Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 15 AKUREYRI Fundur um framkvæmdir og rekstur sveitarfélaga RÁÐSTEFNA um framkvæmdir og rekstur sveitarfélaga sem Atvinnu- málanefnd Akureyrar og Samband íslenskra sveitarfélaga efna til verð- ur haldin í sal Fiðlarans í Alþýðu- húsinu við Skipagötu 14 á Akur- eyri. Skráning fer fram á Atvinnu- málaskrifstofu Akureyrar og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en síðasti skráningardagur er á morgun, miðvikudag. Markmið ráðstefnunnar er að vera vettvangur ólíkra sjónarmiða og farvegur umræðu um stöðu og framtíð atvinnurekstrar á vegum sveitarfélaga. Fulltrúar verktaka, hagsmunasamtaka fyrirtækja og starfsmannafélaga, ráðgjafarfyrir- tækja, ríkisstofnana og sveitar- stjóma fjalla um ýmsar hliðar á spurningunni „eiga sveitarfélög að reka eigin þjónustu?" Þá verður fjallað um útboð, hvaða þjónustu æskilegt sé að bjóða til verktöku, hvaða þjónustu er eðlilegt að sveit- arfélög sinni sjálf, um verklag og leiðir varðandi útboð og samninga- stjómun. Rætt verður um sam- keppnisstöðu þjónustureksturs sveitarfélaga, hagsmuni starfs- manna sveitarfélaga, stefnumótun sveitarfélaga í atvinnumálum og samhæfmgu sveitarfélaga og aðila atvinnulífs varðandi atvinnusköpun. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson for- maður sambands íslenskra sveitar- félaga fjallar almennt um þjónustu- rekstur sveitarfélaga, Sigfús Jóns- son framkvæmdastjóri Nýsis ræðir um með hvaða hætti sveitarfélög geta falið öðmm framkvæmd verk- efna, Snævar Guðmundsson deild- arstjóri Hagsýslu ríkisins um reynslu ríkisins af samningastjórn- un, nýrri leið sem notuð hefur verið við stjómun. Þá fjalla Ögmundur Jónasson formaður BSRB og Jakobína Bjömsdóttir formaður Starfs- mannafélags Akureyrarbæjar um þjónustuútboð sveitarfélaga frá sjónarhóli starfsmannafélaga ríkis- og bæjarfélaga og hagsmuni laun- þega. Baldur Dýríjörð bæjarlög- maður á Akureyri fjallar um þjón- usturekstur sveitarfélaga með tilliti til samkeppnisstöðu á almennum markaði. Reynsla sveitarfélaga af útboðum þjónustu- og verkþátta verður umfjöllunarefni Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra Reykjavíkurborgar og Sveinbjöms Steingrímssonar bæjartæknifræð- ings á Dalvík. Guðmundur Svafars- son umdæmisverkfræðingur Vega- gerðarinnar fjallar um reynslu Vegagerðarinnar á Norðurlandi eystra af útboðsmálum, en Júlíus S. Ólafsson forstöðumaður Ríkis- kaupa fjallar um reynslu ríkisins af útboðsmálum. Ásgeir Magnússon forstöðumað- ur skrifstofu Atvinnulífsins á Akur- eyri og Benóný Ólafsson fram- kvæmdastjóri Gámaþjónustunnar fjallar um sýn verktaka og iðnaðar á rekstur þjónustu sveitarfélaga en Árni Jóhannsson fulltrúi Samtaka iðnaðarins ræðir um væntingar samtakanna til útboða sveitarfé- laga. Róbert Jónsson framkvæmda- stjóri Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkur fjallar um verkefnið „Stefnumótun sveitarfélaga í at- vinnumálum" og Guðmundur Stef- ánsson framkvæmdastjóri Laxár og bæjarfulltrúi á Akureyri fjallar um hvernig sveitarfélög og atvinnulíf geta staðið að því að samstilla at- vinnusköpun. Morgunblaðið/Guðmundur Þór Útiæfingar hófust um leið og snjórinn kom Ólafsfírði. Morgunblaðið. STARF Skíðadeildar Leifturs í Ólafsfirði er hafið, en fyrsta útiæfing vetrarins fór fram í Skeggjabrekkudal í liðinni viku. Ráðnir hafa verið tveir þjálfarar, þau Matthías Berg- lund og Laila Nilsson frá Sví- þjóð. Þau eru bæði fyrrverandi keppnismenn á skíðum og voru í fremstu röð í sínum aldurs- flokki þar í landi. Laila sér um gönguæfingarnar en Matthías sér um að æfa alpagreinafólkið. Á myndinni sem tekin var á fyrstu útiæfingu vetrarins eru Hanna Dögg Maronsdóttir, Lís- bet Hauksdóttir, Árni Gunnar Gunnarsson og þjálfari þeirra, Laila Nilsson. Atvinnumálanefnd Akureyrar og Samband íslenskra sveitarfélaga Ráðstefna um framkvæmdir og rekstur sveitarfélaga Eiga sveitarfélög aö reka eigin þjónustu? Ráöstefnan veröur haldin þann 25. október 1996 í sal Fiölarans á 4. hæö í Alþýöuhúsinu, Skipagötu 14, Akureyri. Ráöstefnan hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 17.00. Dagskrá: Setning ráöstefnunnar, Þórarinn E. Sveinsson, forseti bæjarstjómar Akureyrar. Þjónusturekstur sveitarfélaga, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, form. Samb. ísl. sveitarfélaga. Hvernig geta sveitarfélög faliö öörum framkvæmd verkefna? Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis hf. Samningastjórnun — reynsla ríkisins, Snævar Guðmundsson, deildarstjóri Hagsýslu ríkisins. Sýn starfsmannafélaga á þjónustuútboö sveitarfélaga, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Jakobína Bjömsdóttir, formaður STAK. Samkeppnisstaöa þjónustureksturs sveitarfélaga, Baldur Dýrfjörð, bæjarlögmaður á Akureyri. Reynsla sveitarfélaga af útboðum þjónustu- og verkþátta, Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastj. Reykjavíkur, og Sveinbjöm Steingrímsson, bæjartæknifræðingur á Dalvík. Reynsla Vegageröarinnar á Norðurlandi eystra af útboösmálum, Guðmundur Svavarsson umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Nl.- eystra. Reynsla ríkisins af útboösmálum, Júlíus Sæberg Ólafsson, forstöðumaður Ríkiskaupa. Sýn verktaka/iönaðar á rekstur þjónustuþátta sveitarfélaga, Ásgeir Magnússon, forstöðumaður Skrifstofu atvinnulífsins. Benóný Ólafsson, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar hf. Væntingar Samtaka iönaöarins til útboöa sveitarfélaga, Ámi Jóhannsson, Samtökum iðnaðarins. Stefnumótun sveitarfélaga í atvinnumálum, Róbert Jónsson, framkvæmdastjóri Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkur. Hvernig geta sveitarfélög og atvinnulíf samstillt atvinnusköpun? Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Laxár hf. og bæjarfulltrúi á Akureyri. Ráðstefnustjórar verða: Jakob Bjömsson, bæjarstjóri á Akureyri, Sveinn Heiðar Jónsson framkvæmdastjóri og Sigríður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi. Ráðstefnugjald er 5.000 kr. Hádegisveröur og kaffi er innifalið í ráðstefnugjaldi. Skráning fer fram á Atvinnuinálaskrifstofu Akureyrar í síma 4621701 og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í síma 5813711. Síðasti skráningardagur er 23. október. -kjarnimálsins! illlfjgl Brauðostur kg/stk. i 20% LÆKKUN VERÐ NU: 593 kr. kílóið. VERÐ ÁÐUR: ÞU SPARAR: 149 kr. > kílóið. ■ á hvert kíló, OSTA OG SMJÖRSALAN SF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.