Morgunblaðið - 19.10.1996, Side 35

Morgunblaðið - 19.10.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 35 árviss skoðun á kartöflum með það fyrir augum að halda vörð um heil- brigði þeirra og gæta að því hvort þær séu að úrkynjast. Á vissu ára- bili er ákveðinn kartöflustofn tekinn og kynblandaður með það fyrir aug- um að fá heilbrigða einstaklinga. Á sama tíma og Rannsóknarstofnun landbúnaðarins rannsakar fóður handa skepnum, þurfum við að salta í kartöflupottinn til að þoia við fyrir ólykt. Af einhvetjum ástæðum hefur tekist ógæfulega með alla yfírstjórn kartöfluræktar í landinu. Samt hafa sumir einstaklingar lagt mikið á sig til að bæta veg kartöflunnar. Einn Kambránsmanna flutti útsæðispoka með sér þegar hann kom heim úr tugthúsinu í Kaupmannahöfn. Þetta útsæði gat af sér frægt kartöflukyn í görðum kringum Eyrarbakka og Stokkseyri. Margir verða þeirrar gæfu aðnjót- andi að alast upp á sveitaheimilum, sem hafa búið að sínu eigin útsæði lengi. Einnig rekast gestir á frábær- ar kartöflur sem hafa verið ræktaðar á þéttbýlisstöðum. Þessi garðávextir er mjölmiklir og ilmandi eins og hvert annað gott grænmeti. Svo eru aðrir sem leggja mikið upp úr fljótvöxnum kartöflum. Þær þola illa geymslu og gjalda þess þegar lyktin gýs upp. Það mætti hugsa sér að heimila inn- flutning á ætum kartöflum á meðan stórræktendur hirða ekkert um hvernig framleiðslan er, reyna engar kynbætur og engar rannsóknir og vita ekki einu sinni hvort hægt er að koma upp kyni bæði fljótvöxnu og mjölmiklu. Þá mætti fella inn- flutning niður en fyrr ekki. Höfundur er rithöfundur haft þær afleiðingar að möguleikar barna og ungmenna til að standa á eigin fótum og vera efnahagslega sjálfstæð hafa minnkað. Böm þurfa því lengri tíma til að aðlagast sjálf- ræðisaldrinum en til 16 ára. Það er líka þversagnarkennt að foreldrar séu forsjárskyldir gagnvart börnum sín til 16 ára aldurs en framfærslu- skyldir til 18 ár aldurs þeirra, en þá verða þau fjárráða og lögráða. Það eitt útaf fyrir sig mælir með því að sjálfræðisaldurinn og fram- færsluskylda foreldra fari saman. Einnig er það íhugunarefni að greiðslum barnabóta til foreldra skuli ljúka við 16 ára aldur barns, en ekki við 18 ára, þegar börnin verða fjárráða. Mótþróaskeiðið Því er líka stundum haldið fram að á þessum aldri gangi börn í gegn- um ákveðið mótþróaskeið, þar sem oft reynir mjög á foreldra við að gegna uppeldisskyldu sinni og sýna börnum sínum nauðsynlegan aga og aðhald. Einmitt á þessu viðkvæma mótunar- og mótþróaskeiði barna öðlast þau sjálfræði, sem gerir for- eldrum oft erfitt um vik, t.d. að hafa eftirlit með útivist og skóla- göngu ungmenna eða sýna þeim aga og setja þeim mörk, ef þau leiðast á villigötur. Á það ber því einnig að líta að framlenging á forsjárskyldum foreldra um tvö ár, sem eru svo mikilvæg fyrir þroska barna, felur í sér aukna vernd, öryggi og aðhald fyrir börnin. Afstaða dómsmálaráðherra Haft var eftir Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra á landsfundi sjálfstæðismanna nýlega, a'ð hann hefði ekki sannfærst um að rétt væri að hækka sjálfræðisaldurinn. Eyrir liggur þó að verkefnastjórn á hans vegum, sem falið var að koma með tillögur vegna átaks í ávana- og fíkniefnavörnum, mælti með því að hækka sjálfræðisaldurinn í 18 ár. Stjórnarandstaðan lagði á sl. Al- þingi til að sjálfræðisaldurinn yrði hækkaður í 18 ár. Á yfirstandandi þingi hefur undirrituð ásamt Guðnýju Guðbjörnsdóttur lagt málið fram á nýjan leik. Ástæða er til að ætla að málið hafi meirihlutastuðn- ing á Alþingi. Vonandi kemur dóms- málaráðherra ekki í veg fyrir að á málið verði látið reyna í atkvæða- greiðslu á Alþingi. Sýningarhandrit skal það heita í MORGUNBLAÐ- INU sl. þriðjudag birt- ist pistill eftir Svein Haraldsson sem und- anfarið hefur skrifað leiklistargagnrýni fyrir blaðið. Sveinn fjallaði í pistli sínum um sýn- ingu Nemendaleikhúss Leiklistarskóla íslands á verkinu „Komdu, Ijúfi leiði", sem undir- ritaður leikstýrði og var jafnframt höfund- ur sýningarhandrits, ásamt leikhópnum. Ekki hafði ég hugs- að mér að gera umfjöll- un Sveins að sérstöku Hávar Sigurjónson umtalsefni nema hvað mér finnst ástæða til að leiðrétta ákveðna skekkju sem kemur fram í máli hans um hvernig eigi að feðra tiltekinn texta, eins og í þessu tilfelli, þegar um er að ræða samsett handrit, byggt á texta tveggja leikrita eftir Georg Búchner. Hvort kalla eigi slíkt handrit leikgerð eða eitthvað annað og hvern eigi að kenna það við. Ég kaus að kalla það sýningar- handrit, þar sem hér er ekki um það að ræða Með því að tilgreina mig og leikhópinn höfunda sýningarhandritsins tel ég, segir Hávar Sigur- jónsson, að öllu hafi verið til skila haldið og á engan hallað. að textinn hafi verið færður í leik- búning, hann var jú þegar í þeim búningi. Þetta er því klárlega ekki leikgerð og þaðan af síður nýtt leik- rit. Sveini finnst einnig ómaklegt að titla Búchner höfund, þar sem hann samdi aldrei verk undir titlinum „Komdu, ljúfi leiði.“ Þessu er ég ekki sammála þar sem Búchner er óumdeilanlega höfundur textans og þrátt fýrir að ýmislegt hafi verið fellt út og jafnvei fært til, var engu aukið við né merkingu breytt. Með því síðan að tilgreina mig og leik- hópinn höfunda sýningarhandrits- ins tel ég að öllu hafi verið til skila haldið og á engan hallað. Þá er tit- illinn sem við völdum sýningunni hafður innan tilvitnunarmerkja, þar sem hann er tekinn úr texta sýning- arinnar og meðfram ætlaður til að fyrirbyggja þann misskilning að hér sé á ferðinni nýtt og áður óuppgötv- að leikrit eftir Georg Búchner. Hvað þá heldur sjálfan mig. Ég hef held- ur ekki orðið var við að sá misskiln- ingur sé útbreiddur. Höfundur erleikstjóri og leikiistarráðunautur Þjóðleikhússins. * 8UZUKI — MEÐ: aflmikilli 16 ventla vél • vökvastýri • veltistýri • samlæsingum • þjófavörn • rafdrifnum rúðuvindum • rafstýrðum útispeglum • útvarpi/segulbandi með 4 hátölurum • upphituðum framsætum • öryggisloftpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitum í hurðum • samlitum stuðurum. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.