yfírferðar, vegna þess að slitlagið er löngu fok- ið út í veður og vind. Þetta eru hin- ir gleymdu vegir á Vestfjörðum. Gömlu vegaverkstjórarnir höfðu það sem fyrsta boðorð að mölbera hvern einasta vegarspotta sem til náðist á hverju sumri. Annað þótti goðgá. í hita bardagans hafa menn gleymt þessu vinnulagi, eða hvað á að halda, þegar vegir eins og Dynj- andisheiðin hafa verið látnir drabb- ast svo niður, að Vestfírðingar dauð- skammast sín fyrir að láta nokkurn mann aka þar um. Áður fyrr voru þeir yfir sig montnir af þessum heið- arvegi, því oft á tíðum var hann sem steyptur væri, svo góður var ofaní- burðurinn. En um daginn sást mað- ur signa sig áður en hann lagði á heiðina og þess munu dæmi hjá mönnum í akstri hér, að þeir hafa orðið að taka út úr sér fölsku tenn- urnar, til að halda þeim heilum! Margir telja að nú sé runninn upp tími mulningsvélanna við vest- firska hringveginn. Ræsa verði all- ar mulningsvélar snemma í vor. Þetta verði að vera forgangsverk- efni, nokkurs konar ný ofaní- burðarstefna. Svo sem eins og 50 milljónir króna myndu gera krafta- verk í þessu efni. En hvar á að taka þá peninga? Ef þeir eru ekki til undir liðnum viðhaid, sýnist fátt annað til ráða en fresta einhverjum nýbyggingum um nokkur ár og nota fjármuni sem við það sparast í þetta nauðsynjaverk. En það er ekki nóg að mala efni og láta það svo biða í haugum við vegkantana árum saman, eins og mörg dæmi eru um. Það verður að keyra það út í vegina. Þá geta strák- arnir hans Gísla heflað og leikið við hvern sinn fingur, þó hann rigni eldi og brennisteini. Ef horfið verður að þessu ráði, munu bæði heima- menn og ferðafólk lofa og prísa Vegagerðina fyrir mjúka og góða vegi hér vestra næsta sumar, slík yrðu viðbrigðin frá núverandi hörm- ungarástandi. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Grensásdeildin lengi lifi! Islenskar lækninqajurtii Námskeið verður haldið 14. og 15. okt. kl. 20.00 — 22.00. Kennt að búa til jurtasmyrsl, te og seyði. Verð kr. 4.900. Einnig einkaviðtöl, ráðgjöf og ilmolíunuddtímar. Anna Rósa Róbertsdóttir MINMH grasalæknir og ilmolíunuddari, sími 551-0135. Vefnaðarvöruverslunin Horn Kársnesbraut 84 Kópavogi Útsala - útsala Útsala hefst mánudaginn 7. október. Verulegur afsláttur. ALLT Á AÐ SELJAST. Opið frá kl. 9-20 Frá Sigrúnu Knútsdóttur: NÝLIÐIÐ sumar hefur einkennst af miklum hremmingum í heilbrigð- iskerfinu, bæði vegna fjárhags- vanda sjúkrahúsa og ekki síður vegna ástandsins innan heilsugæsl- unnar vegna uppsagna heilsu- gæslulækna. Þessar hremmingar eru nú að mestu yfírstaðnar. Heilsugæslu- læknar eru komnir aftur til starfa og dregið hefur úr fjárhagsvanda sjúkrahúsanna í Reykjavík eftir að heilbrigðis- og fjármálaráðherra samþykktu að veita auknum fjár- munum til þeirra og koma þannig i veg fyrir lokanir deilda og upp- sagnir starfsfólks. Þessi aukafjárveiting var þó skil- yrt og var m.a. gert samkomulag milli fjármálaráðherra, heilbrigðis- málaráðherra og borgarstjóra um áframhaldandi rekstur Grensás- deildar sem endurhæfingardeildar. Samkvæmt samkomulaginu er deildinni ætlað að sinna sjúklingum bæði frá bráðadeildum Sjúkrahúss Reykjavíkur og frá Landspítalan- um. Starfsfólk og velunnarar deild- arinnar fögnuðu að vonum þessari ákvörðun stjórnvalda. Allt frá því að umræður hófust um að leggja deildina niður sem endurhæfingardeild hefur heil- brigðisráðherra lagt áherslu á mik- ilvægi deildarinnar og stutt starf- rækslu hennar. Margir hafa lagt baráttunni um að Grensásdeildin fái að starfa áfram sem endurhæfíngardeild lið, bæði með fundahöldum og blaða- skrifum og eiga þeir allir þakkir skildar. Því miður hafa stjórnendur Sjúkrahúss Reykjavíkur ekki enn ákveðið hvenær deildin verður opn- uð að fullu samkvæmt samkomu- lagi stjórnvalda. Það er þó von okk- ar sem leggjum áherslu á skilvirka endurhæfingu að þess verði ekki langt að bíða að deildin verði starf- rækt að fullu með hag þeirra sem þurfa endurhæfingu og með arð- semi fyrir þjóðfélagið að leiðarljósi. SIGRÚN KNÚTSDÓTTIR, yfirsjúkraþj álfari Grensásdeildar. - kjarni máisins! r "N Fallegar stífar teygjubuxur. Tegund 40-005. Stærðir: S, M, L, XL. Litir: jöklahvítt og svart. Verð aðeins kr. 1.285 v_____________ Hirzlan OPIÐ í DAG SUNNUDAG. kl. 13-17 á nýjum stað! Auðbrekku 19 Kópavogi Veggsamstæða kr. 33.250 (einsogámynd) Margir möguleikar á uppsetningu Skúffuskápur á tijólum 47*45x63 kr.11,500 Skrifborð 160x80*75 kr.10.900 Hornborð 80x80x75 kr.8.950 Skrifborð 120x80x75 kr. 9.500 Vélritunarborð á 105x40x69 kr. 5.950 Bokahillur verð frá kr. 3.300 til 5.900, Svart / hvítt / beyki / fura / (kirsuberja) * _j)sr Kommóður verð frá kr. 8.700 Svart / Hvítt / beyki / kirsuberja Skrífborð verð frá kr. 8.600 Svart / hvítt / beyki/fura Sjónvarpsskápar verð frá kr. 5.900 Svart / hvítt / beyki /fura/mahoni / kirsuber Hirzlan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.