Morgunblaðið - 19.10.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.10.1996, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunhlaðið/Jón Svavarsson VERÐLAUNAHÖFUNUM var vel fagnað við komuna í Leifs- stöð. Frá hægri, Berglind Ingvarsdóttir og Benedikt Einarsson, Erla og Arni Þór Eyþórsbörn og Halldóra Sif Halldórsdóttir og Davið Gill Jónsson. Tóbaksvarnir ræddar á Alþingi Tengsl tóbaks- verðs og vísi- tölu ^erði slitin íslendingar keppa í dansi á Englandi Dansað til sigurs DANSPÖRIN sem sýndu leikni sina á dansmótum í Englandi í vikunni komu heim í gær með samanlagt 20 verðlaunagripi í farteskinu. Suður-amerískir dansar lágu vel við íslendingun- um ungu en þrjú pör sópuðu að sér verðlaunum í m.a. rúmbu; djæf, cha cha og Paso doble. I flokki 12-15 ára sigraði danspar- ið Benedikt Einarsson og Berg- lind Ingvarsdóttir í þremur mót- um víðs vegar um England. I flokki 11 ára og yngri sigr- uðu Halldóra Sif Halldórsdóttir og Davíð Gill Jónsson á London Open Championship mótinu og komust i úrslit í öðrum mótum sem þau tóku þátt í. Dansað frá morgni til kvölds Systkinunum Erlu og Árna Þór Eyþórsbörnum gekk einnig mjög vel en þau kepptu í flokki 16 ára og eldri. Þau komust m.a. i undanúrslit í International keppninni sem þykir mjög góður árangur. Síðan svifu þau um dansgólfið í Royal Albert Hall ásamt 24 bestu pörum heims. „ Við áttum ekki von á að sigra í þremur danskeppnum því sam- keppnin var mikil, til dæmis kepptu 100 pör í okkar aldurs- flokki á einu mótinu,“ sagði Berg- lind Ingvarsdóttir í samtali við Morgunblaðið. „í fimm daga var dansað næstum stanslaust frá morgni til kvölds. Það er mjög erfitt en auðvitað er gaman þegar vel gengur,“ sagði dansherra Berglindar, Benedikt Einarsson. Berglind og Benedikt eru 14 ára og hafa dansað saman í fimm ár. Þau Davíð GiII og Halldóra Sif eru ekki gömul í hettunni enda aðeins 11 ára en hafa þó keppt fjórum sinnum áður á erlendum mótum. „Okkur gekk sérstak- lega vel í þetta skipti en saman- lagtfengum við 11 bikara," sagði Halldóra Sif. „Við höfum dansað saman í sex ár en ég bauð Halldóru Sif fyrst upp í dans þegar við vorum fjög- urra ára,“ bætti Davíð við hreyk- inn á svip. TILLAGA til þingsályktunar, sem miðar að því að tengsl tóbaksverðs og lánsfjárvísitölu verði rofin, var tekin til fyrstu umræðu á Alþingi sl. fimmtudag. Varð tillagan tilefni líflegra skoðanaskipta þingmanna um stefnu í tóbaksvarnarmálum. Fyrsti flutningsmaður tillögunn- ar er Þuríður Bachman, Alþýðu- bandalagi, en auk hennar og flokksbróður hennar Svavars Gestssonar standa þingmenn úr Framsóknarflokki, þingflokki jafn- aðarmanna og Kvennalista að til- lögunni. Að sögn framsögumanna er til- lögunni ætlað að þjóna sem innlegg í forvarnir gegn tóbaksneyzlu, ekki sízt í því skyni að hamla gegn tób- aksneyzlu unglinga. Vísa þeir til þess, að almennt sé viðurkennt, að sterk tengsl séu milli tóbaks- verðs og tóbaksneyzlu. Hingað til hafi það hins vegar hamlað gegn hækkunum tóbaksverðs í forvarna- skyni, að mið er tekið af því við útreikning vísitölu neyzluverðs. Lagt er til, að þessi tengsl tób- aksverðs og vísitölu verði slitin og reiknuð verði sérstök vísitala án tóbaks til að nota við ákvarðanir um lánskjör. Nú þegar hafi þrjú Evrópulönd, Belgía, Frakkland og Lúxemborg, kosið að fara þessa leið, í samræmi við tilmæli frá Evrópusambandinu og Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni. Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, tók undir að æskilegt væri að hækka tóbaksverð, en hann varaði við aðgerðum sem hrófluðu við útreikningi vísitalna, þar sem slíkt væri til þess fallið að auka óvissu á lánamarkaði og gæti þannig átt þátt í því að halda vöxt- um háum. Samningur um endurvinnslu drykkjarumbúða Getur sparað s veitar félögum tugi milljóna SORPA hefur gert samning við Norsk Returkartong AS um endur- vinnslu drykkjarumbúða úr pappa, s.s. mjólkur-, grauta- og ávaxta- safaumbúðir. Með endurvinnslunni er hægt að draga verulega úr sorp- hirðukostnaði sveitarfélaga. Drykkjarvöruumbúðir úr pappa hefur hingað til ekki verið hægt að endurvinna vegna plasthúðar á umbúðunum og álþynnu innan í mörgum þeirra. Með nýrri tækni á þessu sviði hefur þessi möguleiki opnast og býður Norsk Returkar- tong upp á þessa þjónustu. Að sögn Ógmundar Einarssonar, framkvæmdastjóra Sorpu, geta sveitarfélög sparað stórfé í sorp- hirðu með endurvinnslu drykkjar- umbúða úr pappa. „Hægt er að nota sömu gáma og notaðir eru undir dagblaðapappír fyrir drykkjarumbúðimar. Ef sveitarfé- lögin velja að notfæra sér þennan möguleika munum við hjá Sorpu sjá um að flokka sorpið úr gámun- um. Ég hef bent á það að þrátt fyrir að þyngd drykkjarvöruumbúða sé ekki mikil taka þær mjög mikið pláss, þvi geta sveitarfélögin í al- vöm farið að huga að því að breyta sorphreinsuninni úr vikulegri hreinsun í hálfsmánaðarlega og sparað með því tugi milljóna." Samstarf við Mjólkursamsöluna Sorpa hefur einnig skrifað undir samstarfssamning við Mjólkursam- söluna um að auglýsa og kynna þennan endurvinnslumöguleika og segir Ögmundur að með samstarfs- samningnum sé Mjólkursamsalan fyrst íslenskra fyrirtækja sem kosta einhveiju fé til að kynna möguleika á að endurvinna eigin umbúðir. Ferðabanni um Yatnajökul aflýst ALMANNAVARNIR ríkisins hafa ákveðið að aflétta banni við ferða- lögum inn á Vatnajökul, í kjölfar þess að jarðvísindamenn hafa staðfest að eldgosi þar sé lokið. Sýna ber varúð á jöklinum Almannavarnir brýna þó fyrir fólki að sýna ýtrustu varúð og vera ekki á ferð í nágrenni gos- svæðis nema í góðu skyggni. Ástæða viðvörunarinnarer sú að sprungur hafa myndast í grennd við gosstöðvarnar og fara þær hægt stækkandi, sökum þess að jökullinn sígur inn að gosspr- ungunni og er talið mögulegt að sprungur muni á næstunni ná eitt- hvað út fyrir svæðið. Reuter BOUTROS Boutros-Ghali, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, undirritar innsetningar- skjöl dómaranna við Hafréttardóminn. Guðmundur Eiríksson er lengst til vinstri í hópi dómaranna. Hafréttardómur tek- ur formlega til starfa ALÞJÓÐLEGI hafréttardómurinn í Hamborg tók í gær formlega til starfa, er dómararnir, þeirra á með- al Guðmundur Eiríksson, fyrrver- andi þjóðréttarfræðingur utanríkis- ráðuneytisins, sóru eiðstaf við há- tíðlega athöfn í ráðhúsi Hamborg- ar. Sendimenn um 130 ríkja voru viðstaddir og var fulltrúi Islands Helgi Ágústsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins. Ræðumenn við athöfnina voru Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Klaus Kinkel utanríkisráðherra Þýzkalands, Henning Voscherau, borgarstjóri Hamborgar, og Thom- as A. Mensah frá Ghana, forseti Hafréttardómsins. í gær var einnig lagður hom- steinn að nýrri byggingu Hafréttar- Guðmundur Eiríksson einn dómara sem sóru eiðstaf í gær dómsins. Hún á að verða tilbúin að tveimur árum liðnum, en dómstóll- inn starfar nú í bráðabirgðahús- næði, sem Þýzkaland leggur honum til. Seta íslendings og Breta í dómnum táknræn Helgi Ágústsson sagði í samtali við Morgunblaðið að það markaði þáttaskil fyrir ísland og önnur ríki, sem ættu hagsmuna að gæta á hafinu, að dómurinn tæki til starfa. Nú væri í fyrsta sinn kominn dóm- stóll, sem sérstaklega ætti að taka á hafréttardeilum. „Það má segja að það sé táknrænt að hér situr annars vegar íslendingur og hins vegar brezki dómarinn, David And- erson, sem var þjóðréttarfræðingur í brezka utanríkisráðuneytinu í fisk- veiðideilum íslands og Bretlands 1972-1976,“ sagði Helgi. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar hafa dómararnir við Hafréttardóm- inn að undanförnu einbeitt sér að undirbúningsvinnu, til dæmis samn- ingu starfsreglna dómsins, og er því verki enn ekki lokið. Guðmund- ur segir að berist skyndilega mál, sem krefjist skjótrar úrlausnar, geti dómurinn þó tekið það til með- ferðar. Enn hefur engum málum verið vísað til dómsins. : i 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.