Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 19 NEYTENDUR Burt með reimar úr barnafatnaði Mjög’ hættulegt ef börnin festast í reimunum ÞAÐ er farið að kólna í veðri og böm komin í vetrargallana. Her- dís Storgaard, barnaslysavarna- fulltrúi hjá Slysavarnafélagi ís- lands, hafði samband og vildi hvetja alla foreldra lítilla barna til að fjarlægja reimar úr hettum þeirra og setja teygu í staðinn. „A undanförnum árum hafa orðið nokkur hættuleg slys á börnum hérlendis sem rekja má til reima í hettum. Börn hafa þá fest reimarnar í leiktækjum, á grindverkum eða þar sem þau eru að príla og verið við að kafna þar sem þau hanga beinlínis í þeim,“ segir hún. Erlendis eins og í Finnlandi og Hollandi er bannað að selja flíkur með reimum og framleiðendur þar hafa þá valið að setja teygju í hettur í staðinn. Enn er ekki kom- in slík reglugerð hér á Iandi um útifatnað barna en Herdís hyggst beijast fyrir því að íslendingar taki upp svipaðar reglur og eru í löndunum kringum okkur. Nokkur fyrirtæki hérlendis hafa þegar tekið þá stefnu og fataverksmiðj- umar Max og 66°N framleiða engar flíkur á börn með reimum í hettu. „Þetta er mjög alvarlegt mál og lítil börn geta kafnað á nokkrum mínútum ef þau festa reimarn- ar í leiktækjum,“ seg- ir Herdís. Hún segir að það sé ekki mikið mál að þræða teygju í hettur sem hafa verið með reimum. Gengið er þannig frá því að endar teygju eru saumaðir við götin þannig að myndist rykking. Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru þær aðeins rykktar til að hettan haldist á höfðinu en hún gefur hinsvegar auðveldlega eftir. En hvernig á að bregðast við komi fólk að barni sem búið er að festa sig á þennan hátt? „Fólk á alls ekki að bytja á því að leysa reimarnar heldur þarf að byija á því að lyfta barninu upp svo það hangi ekki og síðan að losa URVERINU Mikill sparnaður að taka slátur ÞEIR sem taka fimm slátur spara þar með 9.551 krónu sé miðað við að þeir kaupi annars þessa vöru tilbúna úti í búð. Að þessu komust nemendur á þriðja ára í Kennaraháskóla íslands en þeir ásamt kennara sínum Önnu Guðmundsdóttur reiknuðu kostnað- inn út lið fyrir lið eins og sést hér að neðan. Keypt 5 siátur + 2 aukavambir .kr. 2.961 Viðbótarefni í blóðmör ......... kr. 316 viðbótarefni í lifrarpylsu...... kr. 232 viðbótarefni í kæfu............. kr. 270 útlagður kostnaður alls.... 3.779 krónur Blóðmör 3 lítrar blóð 7.5 dl vatn 4'ú msk. salt (um 90 g).............kr. 5 900 g hafrar.....................kr. 160 2.6 kg rúgur....................kr. 151 1,5 kg mör 4 vambir og 4 keppir 2 aukavambir og aukakeppir Samtals kostnaður...................kr. 316 Lifrarpylsa 2.4 kg lifur og nýru 3'ú msk. salt (um 60 g)..............kr. 4 1 '/2 lítri undanrenna..............kr. 98 375 g hafrar........................kr. 67 1,375 kgrúgur.......................kr. 64 350 g mör 1 vömb og 1 keppur 1 aukavömb og 1 aukakeppur Samtals kostnaður...................kr. 233 Kæfa 1.4 kg þindar og hjörtu 1,520 kgkæfukjöt....................kr. 228 500 glaukur.........................kr. 29 3 msk. salt (60 g).................kr. 4 Skessujurt og iárviðarlauf 1 tsk. engifer pipar paprika hvítlauksduft 3 hvítlauksrif....................kr. 10 Samtals kostnaður.................kr. 271 A búðarverði Mapið sem fékkst úr 5 slátrum 10,250 kg blóðmör 538 kr. kg......kr. 5.515 8,200 kg lifrarpylsa 599 kr. kg...kr. 4.912 1,740 kgkæfa 729 kr.kg............kr. 1.268 2,270 kg pressuð svip 349 kr. kg..kr. 967 2,520 kghamsatólg 265 kr.kg.......kr. 668 Samtals kostnaður.................kr. 13.330 Rafmapskostnaður er ekki innifalinn í þess- um útreikningum. húsa i Baðhúsinu Ármúla 30. Það er Fríða Magnúsdóttir sem festi kaup á hárstofunni en hún lærði á hágreiðslustofunni Kristu. Und- anfarin 10 ár hefur hún búið í Bandaríkjunum og unnið hjá Mic- hel Rene for hair í Washington D.C. Til liðs við sig hefur hún fengið Þórunni Guðbjörnsdóttur og Mar- gréti Jónsdóttur hárgreiðslumeist- ara en þær lærðu í Salon Veh og hafa að undanförnu starfað hjá Guðrúnu Hrönn. Hárstofan er opin til átta á kvöldin og fjögur á laugardögum. Ellilífeyrisþegar, þeir sem fá örorkubætur, svo og námsmenn fá 30% afslátt. Nýr eigandi Hárstofunnar NÝR eigandi hefur tekið við rekstri Hárstofunnar sem er til Kurr í áhöfn Engeyjar RE vegna uppsagna Vilja heimamenn í hásetastöður NOKKURS kurrs hefur gætt í áhöfn Engeyjar RE að undanförnu vegna uppsagna í kjölfar þess að ákveðið var að senda skipið í út- gerð við Falklandseyjar. Ölium skipveijum um borð hefur verið sagt upp störfum og taka uppsagn- irnar að líkindum gildi um áramót- in. í viðtali við Verið sl. fimmtudag sagði Sigurbjörn Svavarsson, út- gerðarstjóri Granda hf., að þrátt fyrir uppsagnir, sem væru óhjá- kvæmilegar formsins vegna, yrði öllum mönnunum um borð, 27 tals- ins, gefinn kostur á áframhaldandi plássi á Engey við Falklandseyjar. Ef þeir sæju sér hinsvegar ekki fært að þiggja það, væri jafnljóst að fyrirtækið hefði ekkijipp á önn- ur pláss að bjóða. Á fundi, sem forráðamenn Granda hf. héldu með áhöfn Engeyj- ar RE á'Hótel Lind þennan sama dag, var Sigurbjörn m.a. inntur eft- ir því hvort meiningin væri að ráða heimamenn sem undirmenn á skip- ið. Fyrirspyrjandi, Kristján Þor- valdsson, sagði í samtali við Morg- unblaðið að svarið hafi verið á þá leið að yfírmenn ættu að vera ís- lenskir auk íslenskra vinnslustjóra og Baadermanna, en meiningin væri að ráða undirmenn frá Chile. Hægt væri að borga þeim lægra kaup en íslensku hásetunum, en samt mun betra kaup en heimamenn fengju almennt greitt á sinum heimaslóðum. „Sökum þessa má segja að um tuttugu manns í áhöfn Engeyjar séu í lausu lofti enda lítið um laus pláss á öðrum togurum. Ekki er um auðugan garð að gresja í atvinnumálum sjómanna.“ „Stend við orð mín“ Útgerðarstjóri Granda, Sigur- bjöm Svavarsson, sagði í samtali við Verið í gær að 27 menn væru í áhöfn Engeyjar auk átta afleys- ingamanna. Alls væri þetta því um 35 manna hópur. Af þeim fjölda mætti búast við að allt að 22 mönn- um yrði boðið upp á endurráðningu. Ef þeir hinsvegar ekki vildu þiggja starf á skipinu við Falklandseyjar, gæti hann ekki boðið þessum mönn- um upp á neitt annað. Aftur á móti yrði þeim þrettán hásetum, sem eft- ir stæðu og ekki yrði boðið starf á Falklandseyjum, boðin staða á öðr- um togurum í eigu Granda. í því sambandi nefndi Sigurbjörn að það ætti eftir að manna sjö afleysinga- stöður á Snorra Sturlusyni, þtjú piáss á Þerney og þijú á Örfirisey. „Ég stend við orð mín um að mál þetta muni verða leyst. Það stendur enginn uppi atvinnulaus nema hann vilji það sjálfur." Af þeim 22 mönnum, sem boðið verður upp á pláss við Falklandseyj- ar, sagði Sigurbjörn að um væri að ræða þijá stýrimenn, þijá vélstjóra, kokk, tvo vaktformenn, tvo Baader- menn, tvo vinnslustjóra, fímm afleysinga yfir- og lykilmenn auk fjögurra háseta, sem líklegt væri að boðin yrði staða ytra. Nýtt hreinsiefni HJÁ Sápugerðinni Frigg er nú unn- ið að því að þróa sérstakt hreinsi- efni til að nota á færibönd og flokk- ara frá Marel. Ætlunin er að fyrir- tækin markaðssetji það sameigin- lega þegar framleiðsla hefst. Ástæðan fyrir samstarfi fyrirtækj- anna er sú, að iðuiega hafa komið upp vandamál vegna notkunar á óheppilegum hreinsiefnum. Sum hreinsiefni, einkum þau sem inni- halda klór, hafa dregið mýkingar- efnin úr plastinu í reimum færi- bandanna með þeim afleiðingum að þau hafa sprungið og gulnað með tímanum. Nýja hreinsiefnið á hins vegar ekki að hafa áhrif á plastið. Frigg og Marel munu einnig hafa samstarf um að markaðssetja nýtt sótthreinsiefni fyrir tæki til mat- vælavinnslu. Efnið gengur undir nafninu Kvartól og er hægt að nota það í aðeins 0,2% upplausn til að drepa allan bakteríugróður. Hin væga upplausn þýðir að nota má tækin í matvælavinnslu án þess að þvo þurfí sótthreinsiefnið af. Hársnyrting Islandsmeist- arar sameinast NÝLEGA voru sameinaðar tvær hársnyrtistofur í höfuðborgarsvæð- inu, Stúdíó Hallgerður og Fígaró. Stofurnar verða báðar starfræktar að Borgartúni 33. Eigendur stofunnar sem báðir eru íslandsmeistarar eru Gunnar Guð- jónsson og Guðjón Þór. Auk þeirra starfa þær María Hjaltadóttir og Guðbjörg I. Hrafnkellsdóttir. Boðið verður upp á alla hárþjón- ustu fyrir dömur og herra. Iceland Frozen Food PLC LITIÐ A VERÐIÐ 907 gr gulrætur 140 kr. 907 gr grænar baunir 200 kr. 907 gr blandað grænmeti 240 kr. Indverskur kjúklingaréttur í pönnu fyrir 1 kr. 165 Kjúklinga-, sveppa- og grænmetisbökur fyrir 4 kr. 355 Fiskréttir fyrir 4 kr. 220 Súkkulaði/karamellu- ostakaka fyrir 4-6 og margt fleira. kr. 340 Hœgt að borða heita, tilbúna rétti á staðnum KYNNINGARDAGAR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG fí' Verióvelkomin g LA BAGUETTE Frystiverslun og heildsölubirgðir GLÆSIBÆ, SÍMI 588 2759. OPIÐ MÁNUD. -FIMMTUD. KL. 12 -18. FÖSTUD. 12 -19. LAUGARD. KL. 10 -14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.