Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 41 KRISTJÁN KJARTANSSON + Kristján Kjart- ansson var fæddur í Reylqavík 17. september 1963. Hann lést af slys- förum þriðjudaginn 8. október síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni í Reylqa- vík 18. október. Góður vinur okkar og skólabróðir, Krist- ján Kjartansson, er farinn frá okkur. Sl. ár höfum við fylgst að í guðfræðideildinni og fengið að kynnast þeim ljúfa og góða dreng sem hann var. Hjálpsemi, greiðvikni og einstök virðing fyrir lífinu ein- kenndu far hans. Kristján var hugsjónamaður. Notaði hvert tækifæri til að bæta umhverfi sitt á einn eða annan hátt. í náminu fann hann þessari hugsjón farveg. Umgengni okkar hvert við annað og við sköpunina átti hug hans allan. Kristján var mjög fróður og vel að sér og var auðvelt að gleyma sér í samræðum við hann. Hann var fylginn sér og vann að málum af heilum hug. Það er erfiðara en orð fá lýst að þurfa að sætta sig við að Kristján sé ekki lengur hjá okkur. Minningin um hann mun lifa í hugum okkar. Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt er áttu’ í vonum, og allt, er veidur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. (B. Halld.) Við vottum unnustu Kristjáns, móður hans, systkinum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrlqa þau í sorginni. Þórður, Hans Guðberg, Hildur og Guðrún Áslaug. Að kvöld þriðjudagsins 8. októ- ber sl. varð mér litið út um eldhús- gluggann á heimili mínu við Hring- brautina og sá þá að lögreglubílar höfðu lokað vegmótunum við húsið, og slökkviliðið var að auki á staðn- um með sína bfla. Ég gerði mér strax ljóst að þama hefði orðið al- varlegt slys. í fréttum um miðnætt- ið var svo sagt frá því að ungur maður hefði látist í þessu umferðar- slysi, en mér kom allra sízt í hug, að það hefði verið samstúdent minn og skólabróðir, Kristján Kjartans- son. Mér varð bilt við, þegar það kom í ljós nokkrum dögum síðar. Kristján hafði svo oft farið þessa leið á hjólinu sínu og ég mætt honum stundum á gatnamótunum og tekið hann tali. Að slíkt gæti komið fyrir hann, fannst mér óhugsandi. Staðreyndirnar tala samt sínu máli. Hann vakti strax athygli mína þegar hann hóf nám við guðfræði- deildina, því að mér fannst hann að mörgu leyti skera sig dálítið úr stúdentahópnum. Þar sem ég stóð við dyrnar í kaffistofu stúd- enta og virti hann fyrir mér, komu mér í hug orðin úr Hávamálum: „Þagalt og hugalt skyldi þjóðans barn.“ Mér fannst þessi orð eiga einhvern veginn svo vel við Krist- ján, hvar sem hann fór. Hann var óvanalegur, ungur maður um margt, sem vakti áhuga minn á að kynnast honum, þótt ekki yrðu þau kynni mikil en kynn- in urðu góð og dýrmæt engu að síður. Hann var ákaflega hæglát- ur, prúður og kurteis drengur, sem lét skvaldur og hávaða eða skark- ala í kringum sig ekki trufla sig eða hugsanir sínar, ef því var að skipta. Hljóðlátur og hægur stóð hann þá oft úti í horni og horfði yfír hópinn, hugsaði sitt á meðan. Ef hann var tekinn tali, var hann hlýr í viðmóti, og í viðræðu leyndi sér ekki skarpur hugur hans og greind. Það var jafnan gaman að tala við hann. Við átt- um líka nokkur áhuga- mál saman, sem við ræddum gjarnan, þeg- ar við áttum í viðræðu. Þó að það væri oft- ast ég, sem veik mér að honum til að tala við hann, kom það ósjaldan fyrir, að hann hæfi viðræður við mig að fyrra bragði og hvert orð, sem frá honum kom, var vel ígrund- að og yfírvegað. Það leyndi sér ekki. Ekkert var sagt í hugsunar- leysi og þó var hugurinn kvikur. Oft var brugðið á glens ekki sízt þegar vinur hans, Þorgils Hlynur, var með honum en einnig þar var Kristján hógvær þótt gamansamur væri. Það var skemmtilegt og fróðlegt að eiga samleið með þessum unga manni sem framtíðin brosti við og því sorglegra er að vita að við eig- um aldrei eftir að hittast oftar og tala saman. Það er stundum haft á orði að þeir sem guðirnir elska deyi ungir og gamlir menn hefðu sagt að hans tími hafi verið kominn þarna. Guðs vegir eru órannsakanlegir og enginn veit fyrirætlan Guðs með okkur mennina. Kristján var á síð- asta ári í guðfræði, og m.a. í tímum með mér í vetur. Hann hugðist sinna köllun sinni til þjónustu við kirkjuna að námi loknu, en nú hefur hann verið kallaður til æðri köllunarverka í ríki Guðs. Við hin stöndum hljóð eftir og söknum góðs félaga og vinar úr hópnum og sjáum þar skarð sem verður bæði seinfyllt og vandfyllt. Eftirlifandi eiginkonu og ætt- ingjum votta ég mína dýpstu sam- úð. Megi algóður Guð styrkja þau í sorginni og minningin um góðan, ljúfan og elskulegan dreng verða þeim huggun harmi gegn. Blessuð sé minning Kristjáns Kjartanssonar. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Þá kallið kemur, hver má standast það. Svo kalt að nístir oss í hjartastað. Því getur ekki Guð minn þessu breytt, og gefið líf sem ekki verður deytt? • í höndum Guðs svo hefjast örlög manns, sem hverful ráðast öli á einni nótt. Við þekkjum ekki skikkan skaparans, er skipast atvik undarlega fljótt. Og manneskjan er máttlaus eins og nú, er markar dauðinn skörð í okkar hóp. Með styrk í Jesú staðfóst er vor trú er stynjum klökk af harmi þetta hróp. (Sigurður Ragnarsson) Með sorg í hjarta kveðjum við nú skólabróður okkar úr guðfræði- deildinni, Kristján Kjartansson. Réttsýnan og góðan dreng. Það var tómlegt að mæta í tíma í v. stofu eftir að einn úr hópnum hafði verið hrifsaður á brott með svo sviplegum hætti. Það er þó óneitanlega léttir að vita að Kristján kvaddi þennan heim með staðfasta trú í hjarta. Elsku Amdís, Þorbjörg, systkini Kristjáns og aðrir aðstandendur. Ykkur sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Bænir okkar eru helgaðar ykkur. „Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfall- ast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns.“ (Jesaja 41:10) Guðrún Karlsdóttir, formað- ur félags guðfræðinema Ólavía Gund- 1 ersen (fædd Jónsdótir) var fædd 31.7. 1903 í Hvammi í Dýra- firði. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 10. október síðastliðjnn. For- eldrar Ólavíu voru Jón Jónsson, f. 1855 í Bijánslækjarsókn, h val veiðisj ómaður, d. 2.2. 1926 í hval- veiðiferð til Suður- hafa og var jarð- settur á eyjunni Suður-Georgíu sunnarlega á Atlantshafinu, og kona hans Soffía Margrét Jóndóttir, f. 11.8. 1875 í Flateyjarsókn, d. 25.10. 1957 á ísafirði. Ólavía átti níu systkini. Þau eru: Óli, Herborg, Lovísa, Jónína, öll látin, Björg, f. 25.8. 1905, Ein- ar, Pálína, bæði látin og hálf- Mér er ljúft að minnast yndis- legrar tengdamóður minnar, Olavíu Gundersen. Foreldrar hennar bjuggu á býlinu Rana, sem er í landi Hvamms í Dýrafirði, en vegna vaxandi ómegðar þar, ólst hún upp á Ystabæ í Haukadal í Dýrafírði hjá sæmdarhjónunum Hákoni Jóns- syni og Kristínu Ólafsdóttur, kom til þeirra fímm ára gömul og hélst órofa tryggð milli þessarar fjöl- skyldu og hennar alla tíð. Á barnsaldri fékk hún sterka löngun til að ná sambandi við föður sinn sem lengi hafði unnið með norskum hvalföngurum og farið með þeim til Noregs 1910 vegna erfiðs atvinnuástands hér heima. Tólf ára gömul skrifaði hún honum bréf sem hafnaði í Englandi og varð þar innlyksa vegna fyrri heimsstyrj aldarinnar. Löngu eftir stríðið fékk Jón loks bréf dóttur sinnar og skrifaði um hæl og bauð henni til sín. Tvítug sigldi hún til Noregs og dvaldi í Tönsberg á þriðja ár og ætlaði hún að fara heim til íslands ásamt föð- ur sínum 1926, en atvikin höguðu því svo að hún ílengdist þar. Jón vildi fara einn hvalveiðitúr í viðbót, en það reyndist hans hinsta för. Olavía giftist sumarið 1926 Per Gundersen og eignuðust þau fjögur börn, en lífið varð enginn dans á rósum. Kreppuárin og heimsstyij- aldarárin síðari urðu fjölskyldunni erfið. Atvinnuleysi var mikið, efna- hagurinn var bágur og lífsafkoman hörð barátta. Árið 1934 átti hún mjög erfitt. Henni var þá boðið á samkomu hjá Hvítasunnumönnum og heyrði þá boðskapinij um kærleika Krists sem sagði: „Komið til mín allir þér sem erfíðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld.“ Þarna varð henni ljóst að Guð elskaði hana og hún bað hann á einfaldan hátt að hjálpa sér og frelsa. Frá þeirri stund varð Jesús berandi kraftur í lífi hennar og þrátt fyrir allt mótlætið sem mætti henni næstu árin bugaðist hún ekki, en fékk styrk til að ganga ósködduð í gegnum það allt. Hún missti son sinn Jon Haukdal 1936, tæpra fjög- urra ára, mann sinn 1945 og dótturina Dagmar 1947; 16 ára. Eftir lifa Áse, búsett á Islandi og Gunder sem býr í Noregi. Síðari árin voru Ólavíu betri en hin fyrri. Hún heimsótti ísland 1948 í fyrsta sinn eftir 25 ára bú- setu í Noregi og eignaðist hér marga trausta vini. Eftir það heim- sótti hún ísland öðru hvoru og eft- ir að Áse dóttir hennar giftist til íslands 1964 urðu ferðir hennar hingað tíðari. Hún dvaldi oft á heimili okkar nokkra mánuði í senn og eins dvöldum við hjá henni í Drammen mörg sumur og eigum við fagrar og góðar minningar frá öllum þessum samverustundum. systkinin Kristinn Kristjánsson, látinn og Guðný Finns- dóttir, f. 14.5. 1912. Árið 1926 giftist Ólavía Per Gunder- son Soley, f. 14.11. 1901 í Steinberg í Noregi, d. 13.4. 1945 og eignuðust þau fjögur börn: 1) Áse Johanne, giftist 18.1. 1964 Daníel Jónassyni, þeirra börn: Ólafía gift Ragnari Garðars- syni og Guðbjörg. 2) Gunder Soloy, kvæntur Ruth, þeirra börn: Per Arne, látinn og Jon Magne, kvæntur Mar- ianne og eiga þau tvö börn, 3) Dagmar og 4) Jon Haukdal. Tvö þau síðasttöldu létust ung. Ólavía verður jarðsungin frá Fíladelfíukirkjunni í Drammen í Noregi í dag. Lengst af var Ólavía heilsu- hraust og bjó ein og sá um sig sjálf til þess síðasta. 25. ágúst sl. kom hún í fylgd Áse dóttur sinnar til íslands og hugðist dvelja hjá okkur í vetur, en það var einlæg löngun hennar að koma enn einu sinni til ættlandsins. En dvölin hjá okkur varð styttri en við höfðum vonað. Hún var ekki sterk er hún kom, enda ekki búin að ná sér eftir slys sem hún varð fyrir í júní sl. er hún handleggs- og lærbrotnaði. Hún hafði í nokkur ár þjáðst af hjartabil- un, þrótturinn fór því þverrandi dag frá degi. Hún var lögð inn til rann- sóknar á Sjúkrahús Reykjavíkur 9. þ.m. og lést þar sólarhring síðar vegna hjartaáfalls. Hennar er sárt saknað af fjöl- skyldu og vinum hér heima og í Noregi. En okkar huggun er að vita að hún átti góða heimvon hjá frelsara sínum. Blessuð sé minning hennar. Daníel Jónasson og fjölskylda. Elsku amma mín. Þetta verður síðasta bréf mitt til þín. Ég sakna þín sárt, amma mín. Mikið á ég eftir að sakna þess að komast í mjúka, hlýja og kærleiksríka faðminn þinn. Þú varst alveg einstök amma. Svo fal- leg, gömul kona, með silfurhvítt hár og tindrandi brún augu. Andlit þitt var hlýlegt en bar glöggt merki um það langa og stranga líf sem þú áttir að baki. Þú hafðir svo mikið að gefa og varst svo kær- leiksrík og vitur kona. Allir vildu eiga þig sem ömmu og mömmu, sérstaklega ef þeir áttu hana ekki fyrir. Og þú tókst við öllum með opnum faðmi og skildir ekki sjálf hvað fólk sótti í hjá þér. Þó að fjarlægðin milli okkar hafí ætíð verið mikil vorum við alltaf mjög nánar. Þú leist í póstkassann á hveijum degi í von um að þú feng- ir nú kveðju frá ástkæra fólkinu þínu á íslandi, til að stytta hinn langa og tilbreytingarlausa dag með. Bréfin hefðu átt að verða fleiri en þú vissir að við vorum öll önnum kafín í hinu daglega amstri. Ég gleymi aldrei stundunum sem ég átti með þér, annaðhvort í notalegu litlu íbúðinni þinni í Noregi eða þeg- ar þú komst til íslands. Þú talaðir stundum um það þegar þú varst litla smalastúlkan fyrir vestan. Hvemig þú varst sett í fóstur fímm ára göm- ul og varst aðskilin frá foreldrum þínum og systkinum. Hvernig þú varst sem ba'rnung, varla eldri en átta ára, send upp í fjöllin til að leita að hinum týnda sauð. Alltaf gast þú miðlað af visku þinni og lífsreynslu til okkar sem yngri vor- um. Ævi þín var á allan hátt alveg ótrúleg. Hvemig þú fékkst svarbréf frá föður þínum mörgum árum seinna, leitaðir hans aðeins 19 ára gömul í hinum stóra heimi, fannst hann í Noregi og misstir hann svo stuttu síðar. Þú fannst síðan lífs- fömnaut þinn í Noregi og bjóst þar upp frá því. Hvemig þú eignaðist bömin þín §ögur og misstir tvö þeirra ung að árum, einnig eigin- mann. Björgun þín í gegnum þessar hremmingar var að þú hafðir nokkr- um ámm áður mætt frelsara þínum Jesú Kristi, sem upp frá því bar allar byrðar með þér og létti þér róðurinn. Þú komst í gegnum þess- ar hörmungar sterkari en nokkra sinni og gast þannig miðlað af reynslu þinni með visku þinni og bjargfastri trú á Drottin. Þú varst mikil bænakona og þú barst ajla þína á bænarörmum alla tíð. Ég þakka þér fyrir þá fyrirmynd sem þú varst mér á allan hátt og fyrir öll þau ráð sem þú miðlaðir með mér af fróðleik þínum. Ég var hepp- in að eiga þig að sem ömmu. Við syrgjum þig öll sárt. En við megum ekki vera eigingjöm. Huggun okkar er sú að núna hefur ^ þú það miklu betra og hefur fengið að sjá frelsara þinn og ert samein- uð ástvinum þínum sem hafa beðið lengi eftir þér. Við vitum að við munum öll sameinast á ný og það gerir mér söknuðinn léttari. Hvíl þú í friði og þökk fyrir allt. Þín nafna Ólafía. Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. Bi S. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677 ÓLA VÍA GUNDERSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.