Morgunblaðið - 19.10.1996, Page 41

Morgunblaðið - 19.10.1996, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 41 tekið minninguna frá okkur. En ekki er hægt að minnast þín án þess að nefna Gumma líka. Saman höfðuð þið lifað í rúm 40 ár og alltaf voruð þið jafnham- ingjusöm, samhent í öllu, ávallt eins og einn maður. Þið bjugguð ykkur fallegt og hlýlegt heimili, sem var öllum opið og allir vel- komnir. Elsku Jóna, síðustu mánuðir eru búnir að vera þér og fjölskyldu þinni erfiðir. En þar sýndir þú mikinn dugnað og alltaf varstu jafnjákvæð og þakklát fyrir þá aðstoð og aðhlynningu sem þér var veitt. Þú tókst á við vágestinn af miklum baráttuvilja og hann náði aldrei að svipta þig reisninni og öllu því góða sem þig prýddi. Það er erfitt að kveðja, en í huganum er fyrst og fremst þakk- læti fyrir allt sem þú varst. Þakk- læti fyrir allar góðu stundimar sem við áttum saman. Við trúum því að nú líði þér vel, laus við all- ar þjáningarnar. Elsku Gummi, Margrét, Kristín, Hermann og fjölskyldur, ykkar missir er mikill. Megi Guð styrkja ykkur og hugga, því þótt dimmt sé fyrir sólu núna, þá birtir upp um síðir. Birna og Daníel. Með nokkrum orðum langar mig að minnast og kveðja frænku mína og vinkonu Jónu Þorsteinsdóttur. Það haustar og það haustar líka í hjörtum okkar við fráfall þessar- ar mætu konu sem var alltaf svo æðrulaus og róleg og tók sínum veikindum með slíkri reisn að við sem eftir erum mættum læra mik- ið af henni. Hún stóð heldur ekki ein í sínum veikindum, Guðmundur eiginmaður hennar stóð alltaf eins og klettur við hlið hennar, enda voru þau alveg sérlega samrýnd og samstillt hjón. Hún var alltaf svo jákvæð og kvartaði aldrei yfir sínum veikindum. Við vorum nágrannakonur í átta ár þegar við bjuggum báðar við Arnarhraun hér í bæ. Þar gaf hún mér fyrstu blómin í garðinn minn, og hún kenndi mér að sá fyrir sumarblómum. Það var ekki svo sjaldan sem við gengum um lóðirnar okkar og skoðuðum blómin. Jóna hafði unun af blómarækt og sáði síðast í vor sumarblómum sem hún sáði fyrir sjálf í garðinn sinn þó að það hafi verið meira af vilja en getu því hún var orðin það veik. En Guð- mundur aðstoðaði hana alltaf og áttu þau alltaf mjög vel hirtan og fallegan garð. Jóna átti h'ka mjög fallegt heimili sem hún hafði yndi af að prýða. Hún var mikil hann- yrðakona og alltaf gaman að koma í heimsókn til hennar. Hún var alltaf vön að sýna manni það sem hún var að gera. Fyrir mörgum árum dvöldum við Jóna eina viku saman á Bif- röst í Borgarfirði og áttum þar mjög góða viku saman. Við geng- um og spiluðum. Oft spjölluðum við um þessa dvöl okkar þar. Á ég góðar minningar frá þeim tíma. Að lokum vil ég fyrir hönd okk- ar hjónanna þakka Jónu fyrir þær góðu stundir sem við áttum sam- an. Eiginmanni og öðrum ástvin- um sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég veit að minn- ingin um góða eiginkonu, móður og ömmu huggar ykkur í sorg ykkar. Guð veri með ykkur öllum. Hafðu þökk fyrir allt. Guðrún Sigurðardóttir. Síðdegis miðvikudaginn 9. októ- ber barst mér fregnin um að hún Jóna væri látin, eftir langa og stranga baráttu við sjúkdóm sinn. Þegar ég minnist hennar Jónu og reyni að fínna hvað lýsi henni best, þá var hún sú manneskja, sem öllum leið vel í návist við. Það var ávallt þannig, þegar ég kom á heimili þeirra hjóna við Mánasund, að einhver var hjá þeim eða nýfar- inn og tekið var á móti mér af mikilli gestrisni. í mínum huga var hún mikil húsmóðir og vildi öllum gefa, og ekki gleymast þær gjafir, er hún færði mér og fjölskyldu minni. Hún var blíð og góð kona, sem tók mér vel frá fyrsta degi kynna okkar. Allar minningar, sem ég á um hana Jónu þykir mér mjög vænt um og munu þær lifa með mér um alla framtíð. Elsku Gummi, Kristín, Margrét og Hermann og aðrir ástvinir, ég votta ykkur dýpstu samúð og bið Guð að styrkja ykkur í hinni miklu sorg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ragnar Hilmarsson og fjölskylda. ANNA KRISTBJÖRG KRISTINSDÓTTIR + Anna Kristbjörg Kristinsdóttir var fædd í Hrings- dal á Látraströnd í Eyjafirði 6. nóvem- ber 1931. Hún lést á Landspítalanum 9. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Krist- inn Indriðason og Sigrún Jóhannes- dóttir. Anna var ell- efta í hópi fimmtán systkina. Eftirlifandi maki Önnu er Guðmund- ur Gunnarsson, bifreiðarstjóri í Stykkishólmi. Útför Önnu Kristbjargar verður gerð frá Stykkishólms- kirkju í dag og hefst athöfnin • klukkan 11. Elsku amma! Það er kominn tími til að kveðjast. Það er erfitt að kveðja þá sem maður elskar, en við trúum því að við mun- um hitta þig aftur. Það er svo margt sem við eigum þér að þakka, því þú gafst okkur svo stóran hluta af sjálfri þér og sálu þinni. Takk, elsku amma, fyrir að hafa elskað okkur. Takk fyrir allar stundimar okkar saman og alla gleðina sem þú færðir okkur. Bless, elsku amma, megi Guð varðveita þig. Þín bamabörn, Erna Kristín, Arnar Þór og Unnar. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. STEINUNN GUÐMUNDA ÓLAFSDÓTTIR + Steinunn Guð- munda Ólafs- dóttir fæddist á Kirkjulandi í Aust- ur-Landeyjum 4. apríl 1904. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Skjóli 12. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingi- björg Guðmunds- dóttir frá Brekkum í Hvolhreppi og Ól- afur Sigurðsson frá Torfastöðum í Fljótshlíð. Systkini Guðmundu voru Guðrún, f. 1895, Guðríður, f. 1896, Guð- mundur, f. 1899, Sigurður, f. 1902, og Þórunn, f. 1906, sem lifir systkini sín. Hinn 12. maí 1932 giftist Guðmunda Ágústi Guðlaugs- syni frá Norðurhjáleigu í Aust- ur-Landeyjum. Tóku þau hjón- in við búi í Norðurhjáleigu árið 1934 en bæjarnafninu breyttu þau í Lækjar- hvamm árið 1953. Varð þeim hjónum þriggja barna auðið en þau eru Ingi- björg, f. 1933, gift Þorsteini Guðlaugs- syni frá Vík í Mýr- dal og þau eiga þrjú börn; Ingvi Guð- laugur, f. 1934, gift- ur Hjördísi Mar- mundsdóttur frá Svanavatni og eiga þau tvö börn; Gréta Ólafía, f. 1936, gift Einari Jónssyni frá Núpi og eiga _þau tvö börn. Guðmunda og Ágúst bjuggu á Lækjarhvammi til ársins 1967 er þau fluttu til Reykjavíkur á Kambsveg 19 þar sem þau héldu heimili æ síðan. Ágúst lést 26. ágúst 1991. Útför Steinunnar Guðmundu verður gerð frá Krosskirkju í Austur-Landeyjum I dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar ég lagði upp í ævi minnar fyrstu heimsókn var ferðinni heitið á Kambsveg 19, til ömmu og afa í Reykjavík. Ekki var það þó beinlínis af fúsum og frjálsum vilja af minni hálfu heldur voru aðstæður mínar þannig, bæði til sálar og líkama, að ég fékk litlu um ráðið enda þá ein- ungis nokkurra daga gamall, nýút- skrifaður af fæðingardeild Landspít- alans. Þessi ferð reyndist mér þó hin mesta happaferð og þegar árin liðu urðu heimsóknirnar á Kambs- veginn fleiri og alltaf mætti mér þar hin sama hlýja og velvild og ég upp- lifði í fyrstu ferðinni. Gestrisni ömmu minnar voru engin takmörk sett og oft var spjallað á léttum nótum á Kambsveginum, bæði við ömmu og afa. Oft sá amma reyndar ástæðu til að sussa á afa þegar henni fannst góðlátleg stríðni hans keyra um þverbak. Amma í Reykjavík var afar vönd- uð manneskja til orðs og æðis. Henni var einkar lagið að koma auga á hinar björtu hliðar iífsins og jafnvel hinir verstu þverhausar gátu ekki annað en orðið Ijúfir sem lömb í návist hennar. Amma í Reykjavík var nefnilega þeirrar gerðar að kalla fram það besta í hveijum manni. Amma var líka mjög skilningsrík og ung í anda. Sem dæmi um það get ég nefnt að fyrir fáum árum var hún stödd í heimsókn hjá okkur austur á Hvolsvelii og talið barst að dans- leik sem halda átti þar í grennd. Fannst henni það hin mesta fásinna af okkur yngra fólkinu að sleppa slíku tækifæri er við systkinin kváð- umst ætla að láta okkur vanta á ballið. Stóð gamia konan þá upp og steig léttan dans og kvaðst þess al- búin að mæta á dansleikinn ef það mætti verða til þess að hrista af okkur yngra fóikinu slenið. Amma og afi í Reykjavík voru mjög samrýnd þrátt fyrir að þau væru að mörgu leyti ólík. Var það ömmu því mikill missir þegar afi féll frá fyrir fimm árum en þau höfðu þá verið gift í u.þ.b. 60 ár. Afi hafði átt við veikindi að stríða síðustu árin og er það mér minnisstætt hversu amma annaðist hann af mik- illi umhyggju og ósérhlífni þó að hún sjálf hafi verið tekin að reskjast og tapa kröftum. Umhyggjusemi af þessu tagi var ömmu eðlislæg enda varði hún stærstum hluta lífs síns í að hlúa að öðrum og lét þá oftar en ekki eigin hagsmuni mæta af- gangi. Amma mín. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka þér fyrir allar gleðistundirnar sem þú gafst okkur og þó svo að söknuður sæki nú að okkur sem eftir lifum er gott til þess að hugsa að þið afí séuð nú aftur saman í nýjum heimkynnum. Ég á oft eftir að hugsa til ykkar þarna uppi og leita ráða ef eitthvað bjátar á og ég er þess líka fullviss að þið kíkið stundum hérna niður til okkar og eigið eflaust oft eftir að hlæja saman að vitleysunni í okk- ur krökkunum. Er vorið kemur sunnan yfir sund , með söng í hjarta, peistaflug um brár, þá breytast öll hin löngu liðnu ár í ljósan dag, í heiða morpnstund. Sú fegurð öll, sem fyrir sjónir bar á förnum vegi, birtist vinum tveim, sem ennþá muna yndislegan heim - sem einu sinni var. Og endurfundum fapa sálir tvær, sem frjálsar teyga angan þína, jörð, og seltuna við silfurbláan fjörð. Við stöðvum tímans vald og vængjablak - eitt andartak, eitt andartak (Davíð Stefánsson) Aðalsteinn Ingvason. Elsku amma mín. Nú ertu búin að fá hvíldina sem þú þráðir, farin á vit ljóssins, þar sem afi bíður þín. Ég sit hér og upp í hugann kemur þakklæti fyrir ölh árin sem ég fékk að hafa þig hjá mér. Ég hugsa um dýrmætu árin hjá þér í sveitinni, þar sem ég undi mér svo vel í fjósinu eða að gefa hænsnunum. Við leik í gamla bæn- um þar sem ég fæddist, eða í búinu mínu uppi á lofti hjá þér. Þú varst alltaf nálæg, svo hlý og brosmild. Það var svo gott að sitja í kjöltu þinni og hlusta á vísurnar sem þú kunnir svo margar. Ég man ilminn í eldhúsinu þínu, maturinn, kökurn- ar, kakóið allt svo gott. Þú lagðir svo mikið í allt sem þú gerðir. Handavinnan þín svo falleg, þú pijónaðir á okkur öll barnabörnin, alltaf áttum við vettlinga og sokka frá þér ásamt mörgu öðru. Ég hugsa um svanina sem verptu stutt frá bænum, þeir voru uppáhalds fugl- arnir þínir. Ég man þegar þið afi fluttuð til Reykjavíkur. Þá átti ég enga sveit lengur, en í staðinn varstu alltaf á Kambsveginum, alltaf gastu glatt mig og huggað ef ég var leið. Þú varst stóri kletturinn í lífi mínu. Þú sagðir mér hvað þið afi áttuð góða ævi saman, hvemig afi hugsaði um að þú hefðir nóg af öllu, hann smíð- aði fallega hluti fyrir heimilið, hann breytti stiganum í gamla bænum svo það væri hægara fyrir þig að bera börnin þín upp. Þið áttuð alltaf hlý- legt og fallegt heimili þar sem öllum leið vel. Við áttum sama afmælisdag og alltaf hélst þú veislu fyrir okkur öll, hlaðið borð af kökum, annað kom ekki til greina. Ég kveð þig nú, elsku amma mín, þú varst ljósið í lífi mínu, sem mun lifa skært, því ég veit þú verður allt- af í hjarta mínu. Þín Steinunn. Eisku amma mín. Mig langar til að skrifa um þig nokkur kveðjuorð. Það er sár söknuður í huga mínum, þegar ég kveð þig nú. Ég er ákaf- lega þakklát þeim, sem yfir okkur vakir, fyrir þann tíma sem hann gaf okkur saman. Þegar ég hugsa um þig nú, þá kemur fyrst upp í huga minn hvað þú varst alltaf hlý.og kát. Þú varst öllum þeim kostum búin, sem prýða mátti eina konu, hógvær, ljúf í skapi og hjartahlý. í minningu minni á ég svo margar yndislegar stundir með þér. Það voru ófáar stundirnar sem þú sast og pijónaðir sokka og vettl- inga á alla fjölskylduna. Þegar ég sat hjá þér meðan þú varst að pijóna, fórstu með margar vísur sem mér þótti svo gaman að. Oft ságum við saman við eldhúsborðið yfir heitu kakói og skonsum. Það vantaði aldr- ei kræsingarnar á borðið þegar gest bar að garði. Hann Þorsteinn sonur minn var svo lánsamur að fá að kynnast þér. Það voru ófáar stundirnar, sem þú og hann áttuð saman yfir spilum. Þú kenndir honum að spila eins og þú kenndir mér, þegar ég var lítil, og eru þær stundir honum dýrmæt- ar. Ég dáðist að þér, elsku amma mín, hvað þú varst dugleg þegar hann afi var veikur. Þú sast hjá honum daglangt, þegar hann var á spítalanum, þótt þú værir nú ekki ung að árum. Alltaf varstu svo þakk- lát, sama hversu lítið maður gerði fyrir þig. Þegar heilsu þinni fór að hraka sagðir þú alltaf að þú ættir nú góða að. Við reyndum öll að hugsa vel um þig, því þú áttir það svo sannarlega skilið. Élsku amma mín, ég kveð þig nú í hinsta sinn með þessum fátæklegu orðum. En þótt þú hafir nú kvatt þennan heim munt þú ætíð lifa í hjarta mínu. * Takk fyrir þessar yndislegu stundir. Þín Berglind. Elsku besta langamma. Nú er víst komið að kveðjustund, ég trúi því ekki að ég eigi ekki eft- ir að koma aftur til þín á Kambsveg- inn og þiggja hlýju þína og ástúð. Þú tókst alltaf á móti mér brosandi og með eldhúsið fullt af gómsætum kökum og nýbökuðum skonsum. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þeirri göfugu sál sem þú hefur að geyma. Þú varst alltaf svo kát og hress, elsku amma. Þú sitjandi í rauða stólnum þínum að sauma út eða prjóna, segjandi mér vísur sem þú kunnir afturábak og áfram. Það er mynd sem ég mun ævinlega geyma í hjarta mínu. Bros þitt og hlýja munu verma mitt hjarta í sorg minni. Ég vona bara að þú hafir komist aftur til _ elskunnar þinnar, hans langafa. Ég mun sakna þín sárt en minningin um þig mun lifa í mér og okkur öllum þó svo að þú sért ekki hér. Þú átt þinn stað í hjarta okkar allra. Ég ætla að kveðja þig, elsku besta langamma, með ljóði eftir Tómas Guðmundsson sem mér fannst lýsa þeirri yndislegu sál sem þú hefur að geyma, lokastund þinni hér hjá okkur og för þinni með syngjandi svönum til himnaríkis. Samt vissirðu að Dauðinn við dymar beið. Þig dreymdi að hann kæmi hljótt og legði þér brosandi hönd á hjarta. Svo hvarf hann, en ljúft og rótt heyrðirðu berast að eymm þér óm af undursamlegum nið. Það var eins og færu þar fjallasvanir úr fjarlægð með söngvaklið. Hann tók þig í fang sér og himnarnir hófu í hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerfi daganna svifu þar um sál þina í tónanna þröng. En þú varst sem bamið, er beygir kné til bænar í fyrsta sinn. Það á engin orð nógu auðmjúk til, en andvarpar: Faðir minn! Þín að eilífu Ingibjörg Grétarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.