Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JONNA var þrjátíu tonna eikarbátur frá Höfn í Hornafirði. Björgunarsveitarmenn á Meðallandsfjöru Ofærir ósar tefja leit jrkjubí*kjari<ta^stur^£ Brunasandur ; \xuMs jSkaftárós Skarbsfjöruviti Stækkat) svæ&i Mýrflals- /Atftat r;íA' / "Taliðerað .g/ . báturinn hafi farist stuttu austan við Skarðsfjöruvita. Þriggja manna er saknað. Brak úr bátnum hefur fundist á fjörum vestur fyrir Hjörleifshöfða lOkm Morgunblaðið/Þorkell BJÖRGUNARSVEITARMENN frá Höfn í Hornafirði kanna spýtnabrak á Meðallandsfjöru. FRÁ stjórnstöð björgunarsveitar- innar Kyndils á Kirkjubæjar- klaustri fóru menn til leitar á Meðallandsfjöru þar sem mest af braki úr Jonnu hefur fundist. Að sögn Harðar Davíðssonar svæðisstjórnarmanns gerir það leitina erfiðari að fjölmargir ófær- ir ósar eru á ströndinni og þarf að fara langt upp á land til að komast fyrir þá. Allt lið björgunar- sveitarinnar var við leitina og margir höfðu lítið sofíð, að sögn Harðar. Auk Kyndils tóku björg- unarsveitir frá Vík í Mýrdal, Skaftártungu, Meðallandi, Höfn í Hornafirði og Álftaveri þátt í leit- inni. Sex eða sjö bílar hafa verið notaðir við leitina og segir Hörður að lakk og rúður séu meira eða minna skemmd á þeim öllum vegna sandfoksins. „Á sunnudags- kvöldið var snarvitlaust veður og ef eitthvað er að veðri á þessum slóðum verða bílamir alltaf fyrir skemmdum á sandinum. En við þessar aðstæður skiptir það auð- vitað engu máli.“ Þrjú fjórhjól bættust við leitina síðdegis í gær og voru fjörurnar ýmist gengnar eða eknar. Leit haldið áfram í dag Síðustu björgunársveitarmenn- irnir komu í hús á sjöunda tíman- um í gærkvöldi eftir að dimmt var orðið. „Við byijum aftur á morgun þegar fer að íjara. Öll strandlengj- an verður gengin að minnsta kosti tvisvar á dag,“ segir Davíð. Utanríkisráðherra fundar með starfsbræðrum í Rússlandi og Noregi Von um að sam- komulag* nálgist Morgunblaðið/Jón Svavarsson Lokað vegna olíuleka „ÉG GERI mér vissulega vonir um að fundir með norskum og rússn- eskum starfsbræðrum mínum í byijun næsta mánaðar færi okkur nær samkomulagi í Smugudeil- unni, en hins vegar er mjög ofsagt að ég reikni með að samningar takist strax, enda hefur í sjálfu sér ekkert nýtt gerst,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra, í samtali við Morgunblaðið. Halldór sagði að hann myndi hitta utanríkisráðherra Noregs þann 4. nóvember og daginn eftir færi hann til Rússlands til fundar við starfsbróður sinn þar. „Ég er vongóður að við færumst nær markinu og ég er bjartsýnni en ég var eftir að upp úr viðræðum slitnaði síðastliðið vor. Á þeim tíma óttaðist ég að erfitt yrði að ná samningum í málinu og að það tæki langan tíma. Þau samtöl, sem ég hef átt undanfarið, gefa mér vonir um að það sé mögulegt, ef nægilegur vilji er fyrir hendi.“ Halldór sagði aðspurður að hann hefði að sjálfsögðu sínar hugmyndir um á hvaða nótum unnt væri að semja, en hann gæti ekki tjáð sig um það að svo stöddu. Kergja í Rússum Undanfarið hafa borist fregnir af vaxandi óánægju meðal rússn- eskra sjómanna með veiðar íslend- inga í Smugunni. Skýrt hefur ver- ið frá því í fréttaskeytum frá AP-fréttastofunni, að sjómennirn- ir hvetji stjórnvöld til að grípa til aðgerða gegn íslendingum, til dæmis með því að setja viðskipta- bann á fiskafurðir frá íslandi og neita íslenskum skipum um að koma í rússneskar hafnir. Halldór Ásgrímsson var inntur eftir því hvort hann hefði áhyggjur af þeirri kergju, sem virtist hlaupin í málið. „Það hljóp í þetta kergja á sín- um tíma og okkur tókst að lag- færa það, enda bjuggust menn við að samningar væru á næsta leyti. Nú er komin kergja í þetta á nýj- an leik og þess vegna er orðið brýnt að ganga frá málinu. Við vorum búnir að ná saman við Rússa síðasta vor, en það strand- aði endanlega á afstöðu Norð- manna,“ sagði utanríkisráðherra. LOKA þurfti vegarkafla við gatnamót Snorrabrautar og Miklubrautar í á annan tíma í gær vegna oliuleka. Steypubíll hafði bakkað yfir umferðarmerki og stakkst stöngin upp í olíupönnu UNDANFARNA mánuði hafa tæki- færi gefist til að hlusta á fréttir Ríkisútvarpsins á alnetinu. Einkum eru það íslendingar bú- settir erlendis sem notfæra sér þessa þjónustu en sent er út um 2ja mín- útna ágrip frétta, sem þulur les á undan hádegis- og kvöldfréttum, en ennfremur um 15 mínútna vikuyfirlit. Viðbrögð hafa verið mjög góð og hafa borist frá öllum heimshornum, vélarinnar, með þeim afleiðing- um að úr henni rann. Slökkviliðið í Reykjavík var kallað til og hreinsuðu liðsmenn þess oliuna upp með uppsogsefni sem sér- staklega er ætlað til þeirra nota. að sögn Markúsar Arnar Antonsson- ar, framkvæmdastjóra Ríkisútarps- ins. „Bætt hefur verið við ítarlegri fréttum af gosinu á Vatnajökli og nú eru heimsóknir á slóðina yfir tvö hundruð á hveijum degi,“ sagði Markús Örn. Fréttaflutningur útvarpsins á aletinu er ókeypis en hlustandi notar hljóðkort í tölvuna og hefur hátalara tengdan henni. Kærði nauðgun STÚLKA tilkynnti um nauðgun á sunnudagsmorgun sem á að hafa átt sér stað í samkvæmi í iðnaðar- húsnæði á Ártúnshöfða. Hún var flutt á neyðarmóttöku slysadeildar. Lögreglan í Reykjavík hafði far- ið í umrætt samkvæmi fyrr um nóttina og leyst upp þann gleðskap sem þar var innandyra, enda án tilskilinna leyfa. Forsprakki samkvæmisins var færður á lögreglustöð til yfir- heyrslu ásamt öðrum manni en síðan var þeim sleppt. Skömmu síðar kom stúlkan á miðbæjarlög- reglustöð og tilkynnti um meinta nauðgun. Rannsóknarlögregla ríksins er með málið til rannsóknar. Líklegt er að stuttbylgjuútsend- ingum frá fréttastofu muni fækka í framtíðinni, að sögn Markúsar Arn- ar, þar sem móttökuskilyrði eru mun betri á netinu og hægt er að hlusta hvenær sem er en fréttir eru geymd- ar í um vikutíma á slóð fréttastofu. Heimasíða Ríkisútvarpsins er: Http://www.ruv.is Slóð útvarpsfrétta er :http://this.is/ruv/. Utvarpsfréttir á alnetinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.