Morgunblaðið - 19.10.1996, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
HÆGT ER að ímynda sér að
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins
hafí yfír öllum grösum og jarðar-
gróða að segja ef undan er skilinn
tijágróður í landinu. Samt heyrist
aldrei neitt frá Rannsóknarstofnun-
inni. Það verður því að virða til betri
vegar kunni eitthvað að vera missagt
í grein þessari. Lita má á hana sem
einskonar rödd úr myrkri.
Aðrar rannsóknarstofnanir láta að
sér kveða og berast kannski meira
á en efni standa til. Það er þó betra
en þegja alveg, jafnvel þótt ýmislegt
sé á sig leggjandi til að ná eftirlauna-
aldri þegjandi. Þess vegna er nú svo
komið, að gömlum bóndasyni úr ein-
um af innstu dölum landsíns er for-
vitni á að vita hvað líður landbúnað-
inum.
Eitthvað er talað um kindur, eitt-
hvað er talað um kýr og eitthvað er
talað um hross. Um þetta þrennt
hefur verið talað í landbúnaði frá
dögum Ara fróða. Seinna bættust
haughænsin við, svínin, kartöflur og
rófur. Sé litið yfír þetta svið einvörð-
ungu sést, að margt væri hægt að
starfa í Rannsóknarstofnun landbún-
aðarins. Og ekki má gleyma mýrun-
um, drullusvöðunum og kílunum með
nautgæfa fergininu og mittisdjúpu
lungnabólguvatni. Þetta væri nú eitt-
hvað til að rannsaka. Könnun mætti
gera á því hve marga
blautu engin drápu
vegna vosbúðar.
Það þykir kannski
ekki hæfa lengur að
tala um blaut engi.
Enda eru komin stígvél
til sögunnar, klofhá
stígvé! og vöðlur. Þessi
fótafatnaður er allur
notaður við laxveiðar.
Hann virðist aldrei hafa
verið ætlaður bændum
sem voru votir í fætuma
fram undir miðja tutt-
ugustu öld og buguðust
vegna kulda á blautum
engjum og í drullusvöð-
um. Fyrir og um 1950
fóru menn um héruð
með stórar vinnuvélar, sem þeir
höfðu lært af útlendingum að nota,
og grófu skurði í mýramar. Þær
þomuðu óðfluga án þess frekar væri
að gert. Sums staðar var þurrum
vellinum breytt í tún. Þetta vannst
mestmegnis fyrir atbeina búnaðarfé-
.laga sem störfuðu þá í hverri sveit
og gera kannski enn.
Nú hefur bændum liðið vel á jörð-
um sínum í nokkum tíma. Þeir geta
komist yfír þvert hlað þurrum fótum
án þess að vera í vöðlum. Svo er
fyrir að þakka lærdóm á vélar hjá
útlendingum. Ekkert
hefur heyrst frá Rann-
sóknarstofnun land-
búnaðarins, hvorki með
eða á móti því að bænd-
ur skuli vera orðnir
þurrir í fætuma. Það
er ekki fyrr en á allra
síðustu tímum, sem í
ljós hefur komið, að
drullusvöðin í landinu,
mýramar og ferginkíl-
arnir eiga sérstaka mál-
svara, einskonar blóma-
fólk og sextíu og átta
kynslóð, sem gengur
fram undir kjörorðun-
um: samfarir í stað
styijalda (Make Love
Not War).
Nú er byijað að fylla þá skurði,
sem grafnir voru til að þurrka land-
ið. Allt skal vera eins og það var.
Blómafólkið varðar meira um fuglinn
í mýrinni en einn bónda blautan í
fætur. Rannsóknarstofnun landbún-
aðarins telur sig ekki tilbúna að svara
því á vísindalegan hátt, að hve miklu
leyti landgæði skerðast við að fylla
skurðina, eða vita yfírleitt nokkumn
skapaðan hlut um lífríkið fram yfír
það, sem kynslóðin með kjörorðið:
Samfarir í stað styijalda, er að segja
þjóðinni.
Kynslóðin með hin stórpólitíska
stefnumið: samfarir í stað styijalda,
lætur nú stöðugt meira til sín taka
á flestum sviðum þjóðlífsins, enda
komin á þann aldur. Hún hefur hug-
myndir um að hún geti allt. Það
getur vel verið að hún geti skamm-
laust haft samfarir án styijalda. Um
það er ekki svo nákvæmlega vitað.
En hún getur ekki stöðvað eðlilega
þróun mannsins í einu eða neinu.
Því þó að frekjan sé mikil og loftið
í manneskjunni haldi henni uppi,
hefur enginn beðið hana að gera Is-
land aftur að mýri.
Þeir sem þreyja þorrann og góuna
í bið eftir starfslokum hjá Rannsókn-
Blómafólkið varðar
meira um fuglinn í mýr-
inni, segir Indriði G.
Þorsteinsson, en einn
bónda blautan í fætur.
arstofnun landbúnaðarins munu ekki
hafa afskipti af blautlendismálum
sextíu og átta kynslóðarinnar. Hún
mun óáreitt og undir kjörorðinu:
samfarir án styijaldar, fá tækifæri
til að hrinda bændum aftur út í fúa-
mýramar. Sumpart er þetta af
hræðslu við kjaftaska, sumpart af
þeirri pólitísku hjarðsýn að forðast
pólitíska sérstöðu, þar sem fjölda-
þögnin bendir til þess að farið skuli
eftir ríkjandi stefnu. Hvort sem veldur
er niðurstaðan sú sama. Draumsýn
sextíu og átta kynslóðarinnar er í
augsýn: spóinn skal hafa meiri rétt
til mýrlendisins en bóndinn til túnsins.
Helst er að heyra á þeim, sem
hafa haft spurnir af Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins að hún sé
einkum önnum kafín í fóðurrann-
sóknum. Vel má vera að þær rann-
sóknir gefí góða raun, enda á allur
dýrakostur í landbúnaði það sameig-
inlegt að éta. Dýr geta verið vönd
að fæðu sinni. Alkunna er, að Sörla,
sem rann Skúlaskeið, var aldrei gef-
ið nema besta fóður og er Grímur
Thomsen borinn fyrir því. Svo var
um marga aðra nafnkunna hesta.
Kýr fengu töðu en kindur úthey. í
vondum heyskaparárum var þetta
allt sami ruddinn og skipti þá mestu
að skepnur lifðu. Merkilegt er að
heyra að Rannsóknarstofnunin skuli
vera að rannsaka fóður handa skepn-
um.
Mikið hefur skort á að matur
handa fólki - mannamatur - hafí
verið rannsakaður sem skyldi. Eink-
um er hér um að ræða garðávexti
ýmiskonar. Allt frá því fyrst var tek-
ið upp á því að rækta kartöflur hér
á landi þóttu þær hinn besti matur
og héldust þannig lengi uns þær
úrkynjuðust, án þess hérlendir neyt-
endur svo mikið sem rækju upp bofs,
enda höfðu þeir áratugi til að aðlag-
ast úrkynjuðum kartöflum. Það þyk-
ir ekki góð latína meðal siðaðra
manna að banna innflutning á mat-
vörutengund vegna þess að tegundin
er framleidd innanlands, en helftin
af henni þar er ekki mannamatur.
Ekki er hægt að sjóða þær í húsum
inni nema salta í pottinn, þegar líða
fer á geymslutíma. Gera má ráð fyr-
ir því að þá séu kartöflurnar ekki
orðnar svínum bjóðandi. Hér eru þær
seldar sem mannamatur og jafnvel
hindraður innflutningur vegna
þeirra.
Erlendis, t.d. í Englandi, fer fram
Skepnufóður
eða mannamatur
Indriði G.
Þorsteinsson
ISLENSKT MAL
VIÐ eigum býsna mikið af orð-
um sem merkja ofurölvi eða
blindfullur. Samt hafa menn
bætt við eins og gengur. Ein
þessara viðbóta er sauðdrukk-
inn. Þar sem ég er allt frá
bemsku vinur sauðkindarinnar,
leiðist mér þessi nýja samsetn-
ing. En góðir höfundar hafa lát-
ið sér hana sæma. Elstu dæmi
sem Orðabók Háskólans lét mér
í té, voru úr Himinbjargarsögu
eftir Þorstein frá Hamri og úr
ritgerð í Skírni 1980 eftir Ólaf
Jónsson. Þar talar hann um
„sauðdrukkið, aflóga skar“.
Eitthvað hefur mönnum þótt
athugavert við orðið, því að það
er tekið upp í Orðabók um
slangur o.s.frv. Kannski hefur
það þar verið flokkað undir
„annað utangarðsmál". Orðinu
er gert svo hátt undir höfði í
Slangurorðabókinni, að þar er
birt skýringarmynd af „sauð-
drukknum manni“ homóttum.
Samsetningarnar svíndrukk-
inn og svínfullur em miklu
eldri, enda bæði í Sigfúsi og
Árna. Ég hef enga tilfinningu
fyrir þessum orðum, enda
ókunnugur svínum. En langt er
síðan menn töluðu um að drekka
eins og svín. Magnús Ásgeirsson
í frábærri þýðingu á Skáldinu
Wennerbóm eftir Fröding:
skáidið hlustar, beiskja af bránni skín -
er hann teygar djúpt sitt dreggjavín,
drekkur eins og svín,
geislar sólar gegnum fleyginn smjúga.
í fomum textum kemur einn-
ig fyrir að menn væru kállaðir
svíngalnir (einkum af drykkju)
ef þeir vom vit; sínu fjær. Best
gæti ég trúað að svíngalinn
ætti rætur að rekja til Matthe-
usarguðspjalls (8, 28-32) þegar
illu andamir fóru í svínin og þau
urðu óð, urpu sér fyrir björg og
týndu sér.
★
Margvísleg eru mismælin, og
fyrir löngu var til þessarar sögu
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
871. þáttur
kvaddur enski presturinn W.A.
Spooner. Af sérkennilegum
orðglöpum hans hafa Englend-
ingar búið til orðið spoonerism.
Stundum er erfitt að átta sig á
þessu á öðram tungum, en
sjáum aðeins dæmi frá þeim
lærðu bræðrum Alexander og
Nicholas Humez sem ég vitnaði
í ekki fyrir mjög löngu: „The
Lord is a loving shepherd“
(kærleiksríkur hirðir) varð hjá
Spooner: „The Lord is a shoving
leopard", og Conquering kings
(sigrandi konungar) má sjá í
enskum brandarabókum:
„Kinkering kongs“.
Með því versta var, þegar sr.
Spooner bað söfnuðinn að syngja
sálminn „From Iceland’s
greasy mountains" en hann
mun heita á ensku: From
Greenland’s icy mountains.
Ásgeir Karlsson í Vestmanna-
eyjum stakk einu sinni upp á
því við mig að kalla þetta fyrir-
bæri á íslensku „kristmennsku“
eftir afa sínum sem átti til að
svara í síma: „Þetta er ísmann
í Kristhúsinu."
Allir vita hvað orðið getur
með kristmennsku úr „að reykja
að staðaldri", „stakur reglumað-
ur“, „kol og olía“ o.s.frv. Ef þið
hafíð góð og einföld dæmi um
kristmennsku, eru þau vel þegin.
★
Áslákur austan sendir:
Á Bíldseyri Bryngerður langa
blikkaði auga til Manga,
bjóst undir hjúfur,
sagði: leggðu þig, ljúfur,
og svo látum við dæluna ganga.
★
Tíningur.
1) Eitt af fátæktaryrðum
(tuggum) nútímamáls er ,já-
kvæður“. Það er vel á veg kom-
ið að útrýma orðum eins og
hlynntur, meðmæltur og
sagnasamböndum, eins og ég
styð, mér líst vel á og margt,
margt fleira. í fréttum mátti
heyra þetta álappalega orðafar:
Bæjarfulltrúar á Dalvík eru já-
kvæðir til sameiningar sveitarfé-
laga. Til eru nefndir sem síbóka:
„Nefndin tekur jákvætt í erind-
ið.“ Af þessu misnotaða lýsing-
arorði er svo búið til óyrðið „já-
kvæðni“, líklega helst um það
að vera glaður og reifur og
hlynntur góðum málum, kannski
í einu orði sagt velvild.
2) Hér í blaðinu mátti lesa
þessa fyrirsögn fyrir nokkm:
„Níræð Cookson hefur söngfer-
il.“ Þessi orðaröð dugir ekki á
íslensku, þótt hún geti dugað í
ensku. Á máli setningafræðinn-
ar er þarna notuð einkunn í við-
urlags stað. Fyrirsögnin hefði
átt að vera: Cookson hefur
söngferil níræð. Þá er viðurlag-
ið á sínum stað.
3) Sögnin að selja tekur með
sér tvöfalt andlag: við seljum
einhverjum eitthvað. Það er
hins vegar enska að segja að
selja eitthvað til einhvers, þegar
um persónur er að ræða: Við
getum hins vegar selt hross til
Englands.
★
Hlymrekur handan kvað:
Mælti Signý, af sumum nefnd herða;
„Ekkert saurlífi héma skal verða,
og ég vísa með kurt
öllu vinsvalli burt,
það er vonlaust að frambjóða mér’ða."
★
Búinn er ég að gefa í fjós,
líka búinn að vatna,
en ekki er frúin geislaljós
búin að skenkja kaffið.
(Sigurður kaggi.)
Auk þess mæla bæði skilríkir
menn og umsjónarmaður með
nýyrðinu geimsími. Það hefur
svo augljósa kosti, að ekki þarf
að rökstyðja. Þá em menn beðn-
ir að laga misgrip umsjónar-
manns í síðasta þætti: Orðasam-
bandið þess vegna snerist við
og varð „vegna þess“.
Af hverju á að
hækka sjálf-
ræðisaldurinn?
í LANGFLESTUM
nágrannalöndum okkar
er sjálfræðisaldurinn 18
ár. Þrýstingurinn á að
sjálfræðisaldurinn verði
hækkaður hér á landi
úr 16 árum í 18 ár fer
vaxandi. Krafan kemur
ekki síst frá fagfólki,
sem vinnur að málefn-
um bama og ung-
menna. Nú síðast í
tengslum við fréttir um
að stór hópur bama
væri í harðri fíkniefna-
neysiu. Hækkun sjálf-
ræðisaldurs er vissu-
lega mikilvæg til að
auðvelda meðferð
ungra fíkniefnaneyt-
enda. Núna getur 16 ára barn í harðri
neyslu neitað nauðsynlegri meðferð
á lokuðum deildum. Ymsir hafa hald-
ið því fram að rökin varðandi unga
fíkniefnaneytendur réttlæti þó ekki
að svipta stóran hóp unglinga réttind-
um til sjálfræðis við 16 ára aldur til
að vemda fámennan hóp ungmenna
sem lent hafa í vandamálum. Ekki
má þó gleyma því að rökin fyrir
hækkun sjálfræðisaldurs eru miklu
fleiri en að auðvelda meðferð ungra
fíkniefnaneytenda.
Réttur barna á umsjá foreldra
16-18 ára aldurinn er mikilvægur
í þroska- og félagsmótun barna. Inn-
tak forsjárskyldu er uppeldisskyld-
an. Með því að hækka sjálfræðisald-
urinn í 18 ár er verið að framlengja
forsjárskyldu foreldra, sem miðar
gagngert að því að auka öryggi
barna og undirstrika sameiginlega
ábyrgð barnsins, foreldranna og
samfélagsins alls. Barnasáttmáli
Sameinuðu þjóðanna kveður á um
að barn á rétt á umsjá foreldra sinna
til 18 ára aldurs.
16 ára sjálfræðisaidur gengur líka
gegn tilgangi laga um vernd barna
og ungmenna en markmið þeirra er
að styrkja uppeldishlutverk fjöl-
skyldunnar og beita
úrræðum til verndar
börnum þegar við á.
Hækkun sjálfræðisald-
urs er því ekki fyrst og
fremst úrræði vegna
barna sem búa við
vandamál og þurfa á
meðferðarúrræðum að
halda. Ekki síður mun
hækkun sjálfræðisald-
urs tryggja öryggi og
vernd allra barna til 18
ára aldurs. Auðvitað
geta verið á því undan-
tekningar, að fjölskylda
sé í stakk búin til að
veita barninu þessa
vernd og öryggi, t.d.
ef börn búa við slæmar
heimiiisaðstæður, en á því þarf þá
að taka sérstaklega.
Breyttar aðstæður
Það er alkunna að þjóðfélagsað-
stæður hafa gjörbreyst frá því að
16 ára reglan var innleidd í lög. Með
Með því að hækka sjálf-
ræðisaldurinn í 18 ár,
segir Jóhanna Sigurð-
ardóttir, er verið að
framlengja forsjár-
skyldu foreldra.
auknum kröfum um menntun og
færni í nútíma samfélagi eru börn
nú háðari foreldrum sínum efna-
hagslega en áður var raunin. Nú búa
80-90% barna á aldrinum 16-18
ára í foreldrahúsúm. Lengri skóla-
ganga hefur almennt þýtt að ung-
menni verða að treysta á að foreldr-
ar sjái fyrir þeim lengur en áður tíðk-
aðist. Einnig hefur aukið atvinnu-
leysi á undanförnum árum gert það
að verkum að atvinnuleysi meðal
ungmenna hefur aukist. Það hefur
Jóhanna
Sigurðardóttir