Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ljóska Hví ætti ég að fara í skóla? Vegna Verðirnir munu hata mig! Það eru Hvemig kemst ég yfir þess að þú getur ekki falið þig engir verðir ... þeir heita kennar- virkisgröfina? undir rúmi til eilífðarnóns! ar. JMfcgnnWafeifc BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Safnaðarstarf í Seljakirkju Frá Önnu Sjöfn Óskarsdóttur: HVERT haust kallar fólk til starfa af endurnýjuðum krafti. Kirkjan er þar engin undantekning. í Selja- kirkju í Breiðholti er boðið upp á öflugt starf á þessu hausti sem áður og ber fyrst að nefna guðs- þjónustur safnaðarins. Hvern sunnudag er bamaguðsþjónusta kl. 11 og almenn guðsþjónusta kl. 14. Á miðvikudögum kl. 18 eru svo fyrirbænaguðsþjónustur í kirkjunni. Virka daga er boðið upp á ann- að fjölbreytt starf og má þar fyrst nefna starf fyrir stúlkur og drengi. Starf þetta er rekið í samstarfi við KFUM og K. Stúlknastarfið er á mánudögum og eru 6-9 ára stúlkur kl. 17.15 en 10-12 ára kl. 18.30. Starf fyrir drengi á aldrin- um 9-12 er á fímmtudögum kl. 17.30. Æskulýðsstarf er á miðviku- dögum kl. 20 og þar er starf fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. í æskulýðsstarfinu er fléttað saman kristilegri boðun, fræðslu og skemmtun auk þess sem tekið er þátt í sameiginlegu starfí með öðrum æskulýðsfélögum Reykja- vikurprófastsdæma. Á þriðjudögum milli kl. 10 og 12 eru mömmumorgnar. Þar hitt- ast heimavinnandi foreldrar til að spjalla og börnin hittast í leik. í Seljakirkju starfar kvenfélag sem heldur fundi fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá sem hæfír konum á öllum aldri. Auk þessa er starfandi kvennakór- inn Seljur í tengslum við kvenfé- lagið. Æfingar kvennakórsins eru á mánudagskvöldum. Til að efla og auðga tónlist við guðsþjónustur safnaðarins eru starfandi tveir kórar. Kór Selja- kirkju heldur sínar æfingar á þriðjudagskvöldum. Auk þess starfar barnakór í tveimur aldurs- deildum, 7-9 ára og 10 ára og eldri. Æfíngatími yngri hópsins er á fímmtudögum en eldri hópur- inn æfir á þriðjudögum og fimmtu- dögum. Kórarnir starfa að ýmsum verkefnum og þess ber að geta að auk þess að taka þátt í helgi- haldi kirkjunnar koma kórarnir fram á tónleikum og við ýmis önn- ur tækifæri. Með þessari upptalningu er dag- skrá starfsins í Seljakirkju ekki nærri tæmd. í kirkjumiðstöðinni er öflugt AA og AlAnon-starf á sunnudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og laugardögum. Einnig er frímerkjaklúbbur með starfsemi fyrir yngri íbúa sóknar- innar á fimmtudagseftirmiðdög- um. Nánari upplýsingar sem varða kirkjustarfið er hægt að fá í síma kirkjunnar, 5670110. Að búa við kirkju sem iðar af lífi og starfi sem er unnið Guði til dýrðar og fólki til uppbyggingar er takmarkið hér í Seljasókn. Til að ná þessu markmiði erum við öll ábyrg. ANNA SJÖFN ÓSKARSDÓTTIR. Hvad skal segja? 38 Væri rétt að segja: Hann rétti mér hægri hendina. Svar: Orðið hönd beygist í eintölu: hönd, hönd, hendi, handar, svo að rétt væri: Hann rétti mér hægri höndina. Hins vegar væri rétt að segja: Hann gerði það með hægri hendinni. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.