Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg Selásskóli vann hjólakeppni SELÁSSKÓLI bar sigur úr býtum í hjóireiðakeppni grunnskóla 1996 sem fram fór við Perluna í Reykjavík á laugardag. Fjórtán keppendur víðsvegar að af Iandinu tóku þátt í úrslitakeppn- inni en tveir keppendur voru í hveiju liði. Á myndinni eru þijú efstu liðin í hjólreiðakeppninni, í fremri röð: Jón Egill Jónsson og Magnús Freyr Ágústsson, Grunnskólanum í Búðardal, 3. sæti, Sigurgeir Valgeirsson og Pétur Grímsson, Selásskóla í Reykjavík, 1. sæti, og Jón Heiðar Ingólfsson og Kári Amar Kárason, Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki, 2. sæti. Starfsmenn keppninnar, í aftari röð: Einar Guðmundsson, Bindindisfélagi ökumanna, Sævar Gunnarsson, Lögreglunni í Reykjavík, Anna Guðrún Jósefsdóttir, aðstoðar- skólastjóri Selásskóla, Margrét Sigurbjörnsdóttir, Lögreglunni í Reykjavík, og Guðmundur Þorsteinsson, Umferðarráði. Utlit fyrir gjaldþrot Miðbæjar Hafnarfjarðar ehf. Horfið frá nauðasamningum ALLT útlit er fyrir að óskað verði gjaldþrotaskipta yfir Miðbæ Hafn- arfjarðar ehf. á næstunni að sögn Viðars Halldórssonar, stjórnarfor- manns fyrirtækisins. Félagið hafði áður fengið heimild til að leita nauðasamninga en hefur nú fallið frá henni. Stjórnarformað- urinn segir að ein aðalástæða þess að horfið hafi verið frá nauðasamn- ingunum hafi verið kröfur bæjar- sjóðs Hafnarfjarðar. „Stór þáttur í þessu í gegnum tíðina er svo pólitík- in í Hafnarfirði. Hún hefur verið allt of mikið inni í þessu máli og þó að það spili líka ýmislegt annað inn í er hún stórt atriði," segir Viðar sem vill ekki tjá sig frekar um málið. Utandagskrárumræður á Alþingi Fj árhags vandi Sjúkrahúss Reykjavíkur MEGINÁHERZLAN í umræðum utan dagskrár um fjárhagsvanda Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem fram fóru á Alþingi í gær, lá á deilum um það samkomulag, sem heilbrigð- isráðherra, fjármálaráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur gengu frá 28. ágúst sl. um aukaíjárveitingu til spítalans, sem rétta átti íjárhags- stöðu hans. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sagði í svari sínu við fram- sögu Kristínar Ástgeirsdóttur, Kvennalista, að þremur vikum eftir að samkomulagið var gert, hafi kom- ið í ljós, að þær áætlanir sem lagðar voru til grundvallar útreikningum samkomulagsins af hendi sjúkra- hússins, myndu ekki standast. Ráð- herrann sagði það mikið áhyggju- efni, að samkomulag sem þetta, sem byggi á upplýsingum frá sjúkrahús- inu sjálfu, skyldi ekki standast. Ráð- herrann ýjaði að því, að sökin á þessu lægi hjá stjórn sjúkrahússins, einkum þó einstaka deildum, sem gengi verr að halda rekstrinum inn- an gefins íjárhagsramma en aðrar. Óssur Skarphéðinsson, Alþýðu- flokki, gagnrýndi mjög, að á máli heilbrigðisráðherra hefði verið að skilja, að hann væri að reyna að skapa tortryggni í garð stjórnenda spítalanna með því að segja, að ekki sé hægt að treysta tölum sjúkrahúss- ins. Össur lagði áherzlu á, að allt þetta ár hefðu stjórnendur spítal- anna átt við óvenjuleg vandamál að stríða; annars vegar hefðu þeir þurft að ráðast gegn 400 milljóna kr. fjár- hagshalla og hins vegar hefðu þeir þurft að finna úrræði á margs konar vandamálum sem fylgja sameiningu Borgar- og Landakotsspítala. Sturla Böðvarsson, Sjálfstæðis- flokki, sagði of snemmt að kveða upp dóma um árangur af umræddu samkomulagi. Rétt væri að sýna biðlund og gefa stjórnendum þess- ara stofnana lengri frest til að ná þeim árangri sem stefnt sé að. Margir þingmenn tóku undir þetta sjónarmið. „Sparnaðarmartröðin heldur áfram“ „Sparnaðarmartröðm heldur áfram,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir, en hún átti frumkvæði að utandag- skrárumræðunum. Hún sagði vanda Sjúkrahúss Reykjavíkur ekki hafa verið leystan með samkomulaginu frá ágúst sl. Ekki væri meira leggj- andi á stjórnir spítalanna, sem hefðu þurft að skera stórlega niður í rekstrinum ár eftir ár og nú væri svo komið að daglegur rekstur þess- ara mikilvægu þjónustustofnana liði fyrir sparnaðaráhyggjur stjórnend- anna. I fjárlögum næsta árs væri gert ráð fyrir lægri fjárveitingu til Sjúkrahúss Reykjavíkur en í ár og slíkt byði ekki upp á annað en endur- tekningu svipaðra vandamála og samkomulagið hefði átt að leysa fyrir rekstur þessa árs. Heilbrigðisráðherra lauk umræð- unum með því að benda á að enginn af gagnrýnendum sínum hefði farið fram á að vandi Sjúkrahúss Reykja- víkur yrði leystur með síendurtekn- um aukafjárveitingum. Innflytjendur notaðra bifreiða staðnir að því að leggja fram ranga kaupverðsreikninga Söluverð á ann- að hundrað bíla til athugunar TOLLYFIRVÖLD hafa kært nokkur tilvik til Rannsóknarlögreglu ríkisins þar sem innflytj- endur notaðra bifreiða hafa lagt fram ranga kaupverðsreikninga til þess að lækka vöru- gjöld, að sögn Sigurgeirs A. Jónssonar ríkis- tollstjóra. Einnig segir hann að borið hafi á því að akstursmælum ökutækja hafi verið breytt. Stofn til álagningar aðflutningsgjalda er viðskiptaverð vöru eða reikningsverð og segir Sigurgeir unnið að rannsókn í samvinnu við erlend tollyfirvöid á kaupverði fjölda inn- fluttra bifreiða þar sem vafi leiki á að rétt verð hafi verið gefið upp. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins er um að ræða á ann- að hundrað bifreiða. Ríkistollstjóri telur ekki ósennilegt að rangt kaupverð hafi verið gefið upp fyrir að minnsta kosti 10% innfluttra bíla og býst við að hlut- fallið sé enn hærra, jafnvel 20%. Nokkur til- felli hafa verið kærð eins og fyrr segir og þá hafa álögur verið hækkaðar í einhveijum tilvik- um, að Sigurgeirs sögn. Búið var að flytja tæplega 1.240 notaða bíla til landsins hinn 4. október, samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu, og munu það vera rúm 20% af heildarinnflutningi á bílum. Samkvæmt yfirliti vegna bílainnflutn- ings 1971-1996 kemur fram að hlutfall not- aðra bíla í heildarinnflutningi árlega sé nokkuð stöðugt, eða 5-10%. Undantekningar á þessu finnast árið 1987 og 1988 en árið 1987 var hlutfall notaðra bifreiða af heildar- innflutningi um 20% og rúm 15% árið 1988. Verðfall á reikningum Árið 1987 var tollverðsákvörð- unarregla GATT-samningsins tekin upp við afgreiðslu notaðra bíla og tollur ákvarðaður með hliðsjón af reikningi í stað þess að styðj- ast við tiltekið hlutfall af verðmæti nýrrar bifreiðar. Sigurgeir segir að fyrstu þijá mán- uði ársins 1987 hafí orðið verðfall á reikning- um vegna innflutnings á notuðum bifreiðum og því hafi verið tekin upp heimild í tollalögum fyrir sérstökum matsreglum við álagningu gjalda á notaðar bifreiðar til þess að tryggja að allir fengju jafna meðferð skattalega. Að því búnu hafi innflutningur færst aftur í eðli- legt horf. Sigurgeir segir að eftir að nýjar tollverðs- ákvörðunarreglur voru teknar upp í júlí 1995 hafi þróunin orðið sú sama og árið 1987 og að tollyfirvöld hafi staðreynt í nokkrum tilvik- um að innflytjendur hafi lagt fram ranga reikn- inga, sem sé tollalagabrot. í öðrum tilvikum leiki grunur á um að reikningum hafi verið framvísað þar sem ekki sé tilgreint raunveru- legt kaupverð. Segir ríkistollstjóri unnið að rannsókn þeirra mála í samstarfi við erlend tollyfirvöld. „Við rannsókn hefur komið í ljós að þar sem ákveðinn hópur manna hefur tekið að sér milligöngu fyrir tiltekinn aðila og boðist til að sjá um toílafgreiðslu og skráningu hjá Bif- reiðaskoðun hefur endanlegur kaupandi bifreiðarinnar í sumum tilvikum lent í vandræðum. Kaup- andi bifreiðarinnar greiðir kannski fyrirfram ákveðna upphæð til milligöngumannsins og síðan er gert upp endanlega þegar tollafgreiðslu er lokið. Ef gerðar eru athugasemdir við fram- lögð skjöl tefst afgreiðsla og kaupendur fara að óttast vegna greiðslna sem inntar hafa verið af hendi. í sumum tilvikum hafa athuga- semdirnar leitt til hækkunar aðflutnings- gjalda," segir Sigurgeir. Akstursmælum breytt Ríkistollstjóri segir ennfremur að vart hafi orðið við að stöðu akstursmæla notaðra öku- tækja hafi verið breytt, annaðhvort með því að fjölga kílómetrum til þess að gera uppgef- ið kaupverð trúverðugra, eða á hinn veginn áður en bifreið er seld endanlegum kaupanda. Nefnir hann sem dæmi bíl sem skoðaður var í Hafnarfirði fyrir nokkru og keyptur hafði verið á uppboði. í afriti af kaupsamningi seg- ir að bílnum hafi verið ekið rúmlega 74.000 mílur. „Þegar hann er síðan skoðaður við kom- una til landsins segir mælirinn að bíllinn hafi verið ekinn 15.175 mílur,“ segir Sigurgeir. Hann segir jafnframt að við þessu megi sporna með því að breyta umferðarlögum á þann veg að fjöldi ekinna kílómetra sé skráð- ur þegar bifreið kemur til árlegrar skoðunar. Sigurgeir segir jafnframt að þótt reynt hafi verið að gera ráðstafanir tii þess að tryggja rétta tollafgreiðslu og gæta að öryggisatriðum sé ferlið tímafrekt og þungt í vöfum, auk þess sem niðurskurðarhnífsins hafi gætt hjá embættinu sem annars staðar. „Við viljum því hvetja fólk til þess að vera vakandi og reyna að afla sér sem bestra upplýsinga um slíkar bifreiðar áður en háar peningagreiðslur eru inntar af hendi,“ segir hann. Tjónabílar metnir Hinn 1. september síðastliðinn hófst sam- starf tollyfírvalda og Bifreiðaskoðunar Islands um mat á tjónsbílum sem fluttir hafa verið til landsins til viðgerðar og endursölu. Karl Ragnars, forstjóri Bifreiðaskoðunar, segir að samkvæmt nýjum tollverðsákvörðunarreglum sé gert ráð fyrir að virðisauki sem verður á bílum innanlands sé vörugjaldsskyldur og því leggi Bifreiðaskoðun mat á viðgerðakostnað fyrir toilyfirvöld. „í leiðinni er þetta viss neyt- endavernd því þegar bílarnir ganga kaupum og sölum kemur fram að um tjónabíl sé að ræða, sem ekki sést að viðgerð lokinni," segir Karl. Hann segir jafnframt reynt að hindra að innflytjendur eigi við akstursmæla í bifreiðum. „Tollurinn reynir auðvitað að sjá við þessu og við höfum aðstoðað við það eftir föngum og oft verið kallaðir til. Það er alltaf eitthvað um þetta.“ Karl segir löngum hafa verið þrýst á um það að skrá fjölda ekinna kílómetra þegar bifreið er skoðuð. „Við höfum alltaf sagt að slíkt yrði engin fyrirhöfn fyrir okkur og þá hefur FÍB beitt sér fyrir þessu í krafti neyt- endaverndar. Hins vegar hefur dómsmálaráðu- neytið ekki viljað fallast á það.“ Karl segir í deiglunni að breyta tollameðferð bifreiðanna og taka upp skráningargjald í staðinn. „Þetta er í raun tvíþætt mál, það er að ríkið verði ekki af þeim tekjum sem það ætlar sér af innflutningnum og einnig að kaupendur bíl- anna hafi nauðsynlegar upplýsingar um það sem þeir eru að kaupa. Það er verið að flytja inn jafnvel mjög skemmda bíla eftir stórtjón og þótt þeir séu gerðir upp verða þeir aldrei eins og nýir. Þess vegna ráðlegg ég fólki að notfæra sér þær upplýsingar sem hægt er að fá úr ökutækjaskrá þar sem kemur fram hver fyrsti eigandi bílsins er,“ segir Karl. „Ófremclarástand" Hallgrímur Gunnarsson, for- maður Bílgreinasambandsins og forstjóri Ræsis hf., segir „ófremd- arástand" í innflutningi á notuðum bílum og að aukið eftirlit yfirvalda sé ekki nógu virkt. „Þegar svo er komið að umtalsverð- ur hluti bifreiða er fluttur inn á fölskum for- sendum þurfa yfirvöld að huga að annarri og einfaldari gjaldtöku. Á allra síðustu vikum hefur hlutfall notaðra bíla aukist í 20% og virðist enn á uppleið. Málið er orðið það alvar- legt að á því þarf að taka; ganga úr skugga um að sömu reglur gildi um alla og að öryggi neytenda sé tryggt. Itarlegar kröfur eru gerð- ar til bílaumboðanna um tækniupplýsingar, ábyrgðir og aðra þjónustu og því hljótum við að gera þá kröfu að hið sama gildi um aðra,“ segir Hallgrímur loks. Sömu reglur gildi fyrir alla innflytjendur Kaupendur hafa lent í vandræðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.