Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 56
4 MORGUNBLAÐffl, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl 1 IÁCMMÍKSOFNÍM1 ENQN HMETNi ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK < Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson VINDHRAÐINN mældist 82 hnútar á ísafirði um klukkan 15.15 í gær, sem er eitt mesta hvassviðrið seinustu misserin. Tók niðrí við Isafjörð TOGARINN Múlaberg frá Ólafsfirði tók niðri í mynni ísafjarðarhafnar í gær og var vindur svo rnikill að 6kki var hægt að losa skipið fyrr en lægði eftir um þijár klukkustund- ir. Engin hætta er talin hafa verið á ferðum, samkvæmt upplýsingum frá ísafjarðarhöfn. Það sé ekki óal- gengt í veðurofsa að skip festist þama, í sandrennu skammt frá flug- vellinum á ísafirði. „Þetta var eina umferðin í dag,“ sagði Hermann Halldórsson flug- radíómaður hjá flugtuminum á ísafirði, en flugumferð um völlinn féll niður vegna veðurs. Skipið losn- aði af eigin rammleik um klukkan hálffímm, en reynt hafði verið að toga það út fyrr um daginn án árangurs. Mikið hvassviðri Mikið hvassviðri var á ísafjarð- ardjúpi í gær, norðaustanátt og mældist vindhraðinn 82 hnútar um klukkan 15.15 í gær, sem er eitt mesta hvassviðrið seinustu misserin að sögn Hermanns. Tólf vindstig eða fárviðri eru miðuð við 64 hnúta eða meiri vindhraða. Hermann seg- ir að langminnugir menn fullyrði að dæmi séu um að vindhraðinn hafi mælst allt að hundrað hnútar, en fjögur ár eru síðan farið var að tölvuskrá þessar mælingar. Fyrir skömmu mældist vindhraðinn 77 hnútar og fuku þá meðal annars þakplötur, en ekki urðu teljandi skemmdir sökum veðurofsa í gær. Síldarkvóti samsvarar 1501 af þorski Aflahlutdeild kostar 90 millj. VERÐ á síldarkvóta íslensku síldar- innar, sem veiðist suður og suðaustur af landinu, jafngildir nú um 150 tonnum af þorski, hvort sem um er að ræða aflamark, þ.e. kvóta til eins árs, eða varanlegan kvóta, aflahlut- deild. Miðað við að verð á aflamarki í þorski sé nú um 70 krónur á kílóið er verð á síldarkvóta til eins árs því um 10,5 milljónir króna en miðað við 600 króna kílóverð á varanlegum þorskkvóta kostar varanlegur síld- arkvóti nú 90 milljónir króna. Þessar tölur eru byggðar á upplýs- ingum frá Bimi Jónssyni kvótamiðl- ara hjá LÍÚ. Við upphaflega úthlutun síldar- kvóta var úthlutað 87 kvótum, sem hver veitti rétt til að veiða 1,1090946% síldaraflans. Sú deilitala er enn notuð og gaf á síðustu vertíð heimild til að veiða 1.386 tonn en á þessu ári er hver kvóti 1.220 tonn. Vegna viðskipta með kvóta í gegn- um tíðina hefur kvótaeignin færst á færri hendur og í lok september sl. voru síldarkvótar skráðir á 68 skip. Sum þeirra eru skráð fyrir 5-6 föld- um kvóta, Húnaröst á t.d. 4-5% kvót- ans. Börkur NK og Glófaxi VE eru skráð með yfir 6.000 tonna síldar- kvóta í ár. Björn Jónsson segir að um nokk- urt skeið hafí um 10-12 síldarkvótar verið á höndum aðila sem ekki hafí nýtt þá sjálfir heldur ráðstafað þeim, flestir í skiptum innan kvótaárs, sem leigukvóta, en einstaka sem varan- legum kvóta og ævinlega í skiptum fyrir 120-150 tonn af aflahlutdeild í þorski eða öðrum tegundum. Pening- ar skipti ekki um hendur í þessum viðskiptum. Innflutningur notaðra bíla orðinn 207« Rangt kaupverð kært NOKKUR tollalagabrot í tengslum við innflutning á notuðum bifreiðum hafa verið kærð til Rannsóknarlög- reglu ríkisins að sögn Sigurgeirs A. Jónssonar ríkistollstjóra. Hafa tollyfirvöld staðreynt í nokkrum tilvikum að innflytjendur notaðra bifreiða hafí lagt fram ranga kaupverðsreikninga til þess að lækka vörugjöld. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er kaupverð á annað hundrað bíla til athugunar. Búið var að flytja tæplega 1.240 notaða bíla til landsins hinn 4. októ- ber og munu það vera rúm 20% af heildarinnflutningi á bílum. ■ Söluverð/12 Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að afloknum 32. landsfundi Fundurinn hefur styrkt stöðu flokksins mikið Morgunblaðið/Sverrir DAVÍÐ Oddsson og Friðrik Sophusson voru ánægðir þegar niðurstöður í kosningu formanns og varaformanns flokksins lágu fyrir á landsfundinum á sunnudag. Davíð hlaut 870 at- kvæði í formannskjörinu eða 90% greiddra atkvæða og Frið- rik 706 atkvæði eða 76,16%. Jörð skalf sunnan- lands VEÐURSTOFUNNI bárust tilkynn- ingar um jarðskjálfta af sunnan- verðu landinu og allt vestur í Búðar- dal um kl. 21 í gærkvöldi. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir upptök skjálftans nokkurn veg- inn miðja vegu á milli Ingólfsfjalls og Úlfljótsvatns. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar gefa til kynna að skjálftinn hafi verið 3,9 á Richter- kvarða. Ragnar segist tengja skjálftann skjálftahrinu á Hengilsvæðinu norð- an Hveragerðis undanfarin ár. Jarð- skjálftahrinan hefði á tímabili virst stefna að upptökum skjálftans. „Sú hrina fór hins vegar frekar til vest- urs, í Skarðsmýrarfjöll og þangað, en hún er greinilega ekki alveg búin enn og kemur þarna fram,“ sagði hann. Tengist jarðhræringum í Vatnajökli Ragnar taldi að skjálftinn gæti tengst jarðhræringunum á Vatna- jökli. „Eg lít svo á að spennubreyt- ingin í Vatnajökli fyrir um tveimur vikum fari eins og bylgja um landið og geti ýtt undir jarðskjálfta sem hvort sem er hafi verið að bijótast út. Hún sé meira eins og gikkurinn en að hún valdi jarðskjálftanum," sagði hann. Ragnar nefndi að borist hefðu til- kynningar um jarðskjálftann úr Biskupstungum, af Seltjarnarnesi og allt vestur í Búðardal. Næst upp- —«*ökum skjálftans voru dæmi um að hlutir dyttu úr hillum. „STEFNAN er mjög afgerandi og traust. Það er enginn bilbugur á mönnum. Það örlaði mjög lítið á ágreiningi í öllum helstu málum,“ sagði Davíð Oddsson, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðisflokks- ins, í samtali við Morgunblaðið að afloknum 32. landsfundi flokksins á sunnudag. Davíð var endurkjörinn formaður flokksins á fundinum með 90% greiddra atkvæða og Friðrik Sophusson var endurkjörinn varafor- maður með 76,16% atkvæða. Dayíð sagðist hafa á tilfínningunni að fundurinn hefði styrkt stöðu Sjálf- stæðisfiokksins mjög mikið og væri traustur bakgrunnur fyrir ráðherra flokksins. Miðstj órnarkj ör Fimm konur náðu kosningu til miðstjórnar af ellefu fulltrúum sem kjörnir voru og urðu konur í fjórum efstu sætunum. Magnea Guðmunds- dóttir frá Flateyri hlaut flest atkvæði í miðstjórnarkjörinu. Talsverð átök urðu við afgreiðslu á sjávarútvegsmálaályktun flokksins á landsfundinum sem samþykkt var með talsverðum breytingum frá upp- haflegum drögum með miklum meiri- hluta atkvæða. í ályktuninni segir m.a. að landsfundurinn telji skynsam- legast að byggja á núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfí, sem hafi m.a. gert sjávarútveginum kleift að kom- ast í gegnum erfiðleika seinustu ára en jafnframt telur fundurinn að kerfi fískveiðistjórnunar þurfí að sæta stöðugri endurskoðun. Málamiðlun náðist milli stuðningsmanna veiði- leyfagjalds og sjávarútvegsráðherra o.fl. um tillögu þar sem segir að tryggja þurfi eftir föngum að arðsemi fískistofnanna verði sem mest og í þágu þjóðarinnar allrar enda séu fiskistofnarnir í hafinu sameign hennar. ÁTVR verði lögð niður og skylduáskrift RUV afnumin í ályktunum landsfundarins er m.a. lagt til að ÁTVR verði lögð nið- ur og sala áfengis gefín frjáls, skylduáskrift að ríkisfjölmiðlum verði afnumin nú þegar, einstaklingar geti valið á milli lífeyrissjóða, byggingar- sjóðir ríkisins og verkamanna verði sameinaðir í sjálfstæða lánastofnun sem verði einkavædd fyrir aldamót og jafnréttismál verði flutt úr félags- málaráðuneyti í forsætisráðuneytið. Aðspurður hvort einstakar breyt- ingar á stefnu flokksins í ályktunum gerðu sjálfstæðismönnum erfítt fyrir í ríkisstjórnarsamstarfinu sagði Dav- ið Oddsson m.a.: „Það kemur fyrir að í ályktunum séu ákvarðanir, sem landsfundurinn vill að lögð sé áhersla á, sem myndi sjálfsagt standa í okk- ar samstarfsflokki. Landsfundarfull- trúar gera sér alveg grein fyrir því að við erum í stjómarsamstarfí og höfum gert stjórnarsáttmála. Við getum unnið okkar málum fylgis og mælt fyrir þeim en við getum auðvit- að ekki skuldbundið ríkisstjómina til að framkvæma alla þá þætti sem við kynnum að vilja hér.“ ■ 5 konur/13 ■ Tekist á/28-29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.