Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.10.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 43 BRÉF TIL BLAÐSINS Gleymdu vegirnir á Vestfjörðum Jafnvel fölsku tenn- urnar eru í hættu! Frá Hallgrími Sveinssyni: GÍSLI Eiríksson, fyrirliði Vestfírð- inga í vegamálum, lýsir ástandi vega í umdæmi sínu sem óvenju slæmu þessa dagana, í viðtali í Mbl. ný- lega. Gísli segir þar meðal annars að vegirnir þurfí að fá að þorna áður en hægt verði að hefla og vega- kerfið sé veikt. Þetta er alveg rétt hjá Gísla. Vegakerfið er svo veikt á vissum hluta Vestfjarða, að stundum liggur við að neyðarástand skapist. Orsök- in er meðal annars sú, að það vant- ar ofaníburð, öðru nafni slitlag, á fjölda vega hér um slóðir. Þeir bein- línis æpa á ofaníburð. Og þegar hann er ekki fyrir hendi, þýðir lítið að hefla, hvort heldur rigning er eða sólskin. Miklar framfarir hafa átt sér stað á liðnum árum í vegagerð á Vest- fjörðum. Og Vestfjarðagöngin eru eins og hvert annað ævintýri. Vítt og breitt eru komnir varanlegir slit- lagspartar, þar sem menn aka eins og greifar. Og sumsstaðar eru meira að segja ágætir kaflar af malarveg- um. En síðan taka oft við gjörsam- lega ófærir troðningar, þar sem ekki eru bara holur, heldur gígar einnig og þessir óvegir eru stundum sem nýrunnið hraun yfírferðar, vegna þess að slitlagið er löngu fok- ið út í veður og vind. Þetta eru hin- ir gleymdu vegir á Vestfjörðum. Gömlu vegaverkstjórarnir höfðu það sem fyrsta boðorð að mölbera hvern einasta vegarspotta sem til náðist á hverju sumri. Annað þótti goðgá. í hita bardagans hafa menn gleymt þessu vinnulagi, eða hvað á að halda, þegar vegir eins og Dynj- andisheiðin hafa verið látnir drabb- ast svo niður, að Vestfírðingar dauð- skammast sín fyrir að láta nokkurn mann aka þar um. Áður fyrr voru þeir yfir sig montnir af þessum heið- arvegi, því oft á tíðum var hann sem steyptur væri, svo góður var ofaní- burðurinn. En um daginn sást mað- ur signa sig áður en hann lagði á heiðina og þess munu dæmi hjá mönnum í akstri hér, að þeir hafa orðið að taka út úr sér fölsku tenn- urnar, til að halda þeim heilum! Margir telja að nú sé runninn upp tími mulningsvélanna við vest- firska hringveginn. Ræsa verði all- ar mulningsvélar snemma í vor. Þetta verði að vera forgangsverk- efni, nokkurs konar ný ofaní- burðarstefna. Svo sem eins og 50 milljónir króna myndu gera krafta- verk í þessu efni. En hvar á að taka þá peninga? Ef þeir eru ekki til undir liðnum viðhaid, sýnist fátt annað til ráða en fresta einhverjum nýbyggingum um nokkur ár og nota fjármuni sem við það sparast í þetta nauðsynjaverk. En það er ekki nóg að mala efni og láta það svo biða í haugum við vegkantana árum saman, eins og mörg dæmi eru um. Það verður að keyra það út í vegina. Þá geta strák- arnir hans Gísla heflað og leikið við hvern sinn fingur, þó hann rigni eldi og brennisteini. Ef horfið verður að þessu ráði, munu bæði heima- menn og ferðafólk lofa og prísa Vegagerðina fyrir mjúka og góða vegi hér vestra næsta sumar, slík yrðu viðbrigðin frá núverandi hörm- ungarástandi. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Grensásdeildin lengi lifi! Islenskar lækninqajurtii Námskeið verður haldið 14. og 15. okt. kl. 20.00 — 22.00. Kennt að búa til jurtasmyrsl, te og seyði. Verð kr. 4.900. Einnig einkaviðtöl, ráðgjöf og ilmolíunuddtímar. Anna Rósa Róbertsdóttir MINMH grasalæknir og ilmolíunuddari, sími 551-0135. Vefnaðarvöruverslunin Horn Kársnesbraut 84 Kópavogi Útsala - útsala Útsala hefst mánudaginn 7. október. Verulegur afsláttur. ALLT Á AÐ SELJAST. Opið frá kl. 9-20 Frá Sigrúnu Knútsdóttur: NÝLIÐIÐ sumar hefur einkennst af miklum hremmingum í heilbrigð- iskerfinu, bæði vegna fjárhags- vanda sjúkrahúsa og ekki síður vegna ástandsins innan heilsugæsl- unnar vegna uppsagna heilsu- gæslulækna. Þessar hremmingar eru nú að mestu yfírstaðnar. Heilsugæslu- læknar eru komnir aftur til starfa og dregið hefur úr fjárhagsvanda sjúkrahúsanna í Reykjavík eftir að heilbrigðis- og fjármálaráðherra samþykktu að veita auknum fjár- munum til þeirra og koma þannig i veg fyrir lokanir deilda og upp- sagnir starfsfólks. Þessi aukafjárveiting var þó skil- yrt og var m.a. gert samkomulag milli fjármálaráðherra, heilbrigðis- málaráðherra og borgarstjóra um áframhaldandi rekstur Grensás- deildar sem endurhæfingardeildar. Samkvæmt samkomulaginu er deildinni ætlað að sinna sjúklingum bæði frá bráðadeildum Sjúkrahúss Reykjavíkur og frá Landspítalan- um. Starfsfólk og velunnarar deild- arinnar fögnuðu að vonum þessari ákvörðun stjórnvalda. Allt frá því að umræður hófust um að leggja deildina niður sem endurhæfingardeild hefur heil- brigðisráðherra lagt áherslu á mik- ilvægi deildarinnar og stutt starf- rækslu hennar. Margir hafa lagt baráttunni um að Grensásdeildin fái að starfa áfram sem endurhæfíngardeild lið, bæði með fundahöldum og blaða- skrifum og eiga þeir allir þakkir skildar. Því miður hafa stjórnendur Sjúkrahúss Reykjavíkur ekki enn ákveðið hvenær deildin verður opn- uð að fullu samkvæmt samkomu- lagi stjórnvalda. Það er þó von okk- ar sem leggjum áherslu á skilvirka endurhæfingu að þess verði ekki langt að bíða að deildin verði starf- rækt að fullu með hag þeirra sem þurfa endurhæfingu og með arð- semi fyrir þjóðfélagið að leiðarljósi. SIGRÚN KNÚTSDÓTTIR, yfirsjúkraþj álfari Grensásdeildar. - kjarni máisins! r "N Fallegar stífar teygjubuxur. Tegund 40-005. Stærðir: S, M, L, XL. Litir: jöklahvítt og svart. Verð aðeins kr. 1.285 v_____________ Hirzlan OPIÐ í DAG SUNNUDAG. kl. 13-17 á nýjum stað! Auðbrekku 19 Kópavogi Veggsamstæða kr. 33.250 (einsogámynd) Margir möguleikar á uppsetningu Skúffuskápur á tijólum 47*45x63 kr.11,500 Skrifborð 160x80*75 kr.10.900 Hornborð 80x80x75 kr.8.950 Skrifborð 120x80x75 kr. 9.500 Vélritunarborð á 105x40x69 kr. 5.950 Bokahillur verð frá kr. 3.300 til 5.900, Svart / hvítt / beyki / fura / (kirsuberja) * _j)sr Kommóður verð frá kr. 8.700 Svart / Hvítt / beyki / kirsuberja Skrífborð verð frá kr. 8.600 Svart / hvítt / beyki/fura Sjónvarpsskápar verð frá kr. 5.900 Svart / hvítt / beyki /fura/mahoni / kirsuber Hirzlan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.