Morgunblaðið - 15.10.1996, Side 14

Morgunblaðið - 15.10.1996, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 MORtíUNBLAÐIÐ 4 AKUREYRI Sjúkraflutningamenn á Akureyri á námskeiði um helgina Viðbrögð við stórslys- um æfð SJÚKRAFLUTNINGASKÓLINN stóð fyrir námskeiði á Akureyri um helgina, fyrir sjúkraflutn- ingamenn frá Siglufirði, Dalvík og Akureyri og sátu það 18 manns. Um var að ræða bæði bóklegt og verklegt nám en nám- skeiðinu lauk með stórslysaæf- ingu, þar sem bæði lögreglu- og slökkviliðsmenn á Akureyri komu einnig við sögu. Bílslys var sett á svið á horni Hjalteyrargötu og Laufásgötu en þar höfðu 12 manns „slasast" í hörðum árkestri tveggja bíla. Oddur Eiríksson, slökkviliðsmað- ur í Reykjavík og einn þeirra er stóðu fyrir námskeiðinu á Akur- eyri, sagði að almenn ánægja hefði verið meðal þátttakend- anna með námskeiðið og ekki síst stórslysaæfinguna. „Við tók- um æfinguna upp á myndband og munum í framhaldinu fara yfir það hvernig til tókst á slys- stað og reyna að fínpússa þá hluti sem betur mega fara.“ Sjúkraflutningaskólinn er rek- inn af Rauða krossi íslands, Slökkviliðinu I Reykjavík, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landssambandi sjúkraflutninga- manna. Myndirnar voru teknar á stórslysaæfingunni á sunnudag. Morgunblaðið/Kristján Starfsmannafélag Skinnaiðnaðar stendur mjög vel Eign félagsins í Skinnaiðnaði hf. sjöfaldast STARFSMANNAFÉLAG Skinna- iðnaðar hf. á Akureyri hefur hagn- ast vel á því að hafa lagt hlutafé í fyrirtækið við endurreisn þess fyrir um þremur árum. Starfs- mannafélagið seldi aðaleign sína, sumarbústað í Borgarfirði, og lagði þriggja milljóna króna hlutafé í hið nýja félag. Vegna mikillar hækkunar sem orðið hefur á hlutabréfum í Skinna- iðnaði hf. hefur þessi eign félags- ins vaxið hratt og er nú yfir 22 milljónir króna. 170 starfsmenn Eignin hefur því meira en sjö- faldast, auk þess sem 10% arður hefur tvívegis verið greiddur. Hlut- ur starfsmanna í fyrirtækinu er 4,48% af heildarhlutafé og eru þeir fimmti stærsti hluthafinn. Starfsmenn Skinnaiðnaðar eru um 170 og eru þeir nær allir í starfs- mannafélaginu. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi fyrirtækisins. Nýkjörinn formaður starfs- mannafélagsins, Hrafn Hauksson, segir í viðtali við fréttabréfið, að eignalega standi starfsmannafé- lagið mjög vel og nú telji stjórnin lag að gera meira fyrir starfsfólkið en áður. Gengi hlutabréfa hækkað um 143% frá áramótum Frá því að Skinnaiðnaður hf. hlaut skráningu á Verðbréfaþingi Islands í lok síðasta árs og fram til loka september í ár áttu sér stað um 60 viðskipti með hlutafé í fyrirtækinu fyrir 47 milljónir króna. Skinnaiðnaður hlaut skráningu á Verðbréfaþingi að undangengnu hlutaljárútboði, þar sem gengi hlutabréfa var 3,0. Gengið 1. októ- ber sl. var 7,3 og hefur hækkað um rúm 143% frá áramótum. Þing- vísitala hlutabréfa hækkaði á sama tíma um 57,35%. Framkvæmdastjóri Knattspymudeild K.A. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í 1/2 starf. Upplýsingar um startið veitir Pétur Ólafsson í síma 462 3482. Umsóknum skal skila á afgreiðslu Mbl. fyrir 4. nóvember, merktum: „K.A. - knattspyrna.“ Kaupvangsstræti 4. Til sölu 176 fm mjög gott skrifstofu- eða verslunar- húsnæði á annarri hæð í góðu ásig- komulagi. Eignin er vel staðsett í miðbæ Akueyrar, á horni Kaupvangsstrætis og Skipagötu. Tilboð óskast. Nánari upplýsingar eru veittar á fasteignasölunni Byggð. FASTÉieNASALAN BYG(iI) ttKIKitt1 - Þeim fjölgar stöðugt sem njóta hinna góðu áhrifa ÖSTRIN PLIS. Er orkuleysið, stressið og einbeitingar- skorturinn ennþá að angra þig? ÖSTRIIV PLIJS gæti verið lausnin! Frábter fœðubót í dagsins önnl Heilsy hornio ítsöliistaðir: • Heilsuhúsiö, Kringlunni • Mitt í náttúrunni, Laugavegi 53 • Hollt og gott, Skagaströnd • Stúdíó Dan, ísafirði Skipagötu 6, Akureyri, sími/fax 462 1889. Morgunblaðið/Kristján PALMI Stefánsson í verslun sinni í Sunnuhlíð. Tónabúðin fagnar 30 ára afmæli Mikilvægt að fylgj- ast með nýjungxnn „ÞAÐ skiptir miklu að fylgjast vel með öllum hræringum á þessum vettvangi og vera vakandi fyrir nýjungjum," segir Pálmi Stefáns- son, eigandi Tónabúðarinnar í Sunnuhlíð á Akureyri, sem einnig rekur útibú á Laugavegi 163 í Reykjavík, en þrjátíu ár eru í dag, 15. október, frá því verslunin hóf starfsemi. Tónabúðin hefur verið í verslun- armiðstöðinni í Sunnuhlíð frá því í nóvember 1982, en var áður m.a. í Gránufélagsgötu 4 og Hafnar- stræti 106.1 fyrstu seldi Tónabúð- in einkum hljómplötur og iítið eitt af hljóðfærum. Fyrstu árin voru hljómplöturnar fluttar inn frá Bandaríkjunum, Noregi og Svíþjóð og stóð innflutningur yftr í nokkur ár eða þar til losna fór um höft; ein verslun í bænum hafði samið við flesta helstu innflytjendur og plötuútgefendur íslenskra hljóm- platna um að selja ekki öðrum verslunum á Akureyri plötur. Árið 1967 hóf Tónabúðin að gefa út hljómplötur og var Tónaút- gáfan stofnuð í framhaldi af því sem um tíma varð töluvert um- svifamikil, gaf m.a. út Lifun með Trúbroti og fleiri vinsælar plötur. Fyrstu plöturnar sem Tónabúðin gaf út voru með Póló og Bjarka og Póló og Erlu. Eftir að útsendingar sjónvarps náðust á Akureyri 1968 var byijað að selja sjónvarpstæki, þá hljóm- flutningstæki og myndbandstæki og var þessi þáttur í rekstrinum nokkuð stór um árabil. Fyrir nokkrum árum, árið 1989, var ákveðið að breyta áherslum í reksti verslunarinnar, hætt var selja tæki, en þeim mun meiri áhersla lögð á hljóðfæri, hljóðfæramagn- ara og slíkar vörur. Á síðari árum hefur Tónabúðin fengið umboð fyrir nokkra heimsþekkta fram- leiðendur á því sviði. Þá eru einnig seldir geisladiskar í versluninni. I tilefni afmælisins verður næstu daga veittur afsláttur af ýmsum hljóðfærum. Breytingar á vinnu- markaði DR. INGI Rúnar Eðvarðsson heldur opinn fyrirlestur við Háskóiann á Akureyri næstkomandi fimmtudag, 17. október í húsnæði háskólans við Þingvallastræti í stofu 16 á fyrstu hæð, en hann hefst kl. 17. Fjallað verður um breytingar á vinnumarkaði hin síðari ár, svo sem vaxandi atvinnuleysi, aukna at- vinnuþátttöku kvenna, fjölgun þjón- ustustarfa, sveiganleika fyrirtækja, menntun og framtíðarhorfur á vinnumarkaði. Ingi Rúnar lauk fil.dr. prófi í félagsfræði frá Lundarháskóla í Svíþjóð 1992. Hann hefur fengist við ritstörf og kennslu síðari ár og ritað fjölda tímaritsgreina um þróun atvinnulífs auk þess að skrifa bók- ina Prent eflir mennt: Saga bóka- gerðar frá upphafi til síðari hluta 20. aldar, en hún er hluti af safni Iðnsögu Islendinga. Fyrirlesturinn er sá fyrsti í röð fyrirlestra sem haldnir verða við Háskólann á Akureyri í vetur og ljalla um þróun íslenska þjóðfélags- ins hin síðari ár. -----» ♦ ♦--- Iðja, félags verksmiðjufólks Lægstu launataxtar stórhækki FÉLAGSFUNDUR Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri og ná- grenni krefst þess að tryggt verði í komandi kjarasamningum að lægstu launataxtar stórhækki ásamt auknum kaupmætti, þannig að lægstu laun verði sambærileg við niðurstöður Kjararannsóknar- nefndar um greidd dagvinnulaun. Þá skoraði fundurinn, sem hald- inn var um helgina, á ríkisvaldið að taka aftur upp tengingu bóta almannatrygginga við laun. I » I \ I I \ \ I I l I I ! I í I i [ ! I ! : +

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.