Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Markviss lestrarkennsla í 6 ára bekk gefur nemendum árs forskot Reglubundin hraðlestrarpróf gefa góða raun Morgunblaðið/Myndasafn MIKILVÆGT er að nemendur nái ákveðinni þjálfun í hrað- lestri strax á neðstu skólastigum. í DIGRANESSKÓLA í Kópavogi hefur þriggja ára reynsla af hrað- Iestrarprófum á sex vikna fresti í yngstu bekkjum gefið mjög góða ~*?raun, að sögn Önnu Vemharðs- dóttur, kennara og árganga- sljóra. „Það er ekki einungis betra að fylgjast með árangri barnanna heldur verða prófin marktækari vegna þess hversu afslöppuð þau em. Það sem er þó skemmtilegast em viðbrögðin þegar tilkynnt er um að próf sé í vændum, þá hrópa krakkamir „vei, húrra!“ í stað þess að fá hnút i magann," sagði hún. Hvað er raunhæft? Anna segir að þegar hún hafi verið ráðin árgangastjóri fyrir yng^-i bekki fyrir þremur árum hafi henni þótt áhugavert að skoða hvernig lestrarkennsla færi fram. Hún fékk til liðs við sig Elínu Richardsdóttur sér- kennara og ákváðu þær í samein- ingu að gera tilraun til að hrað- lestrarprófa alla nemendur í 2.-4. bekk. Skráðu þær niður tölur, framfarir o.fl. „Við fundum út frá því hvað raunhæft væri að ætlast til af börnunum að vori,“ sagði hún. Hún segir að samhliða þessum reglubundnu prófum í Digranes- skóla hafi verið tekin upp hröð, markviss lestrarkennsla í 1. bekk, þannig að búið var að kenna aila stafi í janúar. „Svotil öll bömin voru farin að lesa um vorið. Þetta var breyting frá því sem verið hefur því oft hefur innlögn á stöfum ekki verið lokið fyrr en undir jól í lok 2. bekkj- ar. Börnin hafa því ekki verið farin að Iesa fyrr en undir vor í 2. bekk eða heilu ári seinna en með þessu nýja fyrirkomulagi," sagði Anna. Til að dragast ekki afturúr... Anna segir að i flestum skólum séu lestrarpróf en þá einungis um jól og vor og menn viti ekki i raun hvað það þýðir að fá 2,5 í lestri í 7 ára bekk. „Telstþað viðunandi árangur, góður eða slæmur?“ spurði hún. Hún segir ennfremur að niður- staða þeirra hafi verið sú að hefðu nemendur ekki náð eink- unninni 3 í hraðlestri að vori i 2. bekk væru meiri líkur á að þeir drægjust aftur úr í öðrum greinum í 3. bekk. „Börn geta alltaf tekið stökk, þannig að við settum viðmiðið 5 fyrir átta ára bekk og 7 fyrir 9 ára bekk. Nái böm ekki 7 í einkunn í hraðlestr- arprófi í 9 ára bekk Ienda þau yfirleitt í vandræðum í 10 ára bekk, því þá koma allar lesgrein- arnar.“ Að sögn Önnu þykja þessar tvær tilraunir hafa tekist það vel að haldið verður áfram á sömu braut. „Nú emm við farin að prófa 7 ára börn og sjáum að þau eru langflest komin yfir 3 i hraðlestri strax að hausti sem gefur þeim rúmlega árs forskot miðað við það sem áður var.“ Stærðfræði- og íslenskukunnátta könnuð Samræmd próf í 4. og 7. bekk í fyrsta sinn Nýtt námsefni ÚT ER komið á vegum Námsgagna- stofnunar nýtt námsefni í samfélags- fræði og stærðfræði handa grunn- skólanemendum. • Heimshoma á tnilli er námsefni í samféiagsfræði ætlað nemendum á unglingastigi. Höfundur nemenda- bókar er Þórdís Sigurðardóttir en auk hennar er Guðbjörg Páls- dóttir höfundur verkefnabókar. Nemendabókin skiptist í níu kafla; iðnríki, þróunarlönd, fólks- fjölda, fólksflutninga, fólk og náttúru, atvinnu og lífskjör, heilsufar og - menntun, nýlendustefnu, stjómmál og heimsverslun. Áhersla er lögð á að nemendur íjalli um samskipti ríkra þjóðaog fátækra, iðnríki ogþróunar- lönd. í verkefnabókinni em hugmynd- ir um hvemig vinna má með námsefn- ið, nokkur vinnublöð til ljósritunar ásamt íjórum gerðum af verkefnum við hvem kafla. Nemendabókin er 104 bls. en verkefnabókin 32 bls. • Landafræði handa unglingum 2. hefti þýddi Þorsteinn Þorsteins- son úr sænsku. Þetta er fyrri bók sem út kemur af tveimur og ætl- aðar era til náms í landafræði á _ unglingastigi. í bókinni er m.a. fjallað um fólks- fjölda og fæðu- öflun, nýju ríkin á Iandsvæði fyrrum Sovétríkjanna, auk Asíu, Afríku, Ástralíu, Ameríku og Suðurskautslandið. Fjöldi lit- mynda er í bókinni auk atriðisorða- skrár og verkefna. • Stærðfræði í dagsins önn 3. hefti er nýr námsefnisflokkur ætlaður nemendum á unglingstigi, sem af einhveijum ástæðum ráða ekki við almennt námsefni í stærð- fræði. Höfundar era Hanna Kristín Stefáns- dóttir og Sylvía Guðmundsdótt- ir. Markmiðið með efninu er einkum að þjálfa nemendur í útreikningi í daglegu lífí og öðlast leikni í að nota -vasareikni. Heftin verða sex talsins. SAMRÆMD könnunarpróf hjá 4. og 7. bekkjum grunnskóla fara í fyrsta sinn fram dagana 5. og 6. nóvember nk. Fyrri daginn fer fram próf í íslensku, sem haldið verður á sama tíma um allt land og síðari daginn próf í stærðfræði á sama hátt. Að sögn Einars Guðmundssonar deildarstjóra hjá Rannsóknarstofn- un uppeldis og menntamála (RUM) er ekki gert ráð fyrir trúnaðar- mönnum í stofum eins og við sam- ræmd próf í 10. bekk. Segir hann þetta meðal annars undirs.trika að þessar kannanir séu hugsaðar öðru- vísi en samræmd próf við lok grunn- skóla. Markmiðið nú sé að kanna grundvallarkunnáttu og færni nem- enda í viðkomandi námsgreinum, fá upplýsingar um skólakerfið í heild og að kanna námsstöðu nem- enda á landinu öllu. „Gert er ráð fyrir að hægt verði að nýta niður- stöðurnar með einhveijum hætti og grípa þá inn í þar sem þess er þörf,“ sagði Einar. Prófin að morgni Prófín verða haldin að morgni, þannig að nemendur sem eru eftir hádegi þurfa að gera sér ferð í skólann. „Þó að búið sé að leysa þetta í flestum tilvikum getur það valdið röskun i tvísetnum skólum. Það undirstrikar að mínu mati að einsetja þurfi skólana sem fyrst,“ sagði Einar. Hann sagði hins vegar að í einsetnum skólum ætti að vera hægt að fella prófin að hefðbundnu skólastarfi. Framkvæmd prófanna hefði þó verið sett í hönd hvers skólastjóra fyrir sig og þeir ákvæðu hvernig staðið yrði að málum. Aðspurður hvort foreldrum beri að undirbúa börn sín sérstaklega fyrir prófín segir Einar ekki ástæðu til þess umfram það sem þeim beri að gera frá degi til dags, þ.e. að sinna námi barnanna. Hann segir niðurstöður þessara prófa ekki hafa áhrif á áframhaldandi skólagöngu þeirra nema að því leyti að reynt verður að bregðast við ef nemendur eru undir eðlilegum getumörkum. Óvanir fyrirmælum af snældum RUM hefur sent allítarlegar upp- lýsingar um uppbyggingu prófanna til skólanna þannig að kennarar hafa möguleika á að undirbúa nem- endur sína kjósi þeir það. Einar seg- ir að níu ára nemendur séu óvanir fprmlegum prófum eins og þeim sem nú fara fram. „Ég hugsa til dæmis að fæstir nemendur hafi nokkum tímann farið eftir fyrirmælum af snældum áður,“ sagði hann. í 4. bekk verður prófað í íslensku í staf- setningu, lestrarhraða, lesskilningi og málskilningi, en í 7. bekk verða kannaðir þættir eins og stafsetning, lestrarhraði, lesskilningur, málskiln- ingur, málfræði og ritun. Próftíma verður þannig háttað að nemendur leysa fyrri hluta verk- efnis og hafa til þess eina klukku- stund í 4. bekk en ríflega það í 7. bekk. Síðan er hlé í 20-30 mínútur og að því loknu hefst síðari hluti prófsins. Hugsunin á bak við próf- tímann í 4. bekk er sú að vegna afar mismunandi getu og þroska nemenda er talið eðlilegt að hafa próftímann rúman til að koma til móts við seinþroska nemendur. Einar segir að búast megi við að skólarnir fái niðurstöður úr prófum sendar í fyrstu viku desem- ber. Einnig munu þeir fá upplýs- ingar um landsmeðaltal heildarein- kunna og einstakra námsþátta, og upplýsingar sem gera þeim kleift að bera sig saman við aðra. For- eldrar munu fá heildareinkunn barna sinna og upplýsingar um einstaka námsþætti. RUM stefnir síðan á að gefa út niðurstöðurnar í skýrslu sem allir munu hafa að- gang að. Arsþing SAMFOKS haldið í fyrsta sinn ÁRSÞING SAMFOKS (Sambands foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavíkur) verður haldið í fyrsta sinn laugardaginn 26. október nk. Tilgangur þingsins er að vera stefnumótandi vettvangur þar sem mál eru krufin og ályktanir sam- þykktar í nefndum og hópum. Undirbúningsfundur var haldinn í gærkvöldi þar sem ákveðið skyldi hvaða málefni yrðu til umfjöllunar. Út frá þeim grunnhugmyndum verður samþykkt á þinginu hvaða mál foreldrafélög setja á oddinn á skólaárinu. Þingið verður haldið á Grand hótel í Reykjavík og stendur kl. 9-16.45. Þingfulltrúar eru foreldar í stjórnum foreldrafélaga og fulltrú- ar í foreldraráðum. Eftir hádegi fara fram pallborðs- umræður þar sem þátttakendur eru Sigrún Magnúsdóttir formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, Árni Sig- fússon, fulltrúi í fræðsluráði, Gerð- ur G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri Reykajvíkur, fulltrúi frá Kennarafé- lagi Reykjavíkur og Guðbjörg Björnsdóttir, formaður SAMFOKS og áheyrnarfulltrúi í fræðsluráði. Háskólastig’ið 70% við nám í HI UM ÞAÐ bil 70% allra stúd- enta á háskólastigi stunda nám við Háskóla íslands (HÍ) og um 90% allra háskólarann- sókna fara þar fram, að því er fram kemur í Tölfræðihand- bók um menntun og menningu, sem nýlega kom út á vegum menntamálaráðuneytis. Umfang rannsókna við HI er um einn milljarður kr. ár- lega. Annars vegar eru stund- aðar rannsóknir á vegum allra deilda skólans, hins vegar eru starfræktar sérstakar stofnan- ir, sem sumar eru fjárhagslega sjálfstæðar og lúta eigin stjórn. Auk HÍ bjóða Háskólinn á Akureyri og Kennaraháskóli íslands fleiri en eina háskóla- gráðu og hafa rannsóknar- skyldu en þrír aðrir skólar bjóða upp á nám til háskóla- gráðu, Samvinnuháskólinn á Bifröst, Tækniskóli Islands og Bændaskólinn á Hvanneyri. Ný skipan fræðsluráðs Á FUNDI Fræðsluráðs Reykja- víkur, sem haldinn var um síð- ustu mánaðamót var tilkynnt ný skipan ráðsins. Nýkjörnir aðalfulltrúar eru Svanhildur Kaaber og Guð- mundur Gunnarsson en fyrir sitja í ráðinu Sigrún Magnús- dóttir formaður, Hulda Olafs- dóttir og Árni Sigfússon. Lagði formaður til að Svanhildur Kaaber yrði varaformaður og Hulda Ólafsdóttir ritari og var hvort tveggja samþykkt. Úr fræðsluráði gengu Kristj- ana Kristjánsdóttir og Árni Þór Sigurðsson. Háskóli Islands 1.100 nám- skeið og 50 námsgráður HÁSKÓLI íslands býður yfír 1.100 mismunandi námskeið ár hvert og yfir 50 mismun- andi námsgráður, að því er fram kemur í tölfræðihandbók menntamálaráðuneytis. Mestur hluti þessa náms leið- ir til fyrstu háskólagráðu (BA, BS) en einnig er boðið upp á nám til kandidatsprófs í nokkr- um deildum. Þá er hægt að leggja stund á stutt starfsnám í nokkrum greinum að lokinni fyrstu háskólagráðu. Meistara- námi hefur verið komið á fót í mörgum deildum og unnið er að þróun skipulags doktors- náms á nokkram sviðum. Deildir HÍ eru níu og fast- ráðnir kennarar við skólann eru um 400. Vímuvarnir Hver grunn- skóli geri eigin áætlun FRÆÐSLURÁÐ hefur sam- þykkt tillögu Sigrúnar Magn- úsdóttur formanns ráðsins að beina því til allra grunnskóla borgarinnar að þeir geri vímu- varnaráætlun fyrir sinn skóla. Jafnframt verði i samvinnu við vímuvarnarnefnd borgar- innar unnið að íhlutunarregl- um sem gilda skulu þegar neyslu verður vart hjá nem- anda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.