Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Verðmæti sjávarútvegsfyrirtækja Fyrirtæki Nafnverð hlutafjár Gengi 11.okt.96 Markaösverö 1. Sildarvinnslan 400.000 12,00 kr. 4.800.000 2. Grandi 1.194.500 3,90 4.658.550 3. Útgerðarfélag Akureyringa 918.000 5,00 4.590.000 4. íslenskar sjávarafurðir ««6~* 900.000 4,85 4.365.000 5. Haraldur Böðvarsson 645.000 6,45 4.160.250 6. SR-mjði 812.500 4,15 3.371.875 7. Hraðfrystihús Eskifjarðar 346.000 8,75 3.027.500 & Þormóður rammi 601.120 5,00 3.005.600 9. Wnnslustöðln - sft - 794.200 3,65 2.898.630 10. Sölus. ísl. fiskramleiðenda 650.000 3,30 2.145.000 11. Skagstrendingur 262.000 6,55 1.716.100 1Z Borgey - 426.278 3,70 1.577.229 13. Krossanes 139.000 7,00 973.000 14. Fiskiðjusamlag Húsavíkur 288.000 2,45 705.600 15. Meitilinn *•- 450.000 1,50 675.000 16. Tangi 301.993 1,95 588.886 17. Búlandstindur ◄►-« 297.403 1,80 535.325 18. Ámes 260.000 1,32 343.200 19. Snæfellingur -<- 236.057 1,40 330.480 Sjávarútvegur samtals 9.922.051 44.467.425 Síldarvinnslan hf. verðmætasta sjáv- arútvegsfyrirtækið SÍLDARVINNSLAN hf. í Nes- kaupstað er nú orðin verðmætasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins þegar litið er til markaðsvirðis hlutafjár. Hlutabréfin hafa hækk- að hratt í verði undanfarið og var gengi þeirra komið í 12 í viðskipt- um á Verðbréfaþingi á föstudag sem er um 3,5-földun frá áramót- um. Áður hafði Grandi hf. skipað efsta sætið á listanum yfir verð- mætustu sjávarútvegsfyrirtækin á hlutabréfamarkaði. Væntíngar um mikinn hagnað á næsta ári Miðað við gengi í viðskiptunum á föstudag nemur markaðsvirði fyr- irtækisins 4,8 milljörðum króna. Markaðsvirði Granda er aftur á móti 4.658 milljónir og verðmæti Útgerðarfélags Akureyringa hf. 4.590 milljónir, eins og sést á með- fylgjandi töflu. Góð afkoma Síldarvinnslunnar á fyrri helmingi ársins þrýsti mjög upp verði hlutabréfa í fyrirtækinu og væntingar um mikinn hagnað á næstu misserum hafa bætt um bet- ur. Einn viðmælandi Morgunblaðs- ins á verðbréfamarkaði orðaði það raunar svo að „Síldarvinnslan myndi mala gull“ ef næsta loðnu- vertíð yrði eitthvað í líkingu við síð- ustu vertíð. Til viðbótar hefði fyrir- tækið síldarkvóta sem yrði auðvelt með að nýta. Þá væri í byggingu frystihús sem myndi auka gríðar- lega afkastagetu fyrirtækisins í loðnufrystingu og síðast ekki síst væri Síldarvinnslan dæmi um mjög vel rekið fyrirtæki. Sértilboð til London 28. október frá kr. 16.930 Nú bjóðum við síðustu sætin á sértilboði þann 28. október, hvort sem þú vilt aðeins flugsæti eða gista á einu vinsælasta hótelinu okkar, Inverness Court, einföldu og góðu hóteli skammt frá Oxfordstræti. Öll herbergi með sjónvarpi, síma og baðherbergi. Að auki getur þú valið um fjölda annarra hótelkosta í hjarta Lundúna. Síðustu sœtin 28. október Verð kr. 16.930 Flugsæti. Verö meö flugvallasköttum, mánudaga til fimmtudaga í október. Verð kr. 19.930 HEIMSFERÐIR M.v. 2 í herbergi, Inverness Court hotelmeö morgunveröi, 28. okt., 3 nætur. Skattar innifaldir. Austurstræti 17, 2. hæð. S(mi 562 4600 VIÐSKIPTI Þróunarsjóður hafnar kröfum Mata og 22 tengdra aðila um forkaupsrétt að bréfurn í Búlandstindi hf. Krafist lögbanns á sölu bréfanna HEILDVERSLUNIN Mata hf. hefur ásamt 22 tengdum aðilum krafist lögbanns á sölu hlutabréfa Þróunar- sjóðs sjávarútvegsins í Búlandstindi hf. á Djúpavogi. Sjóðurinn hafði áður hafnað beiðni þessari aðila um að neyta forkaupsréttar að bréfunum. Tildrög málsins eru þau að ísfélag Vestmannaeyja hf. sendi inn tilboð í hlutabréf sjóðsins þann 26. ágúst sl. og samþykkti stjórn sjóðsins að taka tilboðinu þann 27. ágúst, eins og fram hefur komið. Bréfin eru að nafnvirði 70 milljónir og miðaðist tilboðið við gengið 1,15. Hins vegar áttu starfsmenn og hluthafar rétt á að ganga inn í tilboð- ið samkvæmt lögum og bar sjóðnum að skipta bréfunum jafnt á milli þeirra. Sjóðurinn hafði strax sam- band við Búlandstind og óskaði eftir yfirliti yfír eigendur og starfsmenn, þannig að hægt væri að bjóða þeim að neyta forkaupsréttar miðað við gengið 1,15. Þessir aðilar fengu bréf þessa efnis dagsett 3. september þar sem þeim var gerð grein fyrir tilboði ísfélagsins og fengu þeir frest til 24. september til að nýta sinn for- kaupsrétt. Um svipað leyti urðu töluverð við- skipti með bréf í fyrirtækinu, bæði bréf úr hlutafjáraukningu Búlands- tinds og eigin bréf fyrirtækisins. Hækkaði gengi bréfanna verulega í viðskiptum á Opna tilboðsmarkaðn- um á skömmum tíma eða fram til 20. september úr 1,2 í 2,25. Þá var orðið ljóst að væntanlegir kaupendur hlutabréfa Þróunarsjóðs myndu hagnast umtalsvert, þar sem kaup- gengi bréfanna yrði langt undir markaðsvirði þeirra. Gilti þá einu hversu stór hlutur þeirra er í fyrir- tækinu þar sem bréfin skiptast jafnt á kaupendur, óháð núverandi hluta- fjáreign, eins og fyrr segir. Ekki staðið eðlilega að málum Þróunarsjóður sjávarútvegs hef- ur nú viðurkennt forkaupsrétt um 40 starfsmanna og hluthafa Bú- landstinds til að nýta forkaupsrétt- inn, en hafnað kröfum Mata og tengdra aðila þar að lútandi. Mata keypti hlutabréf í Búlandstindi þann 20. september að nafnvirði 190 þúsund, eða skömmu áður en heim- ild hluthafa til að neyta forkaups- réttar rann út. Mata endurseldi bréfin síðan til 22 aðila mánudaginn 23. september. Þann sama dag komu talsmenn hópsins að máli við starfsmenn sjóðsins og kröfðust þess að neyta forkaupsréttar að hlutabréfunum í hlutfalli við þennan fjölda. Að sögn Hinriks Greipssonar, for- stöðumanns Þróunarsjóðs, varð það niðurstaða stjórnar sjóðsins að ekki hefði verið staðið eðlilega að málum í tilviki Mata. „Við viðurkennum þá ekki serp forkaupsréttaraðila af því þeir voru ekki eigendur bréfanna þann dag sem stjórn sjóðsins ákvað að taka tilboðinu. Ég trúi því ekki að löggjafinn ætlist til þess að elta eigi uppi nýja eigendur og nýja starfsmenn fram á síðasta forkaups- réttardag," sagði Hinrik. Fulltrúi sýslumanns tók sér frest til dagsins í dag til að úrskurða í málinu. Sótt um skráningu verðbréfasjóða Kaupþings í Lúxemborg Sala skírtema nemur rúmum milljarði kr. KAUPÞING hf. hefur nú selt hlut- deildarskírteini í hinum nýju verð- bréfasjóðum sínum í Lúxemborg fyr- ir rúmlega einn milljarð króna. Þar fyrir utan er gert ráð fyrir að ein- hveijir hafi fest kaup á bréfum án milligöngu fyrirtækisins en ekki lágu fyrir upplýsingar um þær fjárhæðir í gær. Upphaflegu sölutímabili bréf- anna lauk í gær og verður gengi þeirra birt í kauphöllinni í Lúxem- borg einhvern næstu daga. Sigurður Einarsson, starfandi for- stjóri Kaupþings hf., sagði að all- margir aðilar væru með það í skoðun að fjárfesta í sjóðunum þannig að vonir stæðu til að verulegar fjárhæð- ir bættust í sjóðina. Hann sagði við- tökurnar betri en búist hefði verið við enda þótt fyrirfram hafi verið búist við miklum áhuga. Kaupendur væru einkum lífeyrissjóðir og ein- staklingar en einnig kæmu fyrirtæki þar við sögu. Eins og fram hefur komið er um að ræða tvo sjóði í upphafí, hluta- bréfasjóð og skuldabréfasjóð, en um 65% fjárins er í skuldabréfasjóðnum. Sigurður kvaðst hins vegar telja að þessi hlutföll ættu eftir að breytast og meira fé fara í hlutabréfín á næstunni. Þessir nýju sjóðir eru umtalsverð viðbót við fjárfestingar íslendinga í erlendum verðbréfum, en þær hafa verið litlar það sem af er árinu. Eign- ir þeirra sjóða Kaupþings sem fjár- festa erlendis nema samtals um 2,5 milljörðum, en nú bætist við einn milljarður, eins og fyrr segir. Sigurður sagði ennfremur að fyrst um sinn yrði lögð áhersla á að mark- aðssetja sjóðina betur hér innanlands og í kjölfarið yrði hafin markaðs- setning erlendis. „Hins vegar er mjög mikilvægt við markaðssetn- ingu erlendis að sjóðirnir séu orðnir þokkalega stórir og að þeir hafi ein- hveija sögu. Ég á ekki von á því að það streymi erlent fé inn í þá í upphafi heldur þegar fram líða stundir. Þá reikna ég fastlega með því að við munum setja upp sérstaka sjóðsdeild sem mun eingöngu fjár- festa í íslenskum verðbréfum, en það hefur þó ekki verið tekin endanleg ákvörðun." Upplýsingar ekki gefnar um eignir erlendra fjárfesta Eigendur bréfa í verðbréfasjóð- um Kaupþings í Lúxemborg þurfa að standa skil á 10% fjármagns- skatti til Islands af vaxtatekjum sínum af bréfunum eins og öðrum vaxtatekjum, að sögn Sigurðar. Kaupþing hagar allri upplýsinga- gjöf sinni um verðbréfasjóði með sama hætti þegar kaupin fara fram fyrir milligöngu fyrirtækisins, hvort sem um er að ræða innlenda eða erlenda sjóði. Hins vegar mun fyrir- tækið hvergi koma þar nærri ef kaupin fara fram milliliðalaust. I Lúxemborg eru í gildi lög sem vernda hagsmuni fjárfesta og upp- lýsingar eru ekki gefnar um eignir erlendra fjárfesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.