Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 MORtíUNBLAÐIÐ 4 AKUREYRI Sjúkraflutningamenn á Akureyri á námskeiði um helgina Viðbrögð við stórslys- um æfð SJÚKRAFLUTNINGASKÓLINN stóð fyrir námskeiði á Akureyri um helgina, fyrir sjúkraflutn- ingamenn frá Siglufirði, Dalvík og Akureyri og sátu það 18 manns. Um var að ræða bæði bóklegt og verklegt nám en nám- skeiðinu lauk með stórslysaæf- ingu, þar sem bæði lögreglu- og slökkviliðsmenn á Akureyri komu einnig við sögu. Bílslys var sett á svið á horni Hjalteyrargötu og Laufásgötu en þar höfðu 12 manns „slasast" í hörðum árkestri tveggja bíla. Oddur Eiríksson, slökkviliðsmað- ur í Reykjavík og einn þeirra er stóðu fyrir námskeiðinu á Akur- eyri, sagði að almenn ánægja hefði verið meðal þátttakend- anna með námskeiðið og ekki síst stórslysaæfinguna. „Við tók- um æfinguna upp á myndband og munum í framhaldinu fara yfir það hvernig til tókst á slys- stað og reyna að fínpússa þá hluti sem betur mega fara.“ Sjúkraflutningaskólinn er rek- inn af Rauða krossi íslands, Slökkviliðinu I Reykjavík, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landssambandi sjúkraflutninga- manna. Myndirnar voru teknar á stórslysaæfingunni á sunnudag. Morgunblaðið/Kristján Starfsmannafélag Skinnaiðnaðar stendur mjög vel Eign félagsins í Skinnaiðnaði hf. sjöfaldast STARFSMANNAFÉLAG Skinna- iðnaðar hf. á Akureyri hefur hagn- ast vel á því að hafa lagt hlutafé í fyrirtækið við endurreisn þess fyrir um þremur árum. Starfs- mannafélagið seldi aðaleign sína, sumarbústað í Borgarfirði, og lagði þriggja milljóna króna hlutafé í hið nýja félag. Vegna mikillar hækkunar sem orðið hefur á hlutabréfum í Skinna- iðnaði hf. hefur þessi eign félags- ins vaxið hratt og er nú yfir 22 milljónir króna. 170 starfsmenn Eignin hefur því meira en sjö- faldast, auk þess sem 10% arður hefur tvívegis verið greiddur. Hlut- ur starfsmanna í fyrirtækinu er 4,48% af heildarhlutafé og eru þeir fimmti stærsti hluthafinn. Starfsmenn Skinnaiðnaðar eru um 170 og eru þeir nær allir í starfs- mannafélaginu. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi fyrirtækisins. Nýkjörinn formaður starfs- mannafélagsins, Hrafn Hauksson, segir í viðtali við fréttabréfið, að eignalega standi starfsmannafé- lagið mjög vel og nú telji stjórnin lag að gera meira fyrir starfsfólkið en áður. Gengi hlutabréfa hækkað um 143% frá áramótum Frá því að Skinnaiðnaður hf. hlaut skráningu á Verðbréfaþingi Islands í lok síðasta árs og fram til loka september í ár áttu sér stað um 60 viðskipti með hlutafé í fyrirtækinu fyrir 47 milljónir króna. Skinnaiðnaður hlaut skráningu á Verðbréfaþingi að undangengnu hlutaljárútboði, þar sem gengi hlutabréfa var 3,0. Gengið 1. októ- ber sl. var 7,3 og hefur hækkað um rúm 143% frá áramótum. Þing- vísitala hlutabréfa hækkaði á sama tíma um 57,35%. Framkvæmdastjóri Knattspymudeild K.A. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í 1/2 starf. Upplýsingar um startið veitir Pétur Ólafsson í síma 462 3482. Umsóknum skal skila á afgreiðslu Mbl. fyrir 4. nóvember, merktum: „K.A. - knattspyrna.“ Kaupvangsstræti 4. Til sölu 176 fm mjög gott skrifstofu- eða verslunar- húsnæði á annarri hæð í góðu ásig- komulagi. Eignin er vel staðsett í miðbæ Akueyrar, á horni Kaupvangsstrætis og Skipagötu. Tilboð óskast. Nánari upplýsingar eru veittar á fasteignasölunni Byggð. FASTÉieNASALAN BYG(iI) ttKIKitt1 - Þeim fjölgar stöðugt sem njóta hinna góðu áhrifa ÖSTRIN PLIS. Er orkuleysið, stressið og einbeitingar- skorturinn ennþá að angra þig? ÖSTRIIV PLIJS gæti verið lausnin! Frábter fœðubót í dagsins önnl Heilsy hornio ítsöliistaðir: • Heilsuhúsiö, Kringlunni • Mitt í náttúrunni, Laugavegi 53 • Hollt og gott, Skagaströnd • Stúdíó Dan, ísafirði Skipagötu 6, Akureyri, sími/fax 462 1889. Morgunblaðið/Kristján PALMI Stefánsson í verslun sinni í Sunnuhlíð. Tónabúðin fagnar 30 ára afmæli Mikilvægt að fylgj- ast með nýjungxnn „ÞAÐ skiptir miklu að fylgjast vel með öllum hræringum á þessum vettvangi og vera vakandi fyrir nýjungjum," segir Pálmi Stefáns- son, eigandi Tónabúðarinnar í Sunnuhlíð á Akureyri, sem einnig rekur útibú á Laugavegi 163 í Reykjavík, en þrjátíu ár eru í dag, 15. október, frá því verslunin hóf starfsemi. Tónabúðin hefur verið í verslun- armiðstöðinni í Sunnuhlíð frá því í nóvember 1982, en var áður m.a. í Gránufélagsgötu 4 og Hafnar- stræti 106.1 fyrstu seldi Tónabúð- in einkum hljómplötur og iítið eitt af hljóðfærum. Fyrstu árin voru hljómplöturnar fluttar inn frá Bandaríkjunum, Noregi og Svíþjóð og stóð innflutningur yftr í nokkur ár eða þar til losna fór um höft; ein verslun í bænum hafði samið við flesta helstu innflytjendur og plötuútgefendur íslenskra hljóm- platna um að selja ekki öðrum verslunum á Akureyri plötur. Árið 1967 hóf Tónabúðin að gefa út hljómplötur og var Tónaút- gáfan stofnuð í framhaldi af því sem um tíma varð töluvert um- svifamikil, gaf m.a. út Lifun með Trúbroti og fleiri vinsælar plötur. Fyrstu plöturnar sem Tónabúðin gaf út voru með Póló og Bjarka og Póló og Erlu. Eftir að útsendingar sjónvarps náðust á Akureyri 1968 var byijað að selja sjónvarpstæki, þá hljóm- flutningstæki og myndbandstæki og var þessi þáttur í rekstrinum nokkuð stór um árabil. Fyrir nokkrum árum, árið 1989, var ákveðið að breyta áherslum í reksti verslunarinnar, hætt var selja tæki, en þeim mun meiri áhersla lögð á hljóðfæri, hljóðfæramagn- ara og slíkar vörur. Á síðari árum hefur Tónabúðin fengið umboð fyrir nokkra heimsþekkta fram- leiðendur á því sviði. Þá eru einnig seldir geisladiskar í versluninni. I tilefni afmælisins verður næstu daga veittur afsláttur af ýmsum hljóðfærum. Breytingar á vinnu- markaði DR. INGI Rúnar Eðvarðsson heldur opinn fyrirlestur við Háskóiann á Akureyri næstkomandi fimmtudag, 17. október í húsnæði háskólans við Þingvallastræti í stofu 16 á fyrstu hæð, en hann hefst kl. 17. Fjallað verður um breytingar á vinnumarkaði hin síðari ár, svo sem vaxandi atvinnuleysi, aukna at- vinnuþátttöku kvenna, fjölgun þjón- ustustarfa, sveiganleika fyrirtækja, menntun og framtíðarhorfur á vinnumarkaði. Ingi Rúnar lauk fil.dr. prófi í félagsfræði frá Lundarháskóla í Svíþjóð 1992. Hann hefur fengist við ritstörf og kennslu síðari ár og ritað fjölda tímaritsgreina um þróun atvinnulífs auk þess að skrifa bók- ina Prent eflir mennt: Saga bóka- gerðar frá upphafi til síðari hluta 20. aldar, en hún er hluti af safni Iðnsögu Islendinga. Fyrirlesturinn er sá fyrsti í röð fyrirlestra sem haldnir verða við Háskólann á Akureyri í vetur og ljalla um þróun íslenska þjóðfélags- ins hin síðari ár. -----» ♦ ♦--- Iðja, félags verksmiðjufólks Lægstu launataxtar stórhækki FÉLAGSFUNDUR Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri og ná- grenni krefst þess að tryggt verði í komandi kjarasamningum að lægstu launataxtar stórhækki ásamt auknum kaupmætti, þannig að lægstu laun verði sambærileg við niðurstöður Kjararannsóknar- nefndar um greidd dagvinnulaun. Þá skoraði fundurinn, sem hald- inn var um helgina, á ríkisvaldið að taka aftur upp tengingu bóta almannatrygginga við laun. I » I \ I I \ \ I I l I I ! I í I i [ ! I ! : +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.