Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR OG hver er nú ástæðan fyrir því að organistinn í Lúx óskar eftir hæli á íslandi góði . . . Nemendur Hallormsstaðarskóla með samvinnu við Svía Vinna að sameigin- legnm verkefnum Morgunblaðið/Kristinn RÆTT um samskiptin við Svíana, f.v.: Margrét Auður Sigur- björnsdóttir, Guðbjörg Hrönn Björnsdóttir, Pétur Orn Þórarins- son, Finnbogi Ríkharðsson og Ingólfur Friðriksson. NEMENDUR tveggja elstu bekkja Hallormsstaðarskóla á Fljótsdals- héraði hafa mikil samskipti við nemendur í Násbyparkskolan í Táby í Svíþjóð. Síðastliðinn vetur unnu þau að sameiginlegu verkefni og eru um þessar myndir að hefja vinnu við nýtt verkefni. Æfing í tungumálum Að sögn Sigfúsar Grétarssonar, skólastjóra Hallormsstaðarskóla, fóru nemar í 9. og 10. bekk í vor- ferðalag til Svíþjóðar á síðasta ári og heimsóttu þá Násbyparkskolan. Tveir kennarar sænska skólans heimsóttu svo Hallormsstað síð- asta haust og var þá skipulagt sameiginlegt verkefni nemenda skólans. Fékk það heitið Nóvember og fólst í því að nemendur beggja skólanna sendu persónulýsingu ásamt mynd og sömdu síðan ljóð undir þemanu nóvember. Ljóð ís- lensku nemendanna voru samin á íslensku og þýddu nemendurnir þau yfir á dönsku. Þeir sænsku sömdu sín ljóð á eigin tungumáli og þýddu sum þeirra yfír á ensku. Ljóðin voru send bréflega milli skólanna og einnig á hljómsnældu. Loks myndskreyttu íslensku börnin ljóð sænsku jafnaldra sinna og öfugt. Sigfús teiur að þessi samskipti nemendanna séu mjög gagnleg í skólastarfínu. Verkefnið komi inn á margar námsgreinar, meðal ann- ars kennslu í íslensku, ensku, dönsku og myndmennt. í vor komu sænsku kennaramir svo með fímm nemendur sína og segir Sigfús að til standi að endurgjalda þá heim- sókn. Krakkamir eru nú byijaðir á nýju verkefni, að gera stutt- mynd, eina í hvoru landi. Nægar hugmyndir Skemmtilegt var að vinna að verkefninu með sænsku krökkun- um og við það fékkst einnig ágæt æfíng í tungumálum, að sögn nokkurra nemenda sem blaðamað- ur hitti í Hallormsstaðarskóla. Þeim fannst sérstaklega gaman að hitta Svíana þegar þeir komu í vor og sjá muninn á þeirra háttum og eigin. Sögðu þau að allt virtist frjálslegra í sænskum skólum, til dæmis hefði verið athyglisvert að heyra þau segja frá sturtupartíum sínum en þannig samkomur hefði þeim sjálfum aldrei dottið í hug að halda. Nemendumir í Hallormsstaðar- skóla hafa skipt sér í hópa til að koma með hugmyndir að efni stutt- myndar en ætlast er til að hún fjalli um einn skóladag. Segja þau engan skort á hugmyndum en þau ráði því miður ekki yfir nógu mikilli tækni til að framkvæma þær allar. „Við lendum strax í vandræðum með að hafa skógarelda, eldgos og „X-fíles“ í myndinni." Hug- myndin er að senda myndina á nokkrum tungumálum út tii Sví- þjóðar. Krakkarnir á Hallormsstað segj- ast hafa gaman af að skrifast á við sænsku krakkana en það gera þeir með bréfum, símbréfum og á alnetinu. Daginn sem blaðamenn voru á ferðinni höfðu þau verið spurð að því hvort ekki væri heitt á Hallormsstað. Svíarnir áttuðu sig á því hvað Hallormsstaður er stutt frá Vatnajökli en hafa greinilega haldið að hraun flæddi um allt. Rjúpnavertíðin hafin Rjúpan ekki í út- rýmingarhættu Sigmar B. Hauksson TTJJÚPNAVEIÐI- TÍMINN hefst í dag. Ætla má að fjöldi skotveiðimanna leggi á fjöli að ná sér í ijúpur til jóla. Samkvæmt fjöida útge- fínna veiðikorta eru skot- veiðimenn rúmlega 11 þús- und talsins, en hvað eru margir í landssamtökum skotveiðimanna, Skotvís? „Þeir eru um þúsund, eða um 10% skotveiðimanna, og hefur fjölgað ört á und- anfömum árum,“ segir Sigmar formaður. „Flestir félagar eru af höfuðborgar- svæðinu, þótt margir þeirra búi utan þess. Það eru einn- ig öflug félög á Akureyri og Egilsstöðum, eins eru menn á minni stöðum úti á landi að skipuleggja sig sem félagaheildir og ganga í landssamtökin. Reykjavík- urdeildin heitir Skotreyn og rekur til dæmis skotsvæðið okkar.“ - Hvaða munur er á skotfélagi og skotveiðifélagi? „Skotveiðifélög eru samtök veiðimanna en skotfélögin eru íþróttafélög og njóta opinberra styrkja. Við skotveiðimenn erum eini útivistarhópurinn á íslandi sem er sérstaklega skattlagður fyrir að sinna sínu áhugamáli og verð- um að greiða veiðikortagjald upp á 1.500 krónur á hveiju ári. Þetta fé rennur til rannsókna og við getum sætt okkur við það í sjálfu sér. Við erum hins vegar óhressir með 30% vörugjald sem lagt er á byssur og skotfæri en ekki á veiði- stengur, skíði eða golfsett svo dæmi séu tekin. Við erum ósáttir við að vera þeir einu sem eru sér- staklega skattaðir og greiðum auk þess há innflutningsgjöld. Nú er unnið að því að fá þessu kippt í liðinn. Ef við fáum vörugjaldið ekki fellt niður er hruninn grund- völlurinn fyrir veiðikortagjaldinu. Okkur finnst að þá geti vörugjöld af skotvopnum og skotfærum eins staðið undir þessum rannsókn- um.“ - Hvers vegna vekur upphaf rjúpnaveiðitímans meiri athygli en veiði á öðrum fuglategundum? „Rjúpan virðist mönnum hug- leikin á þessum tíma árs. Við eig- um gott úrklippusafn og mér virð- ist umræðan nokkuð sveiflukennd á milli ára. Það var óvenjulítil umræða í fyrra. Sumir telja að ijúpnastofninn sé nánast í útrým- ingarhættu. Við teljum hins vegar að svo sé ekki. Við höfum borið saman tölur frá veiði- stjóra, rannsóknir Nátt- úrufræðistofnunar á hlutfalli ungfugla í veiði og niðurstöður úr neyslukönnun á ijúpu sem við höfum látið gera í nokkur ár. Þessar tölur virðast koma heim og saman og benda til þess að um 100 þúsund ijúpur, eða um 10% af ijúpnastofninum séu skotin. Það er mjög lágt hlut- fall, við erum til samanburðar að skjóta um þriðjung af grágæsa- stofninum að hausti og hann virð- ist mjög hraustur. Svíar og Norð- menn eru með lengri ijúpnaveiði- tíma en við og veiða miklu meira úr sínum stofnum. Víða í Noregi eru menn að skjóta allt að helm- ingi stofnsins að hausti.“ - Hefur komið til greina að lengja ijúpnaveiðitímann hér? „Þetta hefur af og til komið fram hjá fuglafræðingum. Sumir vilja byija fyrr, en aðrir veiða lengur. Okkur sýnist engin sátt vera í þessu og ég sé ekki betur ► SIGMAR B. Hauksson er formaður Skotvíss, landssam- taka skotveiðimanna. Hann er fæddur í Reykjavík 1950. Nam blaðamennsku við Nordiska Folkhögskolan í Kungalv í Sví- þjóð 1968-69, þjóðfélags-, sál- ar- og félagsmannfræði við Háskólann í Gautaborg 1972-76 og var í skóla Sænska ríkisútvarpsins og -sjónvarpsins 1974. Auk þess hefur Sigmar 30 tonna skipstjórnarréttindi og 1000 hestafla vélstjórarétt- indi. Sigmar hefur gert bæði út- varps- og sjónvarpsþætti fyrir sænska ríkisútvarpið og það íslenska, var dálkahöfundur á Vísi og síðar DV og fararstjóri erlendis. Sigmar hefur skrifað bækur um matargerð og stjórn- að gerð myndbanda um ýmsa málaflokka. Hann er áhuga- maður um léttvín og skotveiði- maður. en að veiðitíminn frá 15. október til 21. desember sé kominn til að vera.“ - - Hvernig leggst vertíðin í þig? „Mjög vel. Varpið gekk feiki- lega vel og við höfum séð mjög mikið af ijúpu. Víða sá maður fjöl- skyldur með níu unga og fleiri. Haustið hefur verið mjög gott svo fuglinn hefur haft gott viðurværi í sumar. Ungarnir eru greinilega stórir og vel á sig komnir. Það sem skiptir þó öllu máli fyrir veiðar er hvernig veðurfarið verður." - Áttu heilræði handa rjúpnaskyttum? „Já, í fyrsta lagi að hafa alltaf með sér áttavita og' æfa sig í notkun hans. í öðru lagi að skilja ekki eftir sig tóm skothylki heldur taka þau aftur til byggða og hirða tóm hylki eftir aðra. í þriðja lagi, að menn sýni fyllstu kurteisi lendi þeir í deilum við þá sem telja sig landeigendur. Það er mikilvægt að veiðimaðurinn og sá sem telur sig ráða landinu komi sér saman um það hvar þeir eru staddir á landakortinu. Reynslan hefur sýnt að aðilar eru oft ósammála um hvar þeir hafa verið staddir. Ef veiðimenn telja að þeir séu í fullum rétti til veiða á svæðinu þá hvet ég til þess að lögregla sé kölluð til og gerð sé skýrsla um atburð- inn. Loks er gullin regla úr siðaregl- um okkar: Þá er veiðidagur góður þegar hóflega er veitt, með tals- verðri líkamlegri áreynslu, vak- andi náttúruskyni og sært dýr liggur ekki eftir að kvöldi." Milljón rjúpur í stofninum að hausti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.