Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGVIMATTHÍAS ARNASON JÓHANNA K. KRISTJÁNSDÓTTIR + Ingvi Matthías Árnason fædd- ist á Akureyri 3. september 1933. Hann lést á heimili sínu eftir stutt veikindi 28. sept- ember sl. Ingvi var sonur Árna Kristj- ánssonar píanó- leikara, f. 17. des- ember 1906, og Onnu Steingríms- dóttur, f. 7. októ- ber 1910. Systkini Ingva eru Kristján, sambýliskona Inga Huld Hákonardóttir, og Krist- ín Anna, gift Fernando Ferrer og býr á Spáni. Ingvi kvæntist Ingibjörgu Jónsdóttur 1933 og eignuðust þau sex börn. Þau eru Magnea J. Matthíasdóttir, f. 13. janúar 1953, gift Sigurði Sigurðssyni og býr í Kaupmannahöfn, Steingrímur Matthíasson, f. 23. desember 1953, d. 25. október 1980, Jón Matthíasson, f. 26. mars 1955, d. 18. júní 1980, Árni Matthíasson, f. 31. janúar 1957, kvæntur Björgu J. Sveinsdóttur, Hólmfríður Matthíasdóttir, f. 17. nóvember 1962, sambýlis- maður Jaime Rov- ira, og Ari Matthí- asson, f. 15. apríl 1964, kvæntur Gígju Tryggva- dóttur. Barnabörn eru ellefu og eitt barnabarnabarn. Ingibjörg lést 25. desember 1986. Ingvi fluttist barn að aldri til Reykjavíkur með foreldrum sinum og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan semidúx 1953, stundaði um tima nám í heimspeki og þýsku í Vínar- borg, en hóf síðan störf hjá Eimskipafélagi íslands. Hjá Eimskipafélaginu starfaði Ingvi meðal annars við skrif- stofu félagsins í Kaupmanna- höfn, en réðst síðar til Flugfé- lags íslands, síðar Flugleiða, og starfaði þar mörg ár. Siðar var Ingvi gæslumaður á Kleppsspítala, þar sem hann starfaði til dauðadags. Ingvi var jarðsunginn 4. október sl. Við Ingvi unnum saman á nætur- vöktum uppá Kleppi. Þá var ég nýr í starfinu og setti Ingvi mig inn í það fyrstu næturnar. Vorum við síðan saman á vaktinni um nokk- urra mánaða skeið. Eftir að hafa skúrað og gengið frá því sem skylt var, fengum við okkur aðeins í svanginn og kíktum svo á sjónvarpið og létum kíinnar athugasemdir flakka á víxl. Svo þegar sjónvarpið var búið sagði Ingvi mér oft sögur af sjálfum sér og tvinnaðist inní þetta spjall okkar ótrúlegasti fróðleikur um allt mögu- legt í heimi og geimi. Var gaman fyrir mig að njóta samvista með svo fróðum og ljúfum náunga sem Ingvi var. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GEIR GÍSLASON, Bauganesi 42, Skerjafirði, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 20. október. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Geirsdóttir, Þorleifur Geirsson, Þóra Geirsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir mín, tengdamóðir og amma, KATRI'N DAGMAR EINARSDÓTTIR, Rauðagerði 22, Reykjavik, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, föstudaginn 18. október síðastliðinn. Sérstakar þakkir eru færðar Jóni Högna- syni, lækni, og starfsfólki deildar A-7 fyrir einstaka alúð og umhyggju. Jarðarförin verður auglýst síðar. Eyjólfur Jónsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Jón Otti Gíslason, Katrín Dagmar Jónsdóttir, Eyjólfur Jónsson. Ég man að eina nóttina varð honum starsýnt útum gluggann uppí himininn. Ég spurði hann hvort hann væri að kíkja á stjörn- urnar en þá sagði hann mér að von væri á halastjömu og að hann væri að giska út áttina sem hún sæist úr. Síðan fylgdi ljúflega allur mögulegur fróðjeikur um hala- stjörnur og himingeiminn. Ég dáðist að Ingva fyrir margt en þó einkum þann dugnað og já- kvæðni sem hann sýndi í veikindum sínum. Það var mér dýrmæt reynsla að kynnast Ingva. Nokkuð sem ég mun alltaf búa að. Ég votta hans nánustu samúð. Valgarður Bragason. JIIIIIIIIIX ^Erfidrykkjnr * h P E R L A N Sími 562 0200 ‘iimiiiiir Erfiðrykk Safnaðarheimili g- - - -- JW Háteigskirkju \j !§á«É J 551 im | X ! + Jóhanna K. Krisljánsdóttir var fædd í Vík á Flateyjardal 3. nóv- ember 1921. Hún lést á Borgarspítal- anum í Reykjavík 12. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru þau Sigríður Sigtryggsdóttir frá Flatey á Skjálfanda og Kristján Rafns- son frá Hóli í Bárðardal. Þau eignuðust sjö börn. Jóhanna giftist Guðlaugi Vig- fússyni, sjómanni og útgerðar- manni frá Holti í Vestmannaeyj- um, árið 1943. Guðlaugur var fæddur 16. júlí 1916 og lést 27. apríl 1989. Þau Guðlaugur eignuðust 5 Þegar ég sest nú niður, systir góð, þá er nú margs að minnast. Ég minnist þess fyrst þegar ég kom heim úr skólanum en þá var kennar- inn búinn að segja mér að amma mín hefði drukknað og með henni einn harðduglegasti sjómaðurinn í eyjunni, en pabbi og mamma höfðu flutt út í Flatey þegar þú varst kornabarn en þarna ertu orðin sex ára þegar þetta gerist en þegar ég kem inn í baðstofuna situr þú í fangi afa og þurrkar tárin úr skeggi hans og reynir að hugga hann eins og þú best getur, en þú áttir eftir að hugsa betur um afa. Þegar hann var orðinn blindur var engin duglegri en þú að leiða hann úti þegar gott var veður. Sem unglingsstúlka fór Jóhanna í vist til Húsavíkur og var þar hjá mjög góðu fólki, en tuttugu og tveggja ára fer hún til Vestmanna- eyja ásamt fleira fólki. Þar kynnist hún manninum sínum, Guðlaugi Vig- fússyni frá Holti, sem í daglegu tali var nefndur Daddi í Holti. Börnin þeirra urðu fímm, öll gift eða í sam- búð og öll eiga þau afkomendur, enda myndarfólk. í Vestmannaeyjum byggðu þau hjón sér einbýlishús. Daddi var alltaf á sjónum á meðan þau bjuggu í Vestmannaeyjum enda átti hann í Voninni með bræðrum sínum. Þau flytja til Reykjavíkur 1961 og kaupa þá hæð að Austurbrún 33 og eru þar þangað til að þau kaupa íbúð á Kjarrvegi 15 enda börnin farin að heiman. Daddi deyr 1989 og eru þau þá búin að vera í íbúðinni á þriðja ár, en Hanna systir býr þar áfram og er þar í 10 ár. Fyrir rösku ári keypti hún tveggja herbergja íbúð í Eiðismýri 30, svokallaða þjónustu- íbúð fyrir eldri borgara. Þegar börnin fóru að fara að heiman tók hún bíl- próf og stuttu seinna fer hún að vinna á Hótel Loftleiðum og vinnur þar í eldhúsi og borðstofu starfsfólks og vinnur þar í átján eða nítján ár og þeir voru ekki margir veikindadag- arnir ef þeir voru þá nokkrir. Þá fór mín manneskja að ferðast og fór aðallega tii Ameríku og alla leið vest- ur á Kyrrahafsströnd þar sem frænka okkar býr. Ég votta börnum hennar dýpstu samúð svo og öðrum skyldmennum og tengdabömum. Hafðu svo þökk fyrir allt og allt. Þinn bróðir, Sigurður Kristjánsson. Elsku Hanna, ég vil kveðja þig í hinsta sinn. Ég var aðeins 16 ára er ég kynnti«t þér og fjölskyidu þinni. í þau 24 ár sem við þekkt- umst var samband okkar alltaf eins og best var á kosið. Okkur kom mjög vel saman, við höfðum svipuð áhugamál, þú varst óhræcfd við að takast á við nýjungar og vandamál var hugtak sem þú notaðir aldrei. Þú varst óspör á að hvetja mig í þeim störfum sem ég hef tekið mér fyrir hendur í gegnum árin. Þú varst alltaf reiðubúin til þess_ að hjálpa og aðstoða okkur öll. Ég minnist börn, þau eru: Vig- fús, f. 1943, Guðleif, f. 1948, Sigríður, f. 1951, Kristján, f. 1954, Guðrún, f. 1959. Barnaböm eru orðin sextán og bamabarnaböm þijú. Guðlaugur og Jó- hanna byrjuðu sinn búskap í Vest- mannaeyjum, en fluttu síðar til Reykjavíkur árið 1960 og bjuggu lengst af á Austur- brún 33. Jóhanna var lengst af húsmóðir en frá 1974 starfaði hún í mötuneyti Hótel Loftleiða þar til hún fór á eftirlaun. Útför Jóhönnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þess nú þegar við fórum fyrst sam- an til Bandaríkjanna 1982, við Kiddi og þú og Daddi, hvað þér fannst gaman að hafa okkur með og fara með okkur að skoða alla skemmti- garðana. Aftur fórum við fjögur saman 1984 til Englands ásamt Gísla litla, áttum þar skemmtilegt frí og skoðuðum okkur mikið um. Árið 1989 fórum við svo tvær sam- an til Bandaríkjanna í frí með syst- ur minni. I þessari ferð var mikið hlegið og fíflast enda ferðin farin til þess eins að hvíla sig og fá til- breytingu í dagsins önn. Þú hafðir þá nokkru áður misst manninn þinn, en þið hjónin höfðuð alltaf verið svo samrýmd. Þú byijaðir snemma að vinna fyrir þér, aðeins 14 ára fórst þú í vist til Húsavíkur. Þegar þú misstir föður þinn 16 ára gömul studdir þú vel við bakið á móður þinni og systk- inum. Ég man þegar þú varst að segja mér frá störfum þínum í gamla daga og taiaðir um að allar þínar tekjur hefðu runnið til móður þinnar til að létta henni byrðina. Þú hafðir unnið við ýmis þjónustustörf þar til þú giftist Guðlaugi 1943 og tókst við að hjálpa honum í þeim atvinnu- rekstri sem hann starfaði í ásamt þvi að hugsa um heimilið af myndar- skap. Þú varst ekki alltaf heilsu- hraust um ævina en þú iést það aldrei hafa áhrif á þitt góða skap. Alltaf varst þú tilbúin að rétta hjálp- arhönd, en það mátti helst ekkert gera fyrir þig í staðinn. Árið 1974 þegar þér fannst þú ekki lengur hafa nóg að gera heima fyrir réðir þú þig til starfa hjá Hót- el Loftieiðum, þar sem þú starfaðir í 18 ár í mötuneyti félagsins. Eftir að þú hófst störf hjá Loftleiðum gast þú notið þeirra fríðinda sem fylgdu starfínu að ferðast erlendis sem þú gerðir óspart. Þú hafðir gaman af því að ferðast og ófáar ferðirnar fórstu til systurdóttur þinnar Völu í Bandaríkjunum en hún tók ávallt vel á móti þér og á þakk- ir skildar fyrir að hafa hvatt þig til að heimsækja sig í vor eftir að þú varst orðin veik. En í þessari síð- ustu utanferð þinni gafst þér tæki- færi til að kveðja vini þína þar. Barnabörnin biðu alltaf spennt eftir að amma kæmi heim því þú keyptir alltaf eitthvað fallegt handa þeim ásamt góðgæti í poka. Það verður skrítið að heija laufa- brauðsbakstur í desember nk. án þess að þú verðir með en öli þau ár sem ég hef verið tengdadóttir þín kom fjölskyldan alltaf saman heima hjá þér og þú stjórnaðir bakstrinum af miklum krafti. Eng- inn bjó til betra laufabrauð en þú, nú munum við sem eftir lifum halda þessari hefð þinni áfram og þú verð- ur með okkur í hugum okkar. Heimili þitt bar þess vott hversu myndarleg þú varst, ófáar veislurn- ar hélstu í gegnum tíðina og brauð- tertumar þínar báru ávallt af. Þú varst mikið fyrir að gleðjast með fólki og hélst mjög góðu sambandi við vini þína og ættingja. Með þessum fáu orðum, kveð ég þig Hanna mín með þökk og söknuð í huga. Guð blessi þig. Ásgerður. Mig langar að minnast tengda- móður minnar Jóhönnu Kristjáns- dóttur. Okkar fyrstu kynni voru þau að ég hitti hana fyrir rúmum 30 árum á Landspítalanum þegar ég var að heimsækja dóttur hennar, hana Guggu mína, sem síðar varð konan mín. Þennan dag keyrði ég Hönnu heim til sín á Austurbrúnina, og sá staður varð fljótlega eftir það mitt annað heimili. Það var oft gestkvæmt hjá þeim hjónum Hönnu og Dadda á Austur- brúninni og tók Hanna einstaklega vel á móti þeim mörgu sem þangað komu og var oft glatt á hjalla. Daddi maðurinn hennar dó fyrir 8 árum, en hann var mikill sóma- maður og alltaf var hann liðtækur þegar á þurfti að halda. Ég vil þakka Hönnu fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Aldrei græt ég genpa stund, en gleðst af því, sem líður! Ljóst ég veit, að læknuð und lengur ekki svíður. (Kristján Jónsson) Páll H. Guðmundsson. Það er eins og öll orð hverfi úr huga mínum þegar kemur að því að kveðja. Það er á svona stundum sem við áttum okkur á því hversu stutt þetta líf er. Tíminn flýgur áfram og áður en við vitum af kemur að enda- lokunum. Það er erfitt að hugsa til þess að nú sértu farin, elsku amma mín. Þú sem varst alltaf svo skammt undan og auðvelt var að leita til þín. Mér er það minnisstætt hve gam- an mér þótti f æsku að heimsækja ykkur afa á Austurbrúnina enda voru móttökurnar ekki af verri end- anum þegar litla ömmustelpan kom í heimsókn. Sérstaklega var gaman að fá að sofa því þá var iðulega eitt- hvað skemmtilegt gert. Vakað lengi frameftir, borðað nammi og horft á sjónvarpið. Ófáar ferðirnar fór ég með þér í gegnum árin. Sem barn í helgarbíl- túra til Keflavíkur til þess að heim- sækja Gunnu frænku. Sem ungling- ur með ykkur afa í ógleymanlega Flórídaferð, þar sem margt var gert til dægrastyttingar. Og síðast en ekki síst sem ung kona sumarið 1993 í ferð með þér einni til Akur- eyrar sem mér þykir afskaplega vænt um. Við ókum saman í bílnum þínum norður í land, ég undir stýri og þú mér við hlið. Ég held að segja megi að ekki hafí liðið mínúta alla ferðina án þess að önnur okkar segði eitthvað. Við ræddum um allt milli himins og jarðar og ég kynntist þér á nýjan máta. Þú varðst ekki bara gamla góða amma heldur líka góð vinkona. Minningarnar eru margar og góð- ar sem ég og fleiri munum geyma í hjörtum okkar um glaðværa og góða konu sem reyndi alltaf að gleðja alla sem í kringum hana voru. Elsku amma mín, það verður tóm- legt eftir að þú ert farin. Þegar ég lít til baka er ég þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo bjartsýn og lífsglöð sem sannaðist best eftir að þú veiktist, þá lést þú aldrei neinn bilbug á þér finna. Elsku amma mín, með söknuði kveð ég þig nú að sinni. Jóhanna Kristín. Núna hefur hún Ameríku-amma okkar farið í sitt síðasta ferðalag, ferðalag í betri veröld án sorga og þjáningar. Við erum fegin því að hún átti ekki langt stríð og lést í friði. Megi hún njóta síns síðasta ferða- lags og lifa í minningu okkar. Elsku amma. Nú hvílist þú á himnum og ert orðin heil. Þú lifir og við minnumst þess lengi að leidd- ir þú okkur í trú. Saknaðarkveðj a, barnabörnin í Eyjum, Sigmar, Sóley, Guðmundur og Freydís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.