Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 1
H2SIÐURB/C/D/E tvgimltfiifeifc STOFNAÐ 1913 241.TBL.84.ARG. ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þingkosningarnar í Litháen Hægrimenn sigruðu með yfirburðum Vilnius. Reuter. VYTAUTAS Landsbergis, leiðtogi Litháa í sjálfstæðisbaráttunni gegn Sovétmönnum, vann mikinn sigur í fyrri umferð þingkosninganna á sunnudag. Var flokkur hans, Föð- urlandsflokkurinn, með 29% at- kvæða er búið var að telja í 1.495 af rúmlega 2.037 kjördæmum síð- degis í gær en stjórnarflokkur fyrr- verandi kommúnista, Lýðræðislegi verkamannaflokkurinn, sem Alg- irdas Brazauskas forseti styður, með tæp 10%. Kjörsókn var aðeins um 55% en er síðast var kosið árið 1992 var hún 75%. Talsmenn stjórnarflokksins sögðust myndu una úrslitunum og er gert ráð fyrir að Gedminas Vagnorius, fyrrverandi forsætis- ráðherra í valdatíð Landsbergis, myndi nýja ríkisstjórn með fullt- ingi Kristilegra demókrata. Þingsætin eru 141. Hlutfalls- kosning eftir flokkslistum er í 70 kjördæmum í fyrri umferðinni en flokkur verður að fá minnst 5% fylgi í þeim til að hljóta þingsæti. Allt benti til þess að aðeins fimm flokkar kæmust yfir þann þröskuld; Föðurlandsflokkurinn, fyrrverandi kommúnistar, sósíal- demókratar, Miðjusambandið og Kristilegir demókratar. Kosið er milli einstaklinga í 71 kjördæmi og verður í síðari um- ferð valið þar milli tveggja efstu hafi enginn náð hreinum meiri- hluta í hinni fyrri. Ljóst þykir að kjósa verði aftur í þeim flestum. Landsbergis sagði að sam- kvæmt þeim úrslitum sem birt hefðu verið hefði flokkur hans fengið 32 af þingsætunum 70. Ólíklegt væri að valdahlutföll á þingi breyttust mjög þegar endan- leg niðurstaða fengist í öllum kjor- dæmunum. „Frambjóðandi okkar í embætti forsætisráðherra verður Gedimin- as Vagnorius. Við vonum að for- setinn muni ekki reyna að hindra það með neinum hætti". Vonsviknir kjósendur Landsbergis og hægrimenn hans guldu afhroð í kosningunum 1992 og var því kennt um að al- menningur væri búinn að fá nóg af efnahagsþrengingum sem fylgdu í kjölfar sjálfstæðisins. Stjórnvöld fyrrverandi komm- únista hafa átt gott samstarf við alþjóðlegar fjármálastofnanir en hafa legið undir ámæli vegna spill- ingar, einnig finnst mörgum kjós- endum sem ekki hafi verið staðið við loforð um að draga úr þjáning- um sem fylgdu umskiptum til markaðsbúskapar. Leiðtogar Föðurlandsflokksins heita því að útrýma spillingunni. „Stjórn fyrrverandi kommúnista var ekki frábrugðin stjórn komm- únista," sagði Landsbergis í gær. ¦ Landsbergis í náðinni/21 Eeuter Kohl kjörinn í 13. sinn HELMUT Kohl var kjörinn for- maður flokks kristilegra demó- krata (CDU) í Þýskalandi í 13. sinn í gær, „rússneskri kosningu". Eft- ir kjörið fagnaði hann eins og hnefaleikamaður unnum bardaga þótt enginn væri mótherjinn. Hef- ur hann verið flokksformaður undanfarin 23 ár, þar af 14 sem kanslari. Á flokksþinginu, en myndin var tekin við upphaf þess í gær, kvaðst Kohl vonast til þess að kjörtímabil stjórnar CDU og frjálsra demókrata (FDP) yrði framlengt um fjögur ár í þing- kosningunum 1998. Á þinginu var ákveðið, að konur skyldu skipa a.m.k. þriðjung embætta sem flokkurinn kýs tíl. Þó gæti raunin orðið önnur, því verði að kjósa öðru sinni til embætta, ef konur hafa ekki náð sínuiii hlut í fyrstu umferð, skulu úrslit seinni at- kvæðagreiðslu verða endanleg þótt konur nái þar ekki þriðjungs- hlut. Eldar eira engu Los Angeles. Reuter. SKÓGAR- og kjarreldar eyði- lögðu fjölda húsa í Orange- og Los Angeles-sýslum í Kali- forníu í gær. Skraufþurrir Santa Ana-vindarnir al- ræmdu hleyptu miklu lífi í eldana, sem eirðu engu er fyrir varð. Ottast var að eldur, sem logaði í nágrenni Calabasas, útborgar 40 km norður af Los Angeles, næði alla leið til sjávar eða 20 km leið og legði allt í rúst sem fyrir yrði, gróð- ur og byggingar. Reykjar- bólstrar frá eldinum stigu allt að 8.000 fet í loft upp og dró mjög úr birtu. Vegna vinds breiddist eldurinn hratt út og logaði á rúmlega 600 hektara svæði í gærkvöldi. Felmtri slegnir íbúar yfirgáfu hundruð húsa sem talin voru í hættu. Fjór- um skólum var Iokað og nem- endur fluttir á brott. Eldurinn við Calabasas stefndi í gær í átt til Malibu, en þar eyðilögðust um 1.000 hús í miklum skógar- og kjarreldum 1993. Talið er að lítill eldur, sem kviknaði á húslóð í ríkra manna í bænum Tustin í Or- ange-sýslu hafi með hjálp vindanna, sem blesu á 80 km hraða, orðið að 300 hektara báli á nokkrum mínútum. Eyðilögðust a.m.k. 12 lúxus- hús 50 km suðaustur af Los Angeles og 8 skemmdust mikið. Slökkviliðsmenn náðu tökum á eldinum eftir þriggja stunda viðureign. Afganistan Oljóst um vopnahlé Kabul. Reuter. TALEBAN-hreyfingin í Afganistan og andstæðingar hennar kváðust til- búin til þess í gær að fallast á vopna- hlé fyrir milligöngu Pakistana en með ýmsum skilyrðum. Bardagar héldu því áfram og fór tvennum sögum af stöðunni á vígvellinum fyrir norðan Kabul. Vopnahlé átti að taka gildi í gær- morgun en upplýsingamálaráðherra Taleban-stjórnarinnar í Kabul sagði, að hún setti það skilyrði, að skipst yrði á föngum. Talsmaður Ahmad Shah Masoods, yfirmanns hers fyrr- verandi stjórnvalda, fullyrti aftur á móti, að vopnahlésviðræðurnar hefðu farið út um þúfur. Staðan á vígvellinum fyrir norðan Kabul virðist óljós en líklega óbreytt að mestu leyti. Er barist um bæi og þorp meðfram þjóðleiðinni fyrir norðan höfuðborgina og flestir íbúar á þeim slóðum hafa orðið að flýja heimili sín. Reuter Alemán sigurreifur HÆGRIMAÐURINN Arnoldo Alemán, forsetaefni Frjáls- lynda bandalagsins, flytur sig- urræðu í veislu með stuðnings- mönnum í höf uðstöðvum sínum eftir f orsetakosningarnar í Nic- aragua á sunnudag. Hann kvaðst sannfærður um að hann fengi meira en 45% atkvæð- anna, sem nægir til að ná kjöri, en helsti andstæðingur hans, Daniel Ortega, leiðtogi sandin- ista, kvað of snemmt að fullyrða nokkuð um úrslitin. ¦ Alemán lýsir yfir sigri/23 Kvartmilljón hútúmanna á flótta í Zaire Kigali. Reuter. UM fjórðungur milljónar flótta- manna af þjóð hútúa frá Rúanda og Búrundí hafa yfirgefið búðir sínar umhverfis borgina Uvira í austurhluta Zaire og stefnt til fjalla vegna átaka stjórnarhersins og uppreisnarmanna úr röðum tútsa. Alþjóðlegar hjálparstofnanir byrjuðu í gær að flytja starfsfólk sitt á brott frá austurhluta Zaire og Einingarsamtök Afríkuríkja (OAU) lýstu miklum áhyggjum vegna ástandsins. Hermt var að 4-5.000 manna liðsauki uppreisnarmanna, bany- amulenge-tútsar, hefðu komið til Zaire frá Rúanda í skjóli myrkurs aðfaranótt mánudags. Því vísaði stjórnarher Rúanda á bug, en hann hefur séð banyamulenge-liðum fyrir vopnum og afleiðing þess er, að upplausnarástand ríkir í austur- hluta Zaire og sér ekki fyrir end- ann á því. Skyldleiki er með túts- um í Rúanda og Zaire því bany- amulengemenn eru af þjóð tútsa sem fluttist frá Rúanda og settist að í Zaire í lok 18. aldar. Átök banyamulenge-liða og stjórnarhers Zaire hörðnuðu í gær og var m.a. barist inni í borginni Uvira og umhverfis hana. Enn- fremur réðust uppreisnarmenn á stöðvar hersins skammt frá flótta- mannabúðum við borgina Goma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.