Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Upprennandi listamenn í leikhúsi leiðans Morgunblaðið/Halldór HALLDÓR Gylfason í hlutverki Péturs kóngs, Baldur Traustl Hreinsson sem einkaþjónn hans og Hildigunnur Hreinsdóttir í hlutverki siðameistarans. LEIKUST Ncmendaleikhúsið í Li n d ar bæ KOMDU LJÚFI LEIÐI Höfundur: Hávar Sigutjónsson og leikhópurinn, byggt á tveimur leik- ritum Georgs Biichners í þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar. Leikstjóri: Hávar Siguijónsson. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell. Búninga- saumur: Aðalheiður Alfreðsdóttir. Förðun og hárgreiðsla: Kristin Thors. Lýsing: Egill Ingibergsson. Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Hildi- gunnur Þráinsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Katla Margrét Þor- geirsdóttir og Þrúður Vilhjálmsdótt- ir. Laugardagur 12. október. FYRSTA verkefni Nemenda- leikhúss Leiklistarskóla íslands á þessum vetri hefur verið frum- sýnt. Þar er slegið saman hlutum tveggja verka eftir þýska rithöf- undinn Georg Biichner (1813- 1837), byltingarmann sem var langt á undan sinni samtíð og var ekki uppgötvaður fyrr en hálfri öld eftir andlát sitt. Verk hans voru ekki sviðsett fyrr en enn síð- ar, Leonce og Lena 1895 og Vojt- sek 1913. Nokkuð hefur verið rætt um það undanfarin ár hve langt megi leita í leikgerðum áður en þær verða frekar verk þeirra sem setja á svið en höfunda frumtextans. Leikstjóri bendir á í leikskrá að í þessu tilfelli sé sýningin unnin af honum sjálfum og leikhópi en að hugmyndaheimur skáldsins sé undirstaðan sem byggt er á. Hér gefast ekki tök á að ræða þessi tvö leikrit Biichners, enda um gerólík verk að ræða og annað að auki ófullgert frá höfundarins hendi. Það er því Ijóst að ekki er við Biichner sáluga að sakast út af annmörkum sýningarinnar, hann samdi aldrei leikrit undir nafninu „Komdu ljúfi leiði“. Hins vegar er ljóst af sýningunni að leikstjóri tekur sér það bessaleyfi að sækja í höfundarverk Biichners eins og námu, sem hann tekur það úr sem honum finnst henta til að skapa sitt eigið höfundarverk. Verkið sjálft sem við sjáum nú á leiksviði - en ekki einungis „sýn- ingarhandrit" eins og sagt er í leikskrá - er því ekki eftir Búchner heldur Hávar Siguijónsson og að einhveiju leyti leikhópinn og dæm- ist eftir eigin forsendum. Hugmyndin að baki verkinu - að lýsa stéttamismun og -kúgun með því að slá saman tveimur verkum Búchners - kann að vera gerleg, en með því að hinum tveim- ur andstæðu pólum verksins er hvorum valinn gerólíkur leikstíll eru forsendur sýningarinnar brostnar. í raun hefur' leikstjóri kosið að fylgja þeirri leikhefð sem hefur skapast um frumverkin hvort um sig en ekki reynt að fínna flöt þar sem verkbrotin geta sam- einast. Sá hluti sem lýsir spillingu yfirstéttarinnar er líkastur ævin- týri þar sem persónurnar yfirgefa sinn óraunverulega heim annað veifið til að níðast á Vojtsek og Maríu sem lifa við óbærilegar að- stæður. En þar stendur hnífurinn í kúnni: Ef ljóst væri að skötuhjú- in eru mótuð af kringumstæðunum þá gengi verkið upp að því leyti. En Vojtsek er leikinn eins og eðli- legt er að nútímamenn skilji ástand hans, þ.e. að hann þjáist af geðklofa, og María eins og hennar viðbrögð mótist af ástandi hans. Innan ytri tíma þessa verks eru engar forsendur til að bregð- ast við geðsjúkdómi Vojtseks - en ljóst er að hann er ekki bund- inn stöðu hans sem lágstéttar- manns. Konungurinn gæti eins þjáðst af sama sjúkdómi. Verkið gengur því engan veginn upp og uppskeran er oft samhengisleysa og leiðindi, rofin einstaka sinnum þegar leikarar eiga góða spretti. Það má því hrósa happi yfir því að leikararnir stóðu sig vel því annars er þess að vænta að kvöld- stund þessi hefði verið óbærileg. Atli Rafn Sigurðarson lék einstak- lega vel sjúkling sem þjáist af ranghugmyndum og hefur engan skilning, frekar en umhverfið, á sjúkdómi sínum. Katla Margrét Þorgeirsdóttir vakti áhuga og gaf líf persónu sem er ilta skilgreind í sýningunni auk þess sem hún þurfti að yfírvinna þær hömlur sem illa hannaður búningur sköp- uðu henni. í meðförum Halldórs Gylfasonar var Pétur konungur einfölduð ævintýrapersóna, máluð of sterkum litum. Þvælulegur text- inn stóð honum fyrir þrifum. Þrúð- ur Vilhjálmsdóttir skapaði skemmtilega týpu úr Lenu prins- essu með látbragði, tækni og tíma- setningu, enda prinsessan einfald- ari í meðförum og fámálli. Rósetta hennar var helsti litlaus. Gunnar Hansson var Leonce prins en mikil lífsgleði og útgeislun leikarans varð lífsleiða prinsins yfirsterkari þannig að þó gaman væri að horfa á list hans náði hún ekki settu marki. Inga María Valdimarsdóttir var Valeríó, einkaþjónn prinsins í fíflsbúningi, leikinn af styrk og þokka. Hildi- gunnur Þráinsdóttir lék siðameist- arann undirfurðulega á skemmti- lega ýktan hátt og hirðmey prins- essunnar af léttri kímni og sýndi að hún er efnileg gamanleikkona. Baldur Trausti Hreinsson lék Baldúró, einkaþjón konungs, af öryggi, krafti og sterkri sviðsnær- veru. Búningar, hárkollur og farði hirðfólksins undirstrikuðu ævin- týralegan stíl og voru - sérstak- lega múndering prinsessunnar - listaverk. Vojtsek var klæddur í tötra og Máría og hirðmær prins- essunnar í einhverskonar undirpils og blússur. Sviðsmyndin saman- stóð af steinstöplum og styttum úr Blómavali. Þær trufluðu þó ekki eins mikið og mölin sem marraði í undir hveiju skrefi leik- aranna. Ljósin undirstrikuðu ekki nóg mismunandi andrúmsloft atr- iðanna og tímasetningu þeirra var á stundum ábótavant. í heildina verður að segjast að það er áhugavert að sjá ungt og upprennandi hæfíleikafólk fást við ómögulegt verkefni - en lýjandi til lengdar. Titill verksins hittir í mark; það er víst að leiðinn kom en hvort hann var á einhvern hátt ljúfur er annað mál. Sveinn Haraldsson Sýnisbók um mis- munandi leikmáta * Oform- leg pensil- för MYNPLIST Norræna hösið MÁLVERK TILVERA í Bláu, 1996, akrýl á stríga. Jóhanna Bogadóttir. Opið frá kl. 14-19 alla dagatil 20október. Að- gangur 100 krónur. MÁLARINN Jóhanna Boga- dóttir hefur fram að þessu helst verið þekkt fyrir sundurslitin form og taumlausan tjákraft í dúkum sínum sem hún hefur endurtekið með ýmsum tilbrigðum um Iangt árabil. Og þótt enn sé stutt í slík vinnubrögð í einstaka myndum hennar í kjallarasölum Norræna hússins skynjar skoðandinn dijúg- ar breytingar á vinnsluferlinu. Sé sýningin skoðuð í heild koma fram þrír ríkjandi meginþættir sem eins og togast á og vísa til baráttu og geijunar innra með lis- takonunni, mun síður til stefnu- leysis. Hið fyrsta er að hún hefur nálgast hið ljóðræna svið málara- listarinnar og pensilförin eru nú öllu mýkri og safaríkari. Þá leggur hún meiri áherslu á hrein blæ- brigði og loks eru þau meira í ætt við hið óformlega, informela. Þetta allt kemur fram í list Cobra-hóps- ins og hinna fjölmörgu sporgöngu- manna hans og hér á landi er Kristján Davíðsson atkvæðamest- ur og grónastur fulltrúi þeirra. En gæta skal þess, eins og rýnir- inn hefur endurtekið bent á, að það sem menn nefna art informel, eða óformleg list, eins og hann hefur kosið að útleggja hugtakið, er ekki stílheiti heldur vinnslu- ferli. Eitthvað sem vegur salt milli óraunveruleika, sem tjáir alls ekk- ert og fullyrðingar brautryðjand- ans, Jean Fautrier, „að engin list- grein sé fær um að miðla ef hún er ekki hluti þess raunveruleika sem hún hrærist í.“ Ástæðan fyrir þessari auðsæu þversögn er vafalítið sú að Fautri- er var afar vel að sér í hlutlægri list, meistari í útlitsmálverki og rissi af nöktum fyrirsætum, en sporgöngumenn hans ekki jafn skólaðir á því sviði, vildu því úti- loka allan skyldeika við hið hlut- bundna til hagsbóta fyrir hið svo- nefnda hreina málverk, „peinture puré“ Þótt rýnirinn þekki næsta lítið til hlutbundinna vinnubragða á listferli Jóhönnu er jafn auðsætt á myndunum sem nöfnunum í sýn- ingarskrá að hér eru tjáð skynhrif frá náttúrunni og umhverfinú. Vil ég því til áréttingar helst vísa til málverkanna „Undir sólu“ (3) , „Heitur gróandi" (8), „Samspil" (6) og „Rökkursaga" (13). í öllum þessum málverkum er sjálf órofa heildin aðalatriðið, einkum tveim fyrrnefndu þar sem sértæk gul blæbrigði eru ríkjandi, auk þess að vera ljóðrænar og opnar. Hin eru meira í ætt við fyrri vinnu- brögð, en án afgerandi sprenginga togstreitu og styijaldarástands í myndheildinni. Þetta er mikilsverð sýning á ferli Jóhönnu Bogadóttir, sem virðist standa á nokkrum tímamót- um í list sinni, og hún býr yfir ýmsum væntingum sem eins og hillir undir ... Bragi Ásgeirsson TÖNLIST Bústaðakirkju KAMMERTÓNLEIKAR Blásarakvintett Reykjavíkur og Kristinn Óm Kristinsson fluttu verk eftir György Ligeti, Carl Nielsen, Francis Poulenc og Wolfgang Amad- eus Mozart. Sunnudagur 13. október 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á sex smálögum fyrir blásarakvintett, eftir György Ligeti. Þessi smálög eru samin 1953, þremur árum eftir að hann lauk námi við tónlistarakadem- íuna í Búdapest en 1956 flyst hann til Vínarborgar og ári síðar hóf hann störf við raftónlistar-stúdíóið í Köln. Sex smálögin eru því samin áður en tónskáldið hefur opnað hjarta sitt fyrir tilraunatónlist, eins og t.d. Art- ikulation fyrir segulband (1958) og Poéme Symphonique fyrir eitt hundrað taktmæla. Með verkinu Lux aeterna (1966) er sagt að Ligeti hafi „endurnýjað nútímatónlist með því að gæða hana gleymdum galdri og það á síðustu stundu". Hér er átt það fyrirbæri sem nefnist tilfínn- ing. Smálögin eru skemmtileg og á köflum smellin en fallegasti þáttur- inn var sá fimmti, Adagio í minningu Bela Bartók. Félagarnir í Blásara- kvintett Reykjavíkur léku öll smá- lögin mjög vel og t.d. fjórða þáttinn, Presto ruvido (hratt og ruddalega), alveg samkvæmt forskriftinni. Annað verkið á tónleikunum var kvintettinn frægi, ap 43, eftir Carl Nielsen, sem er gamall kunningi á tónverkaskrá blásarakvintettsins. Þetta skemmtilega verk var mjög vel flutt. Eftir hlé var sextett eftir Poulenc á efnisskránni og þá bættist í hópinn Kristinn Öm Kristinsson, píanóleikari. Poulenc er sérkennileg- ur tónhöfundur, er leitar fanga víða, tekur m.a.til sín tónbrot úr dægur- lögum og leikur með þau á mjög skemmtilegan máta en Poulenc var frábær píanóleikari. Kristinn Örn Kristi.nsson lék vekið mjög vel og samspil hans við hinn agaða Blásar- akvintett Reykjavíkur var sérlega gott. Tónleikunum lauk með píanók- vintett K.452, eftir meistara Moz- art. Það bar hvergi á skugga í leik félaganna, þó í hraðavali væri ef til vill einum of farið nákvæmlega eftir hraðaforskriftum tónskáldsins í fyrsta og síðasta kaflanum, þ.e.a.s. léku þá í hægara lagi, sem auðvitað er ávallt matsatriði. Orlítil aukning í hraða getur lífgað ótrúlega mikið upp á tónmálið. Fáu þarf að bæta við það sem áður hefur verið ritað um leik félag- anna í Blásarakvintett Reykjavíkur, því þar er allt eins og það á að vera, vel mótað og vel flutt. Fyrsta verkið var eins konar sýnisbók um mismun- andi leikmáta, lifandi, dapurlegan, hátíðlegan, ruddalegan, sorglegan og gamansaman og voru öll þessi atriði frábærlega mótuð. Kvintett Nielsens er hins vegar mjög ljóð- rænn, sérstaklega tveir fyrstu þætt- irnir og þó bregði fyrir nokkurri gamansemi í tilbrigðaþættinum er hann í heild ákaflega Ijóðrænn, sér- staklega stefið, sem hefur á sér blæ sálmalags. Sextettinn eftir Poulenc er á köflum tæknilega erfiður en í Mozart er tónmálið svo tært, sem Fjallamjólkin eftir Kjarval. Þannig birtist í leik félaganna grallaraskap- ur, ljóðræn blæbrigði, tæknileikur og klassisk heiðríkja, sem Blásarak- vintett Reykjavíkur og Kristinn Öm Kristinsson fluttu af glæsbrag. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.