Morgunblaðið - 19.10.1996, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 19.10.1996, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 29 NEYTENDUR McDonald's og KS| bjóða hefipnum vinningshafa á leik íslands og Irlands á Irlandi þann 10. nóvember nk. 96 97 Getraunaseðlar fylgja með Stjörnumáltíðum og landsleikstilboði hjá McDonald’s til 27. október. VILTU VINNA FERÐ TIL ÍRLANDS? Sjálfsafgreiðslu- afsláttur ER þetta fiskurinn sem aðrir vildu ekki? Morgunblaðið/Þorkell Nýttu þér 2 kr. sjálfsafgreiðsluafslátt af hverjum lítra af eldsneyti á eftirtöldum þjónustustöðvum Olís. • Sæbraut við Kleppsveg • Mjódd í Breiðholti • Gullinbrú í Grafarvogi Fisksalar segja að 80% viðskiptavina kaupi ýsu TLI það séu ekki um 80% sem kaupa alltaf ýsu í matinn“, segir Garðar Smárason eigandi Stjörnufiskbúðarinnar við Háaleitisbraut. „Þar á eftir er það karfi, rauðspretta, steinbítur, ufsi og gellur" sem spurt um. Aðrar tegund- ir fylgja fast á eftir. Búrinn var vinsæll um tíma en það er engin sérstök tegund fyrir utan ýsuna sem er í tísku núna.“ Garðar Einarsson hjá fiskbúðinni Hafrúnu tekur í sama streng og seg- ir ýsuna langvinsælasta og þriðji fisksalinn tók svo sterkt til orða að hann seldi mest af ýsu og væri bara að fylla upp í fiskborðið með hinum fisktegundunum. Unga fólkið kaupir ýsuna í raspi eða sósu Garðar hjá Stjörnufiskbúðinni seg- ir að roskið fólk kaupi ýsuna heila en unga fólkið vilji hana flakaða, roðfletta og beinlausa. „Það er líka mjög vinsælt að fá hana tilbúna í raspi eða sósu.“ Kaupir unga fólkið hnoðmör og harðfisk? „Það er töluvert um það og hnoð- mör hefur verið að sækja í sig veðr- ið. Harðfiskurinn er alltaf vinsæll og það er líka mikið spurt um saltfisk núna.“ Finnst fólki harðfiskur ekki dýr á þriðja þúsund krónur kílóðið? „Það kemur fyrir að fólk spyiji hversvegna harðfiskskílóið kosti þetta mikið. Harðfiskverkandi út- skýrði hinsvegar fyrir mér að í eitt kíló af harðfiski þyrfti 12 kíló af heilum fiski. Það skýrir verðmuninn. Hversu oft í viku heldurðu að fólk borði fisk? „Mín tilfinning er að það sé allt á bilinu einu sinni til þrisvar í viku. Margir viðskiptavinir koma og kaupa hjá mér í soðið þrisvar í viku.“ Þorskurinn miklu betri en ýsan Úlfar Eysteinsson á Þremur frökk- um hjá Úlfari segir ýsuát íslendinga hafa skapast af hefð. „Við seldum og seljum enn þorsk- inn til útlanda því hann er verðmæt- astur og borðum sjálf ýsuna sem ekki er hægt að selja." Úlfar segir að hér áður fyrr hafí enginn viljað kaupa ýsuna af okkur saltaða,’signa eða sem harðfisk. „Við fórum ein- faidlega að borða ýsu því við gátum ekki selt hana. Þessa hefð eigum við eftir að bijóta hvenær sem það nú verður. Fólk á eftir að átta sig á því að þorskurinn er til dæmis miklu betri fiskur en ýsa, safameiri og að öllu leyti skemmtilegri fisktegund. Erlendis tíðkast ekki þetta mikla ýsuát. I Þýskalandi er til dæmis karfi og ufsi algengar tegundir en aðeins einu sinni á ári borða þeir ýsu.“ Matreiðir þú stundum ýsu sjálfur? „Ég er með hana á matseðlinum Nokkrir fisksalar voru teknir tali í vikunni og Guðbjörg R. Guð- mundsdóttir komst að því að flestir kaupa allt- af ýsuflök í matinn. GARÐAR Smárason fisksali segir að unga fólkið vilji ýsu- flakið roðflett, beinhreinsað og helst tilbúið í sósu eða raspi. ÚLFAR Eysteinsson mat- reiðslumaður segist því miður halda að næsta kynslóð komi til með að borða ýsu í raspi eða mauksjóða hana. hjá mér, pönnusteiki hana og velti henni í hveiti og eggi. Stundum raða ég síðan ofan á hana rækju, helli yfir liana hollandersósu, strái yfir osti og gratínera hana. Ég býð hana líka í „orly“-deigi.“ Fólk borðar ekki ýsu á veitingahúsum „Það undarlega er hinsvegar að fólk velur sér annað en ýsu á diskinn sinn þegar það fer út að borða." Úlfar segist selja minnst af ýsu en býður yfirleitt 6-7 físktegundir á matseðlinum. „Ég held að þetta stafi að sumu leyti af þekkingarleysi, fólk er hrætt við að matreiða framandi físk. Hluti skýringarinnar er að margar físktegundir eru oft ekki nógu aðlaðandi í fiskbúðunum. Það er búið að skera lúðuna í kótelettu- sneiðar og þá fæla beinin frá. Hún ætti að vera flökuð roðflett og skor- in í hæfilegar sneiðar þannig að hægt sé að skella henni beint á pönn- una. Það nákvæmlega sama gildir um aðrar tegundir eins og t.d. rauð- sprettu, þú vilt ekki fá hana með haus, sporði og beinum. Þessvegna sitjum við áfram í ýsuátinu", and- varpar Úifar. „Kynslóðin sem tekur við af okkur lendir í þeim hremming- um að borða pylsur, pítsur, hamborg- ara, og ýsuflök í raspi með tómat- sósu eða mauksoðna. Hefurðu tekið eftir því að ýsan vill losna í sundur eða eigum við að segja molna. Þess- vegna nota ég hana alltaf í minn rómaða plokkfisk.“ Saltfiskurinn að týnast Hver er uppáhaldsfiskurinn þinn? „Gellur eru í miklu uppáhaldi og ég held iíka upp á keilu sem er svip- uð og skötuselur þ.e.a.s. kjötið er mjög þétt. Mér finnst saltfiskur líka góður en við erum alveg að týna honum. Hann er flokkaður í fyrsta, annan,_ þriðja og síðan innanlands- flokk. í innanlandsflokknum eru titt- ir sem eru ólíkir þeim þykka og góða saltfiski sem ég ólst upp við.“ Úlfar segir að fiskur sé afskaplega mismunandi eftir árstíðum og fólk eigi að taka mið af því. „Nú er til dæmis rauðsprettutíminn og þá er um að gera að borða mikið af rauð- sprettu. Steinbítur er líka þykkur, fínn og feitur núna og uppúr áramót- um fáum við hrogn og lifur. Loðnan kemur í febrúar og svo mætti áfram telja.“ Ysa í súrsætri sósu Attu auðvelda uppskrift handa þeim sem vilja halda sig við ýsuna ? „Það er heillaráð að eiga súrsæta sósu í ísskápnum. Síðan biður fólk fisksalann sinn að roðfletta og bein- draga ýsuflakið eða þorskflakið ef það þorir að fara ótroðnar slóðir. Þegar heim er komið er flakið skorið í mátulega bita, þeim velt uppúr hveiti og þeir settir á pönnu í olíu með því grænmeti sem til er. Kryddið með hvítlauk, karrý og salti og hellið heitri sósunni yfír. Þetta er réttur sem hægt er að elda á örfáum mínútum. Það tekur bara tíma að sjóða hrísgijónin eða kartöfl- urnar. Það þarf ekki að taka fram að ufsinn verður hvítur við mat- reiðslu sé hann notaður í þennan rétt. Ufsinn er þéttur og passar ein- staklega vel í þennan súrsæta rétt. • Klöpp við Skúlagötu • Háaleitisbraut • Ánanaustum • Hamraborg, Kópavogi • Langitangi, Mosfellsbæ • Reykjanesbraut, Garðabæ • Vesturgötu, Hafnarfírði • Suðurgötu, Akranesi • Básinn, Keflavík____________________léttir þér lífid ^ Úlpur, kr. 7.895 - Húfur,kr. 1.150- Stærðir: 4-16 9.795,-. Treyjur, (úr pile) kr. 3.895 - 4.195,- 2.295,-. Fingravettlingar, kr 1.250 -1.295,- Treflar, kr. 1.095,- 'mUTIUFtm OLÆSIBJE ■ SÍUI 581 2982 - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.