Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 7 FRÉTTIR Doktor í jarð- fræði frá Oslóarháskóla •HELGA Gunnarsdóttir varði dokt- orsritgerð sína í jarðfræði við Háskól- ann í Osló 16. ágúst sl. Ritgerðin ber heitið „Holocene vegetation history in the northen parts of the Gudbrandsda- len valley, south centran Norway". Á íslensku nokkurn veginn svo: Saga gróðurfars í norð- urhluta Guðbrands- dals í Noregi frá ís- öld og fram á okkar tíma. Leiðbeinendur Helgu voru Kari E. Henningsmoen og Kerstin Griffin. Það eru ftjókorn úr mómýrum og tjamarsetlögum sem hafa skráð sögu gróðurfars, loftlags og búsetu síðastliðin 9500 ár í norður- hluta Guðbrandsdals í Noregi. Furutré námu iand á háfjallasvæði í austur Jötunheimum fyrir 8600 árum. Bæði fijókornsgreining og aldursgreining á furustubbum sýna að furuskógur óx upp í a.m.k. 1300 metra hæð yfir sjáv- armáli fyrir 8000-6700 árum. Það þýðir að meðalhitinn hefur verið a.m.k. 1,8 gráðu hærri en hann er núna. í kjölfar kólnandi loftslags færðust skógarmörkin neðar og síðasta greini- lega lækkun skógarmarka var fyrir 3300 árum. Fijógreining og fomleifarannsóknir benda til þess að föst búseta hafi ver- ið í afdölum norðurhluta Guðbrands- dals á víkingaöld og snemma á miðöld- um. Pjallabúar lifðu á landbúnaði og hreindýraveiðum. Á Dalsíðu í Lesja- héraði, sem er í meira en 800 metra hæð yfir sjávarmáli, ræktuðu fjalla- bændur hafra, bygg og rúg. Á þessu tímabili var loftslag mildara en í dag og niðurstöður benda til þess að hveiti hafi þroskast þar á heitum sumrum. Fjalladalirnir lögðust í eyði eftir svartadauða en 200 ámm seinna hófst þar seljabúskapur. Helga er fædd á Teigi í Vopnafirði 8. maí 1957 og ólst þar upp til 14 ára aldurs er hún flutti með ijölskyldu sinni til Reykjavíkur. Foreldrar hennar em Gunnar Valdimai’sson fombóka- saii og Sólveig Einarsdóttir fulltrúi. Helga varð stúdent frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1977. Sama ár flutti hún til Noregs og hefur verið við nám og störf við Háskólann í Osló og víðar. Sambýlismaður Helgu er Rolf Elíasson, hann vinnur hjá dag- blaðinu Aftenposten i Osló. Góður árang- ur íslenskra dansara UNGIR íslenskir dansarar komust í úrslit á „London Open Champi- onship", alþjóðlegri danskeppni sem haldin var í London á laugar- dag. I flokki 12-15 ára sigruðu Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir í suður-amerískum dönsum. í flokki 11 ára og yngri náðu Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir 2.sæti í stand-_ ard-dönsum og 3. sæti í suður-’ amerískum dönsum. Fram á fímmtudag mun hópur íslenskra danspara, taka þátt í danskeppnum víða um England. Grandaskóli Þremur tölv- um stolið ÞREMUR tölvum var stolið úr Grandaskóla í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Starfsfólk varð þjófnaðarins vaii þegar það kom til vinnu á laugar- dagsmorgun og gerði lögreglu við- vart. Gluggi hafði verið spenntur upp og farið inn um hann. Helga Gunnarsdóttir Morgunblaðið/Brynjúlfur Brynjólfsson GULSKRÍKJAN er sjaldséður fugl í Evrópu. Flækingsfuglar hrifnir af kirkjugörðum GULSKRÍKJA sást í fyrsta sinn hérlendis fyrir skömmu, á flögri í kirkjugarðinum á Höfn í Horna- firði. Þá sást einnig í fyrsta skipti til Norðsöngvara í kirkjugarðin- um á Selfossi. Brynjúlfur Brynjólfsson fugla- áhugamaður frá Höfn, segir gul- skríkjuna vera smáfugl af banda- rískri spörfuglaætt og afar sjald- séðan í Evrópu. Norðsöngvarinn er einnig af spörfuglaætt en rekur ættir sínar til Austur-Evrópu. Töluvert af sjaldséðum smá- fuglum hefur sést á sveimi á Suðurlandi nýverið að sögn Brynjúlfs. „Líklegast berast þeir með suðaustan áttinni en merki- legt er að margir þeirra hafa fundist í kirkjugörðum. Auk gulskríkjunnar og norðsöngvar- ans fundust seftittlingur og hagaskvetta, dæmafáir fuglar hérlendis í kirkjugarðinum í Suð- ursveit og síkjasöngvari sást hér í fimmta sinn í kirkjugarðinum á Mýrum,“ sagði Brynjúlfur. RADCREtOSLUR j T7L 24 MÁI\IA£3A \ wwimwwwc-nuMJMMa ÁaiíBcauntai SNÆLAND Thomson VPH-6601 rleg vanda6 yndbandstæki með Pal móttöku aukNTSC Secam unar ötjalds ynd Barnalæsing yndha Croma Pro usum WHC DE) ndhausum 2hl hausum °g alausri ky hæg ynd rrmyn an Stafrænni sporun Skerpustillingu og Plus-skerp Picture VIDEO ★ ★ ★ • Nicam Hi Fi Stereo-hljómgæoum ww* f WV • Aðaerðastýringum á skjá sjónvarps ^ • Sjáirvirkri stöðvaleit og minni meo nöfnum ' • SnowView-stillingu • 8 liSa/365 daga upptökuminni • Long Play-hægupptöku, sem tvöfaldar spólulengdina • 9 mismunandi hraða á spólun með mynd í báðar áttir • ÞráSlausri fiarstýringu • Audio Dub-nljóoinnsetningu THOMSON -diitut ti* ftitt cí tcc’fctiititti ? Allar nýjustu og bestu myndírnar! Skipholti 1 9 Sími: 552 9800 GreTíSQSvogi 1 1 Sími: 5 886 886 I GÆPAKONNUN HjÁHINUVIRTA BRESKATÍMARITI 50 FYRSTU KAUPENDUH ÞESSARATÆKJA FÁ10MIÐA K0RTÁ LEIÚUSPÓLUR HJÁ SNÆLAND VIDE0 í REYKJAVÍK, KÓPAVOOI EÐA MOSFELLSBÆ TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.